Morgunblaðið - 29.04.1917, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.04.1917, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 (Frh. af síðu 2) Þrátt fyrir það er búist við því, að ógurlegt verkfall verði í Þýzkalandi 1. maí. Orsökin er eigi að eins fæðuskortur, heldur einnig vanræksla opinberra fyrirtækja. Glnggagler og Saumur London, 27. april. Enda þótt sókn bandamanna á vestur-vígstöðvunum sé að eins á byrjunarstigi, þá hefir hún þó þegar kollvarpað fyrirætlunum óvinanna algerlega. Ovinirnir bjuggust við því, að með undanhaldinu gætu þeir komist hjá orustu og hafið sókn ann- arsstaðar þar sem þeim sýndist á meðan þeir héidu áfram kaf- bátahernaði sinum. Þessar fyrirætl- anir fóru allar út um þúfur og óvin- irnir verða nú að berjast á bersvæði fyrir framan stöðvar þær, er þeir hugðu að gera að aðalvarnarstöðvum sínum. Er það sökum þess, hvað Bretar hafa sótt hratt fram, og það er aðallega að þakka dugnaði flug- sveitarinnar, sem verður að stýra stórskotahríðinni. Þjóðverjar berjast nú og reyna að stöðva framsókn Breta hjá Guemappe Gavrille með áköfum gagnáhlaupum í þéttum fylkingum hvað eftir annað. En aldrei hafa þeir mist jafn marga menn eins og á siðustu þrem vikunum og handteknir hafa verið rúmlega 51 þús. hermenn, en 400 fallbyssur teknar herfangi. Svæði það, er Bretar hafa tekið, eru þeir nú að vígtryggja og búa sig undir næstu sóknarhríð. Er því ekki að vænta mikilla framkvæmda fyrst í stað. F'rakkar hröktu óvinina frá Vregny- hásléttunni með sókn sinni snemma i vikunni og einnig frá Craonne- hásléttu og hálsi og ennfremur yfir þjóðbrautina milli Chemmbes og Dames. Þjóðverjar hafa gert grimmi- ieg gagnáhlaup, sérstaklega í nánd við Hurtibiss-bóndabæ á Craonne- hálsi, þar sem þeir biðu mest tjónið. Hin ákafasta stórskotaliðsviðureign stendur nú á þessum slóðum. Frá ítölum. Á Carso-s!éttunni er haldið áfram útrásum með góðum' árangri og i Trentino-héraði er áköf stórskotaliðs- viðureign. Engin merki sjást þess að Austurrikismenn ætli að hefja sókn og þeir óttast auðsjáanlega nú að ítalir, sem eru vel undirbúnir, hefji sókn. Verzl. VON. Ivallhettui (enskar, central) Verzl. VON. til sókn verður hafin. En bardag- inn á vesturvigstöðvunum virðist koma í veg fyrir það, að Þjóð- verjar geti komið í framkvæmd fyrirætlunum sínum með sókn hjá Riga, i því skyni, að ná Petrograd, og er sagt, að Rússar hafi í fullu tré við þá. Snjóar hindra alla viðureignina í Rúmeínu, nema stórskotaliðs- viðureign og framvarðaskærur, Sherlatcheff hershöfðingi hefir verið skipaður yfirhershöfðingi í Rúmeníu. Frá Mesopotamiu. Eftir tiu daga orustu tóku Bretar Samarra sem er níutiu mílur frá Bagdad upp með Tigris. Hjá Shatt- el-adhim á hægri bakka árinnar, sótti þrettánda herdeild Tyrkja fram til styrks hinum hernum en Bretar gerðu áhlaup á hana að óvörum og hröktu hana aftur í óreglu. Maude hershöfðingi vann sigur á 18. herdeild Tyrkja á vinstri bakka Tigris og náði Isl-burat-járnbrautar- stöðinni. Maude hershöfðingi hægði nú sóknina gegn 18. herdeildinni og hefir hún nú sezt í skotgrafir. í Palestinu gerðu Bretar áhlaup fimm mílum fyrir sunnan Gaza hinn 17. þ. mán. og tóku fremstu varn- arstöðvar Tyrkja hjá Gaza. Herskip tóku þátt i viðureigninni. Tyrkir hörfuðu undan, en hafa nú fengiö liðsauka og verja herlínuna frá Gaza til Beershebar vegar og beina Bretar nú skothríð sinni á þær stöðvar. Frá Balkan, Bretar hafa gert talsvert áhlaup fyrir vestan Dorianvatn og halda áfram ákafri stórskotahrið á meðan þeir eru að vígtryggja það svæði sem þeir hafa tekið. Stórskotahríð er á allri herlínunni á Balkan og er hún áköfust á svæð- inu fyrir vestan Monastír þar sem ítalir halda stöðvum sínum. Frá Bússum. Á vígstöðvunum þar er alt kyrt vegna hinna nýju endurbóta á her- skipuninni, sem miðar stöðugt áfram. Alexieff er nú á suðvestur-vigstöðv- unum í ráðagerðum við Brusiloff og líður sennilega ekki á löngu þangað Frá Austur-Afríku. Þar hefir verið hin mesta rign- ingatíð, sem komið hefir i mörg ár, og hefir þar ekkert orðið aðhafst annað en framvarðaskærur. Vestur- Afríku hersveit vann sigur á þýzkri svertingjaherdeild, drápu af henni 50 nienn, en beið sjálf lítið tjón. Yfir- hershöfðingi Þjóðverja neytti Genúa- samþyktarinnar til þess að gefa upp spítala sinn, þrátt fyrir ofsóknir þær, sem spitalaskip hafa orðið fyrir af Þjóðverja hálfu. Lofuðu Bretar þeim særðu að bjargast. „Lars Jiruse” Mynd þessi af danska guíuskipinu »Lars Kruse*, sem var á leið til Belgiu með matvæli, en Var skotið í kaf. Fórust allir menn, er á voru, nema einn, Axel Möller vélstjóri og er mynd hans i efra horninu vinstra megín. í miðju er skipstjórinn, John Petersen. Hann fórst með skipinu. Þfiðji maðurinn er Schíitz yfirstýrimaður. Hann veiktist á leiðinni frá Ameríku og var þess vegna skilinn eftir á Kanarisku-eyjunum og komst þannig bjá slysinu. œsst •» A Q 3 O I? 1 *■ xat Afmæii i dag: Guöný Guömundsdóttir, húsfrú. Guðrún Johnsen, húsfrú. Marta P. Gíslason, húsfrú. Sigriður Guðf. Hafliðad., húsfrú. Þorbjörg A. Jónsdóttir, húsfrú. Richard Thors, framkvæmdastj. Sigurgeir Einarsson, ullamatsm. f. Konrad Maurer 1823. Surnar- og fermingarkort selur Friðfinnur Guðjónsson, Laugavegi 43B. T u n g 1 f, kv. kl. 5.20 f. h. Sólarupprás kl. 5.14 Sólarl&g k!. 9.39 Háf lóö í dag kl. 12.4 og í nótt kl. 12 40 Gnðsþjónustnr í dag, 3. sunnudag eftir páska (Guðpj. Krists burtför til föðursins, Jóh. 16) í dómkirkjunni kl. 12 síra Bj. Jónsson (ferming). í fríkirkjunni í Reykjavík kl. 12 (ferming) síra Ól. Ól. í þjóðkirkjunni í Hafnarfirði kl. 3 síra Árni Björnsson. Tveir íslendingar hafa nýlega lokið verkfræðingaprófi við verkfræðingaskól- ann í Kaupmannahöfn. Eru það þeir Steingrímur Jónsson, sem fókk ágætis- einkunn og hefir ráðið sig til Kristi- aníu, og Hjörtur Þorsteinsson, sem hing- að er köminn og starfar hór á skrif- stofu laudsverkfræðingsins. Lúðrafélagið Harpa Ieikur á Aust- urvelli í dag kl. 3Y2 e. m. ef veður leyfir. Efnisskráin sú sama og áður hefir verið birt. Firmað Ó. Johnson & Kaaber og Ólafur Davíðsson framkvæmdastjóri f Hafnarfirði, hafa fyrir nokkru fest kaup á skipi í Ameríku. Skipið heitir »Frances Hyde«, er skonnertu- bygt, þrímastrað með gufuhjálparvél. Mun það koma til New York um þess- ar mundir, og tekur þar hleðslu af allskonar nauðsynjavörum hingað tií Reykjavíkur fyrir firmað Ó. Johnson & Kaaber. Plettvörur, Leirvörur 0. m. fl. ódýrast í Verzl Von $ tXampsá’apur | Matarsild fæst keypt hjá Árna Niknlás- syni rakara. Nokkrar birgðir af reiðtýgjum, ak- týgjnm, töskum og ýmsum ólum. Einnig stærri og smærri tjöld úr ágætu efni. Cfrettisgötu 44 A. Eggert Kristjánsson. ^ &%apaé Hver sem fiunur hornsteltan, grábíld* óttan lambhrdt, mark: blaðst fr. h. hófbiti aft. v., geri mér undirritnðam viðvart sem fyrst. Framnesveg 38 Rvík Þór. Arnórsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.