Morgunblaðið - 13.01.1918, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.01.1918, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ greinarstúfinn á þessa leið, en þó er það ekki með öllu útilokað og þykir mér þvi rétt, að skýra gjörr hvað átt var við, er sagt var, að »hið nú- verandi fyrirkomulag væri orðið öld- ungis úrelt*. Þegar þarf að senda héðan ein- hverja peningaupphæð, t. d. til Dan. merkur, sem mjög oft þarf, þá er algengt og einkar óbrotið, að senda peninga í póstávísun, ;þ. e. a. s. sá sem sendir, leggur peningana inn í póstsjóðinn, fær sér eyðublað póst- stjórnarinnar — önnur eyðublöð má ekki nota og er það sennilega sett fyrir þá sök, að ella mundu margar ávísanii verða ógildar sökum form- galla — og skrifar á það samkvæmt fyrirmælum nm þessar ávísanir, pen- ingaupphæðina, nafn og heimili send- anda og móttakanda, dagsetningu, og sumt af þessu tvisvar. Síðan ritar pósrþjónninn þetta hjá sér i sina bók og jaínframt á sjálfa ávisunina. En þrátt fyrir alt þetta form og um- stang má póstafgreiðslumaðurinn ekki senda þessa ávísun beina leið, t. d. með skipi sem liggur hér á höfn- inni á leið til Danmerkur, heldur verður ávísunin að bíða byrjar — til Reykjavíkur I Þaðan er hún síð- an við tækifæri send til Danmerkur. Það var þessi óhagsýni, sem átt var við í nefndri grein. Þá er svo ákveðið, að póstaf- greiðslumaðurinn meigi að einsgeyma í póstsjóði einar 500 krónur og nær það engri átt; þetta gat verið fram- bærilegt, þegar ákvæðið var sett, en fyrir hið núverandi viðskiftalíf er þetta .með öllu óhafandi. Annað mál er það, að þetta úrelta ákvæði kem- ur ekki alveg eins að sök í reynd- inni, en það er ekki lögunum að þakka eða reglugerðinni. Enn er það, að borgun fyrir póst- afgreiðsluna hér er svo fráleit allri sanngirni, einar 500 krónur, að hún virðist helst vera persónuleg, þ. e. a. s. miðuð við það, að hinn nú- verandi póstafgreiðslumaður er svo efnum búinn, að hann gæti öldungis eins annast þessa afgreiðslu endur- gjaldslaust. En það er ómynd, að miða borgun fyrir störf, í þágu hins opinbera, við efnahag einstakra manna, enda mun það nú vera svo að borgun þessi, ásamt áður nefndu fyrirkomulagi um póstávisanir og fjárgeymslu i póstsjóði, er alt saman >öldungÍ8 úrelt«, eins og sagt var, og miðað við löngu liðið ástand hér i Eyjunum. Geta raá einnig þess, að víðsveg- ar um landið, og einnig hér, eru kaupmenn fengnir til að annast af- greiðslu pósta. Eg skal nú ekkert segja um það, til né frá, hvort póst- afgreiðslumennirnir hafa roisbrúkað eða notað sér þessa stöðu sína í samkepninni við aðra kaupmenn, en það er auðsætt, að þeir gætu það, ef þeir vildu. Það gæti því komið til mála og væri réttast, að kaupmönnum vær alls ekki falinn þessi starfi. En þá er eftir að vita hvort alstaðar á landinu væru til menn, aðrir en kaupmenn, sem gætu annast það. 2. Mislingavarnakostnaður. Það er nú ekki ætlunin að fara að rifja hér upp ágreining um mislingavarnirnar i fyrra. Það er að því leyti útrætt mál, að sennilega líður margt árið í aldanna skaut, áður en slík vanhyggja verður samþykt aftur af sýslu- og hreppsnefnd hér i þessu plássi. En um kostnaðinn af vörnum þess- um er ástæða til að fara nokkrum orðum. Hér var haldinn almennur borg- arafundor i fyrra sumar (með tveggja tima fyrirvara, svo að nægur var nú umhugsunartíminn) til þess að ræða um, hvort hér skyldi reynt að bægja mislingum frá landi. Eg lét þáí 1 jós að : 1) það væri hæp- ið að það tækist, 2) það væri óhyggi- legt, þótt það mætti takast og 3) mundi kosta talsvert fé, jafnvel mjög mikið. Hinu síðasta, um kostnaðinn, svar- aði einn fundarmanna á þá leið, að það væri >ódrengilegt< að vera að minnast á peningakostnað í sam- bandi við slíka lífsnauðsyn sem misl- ingavarnir. Þessa speki, um drengskapinn, tugðu svo fundarmenn upp eftir ræðumanni og var gerður góður rómur að þessu, eins og siður er að gera á mannfundum, þegar loft- músikin er leikin. Þetta átti að gera fundarmenn fúsari á að samþykkja mislingavarn- irnar og fór fram í fundarbyrjun. En i fundarlok gat ottviti sýslu- nefndarinnar þess — einnig i því skyni að gera fundarmenn fúsari á að samþykkja mislingavarnirnar — að landssjóður muni borga kostnað- inn og sagðist hafa haft tal af land- lækni og ráðherra og væri það sama sem afgeit mál þeirra í millum. En á aðalfundi sýslunefndar i vor kom það í Ijós, að úr landssjóði höfðu fengist eitthvað 2000 krónur en afganginn hefir sýslusjóður borg- að, að minsta kosti um stundarsakir, um 5000 krónur, þ. e. a. s. sýslu- og hreppsnefnd hafa þvi lagt ca. 2 kr. 50 au. nefskatt á hvert manns barn i Eyjunum, til þessara mislinga- varna. Þegar eg nú sá niðurjöfnunar- skrána, með hiuum stórhækkuðu út- svörum, muudi eg alt í einu eftir mislingavörnunum og datt í hug: Já, já, þarna er nú meðsl annars kostnaðurinn af mislingavörnunum. En siðar átti eg tal við einn mann úr hreppsnefnd og annan úr sýslu- nefnd, en hvorugur vissi hvort með núverandi útsvörum væri goldinn mislingakostnaðurinn, en héldu báð- ir að svo væri ekki. Með öðrum orðum: Við eigum enn þá eftir að borga nefskattinn, þrátt fyrir útsvarabyrðina núna, sem fyrir mörgum er orðinn svo hár út- gjaldaliðar, að hann má ekkert hækka, ef þeir hinir sömu eiga ekki að lamast um getu til framkvæmda. En af framanskráðu er sýnilegt, að þau hljóta að hækka, því vitan- lega væri landssjóður búinn að borga þessar 5000 krónur, ef stjórnarráðið hefði í hyggju að láta hann gera það. — Hvaðlíður, verður sýslu- og hrepps- nefnd að fara að muna það úr þessu, að það eru fleiri, en meðlimir þess- ara nefnda, sem ætlað er að borga brúsann. Ef sá brúsi er hafður of stór og með óþarfa eyru — eins og t. d. mislingaeyrun — getur hann hæglega brotnað í höndunum á þeim, þ. e. a. s. fyrirtækin dagað uppi eða orðið ofviða og um megn okkar veikburða bæjarfélagi. Fyrsta ræða Hertlings í þýzka ríkisþinginu. Hinn 29. nóvember kom hinn nýi rlkiskanzlari Þjóðverja i fyrsta sinn fram fyrir rikisþingið. Var það einkennilegt, að I þeirri fyrstu ræðu hafði hann þær fréttir að færa, að von væri um frið. Hlýddu þing- menn á ræðu hans með áhuga og eftirvæntingu og gerðu ágætan róm að máli hans. Ur ræðu kanzlara. — Rússneska stjórnin hefir í gær sent loftskeyti frá Czarskoje Selo, undirritað af Trotzky og Lenin. Er það stílað til stjórnanna og þjóðanna i ófriðarlöndunuou og fer fram á það, að innan skamms verði hafnir samningar um vopnahlé og almenn- an frið. Eg vil eigi láta hjá líða að geta þess, að i uppástungum rússnesku stjórnarinnar, þeim sem til þessa eru kunnar, má sjá aðgengilegan grund- völl til þess að byggja á samninga- umleitanir, og að eg er fús til þess að taka upp samninga undireins og rússneska stjórnin sendir fulltrúa sína til þess. Eg vona það og æski þess að þessar tilraunir fái bráðlega fast form og færi oss lrið. — Með innilegri hlutdeild fylgjumst vér með framþróun hinnar þjökuðu rússnesku þjóðar. Og vér óskum þess að þess verði eigi langt að biða að fullkomið skipulag komist á hjá henni. Vér óskum einskis fremur en þess, að hefja aftur friðsamleg skifti við nágranna vora. Um þau lönd, er einu sinni lutu veldi Rússakeisara, Pólland, Lithauga- land og Kúrland, er það að segja að vér virðum sjálfsákvörðunarrétt þeirra þjóða er þau lönd byggja. Vér væntum þess, að þau muni sjálf koma á hjá sér þvi stjórnarfyrir- komulagi, sem er í samræmi við ástandið í þeim og menningarstefnu þeirra. Annars er alt óráðið enn um þetta efoi. Oðru máli er að gegna um afstöðu vora gagnvart Ítalíu, Frakklandi og Eoglandi. Þá er vér og bandamenn vorir höfðum svarað friðarávarpi páf- ans og fallist á meginatriði þess, var auðvitað kipt burtu öllum grundvelli hins heimskulega tals um það að það þyrfti að kúga þýzka hervaldið, sem ógnaði þjóðafriði. En á hinn bóginn kom það þá i ljós hvarhins friðarmyrðandi hervalds var að leita Allur heimurinn fær nú glögglega séð það á leynisamningum þeim, sem rússneska stjórnin er nú að birta, hvar landagræðgi þeirrar er að leita,. er vér höfum ranglega verið sakaðir um. Hernaðartilgangur vor var frá upp- hafi sá, að verja föðurlandið, sjálf- stæði þess og viðskiftafrelsi. Þess vegna gátum vér tekið friðarávarpi páfans með gleði. Vér erum enn sama sinnis og þá er vér svöruðum páfanum, en það meiga óvinir vorir vita að það svar er eigi nein heim- ild til glæpsamlegrar framlengingar ófnðarins. — Kanzlarinn lauk máli sinu á þessa leið: — Fyrir oss er eigi annað að gera en biða, verjast og gugna aldrei. Vér treystum á guð og réttan málstað vorn. Vér treystum á hers- höfðingja vora. Vér treystum á hermenn vora á landi, sjó og í lofti, og á hinar hraustu hersveitir vorar i Austur-Afriku. Vér treystum á þjóðarandann og hinn andlega þrótt heimilanna. Herinn og heimilin munu í eindrægni og samvinnu færa oss heim sigurinn. Danmörk«Þýzkaland Ummæli ameríkskra blaða. Þegar konungaráðstefnan var háð1 í Kristianiu nú fyrir skemstu, fluttu blöðin í Bandaríkjunum þá fregn, að ástæðan til þess að konungar Norð- urlanda og ráðherrar þeirra komu saman á þennan fund, hafi verið sú, að Þjóðverjar hafi haft i hótunum að leggja Danmörk undir sig, ef Norðmenn snerust til liðs við banda- menn. >World« segir um þetta, að hótun Þjóðverja um að ráðast inn í Dan- mörku hljóti að slá óhug á alþýðu i Bandaríkjunum, En fregnin komi þó eigi yfirvöldunum á óvart, því að þau hafi áður vitað um þá yfirlýs- ingu Kíihlmanns, að ef Noregur gengi í lið með bandamönnum, þá yrðí Þýzkaland að sjá sér borgið með þvi að leggja Danmörk undir sig, En þessi ummæli verði að telja sem fjrrstæðu eina. Enginn af banda- mönnum hafi nokkuru sinni látið sér það til hugar koma að fá Norð- menn til liðs við sig. Bandamenn vorkenni mjög Norðurlöndum, hvað þau eru illa stödd, sérstaklega Norð- menn og Danir. Og stjórnir þeirra sjái það að Þjóðverjar reyni að þröngva kosti þessara þjóða vegna þess hvað þær eigi erfitt aðstöðu. »Globe« segir: Eiga hin sömu forlög að liggja fyrir Danmörk eios og Belgíu? Eiga þær skelfingar, ef dundu yfir Liege og Louvain dú einnig að dynja yfir hina dönsko þjóð? Þjóðverjar segja, að ef banda- menn og Norðmenn aðhafist eitt' hvað, sem Danir bera enga ábyrgð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.