Morgunblaðið - 27.12.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.12.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Kartöfluskipið komiö. 66 daga útivera frá Danmörku. Á aðfangadagsmorgun kom bing- að danska seglskipið Ruthby, skipið sem landsstjórnin hafði leigt til kar- töfluflutninga hingað til lands, en svo langa útivist hafði það haft, að menn bjuggust eigi við því að landi. Allir voru sannfærðir um að skipið hefði farist i hafi. Ferðasaga skipsins er bæði löng og viðburðarík — baráttan við nátt- úruöflin hefir verið ákafari og erf- iðari en dæmi munu vera til um nokkurt skip á leiðinni hingað til lands siðustu árin. Föstudaginn 19. október lagði skipið á stað frá Kaupmannahöfn. Eftir 2? daga siglingu var skipið komið upp undir Ingólfshöfða og hafði góða landsýn. Var nú siglt beitivind vestur til-Vestmannaeyja, en þegar þangað var komið hrakti norð-vestanvindur skipið suður og austur, langt austur fyrir Iugólfs- höfða. Veðrið batnaði og nú var aftur siglt að Vestmannaeyjum. En tvívegis varð Ruthby enn að snúa við, því að vestanvindar megnir höml- uðu áframhaldi ferðarinnar. 12. des., sömu nóttina sem Fálk- inn fór héðan og lá veðurteptur suður í Eyrarbakkaflóa, var Ruthby í ofsaveðrí hér fyrir sunnan land. Skall þá brotsjór á skipinu og tók af tvær siglur skipsins Og braut ýmisilegt annað smávegis á þilfari. Var nú eigi nema ein sigla eftir og seglaútbúnaður í mikilli óreiðu. — Samt var haldið í áttina þegar veðrið batnaði, þó að seint gengi. Er þó eigi að vita hvort skipið nokkurn tíma hefði náð landi, ef eigi hefði svo vel tekist til, að það mætti brezkum botnvörpungi i hafi, er dró Ruthby inn til Vestmannaeyja. 29. des. hitti Ruthby brezka botn- vörpunginn Conan Doyle, og var skipstjóri hans Mr. Forrester, sem hér er kunnur nokkuð fyrir fisk- veiðar hér við land. Dró hann Ruthby inn til Keflavikur, en þaðan var simað eftir björgunarskipinu Geir, sem fór og sótti skipið. Skipverjum á Ruthby leið eftir atvikum vel á leiðinni. Siðnstu 10 dagana höfðu þeir ekkert vatn til matar, annað en það, sem þeir gátu safnað af snjó af þilfarinu. En mat- væli höfðu þeir í rikum mæli, þvi skipið var búið út með matvöru til fjögra mánaða. Einn skipverja var veikur. Hafði sá verið áður á skipi gem var kafskotið af Þjóðverjum og hlotið þá brunasár allmikil, en þau tóku sig upp aftur á hinni löngu og ströngu ferð hingað á Ruthby. Farmurinn, kartöflurnar, kváðu vera mjög litið eða ekkert skemdar og er það gleðilegt mjög. Mun það koma sér vel fyrir marga að fá kartöflur nú, því það má segja að 3 hásafa vantar á vélbátinn »Trausta< frá Gerðum. Upplýsiugar gefur Hjörleifar Þórðarson, Klapparstíg 1 B. veruleg þurð sé orðin á þeirri vöru hér í bæ. Kanzlaraskiftin í Þýzkalandi. Þjóðverjar skifta eigt jafn títt um rikiskaDzlara eins og aðrar þjóðir skifta um forsætisráðherra. Og það er eins dæmi þar i landi, að kanzl- ari skuli geta setið við völd nema rúmlega 100 daga, eins og fór um Michaelis. Þegar hann tók við kanzlarastöð- unni var hann lítt kunnur. Menn vissu aðeins að hann hafði reynst nýtur í stöðu sinni sem forstjóri rikiskornhlöðunnar. En það kom fljótt í ljós að hann var ekki hæfur til þess að gegna kanzlarastarfinu. Hann veikti þegar í upphafi álit sitt hjá meirihluta-flokkunum þá er friðar- yfirlýsing ríkisþingsins var til um- ræðu með því að segja: »eftir þeim skilningi sem eg legg í hana«. Og ummæli hans í fjárhagsnefnd ríkis- þingsins, virtust að nokkru leyti benda til þess, að hann væri sjálfum sundarþykkur. Það komu þeir »eldhúsdagur«, að Michaelis brást þeim vonum er menn höfðu gert sér um dugnað hans og skörung- sksp og var heldur «igi nógu lipur að synda milli skers og báru. En þó fór fyrst um þverbak, þá er uppþotið varð í þýzka flotanum og hann reyndi að skella skuldinni fyrir það á hina óháðu jafnaðarmenn. Upp frá því hafði hann enga t ltrú hjá flokkunum i þinginu. Að vísu voru það jafnaðarmenn einir, sem þorðu að ganga í berhögg við hann. Hinir flokkarnir voru honum að vísu fylgjandi, að yfirvarpi, en blöð þeirra sögðu honum aftur á móti óspart til syndanna. Michaelis ætlaði sér að gegna embætti sínu á meðan keisarinn sendi honum eigi uppsögn. Og hægrimenn studdu hann að því leyti til þess að eigi yrði gefið fordæmi um það, að kanzlari skyldi háður þingræði. En almenningsálitið varð Michaelis of þungt í skauti og hann varð að segja af sér. Sá maður sem þá var kjörinn til þess að taka við hinni ábyrgðarmiklu og vandasömu stöðu af honum, var forsætisráðherrann i Bajern, Hertling greifi. Og hann hefir langareynslu að baki sér, sem æðsti embættismað- ur næststærsta ríkisins i þýzka banda- laginu. Hann er fæddur í Darm- stadt 1843, og af katólskum aðals- ættum kominn. Fyrst í stað las hann guðfræði í Miinster, og Miiuchen og Berlín, ferðaðist til Ítalíu, varð doktor i i heimspeki — og seinna heiðurs- doktor í stjórnmálafræðum — pró- fessor í heimspeki við háskólann i Múnchen og ritaði þar visindalegar ritgerðir um Aristoteles, Albertus Magnus og Augustinus, um Lycke og Descartes og um kaþólskuna og vísindin. En smám saman hneigðist hugur hans meira að stjórnmálunum. Árið 1891 varð hann lífstíðar-þingmaður i Bajern, en fyrst var hann kosinn á rikisþing 1875. Þar var nann um langt skeið foringi miðflokksins og sýndi þá frábæra stjórnmensku- bæfileika í því að haida saman flokknum, sem var tvískiftur. Arið 1912 varð Hertling forsætis- ráðherra í Bajern og væntu menn þá mikils af honum, eftir þvi orði er af honum hafði farið i Berlin. Hann hefir einnig kunnað það að halda á sér álitisinu, og hefir unnið sér fullkomna virðingu allra ^nd- stæðinga sinna. Hann aflaði flokki sínum mikils fylgis. í Bajern er hann venjulega nefnd- ur »gamli refurinn«, og haDn er talinn einhver hinn rólyndassti og prúðasti stjórnmálamaður. En þó hefir stilling hans stundum farið út um þúfur, þegar jafnaðarmenn hafa gert árásir á hann. »Berliner Tage- blatt« segir svo frá stjón Hertlings i Beyern, að hann hafi með full- komtnni röggsemi barist gegn þing- ræðisandanum, en þó verið full- komlega þingræðisbundinn ráðherra og foringi flokks, er kom öllu því þvi fram á þingi, er hann ætlaði sér. Hann er vanur þvi að berjast gegn framsóknarmönnum og jafnað- armönnutr, en hann hefir þó glögg- an skilning á kröfum timanna. Hann er skarpsýnn á alheims-stjórnmál og óverju hægt muni að að koma í framkvæmd. Og hann hefir gefið það fordæmi, að héðan af gelur enginn orðið rikiskanzlari í Þýzka- landi, nema haan hafi meiri hluta þingsins með sér. DAGBOK Kveiht á Ijóskerum hjóla og bif- relða bl. 3ys. Gangverð erlendrar myntar. Bankar Doll. U.S.A. & Canada 3,40 Franki franskur 59,00 Sænsk króna ... 120,00 Norsk króna ... 102,50 • Sterlingspund ... 15,50 Mark ........... 62 00 Holl. Florin ................ Au8turr. króna............... PÓ8thÚ8 3,60 59 00 110,00 106 50 15,70 62,00 1.37 0.29 Mjölnir er nú á Seyðisfirði og mun vera væntanlegur hingað í næstu viku. Geysir, hið margþráða gufuskip Thore-fólagsins, er væntanlegt hing- að á hverri stundu. Það fór frá Kaup- mannahöfn 18. þ. m. hlaðið ýmsum varningi. Skipið er álíka stórt og Borg. Dánarfregn. í gærmorgun snemma andaðist hór í bænum Svanhildur Ei- ríksdóttir kona Sigurðar regluboða, eftir langvarandi og þunga legu, 59 ára að aldri. ísland fór héðan á hádegi i fyrra- dag, 1. jóladag, áleiðis til Ameríku. Hafði stjórnarráðinu áður borist sím- skeyti frá Ameríku þess efnis, að út- flutningsleyfi hefði fengist fyrir vörut þær, er það skip á að flytja. Kjötkaup Norömauna. Heyrst hefir að samningar sóu 1 þann veginn að komast á milll Eimskipafólagsins og Norðmanna um að Gullfoss flytjl nokk- ur þúsund tunnur af kjöti til Noregs mjög bráðlega. 1 verzlunarráð hafa verið skipaðir þessir menn: Ágúst Flygenring kaup- maður í Hafnarfirði* Magnús Kristjáns- son alþingismaður og Hallgrímur Krist- insson framkvæmdarstjóri. Þorgeir í Vfk, hin fræga sænska kvikmynd, er tekin er eftir hinu fræga kvæði Ibsens, var sýnd í Gamla Bio núna um jólln. Aðalhlutverkið leikur V. Sjöström og er það einróma, álit allra, að honum farist það snildarvel. Eiga bæði kvikmyndahúsin hróður skilið fyrir það, hvað þau hafa haft góðar rnyndir núna um jólin. Mannslát. Á Þorláksmessudag andaðist hér I bænum Björn Ólafsson gullsmiður. Var hann af Sveinsstaðaættmni og yngstur þeirra systkina, sem öll eru dáin. — Björn var hagur á marga hluti, drengur góður og stakt Ijúf- menni. Jólamyfidin, sem Nýja Bíó sýndi að þessu sinni, var gerð eftir hinni frægu skáldsögu Leo Tolstoys, »Endur- fæðlng«. Er hún talin með allra beztu ritverkum hans og er vel til leiksinS vandað llka. Auk þess hefir kvik- myndahúsið látið setja al-íslenzkan texta í hana og er það vlrðlngarverð nýbreytni. Er það spá vor, að ekki verði mörg ár þangað til að engiu kvlkmynd verður sýnd hór með er- lendum texta. — Sigurjón Pjetursson ~ Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fekst hann. Sími 137. Hfifnav«tr»ti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.