Morgunblaðið - 29.10.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.10.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ yfirgefa einmitt mina þegar það hefði von nm það að öðlast freisi. Bretar mundu ekki seraja þann frið sem hefði það í för með sér að við nýrri styrjöld væri áreiðanlegá að búast. Hann kvaðst vita það að Austurrík- ismenn og Tyrkir vildu eigi halda áfram ófriðnum, en væru nú að eir s verkfæri í höndum Þjóðverja. Smuts hélt ræðu í Sbeffield Kinn 24. oktober og sagði að Þjóðverjar mættu eigi halda einum þamlung af þeim löndum, er þeir hefðu tekið en einkunnarorðin ættu að vera »no spoils for spoliators*. Það væri eigi viðlit að semja frið fyr en Þjóðverjar hefðu yfirgefið öll þau lönd, er þeir hafa lagt undir sig og réttur smá- þjóðanna væri viðurkeadur og trygður. í neðri deild brezka þingsins rak Robert Cedl lávarður það þverlega aftur, að rétt væri það álit, sem gert befir vart við sig í Rússlandi og Rúmeníu, að vesturríkin hefðu í hyggju að semja sérfrið á kostnað Rússa. Hafa erindrekar óvinanna i Rússlandi komið upp með þá sögu til þess að drepa kjarkinn i Rússum. í Sviþjóð hefir verið stofnuð frjáls- lynd stjórn og er Branting fjármála- ráðherra. Bandarikin hafa tilkynt Hollandi og Norðurlöndum að þau fái engar vörur frá Ameriku, méðan þau veiti Miðrikjunum nokkra hjálp, beinlinis eða óbeinlínis. Þau geti að eins fengið nauðsynjavörur til eigin nota, ef þau gefi Bandarikjastjórn upplýs- ingar sem þráfaldlega hefir verið beðið um. Vöruflutningar til þess- ara landa'^hafa verið stöðvaðir þang- að til Bandaríkin hafa fengið fuli- nægjandi tryggingar. Annað hérlán Bandarikjanna, 600 miljónir sterlingspunda, er tekið og var meira fé fram boðið. Tvö afarhraðskreið og stórvopnuð þýzk víkingaskip réðust á kaupför í herskipafylgd 100 milur vestur af Bergen. Söktu þau fylgdar-tundur- spillunum ,»Marirose« og »Strong- bow« og síðan söktu þau með fall- byssuskothrið fimm norskum, einu dönsku og þremur sænskum óvopn- uðum skipum. Var þeim ekki gert aðvart og eigi var farmur þeirra rannsakaður. Þjóðveijar reyndu ekki að bjarga -tíeinum, en skutu á björg nnarbátana og drápu svo marga skip- verja og farþega. Af tundurspiilun- um fórust 135 menn, en af kaup- förunum 120, þar á meðal kvenfólk. Danski skipstjórinn komst af og segir hann, að manndrápin um borð og í sjónum hafi verið hryllileg. Noisku landkönnunarmennirnir Otto Sverdrup og Roald Amundsen hafa endursent þýzk heiðursmerki, er þeir höfðu hlotið, til mótmæla gegn þessum morðum á norskum sjómönnum. Ribot hefir farið úr frauska ráðu- neytinu, en Barthou er oiðinn utan- rikisráðherra. Hann hefir lýst þessu yfir: »Frakkland getur eigi slakað til við Þjóðverja um Alsace-Lorraiue. Nei, aldrei 1« Kolaóthiutunin. Stjórnatráðið hefir nú staðfest reglugerð um taining á eidsneyti o. fl. í Reykjavík, eftir beiðni bæjar- stjórnar. í þeirri reglugerð segir svo: Vegna ráðstöfunar á kolum sem Reykjavíkurbær fær frá landstjórn- inni samkvæmt lögum 29. f. mán., um almenna hjálp, vegna dýrtiðar- innar, er bæjarstjóin Reykjavikur heimilað að láta nú fara fram, svo fljótt sem við verður komið, talning á eldsneyti einstakra manna í lög- sagnarutndæmi Reykjavíkur. Skal mönnrm skylt að gefa bæjarstjórn sannar skýrslur um þetta efni. Þá má bæjarstjórn og krefjast skýrslu af mönnum um einstök atriði er koma við ráðstöfun eldsneytis, svo sem tölu ibúðarherbergja, tölu eld- stæða, um venjulega eldneytisnotkun o. s. frv. — Brot á móti reglugerð- inni varða ro—1000 króna sektum nema þyngri refsing liggi við að lögum. Samkvæmt þessu verður nú farið að undirbúa úthiutun kolanna meðal almennings. Auglýsir borgarstjóri hér í blaðinu í dag, að þeir sem óski að fá einhvern hluta af kolum þessum, verði að gefa sig fram á skrifstofu matvælanefndar á morgun, miðvikudag og fimtudag (sjá augl.). Fá menn þar eyðublöð, sem þeir eiga að útfylla og skila aftur fyrir 5. nóvember. Skyldu menn gæta þess, að útfylla þau rétt og sam- vizkusamlega, svo að þeir hætti sér eigi undir sektarákvæði reglugerðar- innar. — Þess er vert að geta, að stjórnar- ráðið hefir sýnt ótrúlegt seinlæti í því, að staðfesta reglugerð þessa, en úthlutunin gat eigi byrjað fyr en hún var fengin, En ætla má nú, að f næsta mánuði geti menn feng- ið kolin. Verðið á þeim er 125 krónur smálestin, og má þó vera hærra, eítir því sem efni manna leyfa. I paghokJ Gangverð erlendrar myntar. Bankar Pósthús Doll.U.S.A.&Canada 3,40 3,40 Frankl franskur 57,00 0,57 Sænsk króna ... 119,00 1,20 Norsk króna ... 102,50 1,03 Sterllngspund ... 15,40 15,30 Mark ............. 45,00 0,4472 Kveikt á íjóskerum hjóla og blf- refSa kl. 5. í reglugerðinni um upptalnlng eld- neytls hór í bænum, er'elnnig gert ráð fyrir því, að talning farl fram á-birgð- um einstakra manna, verzlana og fó- laga af þeim matvælum, er að dómi matvælanefndar er hætta á að gangl að einhverju leyti til þurðar f bænum. Gilda um það sömu reglur og upptaln- ing eldneytis. Mjóikurlögin eru nú loksins stað- fest. Má nú vænta þesB, að bæjar- stjórn dragi það eigi lengi að láta mjólkurúthlutunina fara fram eftir seðlum, svo að börn og sjúklingar verði eigi sett hjá lengur. Matvælanefndin” varð að flytja úr barnaskólanum, þegar bann tók til staría. Hefir hún nú bækistöð sfna í bæjarþi*>gstofuuni, en seðlaskrifstofan er í borgarasalnum beint á móti. Hjúskapur. I fyrradag voru gefin saman ungfrú Þóra Magnúsdóttir dyra- varðar Yigfússonar og Behrens verzl- unarfulltrúi Hoepfners, ungfrú Krist- veig Jónsdóttir og Kristinn Jónsson exam. pharm., ungfrú Jóhanna Bjarna- son, dóttir Nic. Bjarnason kaupm. og Steindór Gunnarsson prentsmiðjustjóri, Mersina Guðmundsdóttir og Elnar Sveinbjarnarson útvegsbóudi frá Sand- gerði, Jónína Jónsdóttir og Einar Dag- finnsson sjómaður. St. Sunneva fór hóðan í gærmorg- un til Vestfjarða. Meðal farþega voru Ól. Proppó kaupm. og frú hans, Guðm. Hannesson yfirdómslögm. á ísafirði, Magnús Árnason kaupm. á Súganda- firði o. fl. Muninn, seglskip Kvelckilfsfólagsins kom hingað í gær frá Norðuriandi. Elds varð vart í gærmorgun í hey- hlöðunnl, sem er við fjós Eggerts Briems frá Viðey. Er þar kúahey Gunnars frá Selalæk. — Miðbæjar- brunaliðið var kallað á vettvang og var nú farið að ryðja heyinu út úr hlöðunni og stafninn rifinn til þess. En það kom skjótt í ljós að það var mikið verk að kæfa eldinn og var þá alt brunaliðið kallað. En það kom eigi fyr en seint, klukkan hálf fimm, eða þar um bil. Var þá logandi eld- ur víða í hlöðunni, og var hættulegt við hann að fást. Fekk þó slökkviliðið kæft hann jafnharðan og hann gaus upp úr stálinu. Er þó vafasamt að að enn hafi tekist að ganga tryggilega þar frá. 11 — -.ni 1 1 ^ --------- Tímareíkningurínn. Það virðist enn vera nokkuð á reiki hvenær klukkunni skuli flýtt og seinkað. Ákvarð- anir eru gerðar um það í hvert skiíti og ekki fylgt neinni fastri reglu, sem þó væri í lófa lagið að gera, því að sólargangur og breyting birtu eru einmitt þau náttúrufyrirbrigði sem ákveðnust- um reglum fylgja. Með öðrum orðum, það er jafnhægt að reikna út birtuna eins og að telja dag- ana. — Réttast væri því að slá reglunni fastri í eitt skifti fyrir öll, þannig að hún verði auðlærð og geti orðið að fastri venju ef svo sýnist. í lögunum um tímareikning, var ákveðið, að klukkunni skyldi seinkað 20. þ. m. Stjórnarráðinu mun hafa fundist það óþarflega snemt og frestar því til 15. nóv. Látum það nú vera. En ef breyt- ing tímareikningsins á að miðast við birtuna, eins 0g líka sjálfsagt er, þá leiðir af þessari ákvörðun að klukkunni ber að flýta aftur 27. jan. í vetur, því að þann dag er aftur komin sama birta og var 15. nóv. Þetta er auðséð af því að hvor um sig þessara nefndu daga er jafnlangt frá sólhvarfa- deginura, sem er 22. des. Mörgum kann nú að virðast litil þörf að vera að afnema bú- mannsklukkuna þennan stutta skammdegistíma. En ef nú svo er, að menn kunni betur við að hafa þó rétta klukku einhvern tima ársins, hvi þá ekki að taka upp regluna, sem bent var á í Morgunblaðinu í sumar og sýnist vera alveg sjálfgerð: — að skifta árinu í 4 jafna parta eftir birtu og hafa rétta klukku bjartasta og dimmasta ársfjórðunginn, en bú- mannsklukku hina ársfjórðung- ana? Þessir ársfjórðungar eru auð- fundnir, því að bjartasti fjórð- uagurinn er auðvitað sá sem heflr sólstöðudaginn (21. júní) í miðj- unni, og sá dimmasti, sem heflr sólhvarfadaginn (22. des.) i miðj- unni. Þessi fjórðungaskifti verða þá þvi sem næst á þessa leið: 6. febr. — 5. maí (fljót klukka), 6. maí — 5. ágúst (sein klukka), 6. ág. — 5. nóv. (fljót klukka) og 6. nóv. — 5. febrúar (sein klukka). Reglan um breytingu klukk- unnar verður þá eftir þessu svo einföld og auðlærð sem hugsast getur: Klukkunni ber að flýta á hverju ári kl. 12 að kvöldi 5. febr. og 5. dgúst, en seinka kl. 12 að kvöldi 5. maí og 5. nóv. Ef klukkan er ekki höfð óbreytt, annaðhvort búmannsklukka eða rétt símaklukka, allan ársins hring, þá er ómögulegt að finna einfaldari reglu en þessa og enga sem er nákvæmari við almanak- ið, því að ofannefnda daga í nóv. og febr. er jöfn birta og sömu- leiðis jöfn birta ofannefnda daga- í maí og ágú8t. Y firlýsing frá Hindenburg. Svolátandi opinbera tilkynningu hefir Hindenburg látið út gefa undir sínu nafni: Hermálaráðherrann hefir skýrt mér frá þvi, að það hafl oft kom- ið fullyrðingar úr sérstakri átt um það, að við Ludendorff hefð- um lýst yfir þvi, að vegna fjár- skorts og þess að nú væru allar afllindir Þjóðverja þrotnar, neydd- umst vér til þess að semja fhið, hvað sem það kostaði. — Eg vil eigi að nöfn okkar séu bendluð við slíkar staðhæfingar, sem ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.