Morgunblaðið - 05.12.1917, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.12.1917, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ Haldiö borðlíni og húsiíni yðar jaínan hvítu sem snjó með því að nota ávallt Sunlight sápu. Leiöheiningar viðvikjandi notkun sápunnar fylgja hverri sápustöng. vangann og komst Sæmundur við það undan. Eigi þekti Sæmundur manninn og gat eigi lýst honum glögglega. Seg- ir hann þó að hann hafi verið létti- lega búinn, í svörtum buxum og gráum jakka með hattkúf á höfði og tuskugrímu fyrir andlitinu. Voru kliptar raufar á grímuna fyrir nefi og augum. Segist Sæmundur hvað eftir annað hafa reynt að rífa grim- una frá andliti hans en eigi tekist það. Eigi segist Sæmundur hafa þorað að ráðast á ræningjann aftur þó að hann hefði dasast ’við stafshöggið. Sagðist hann hafa átt von á því að ræninginn mundi vera vopnaður, en hafði sjálfur ekki vopna nema staf sinn. Þetta er i fáum orðum saga Sæ- mundar, eins og hann sagði oss hana i gær. Vér spurðum hann hvort hann hefði nokkurn mann grunaðan, en eigi kvað hann það vera. Um hitt þóttist hann viss, að fyrir sér hefði verið setið og byggur hann að stiga- maðurinn hafi komist að því þá um kvöldið, að hann ætlaði gangandi suður í Hafnarfjörð seint um kvöld- ið og hafði nokkuð af penÍDgum á sér. Dregur hann það af því, að hann fór á Gamla Bíó um kvöldið og var þar þröng mikii manna í anddyrinu. Tók hann upp ioo kr. seðil og ætlaði að greiða með því aðgöngumiðann, en eigi var hægt að skifta svo stórum seðli og sagt að hann yrði að bíða næstu sýning- ar. Hafði Sæmundur það þá við orð að það þætti sér ilt, þvi að hann þyrfti að ganga suður i Hafnarfjörð þá um kvöldið. — Sagði hann oss, að sér hefði síðan komið til hugar, að vera mætti að stigamaðurinn hefði verið þarna inni og heyrt á þetta, og þá hugsað sér til hreyfings. Það er sjaldgæft — sem betur fer — að menn mæti fyrirsát hér á landi þótt þeir séu seint á ferð milli bæja. En’þetta dæmi er þvi til sönn- unar, að slikt getur komið fyrir. Ætti þetta að vera nægileg viðvör- un fyrir menn að vera eigi eina á ferð síðla dags, ef þeir hafa fé á sér. Og næg viðvörun ætti það að vera iyrir kvenfólk og uuglinga að fara UPPBOfl. Hinn 8. desember næstk. kl. 5 e. h. verða á bæjarfó- getaskritstoíunni hér í bænum seld við opinbert uppboð, hlutabréfin nr. 36—38 og 41—43 í Fiskiveiðahlutafélaginu »Gizzur hvíti*, hér í bænum, hvert að upphæð 1000 kr. Söluskilmálar og önnur skjöl, er snerta söluna, eru til sýnis hjá Eggert Claessen yfirréttarmálaflutningsmanni, Pósthússtr. 17, hér í bænum. Skiífstofu bæjartógetans í Reykjavík, 21. nóv. 1917. Vigfús Einarsson —; settur. — Skipstjóri Dnglegur og mjög reglusamur maður óskar eftir stöðu á mótorbát i vetur eða í vor, svo vel smærri sem stærri. Tilboð merkt „Formaður" leggist inn á afgreiðslu þessa blaðs í dag. Jólakort -- Jólakort! fleiri þúsundir, hin skrautlegustu og fegurstu sem kostur er á, og seljast á Laugavegi 10. Klæðaverzlun Guðm. Sigurðssonar. Skip til sölu. Kutter Hurricane Seyðisfirði, 59,30 smálestir, er til sölu með lágu verði. Skipið misti í haust stórmastur með öllu tilheyrandi og messan- segl. Núverandi seglaútbúnaður er því 1 stórsegl, fjórir klyfar og gaffal- toppsegl. Að öðru leiti fylgja skipinu öll áhöld í góðu standi. Skrokk- urinu er sterkur, bygður úr eik, koparseymdur báurinn og vel hæfur fyrir mótor. Seljendur geta líklega útvegað mastur og segl með góðum kjör- um. Lysthafendnr snúi sér til Sveins Arnasonar eða Otto Wathne, á Seyðisfirði. ekki hér á milli i myrkri nema full- orðinn karmaður sé með.-------- Sæmundur mun nú hafa fengið lögreglunni þetta mál i hendur, en þvi miður eru litlar vonir til þess að hægt sé að hafa upp á stiga- manninum, nema þá ef hann ber þess menjar á vanganum að hann varð fyrir staf Sæmundar. M DAflBOK § Kveikt á Ijóakerum hjóla og bif- reiða kl. 4. Glímukapparnir. pau tíðiudi eru Bögð í bænum að einn erlendu glímu- kappauua, sem þreytfcu í Bárunni um daginn, hafí skorað á íþróttamenn að æfa með sér grízk-rómverska giímu f hálfsmánaðar tfma, og þreyta síðan við sig opinberlega. 3 | Æaupsfiapur f? Saumavél, ofuskermur, sjúkraborð, 5 stórar myndir, kaffistell og gler- vara og margt annað, er til sölu á. Hverfisgötu 71. Nielsen. Ritvél er til sölu hjá Þorst. Þor- steinssyni yfirdómslögmanni Mið- stræti 4. Heima kl. 4V2—5'/2- Skeggi. Þeir Reykvíkingar, sem óska að gerast kaupendur að vikublaðinu »Skeggi«, sem gefið er'nit í Vest- mannaeyjnm, gefi sig fram í Banka- stræti 11. fór. B Þorláksson. Mikið af Vindium frá beztu firmum Norðurlandar nýkomið í Tóbakshúsið. Sími 700. cJiaupið rJKorgunBL Eigi vitum vér hvort nokkur glímu- manna vorra muni taka þeirri áskor- un. Víst er það, að íþróttamönnum þótti mjög lítið koma til sýningar þeirrar, sem kapparnir hóldu um daginn, og því er ekki víst að þeir vilji keppa við þennan parodi-mann. Bloti um alt land í gær og hlýja. ís hefir orðið vart utan ísafjarðar djúps. Ranghermi. mun það vera, að Btríðsvátrygging gufuskipsins »Borg« á leiðinui til Noregs og aftur til Englands nemi 270 þús. kr. Endan- Ieg ákvörðun um vátryggingargjaldið mun enu vera ókomin frá útlöudum, en það er búist við því að húu verði miklu Iægri. Gangverð erlendrar myntar. Bankar Doll. U.S.A.&Canada 3,30 Fðsthúi 3,40 Frankl franskur 55,00 56,00 Sænsk króna ... 120,00 120,00 Norsk króna ... 102,50 103,00 Sterllngspund ... 15,00 15,00 Mark 43 00 53,00 Holl. Florin ... ... ,,, ... 1.37 Austurr. króna... ... ... 0.29 Hjúskapur. Ungfrú Valgerður Magnúsdóttir og Valdimar Guð- jóuBBon sjómaður, giftusfc 2. des. Sfmalínurnar, sem biluðu í storui- inum um dagiuu, eru nú komuar f lag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.