Morgunblaðið - 29.04.1917, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.04.1917, Blaðsíða 3
29. apríl 174 tbl. MORGUNBLAÐIÐ 3 Þvotturinn, setsi þið sjóið þarna, || þa6 er nú enginn Ijettingur, en | samt var farÖu Istii fyrirhöfn | við að þvo hann hvítan sem anjó. 1 Það var þessi hreina sápa, sem | átti mestan og bestan þátt i þvi. 1 1690 8 .HREÍN -SAPA MIKILL ÞVGTTUR . WE-D LITLU ERViCI Frá ófriðnum. Alvaran þrengir sér inn í hngann, þegar helkaldur gustur dauðans fer um hann, — og bókin, sem eg var að lesa setur manni glögglega fyrir hugskotssjónir þjáningar, sorgir og söknuðinn, sem fylgir ófriðnum. Bókin heitir: Fra Pligtens Land. Breve fra kristne Sönderjyder, sam- lede og udgivne af Carl Hornbeck. Lobse Forlag. Köbenhavn 1916. Átakanlega alvarleg bók. Ógnir stríðsins eiu dregnar skýrum drátt- um og sorg þeirra, sem kemur lit við söknuð og trega, er vel lýst í bókinni. Þeir, sem hljóta að hlýða þegar skyldan bíður, hermennirnir, Suðurjótarnir, Icggja af stað út í ,hið ægilega stríð, og eins og kunnugt er munu þeir fæstir vera sérlega miklir Þjóðverjavinir, enda þótt þeir séu allir þýzkir þegnar, og þess vegna þerskyldir með Þjóðverjnm. En þvi þyngri og erfiðari verða þeim sporin, sem leiða þá út á blóði storkna vígvelli, fyrir það land, sem ekU er peirra föðurland, — þar hljóta þeir að berjast nauðugir, vilj- ugir fyrir málefni, sem ekki er þeirra eigið máléfni. Því átakanlegra er að lesa bréfin sum. Fáein orð úr einu þeirra eru svona: »Eg hefi séð þýzka skrá yfir fallna menn og særða. Bókin er r alin á hvern veg, og 3 þuml. á þykt, þétt- prentuð mannanöfnum. Ógurleg nafnamegð !< Og höfundurinn bætir við: »Vér lesum um Löwen, um kon- ur og börn, sem voru flutt í burtu, — enginn vissi hvert. Ef það hefðu verið ástvinir okhar ! Og skelfingarneyðin í Belgiu 1 Við eigum góð heimili. Við setjumst dag hvern að vel reiddu matborði. Við leggjum litlu börnin okkar til hvíldar í góðu rúmin þeirra á hverju ltvöldi I En annarstaðar er fólk á flótta, eins og særð dýr, sem forða sér undan veiðimanní, — stríðandi, líðandi, deyjandi menn og konur, sem fyrir skömmu áttu hús og heimili eins og við.« Og höfundurinn spyr: Tilbúin föt barna, ung-linga og karimanna niísiit, blá og svört, mikið úrval í Brauns verzlun. cMaé e.s. Jsíanó hefi eg fengið mótorlampa Þeir sem pantað hafa lampa hjá mér eru beðnir að vitja þeirra hið fyrsta, því annars verða þeir seldir. Vald. Pouisen, Kiapparstíg 4. Llfsiykki. Saumuð eftir nákvæmu máli. Sömu- leiðis ætíð fyrirliggjandi tiibúin líf- stykki. Hittist kl. n—7 í Póstimsstræti 13, Elísabet Kristjánsdóttir Kanpíð Morgunblaðið. Oscar Svenstrup Stein og myndhöggvari 18 Amagerbrogade 186 A Köbenhavn S. Legsteinar úr fægðum granit, marmara og sandsteini Granit- og marmara-skildir Uppdrættir, áætlanir burðargj.frítt »Hvað gerir svo danska þjóðin, þakkar hún guði? Við dönsum og skemtum okkur, eins og ekkert hafi i skorist.* Þannig kemst Carl Hornbeck að orði, en hvað mættum við hér heima á íslandi segja, við hér í Reykjavik? Hafa ófriðarfregnirnar megnað að innræta oss aivöru og ítarlega um- hugsun um voðann sem geisar nú víðsvegar um heiminn ? Það er tæp- lega sýnilegt að svo sé, ef dæma ætti eítir útlitinu, eftir öllum skemt- unum, sem hér eru hafðar um hönd, dansleikum, dansskólum, mynda- sýningum, sjónleikum, rétt eins og nú væri um að gera að þyrla upp sem mestu af einhverju þvi, sem fljótast og bezt gæti blindað augu æskulýðs og annara, svo að ntenn hættu að gefa gaum að alvöruþung- anum, sem nú gerist með öllum þjóðum. Það er napurt að lesa dags- daglega hinar stórkostlegu fregnir um matvælaskort og yfirvofandi neyð, en lesa jafnhliða svona auglýs- ingar með stórum stöfum: Dcins- leikur o. s. frv. Og allar mynda- sýningarnar! Hvar lendir alt þetta? Getur nokkur, sem kominn er til vits og ára sint þvilíkum hégóma, nú á þessum alvörutímum? Við sjáum til. Gangið með mér að kvöldi dags um Aðal- og Austur-stræti og lít:ð á hóp- ana, sem þyrpast út og inn á mynda- leikhúsin. Ailfáir eru þeir ekki. Ber það vott um þroskaða hugsun hinnar vaxandi mentunar, sem er svo mjög lofuð nú á dögum? Eða er léttúð og gjálífi búið að hertaka svo mjög hugi æskulýðs þessa bæjar, að eng- in rödd hversu alvöruþrungin, sem hún kann að vera, sé fær um að vekja með honum alvarlegar hugs- anir á þessum hættunnar og neyð- arinnar tímum? Heyrum hvað sorgmæddur faðir skrifar um syni sína tvo, sem farið hafa í stríðið: »Stöku sinuum fáum við bréf frá e'zta syni okkar. Hann er altaf i hættu, en guð hefir hlíft honum til þessa. Það hlýtur að ganga eitthvað að yngra drengnum okkar, við höf- um ekkert frétt um hann langa lengi, og sárari verður okkur biðin, því lengur sem líður. Eg hef ekki fund- ið nafnið hans í skýrslum um særða og fallna, og eg hef skrifað her- málafréttastofunni í Berlin, en ekki fengið neitt svar. Það er rétt eins og að við meigum ekkert vita, að eins afhenda blessaða drengina okkar þeim sem völdin hafa, og steinþegja svo! En oft hugsum við til þeirra, og rifjum upp þessa átta daga, sem hann var heima hjá okkur. Hann fékk að vera heima til þess að jafna sig eftir sárin sín; — þarna í hoin- inu stóð rúmið hans, — ó, hvað hann svaf fast eftir öll ósköpin, elsku þreytti drengurinn minn. Þeg- ar dagarnir átta voru liðnir, gekk hann leiðar sinnar, eins og skyldan bauð, hetjulegur, karlmannlegurl — Síðan höfum við ekkert frétt. — Hér er ung kona nýgift. Maður- inn hennar fór til Belgíu i ágúst- mánaðar byrjun, og hún hefir ekkert frétt síðan; tvisvar á dag fer hún á pósthúsið að spyrja um bréf frá honum. »Það hlýtur að koma,c seg- ir hún altaf, og einlægt vonar hún, aumingja konan, og við viljum ekki svifta hana þessari von. En er þetta ekki öllu lakara en dauðinn sjálfur? »Gott eigið þið, sem búið i friðiU Hann bætir við bréfið: »í gær kom litli drengurinn minn heim úr bænum. Hann hafði séð nýja skýrsiu um fallna og týnda hermenn, og fann þar nafn bróður síns, nafnið hans stóð þar og horf- inn aftan við nafnið.c Þannig endar bréf gamla manns- ins. Hermaður ritar íoreldrum sínum á þessa leið: 14. des. »Enn á ný féll einn bezti félaginn minn. Kúla hitti hann í höfuðið. Hann misti strax með- vitundina. Eg sat svolitla stund hjá honum og hélt í hönd hans. Nú gat eg ekki talað við hann fratnar! Hugumprútt karlmenni var hann, við ræddum oft saman um ýmislegt, mér þótti reglulega vænt um hann. Við jörðuðum hann um kvöldið, og eg prýddi gröfina hans eins vel og eg gat. Allur vígvöllurinn var þak- inn líkum og lemstruðum mönn- um þann dag, og eg fékk að hjálpa ofurlítið til við að binda um sár. Eg fann rússneskan mann særðan, sem hafði legið alla nóttina undir berum himni. Eg rétti honum brauð- bita og volgan kaffisopa, sem hann tók við næsta feginn. — Hann rétti mér hönd sína og þrýsti hönd mína, og sagði eitthvað sem eg skildi ekki, en roér fanst að það ætti að þýða: '»Guð blessi þig félagil* Mér þótti ósegjanlega vænt um þetta handa- band.* Ungur Suðurjóti ritar heira úr skotgröfunum: »Nú hefi eg ekki farið úr fötum í 9 vikur, og eg verð að segja það, að mig er farið að langa til að hátta í gott rúm. Kæru foreldrar! Eg sendi ykkur kveðju úr fjarlægðinni. Eg er enn þá frískur og eg vona eins og allir hér að friður sé í nánd. Nýlega áttum við afar erfiðan dag. Gógur félagi minn féli og tveir særðust. Já, það var aumi dagurinn. Við grófum vin minn í skóginum. Trékross og blómsveigar úr eikar- laufum sýna hvílustað hans«. Sami maður skrifar í öðru bréfi: »Við höfum háð þungar og ógur- legar orustur, en eg vona að það versta sé búið. Þökk fyrir bænir ykkar. Oft hefir mér verið bjargað á undursamlegan hátt. Guð er góður, Að eins að striðið taki enda sem fyrst, og friður verði aftur á jörðu!« Bréf hans endar þannig: »En leggjum alt í hönd hins al- máttuga guðsc, Aflið, sem traustið á guði veitir, kemur í ljós í þessurn orðum unga mannsins, eins og bjartur geisli f mðamyrkri ófriðarins. En heima á heimilunum biða vinir og vandamenn og taka á móti harma- fregnunum, sem berast því nær dag-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.