Morgunblaðið - 06.09.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.09.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Dr.P.J.OIafson er fyrst um sinn að hitta í Kvennaskólanum við Frikirkjuveg kl. io—ii og 2—3 á virkum. dögum. á vöruna á nokkrum stað, og gæti langur timi farið í það. Ella yrði verðið lagt á í blindni. Ef fara ætti eftir tillögunni, þá mundi pað hafa ýmsar miður góðar afleiðingar í för með sér. Nú sem stendur eru vörur landssjóðs aðallega lagðar upp hér í Reykjavík, og flutt- ar svo héðan á aðrar hafnir. Ef nú saöa verð væri sett á það af vör- unni, sem selt er hér og það, sem hefir verið flutt víðsvegar til hafnar- staða á landinu, þá hlyti það sem hér væri selt, að verða talsvert dýr- ara en ella. En af þessu leiddi það aftur, að kaupmenn hér gætu selt samskonar vöru á sama tíma ódýrar en landssjóður. En þetta muadu kaupmenn að visu eigi gera, heldur mundu þeir setja sína vöru upp, algerlega að óþörfu, og öllum almenningi í Reykjavik og öllum héruðum í kring til stórskaða. Um * 30 þúsundir af landsmönnum (Reykja- vík, Gullbringu- og Kjósarsýsla, Ár- ness- og Rangárvallasýslur) mundu þá tapa fé eigi iitlu, sem að nauð- synjalausu færi í vasa kaupmanna. En utan Reykjavíkur hefði þetta gagnstæðar verkanir. Þar yrðu vör- ur landssjóðs seldar Iægra verði en ella mundi, ef vöruverðið skyldi als- staðar jafnt vera. En afleiðing þess yrði sú, að kaupmenn á þeim stöð- um mundu verða að gera eitt af tvennu: selja sinar vörur undir verði eða að hætta verzlun. Nú er það álit voit, að lands- stjórnin eigi að vinna í félagi við kaupmenn og kaupfélög um tilföng öll til landsins, eftir því sem unt er. Er það álit á þvi bygt, að ekkert skuli ónotað látið, sem í þá átt horf- ir að afla landinu forða meðan heims- styrjöldin stendur. Þessvegna viljum vér ekki, að neinar ráðstafanir verði gerðar, er lami þrótt eða áhuga kaup- manna og kaupfélaga á því að birgja upp landið. Enn kemur sú ástæða, að ómögu- legt yrði, ef stjórnin ætti að fara eftir þingsályktunartillögunni, að á- kveða verðið með nokkrum sanni. Stjórnin getur aldrei vitað fyrirfram, hversu mikið muni fara á hvern stað, og þess vegna hlýtur hún að renna blint í sjóinn um það, hver lokakostnaður verði á vörunni. Ef stjórnin hefði það að aðalatriði eða verulegu atriði, að landssjóður tap- aði ekki — og þessa atriðis teljum vér stjórnina eiga að gæta svo sem unt er — þá yrði hún að setja verðið hátt, og hærra en raunveru- leg þörf krefði, til þess að vera nokknrn veginn viss um, að eigi yrði fjártjón af þessu skipulagi. En eí stjórnin gætti ekki þessa atriðis fullkomlega, má búast við þvi, að verzlunin sykki í skuldir. Þá er það loks, að fullur jöfn- uður kæmist aldrei á, þótt tillagan yrði samþykt. Jöfnuðurinn yrði ein- ungis milli þeirra, sem i sjálfum kauptúnunum búa. Sveitirnar yrðu ávalt að kosta flutninginn til sin. Tökum dæmi: Eyrarbakki eða Stokks- eyri fá flutt héðan 100 smálestir af landssjóðsvörum á skipi til sln. Þessar vörur fara svo til manna, sem þar eiga heima og í grend, fyrir jafnaðarverðið. En búendur víðsveg- ar úr Rangárvalla- og Arnessýslum yrðu að sækja sínar vörur á sinn kostnað til Reykjavikur. Er eigi auð- ið að sjá, hvers vegna hinir eiga að sæta betri kjörum. Og mörg fleiri dæmi þessu lík má taka. Vér verðum því að telja tillöguna alveg óaðgengilega, þar sem hún 1. gæti orðið hættuleg hag lands- sjóðs eða ylli óþarflega háu vöru- verði. 2. væri mjög erfið eða jafnvel lítt framkvæmanleg, 3. ylli því, að kaupmenn sumstaðar græddu að óverðugu, en að kaup- menn annarsstaðar töpuðu að ó- verðugu, eða legðu árar i bát um birgðaöflun, og loks, 4. að ójöfnuður sá, er hún á að aftaka, héldist að mörgu leyti og yrði jafnvel enn sýnni en hann er með því skipulagi, sem nú er. Vér getum þó hugsað oss mögu- leika á því, að leggja mætti upp vörur úr millilandaskipum í kaup- stöðunum, og mætti þá selja þær þar því verði, er þær kosta þar komnar, og viljum vér að sjálfsögðu ráða til þess, ef þær mættu ódýrari verða með því móti. Eins og kunnugt er, þá er stjórn- inni veitt heimild í lögum nr. 5, 1. febr. þ. á., til ráðstafana í þá átt, sem tillagan fer i. Þessa heimild hefir stjórnin eigi séð sér kleift að nota að nokkrn ráði. Og kemur það auðvitað af þvi, að hún hefir mætt þeim örðugleikum og vand- kvæðum, sem hér er áður greint. Þar sem vér viljum eigi koma i veg fyrir, að stjórnin noti áður nefnda lagaheimild, þar sem vera mætti þess kostur án þess óhagræðis, sem vér höfum talið, þá leggjum vér til, að þingsályktunartillagan verði af- greidd með svo feldri rökstuddri dagskrá: I því trausti, að landsstjórnin noti, þar sem við verður komið, heimildina í síðustu málsgrein 2. gr. laga nr. 5, 1. febr. 1917, um heimild fyrir landsstjórnina til ýmsra ráðstafana út af Norðurálfu- ófriðnum, tekur deildín til með- íerðar næsta mál á dagskrá. Alþingi, 4. sept. 1917. Einar Arnórsson, Bj. Jónsson f. Vogi form. og frsm. skrifari. Pétur Jónsson. Pétur Ottesen. Jör. Brynjólfsson. Sig. Sigurðsson. Þorsteinn M. Jónsson, (með fyrirvara). VORCJHUSIÐ s3 > -p m +3 m Þrátt fyrir ófriðinn höfum vér sem áður stærsta úrval af allskonar fata- efnum, svo sem 8 teg. blá Chevi- ot, 4 teg. svört sparifataeÍDÍ, frakka- efni, fjölbreytt úrval, röndótt buxna- efni, stök vestisefni, silki, drengja- fataefni — margar tegundir — verð 4,73 — 9 kr. pr. meter. O c-f- C 02 (Th SD r-h OQ © O 02 £0 ódýrast! DAGBOK T al simar Alþ in g i s: 854 þingmannasími. Um þetta númer fiurfa þeir að biðja, er œtla að nd tali af þingmönnum i Alþingis- húsinu i síma. 411 skjalaafgreiðsla. 61 skriístofa. Gestir í bænum. Guðm. læknlr Guðmundsson í Stykklshólml og Óskar Clausen kaupm. dvelja i bænum þessa dagana. Lækjartorg. Nú er sem óðast veriö að »tjörupúkka« Lækjartorg og miðar verkinu hratt áfram. Verður eftir á miðju torginu nokkuð stór blettur, sem eigi þarf til gatna, og þegar söluturn- inn hefir verið tekinn burtu, mætti gera þennan blett að bæjarpr/ði með þvf að afgirða hann, rækta þar tró og blóm og hafa fallegan gosbrunn i miðju. Mönnum virðist nú ef til vill að með- ferðln á Austurvelli hafi eigi verið sú, að leikur sé til þess gerandl að hafa fleiri »skemtigarða« í borginni. En það er vonandi að einhverntíma komi hór sú bæjarstjórn, sem eitthvað hugsar um hið ytra útllt borgarinnar. Útilegumaðurinn, sem Einar Jóns- son myndhöggvari hefir gert og D. Thomsen ræðismaður gaf Reykjavík (eða landinu?), er nú enn einu sinni svo illa farinn að eigi verður það þolað þegjandi lengur. Það er engin gleði að því að eiga fagra gripi og fara illa. með þá, — miklu fremur er það ævar- andi skömm. Og Reykvíkingum verð- ur það aldrel til sóma hvernig þeir hafa farið með útilegumanninn. Þeim væri sæmra að fela hann í einhverju Bkúmaskoti heldur en hafa hann leng- ur í anddyri íslandsbanka, eins og haun er nú leikinn. Dagskrá efri deildar í dag kl. 1. 1. Frv. um slysatryggin sjómanna; ein umr. 2. Frv. um breyting á lögum um bæjarstjórn á Akureyri; ein umr. 3. Frv. um breyting á tolllögum; éin umr. 4. Frv. um rekstur loftskeytastöðva á Islandl. Dagskrá neðri deildar í dag kl. 1 1. Frv. um bæjarstjórn á ísafirðl; 3. umr. 2. Frv. um afnám lagaákvæða um að sveitarskuldir tálmi hjónaböndum; 3. umr. 3. Frv. til merkjalaga; frh, 2. umr. 4. Frv. um hækkun a yfirdómara- launum; 1. umr. 5. Þingsál.till. um uppeldismál; ein umr. íslenzk uppfunding. Þjóðólfur getur um bað nýlega að Sigurður nokkur Tómasson úr- smiður hafi nýlega fengið einkaleyfi (patent) á mikilsvarðandi endurbót á »cylinder« i úrum og er fregn sú höfð eítir »Statstidende« 25. júni. Sigurður þessi kvað nú dvelja í Þýzka- landi — fluttist þangað fyrir rúmn ári. Flotinn gagnslaus. Samkvæmt fregn sem svissnesk blöð flytja, hefir Tyrkjastjórn ákveð- ið að leggja flestum herskipum sin- um upp, þar eð þeir »þurfi eigi á flota að halda«. Skipverjar allir hafa verið gerðir að hermönnum á landi og fallbyss- urnar teknar úr skipunum. Peningar keisarans. Tengdamóðir þýzka rikiserfingjans kom nýlega snögga ferð til Genf í Svisslandi. Erindi hennar þangað kvað hafa verið það, að koma fyrir miklu fé í svissnesk verðbréf fyrir keisarann og rikiserfingjann. Er sagt að þeim þyki betra að vita af auði sinum i Svisslandi en heima - fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.