Morgunblaðið - 28.04.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.04.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ £» Þepskylduvinna. Ráðleysi. — Bjargráð. Landstjórnin hefir sýnt ofurlítinn vott f>ess, að hún veit það hvernig horfurnar eru í landinu, en þó er hún altof atkvæðalítil. Hér þýðir ekkert kák. Það verður að taka dug- lega í taumana. Stjórnin verður að sýna af sér röggsemi, beita öllu því valdi, er hún hefir og taka sér vald þegar það þrýtur. Með vetlingum veiðir enginn köttur mús og með þessu sleifaralagi og slóðaskap, sem nú er á öllu hjá okkur, stefnum við beint út í opinn voða fyrirhyggju- leysisins. Það er þýðingarlítið að brýna einstaklinga þjóðarinnar, segja þeim að þetta og þetta eigi þeir að gera. Menn hafa rekið sig svo oft á það, að það lætur þjóðin inn um annað eyrað og út um hitt. En það verður að brýna stjórnina, eggja hana lög- eggjan um það að skipa mönnum og skylda menn til þess að gera það sem þeir eiga að gera — sjá um það að þau verk komist í fram- kvæmd sem okkur getur orðið, og er jafnvel lífsnauðsyn að framkvæmd sé. Stjórnin er húsbóndinn á þjóðar- búinu. Hún verður að skipa fyrir verkum til þess að sjá heildinni borgið. Þetta er mikið starf og örð- ugt, en þó eigi óframkvæmanlegt, því að væri svo, ættum við engrar viðreisnarvon. Stjórnin verður að lögbjóða þegn- skylduvinnu í einhverri mynd. Störf þau, er nú bíða framkvæmda, verða aldrei unnin nema því að eins að menn séu sk) ldaðir til þess að vinna þau. Hér er orðinn ægilegur kola- og eldsneytis-skortur. Og hamingjan má vita hvenær við fáum kol frá út- löndum. Ef til vill ekki fyr en eftir 2—3 ár. Og hvar stöndum við þá? Hvernig mundi mönnum litast á blikuna, ef nú færi vetur í hönd í stað sumars ? En hér í landinu eru nóg kol og nógur mór handa okk- ur. Og eigi þarf annað en ná í það. Þetta höfum við vitað í tvö ár — en framkvæmdirnar? Hvar eru þæi ? Á alt að stranda á dugnaðarleysi og skorti á »organisation« ? Getur stjórn- in vænst þess að einstakir menn fari að brjótast í því að vinna kola- námurnar svo að landinu nægi? Nei, það verður aldrei. Stjórnin verður sjálfsagt að standa fyrir verkinu. Og hún á að taka menn til þess með valdi, hvar sem henni sýnist. Það verður enginn vandi. Hér ganga menn hrönnum saman iðjulausir og verður þó enn verra þegar fram á kemur sumarið. En það bíða líka fleiri verk heldur en kolagröfturinn, þótt hann eigi að sitja fyrir mörgu öðru. Hvernig er með kartöfluræktina? Það mætti taka þegnskylda 'menn til þess að vinna að henni, bæði í sveitum og bæjnm og yrði það affarasælla held- ur en hver hokraði sér og von um meiri uppskeru, því að þeir sem hafa garða munu samt sem áður rækta í þeim. Það hefir lítið verið minst á gul- rófu- og næpu-rækt. Eigi ætti hún þó að sitja á hakanum. Hvert ein- asta sáðkorn, sem til er í landinu ætti að fara ofan í jörðina í vor. Bæja- og sveita-stjórnir ættu að kaupa alt útsæði og sjá um það að því verði sáð. Rófurækt gefur ef til vill nokkru minna af sér heldur en kartöflurækt, en er líka mikið ódýr- ari. Og þótt uppskera bregðist vegna óhagstæðrar veðráttu, þá er litlu til kostað öðru en rófufræinu, sem ekki er dýrt og verður eigi í askana látið með öðru móti en því sé sáð. En þótt illa fari um uppskeruna, þá eigum við þó altaf þá huggun, að hafa gert alt sem í okkar valdi stóð til þess að búa okkur undir það versta. Um fráfærurnar hefir áður verið talað, og bændur eru hvattir til þess að færa frá í sumar. En það þarf að gera þeim það að skyldu og sjá þó jafnframt um það, að þeir hafi þann vinnukraft, sem til þess þarf. Og það ætti að vera hægt. Enn er eitt, sem ekki hefir verið minst á, en það er veiði í ám og vötnum. Það þyrfti að auka hana margfalt í sumar. Getur þá komið til greina að veiðiréttur verði upphaf- inn að einhverju leyti — eins og nú er gert í Englandi —- en þess þó gætt, að eigi verði beztu veiði- stöðvarnar skemdar að mun. Hér eru mörg fjallavötn full af silungi. Þyrfti að senda menn þangað til veiða í sumar. Aðdrættir geta orðið margir hér á landi og miklu fleiri en svo, að hægt sé upp að telja. En til þess að þeir komi þjóðinni að sem beztum og hagkvæmustum notum, þarf verkskiftingu, »organisation« um land alt, en það verður aldrei nema þegnskyldu sé komið á. Það er ógerningur að ætla sér að marka það fyriifram hvert starf þegnskyldu- menn skuli leysa af höndum, því að sitt á við í hverri sveit. Og það verða sveitarstjórnir að ákveða hver fyrir sig í samráði við stjórnina. En grundvallar-atriðið er það, að afla sem mestra nauðsynja handa land- inu í sumar, hvað sem öðru líður. Og hvað sem skoðunum manna á þegnskyldunni líður yfirleitt, þá er ilt að trúa því, að þeir kjósi hana ekki heldur en það, að verða að sitja bjargarlausir í kulda og myrkri næsta vetur. srrs d a© soffi n. ra Afmæli í dag: Sigríður Clemenz, húsfrú. Sigríður Björnsdóttir, bóksali. Ásgr. Eyþórsson, kaupm. Einar Gunnarsson, ritstjóri. Lárus Hjaltested, bústjóri. Sumar- og fermingarkort selur Friðfinnur Guðjónsson, Laugavegi 43B. Agæt beitusíld (frystuð) ca. 1100 kg. fæst keypt nú þegar óheyrilega ódýrt. Ritstjóri vísar á. Tilkynnins. Trá deginum í dag kosía f)eií rýgbrauð kr. 1,42 og f)áíf rúgbrauð 71 eijrir. Bakaraféf, Beykjavíkur. Iðnskóíinn. Teikningar nemenda skólans verða til sýnis í Iðnskólanum laugar- daginn 28. apríl kl. 6—8 og sunnudaginn 29. apríl kl. 2—6. Pór. B. Poríáksson. 'Winna §§ D u g 1 e g eldhússtúlka getur fengið vist frú 14. mai. Mikill fritimi. R. v. á. Æapaé T a p a s t hefir nýsilfurbúin svipa á Hverfisgötu, merkt Guðni. Skilist gegn fundarl. á Hverfisgötu 82. Sólarupprás kl. 5.17 Sólarlag kl. 9.36 Háf 1Ó8 í dag kl. 11.5 f. h. og kl. 11.35 e. h. Hver sem finnur hornskeltan, grábíld- óttan lamhhrút, mark: blaðstift fr. h. bití aft. v., geri mér undirritnðnm viðvart sem fyrst. Framnesveg 38 Rvik Þór. Arnórsson. Fyrirlestrar Háskólans: Prof. B. M. Ólsen: Bókmenta saga íslendinga, kl. 5—6. Edddukvæði kl. 5—6. Jón Aðils, dócent: Saga ísl. kirkjunnar, kl. 7—8. Matarsild fæst keypt hjá Árna Nikulás- syni rakara. Nokkur hæns meö kynbótahana og íbúö þeirra eru til sölu á Hverfisgötu 71. Trúlofuð eru jungfrú Guðrún Gam- alíelsdóttir á Nýja Landi, og Ingimar Jónsson sjómaður. Heiðursgjafir hafa þeir skipstjór- arnir Þorst. Þorsteinsson og Björn Ó- lafsson fengið hjá fiskiveiðafólaginu »ís- Iand<£. Eru það gullúr með gullfesti og letrað á lokin: »Með þökk fyrir aflann 1916.« Er það falleg viður- kenning og sýnir hugsunarsemi fólags- stjórnarinnar. Messað verður í þjóðkirkjunni í Hafnarfirði á morgun kl. 3 síðiegis. Messað á morgun í fríkirkjunni í Rvík. kl. 12 á h á d e g i (ferming) síra Ól. Ól. Frá skipshöfninni á Þór hefir Morg- unblaðið móttekið 142 kr. samskot handa ekkju Hannesar Jónssonar á Vesturgötu 46. Frá N. N. 10 kr. og frá M. Ó. kr. 20. Þökkum vér fyrir hönd hennar þessar gjafir. SíBustu sfmfregnir frá fréttaritara ísaf. og Morgunbl. Khöfa 27. apríl. Framsókn Breta heldur áfram milli Croiselles og Gavrelle. Mikil loftorusta hefir ^ verið háð og hafa loftfðr ráðið á þýzka kaf báta við Zeebriigge og sökt einum þeirra. Konungurinn (Danakonung- ur) fór trá Stokkhólmi í fyrradag áleiðis hingað. Mörgum skipum hefir verið sökt, þar á meðal Baron Stjernblad og Seott, Baron Stjernblad var eign Saaí félagsins og var 991 brúttó tn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.