Morgunblaðið - 05.08.1917, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.08.1917, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ 1. gr. Landsstjórninni skal heim- ilt að greiða úr landssjóði ait að helmingi verðhækkunar þeirrar, sem orðið hefir siðan styrjöldin hófst eða verða kann meðan hún stend- ur og þar til friður er saminn, á vörum þeim, er nú skal greina: Rúqmjöl, þar með talið brauð. Hveiti, þar með talið brauð. Steinolia til heimilisnotkunar. Kol til heimilisnotkunar, þar með talin kol til gasframleiðslu til hetm- ilisnotkunar. 2. gr. Enn fremur skal lands- stjórninniheimilt, meðansvo stend- ur á er í i. gr. segir, að verja fé úr landssjóði til atvinnubóta, svo sem til að undirbúa stórhýsi, er gera þarf, hafnir, brýr og vegi, matjurtarækt i stórum stiL námu- gröft eða önnur nauðsynjáíyrirtæki. 3. gr. Nú veita hreppsfélög eða kaupstaðir einstökum mönnum, er eigi standa nú í skuld fyrir þeg- inn sveitarstyrk, lán þeim til fram- færis, frá þvi er lög þessi öðlast gildi og þar til 2 mánuðum eftir að friður er saminn, og skulu slík lán eigi talin styrkur, en endur- greiða skal þau sem aðrar skuldir, og fyrnast skulu þau á 10 árum frá tíma þeim, er hér er áður greindur. 4. gr. Landsstjórnin setur nán- ari fyrirmæli um framkvæmd á ákvæðum 1. og 2. gr. laga þessara. 5. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. 2. Bcejarstjórn i Akureyri. Allsherjarnefnd Ed. ræður til að fram gangi frv. Magnúsar Kristjáns- sonar um breyting á lögum um bæj- arstjórn á Akureyri, sem getið hefir verið áður hér í blaðinu, en leggur þó til að frv. verði breytt í nokkrum atriðum. Magnús Torfason er framsögum. 3. Sampyktir um heyásetning of fóðurhati. Björn Stefánsson flytur breytingar- tillögu við frv. landbúnaðarnefndar Nd. um samþyktir um kornforðabúr til skepnufóðurs. Vili hann að frv. heiti frv. um samþyktir um eftirlit með heyásetn- ingu og fóðurbæti handa búpeningi og heimila sveitastjórnum eins eða fleiri hreppa að gera samþyktir um slikt eftirlit, er ráðuneytið staðfesti og löggildi. Þeir hreppar er fengið hafi ráðuneytisstaðfestingu á þesskon- ar samþykt, skuli undanþegnir ákvæð- um forðagæzlulaganna. Úr etri deild í gær] 5 mál á dagskrá. 1. Frv. um mœli 0% vigtartaki. 2. umr. Framsm., Hannes Hafstein, gerði grein fyrir breytingartillögum alls- herjarnefndar. Eru þær nærri allar orðabreytingar. Sagði hann að frv. væri sett í stílinn af skrifstofu stjórn- arráðsins i Khöfn, en þó að þar væri vel mönnum skipað, þá treysti hann háttv. efri deildar mönnum betur til að koma þvi á nokkurn- veginn sæmilega islenzku. Nefndin hefði leitast við að lagfæra málið eftir föngum, en margt mundi þó standa til bóta. Ræðum. taldi mikla réttarbót að frumv. að efni til, og lagði til að það yrði samþykt. Allar breyttngartillögur nefndar- innar gengu fram og heitir frumv. þvi nú: Frumv. um mælitæki og vogar- áhöld. Frv. vísað til 3. umr. 2. Frv. utn slysatryqqinq sjómanna; 2. umr. Tekið út af dagskrá. 3. Frv. um breyting á lögum frá 1891, um að ýá útmaldar lóðir i kaupstöðum og löggiltum kauptúnum o. fl., 1. umr. Framsm. sjávarútvegsnefndar deild- arinnar, sem flytur frumv., Kristinn Daníelsson, gerði- stutta grein fyrir efni frv. og nauðsyn. Frv. vísað til 2. umr. 4. Frv. um bæjarstjórn ísafjarð- ar; 2. umr. Framsögumaður allsherjarnefndar, Magnús lorjason, fór nokkrum orð- um um breytingartillögur nefndar- innar, sem flestar eru sprotnar af þvi að frv. um sameining ísafjarðar og Eyrarhrepps er fallið, en við þá samsteypu voru miðuð ýms ákvæði í bæjarstjórnarfrv., eins og það kom frá flutningsmanni. Magnús Kristjánsson gerði nokkr- ar stuttar athugasemdir. Breytingartillögur allsherjarnefndar voru allar samþyktar og málinu vís- að til 3. umr. 5. Frv. um eignarnám eða leigu hrauðgerðahúsa (komið frá Nd.); 1. umr. Afbrigði frá þingsköpnnum (of skamt liðið frá útbýtingu) leyfð og samþykt í e. hlj. Atvinnumálaráðherra óskaði þess, að málinu yrði flýtt svo sem unt væri. Frv. var þó sett í nefnd — bjarg- ráðanefnd, og vísað til 2. umr. Fréttir úr Nd. koma í mánudags- blaðinu. Símfregnir. Steinum undir Eyjafj. i gær. Rokið hefir staðið í hálfan mánuð. Engar hirðingar nema súrhey. Mest af töðnnum liggur fyrir eyðilegging á túnum. Nú síðustu dagana rignt allmikið og rignir enn. Á einum bæ, Berjanesi, eru allar engjar undir vatni og er vatn þetta mestmegnis úr Svardælisá, er flóir þar yfir allar engjar og haga. Fólk, sem þar er við hcyvinnu, liggur í tjöldum, en varð nú að flýja til bæja. Var vatnið þá svo mikið, að varla varð varist sundi á hestum, er til bæja var haldið. Alt laust hey, um 100 hestar, flotið og að fljóta burt. A engjum þessum töpuðust í fyrra 200—300 hestar af heyi vegna vatns og veðra. Kafbátahættan — Viðfangsefni Ameriku. Bandaríkjablaðið »Evening Mail« sem út er gefið í New York segir svo hinn 7. júlí: Sögur þær, sem sjómenn hafa að segja af kafbátahernaðinum, eru nokk- uð skorinorðari heldur en hinar op- inberu skýrslur. Sjómaður nokkur, Brown að nafni, kom til Baltimore hinn 5. júlí til þess að leita sér at- vinnu. Hann sagðist hafa verið á Nessian, skipi Leyland-félagsins er það var skotið i kaf suður i Mið- jarðarhafi i marzmánuðl. Þá fór hann á italska skipið Calermo, og það var lika skotið i kaf á sömu slóðum. Hann er nýkominn hingað frá Eng- landi og voru þrjú skip í för með skipi því er hann var á. Hjá ír- landsströnd réðst þýzkur kafbátur á skipin og skaut á þau öll samtimis. Skip Browns komst undan; hinum þremur var sökt. Kol kosta nú 60—80 dollara smál. i Frakklandi (225—300 kr.) Matvælaskortur er þar mikill og óttalegar horfur með kjötbirgðir næsta vetur. Um áhrif kafbátahern- aðarins á aðflutninga Frakka, hefir Mr. Fred. B. Pitney ritað eftirtekta- verða grein í »Tribune« hinn 6. júli og hefir þar eftir háttstandandi manni i franska ráðuneytinu: »1 Ameríku eru mörg hundruð þúsund smálesta af stáli, sem franska stjórnin hefir keypt, en vér getum eigi náð því. Það eru engin skip til þess að flytja það til vor. Kaf- bátarnir hafa höggvið svo stórt skarð i skipaflota heimsins, þann er í flutningum getur verið, að vér get- um ekkert flutt að oss. Og meira að segja höggva kafbátarnir ný skörð i þennan flota daglega. Með sama áframhaldi og nú er, munu þeir hafa komið öllum verzlunarflota heimsins fyrir kattarnef eftir tiu mánuði.« Þátttaka Bandarikjanna í styrjöld- inni verður að vera á tvennan hátt, að minsta kosti fyrst i stað. Að ári getum við haft fjölda flugvéla í Frakklandi til þess að njósna fyrir herinn. En áður verðum við að leggja fram kaupför, ef það er unt, og þó sérstaklega kafbáta-vegendur. Kafbátahættan er viðfangsefni okk- ar. Þær vonír, sem öðrum þjóðum er skotið í brjóst með lituðum frá- sögnum um það að kafbátahernaður- inn hafi farið út um þúfur, mega eigi hafa þau áhrif á okkur, að við gerum of litið úr þessu viðfangs- efni okkar. Hinn 4. júlí skýrðu þeir von Capelle og Helfferich aðalnefnd þýzka rikisþingsins frá þvi, að eng- inn efi væri á þvi að Þjóðverjar mundu sigra með kafbátum. Bandaríkin fóru í stríðið vegna kafbátahernaðarins. Við verðum að inna bug á honum og viljum það En það getum við því að eins að við tökum hann eins og hann er. Friðun. í Morgunblaðinu frá 27. júli sé eg undir »Fréttir frá Alþingi* að komið er fram frumvarp um að framlengja friðunartíma hreindýra til' 1. janúar 1926, og vona eg að frumvarp þetta verði að lögum, sem engum vafa mun vera bundið. Éu það er önnur skepna til hér á landi^ (eða var til að minsta kosti) sem einnig þarf að framlengja friðunar- timann fyrir, og er það ðrninn. Við friðunarlög fugla frá 10. nóv. 1913 var örninn friðaður i næstu 5 ár, eða til 1. janúar 1919, að mínu áliti er það of stutlur friðunartími sem þá var tiltekið, þar eð svo fátt er orðið af þeim fugli hér á landi. Þess verður að gæta að ernir verpa ekki nema 2 eggjum og sjaldan er nema eitt eggið frjóvgað, og að ungir ernir hafa ekki æxlunarmagn fyr en þeir eru fullra 8 ára gamlir. Það er því augljóst, að 5 ár eru of stuttur friðunartimi. Hann þyrfti að i hið minsta 10 ár, og helzt 15—20 ár ef verulegur árangur ætti að sjást, sem þó var tilgangurinn. Að örnum hefir fækkað hér á landi á seinni irum kemur að lík- indum meðfram af því, að þeir hafa etið eitraðar rjúpur og önnur eitruð hræ, sem munu hafa verið ætluð til að drepa tóuna. Annars er örninn (Haförn) líka að fækka i öðrum löndum á seinni ár- um. í Danmörku hefir talsvert af honum orpið í skógunum fyrrum, en fyrir 9—10 árum urpu þar að eins 3 pör. Þau áttu öll heima á Jótlandi. Nú eru þeir að Hkindum drepnir lika. Þar eð fullyrða má, að örnum sé nú sem stendur útrýmt úr flestum löndum, þá er þvi meiri ástæða fyrir oss að friða þá fáu einstak- lmga sem enn kunna að vera eftir hér á landi. Mundi ekki vera réttast að fram- lengja friðunartíma arnarins fyrst um sinn til 1. janúar 1926, eins og hreindýra. Vonandi mundi útrým- ingu verða afstýrt með þvi, um lengri tíma. Eyrarbakka, 30. júlí 1917. P. Nielsen. ■ ..i iii n M

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.