Morgunblaðið - 13.01.1918, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.01.1918, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 Síðnsta isfróttir, Bjarndýr ganga á land. X - ^ Frá Húsavík i Þingeyjarsýslu fekk Eimskipafélagið svo látandi skeyti í gærkvöldi: ísinn er að loka öilum fjörðum hér. Hefir sést frá Fagradal, sunn- an Vopnafjarðar, en ekkert sést á Langanesi fyrir störhríð. Frostið 20 st. C. niður við ströndina, að lík- indum hið mesta frost, sem hér hefir komið síðan 1881. Bjarndýr ganga á land i Núpa- sveit (austan Öxirfjarðar). Að likindum er öllum skipum ófært fyrir Langanes. Pianoskólar - Harmoniumskólar og allskonar nýjar N Ó T U R, nýkomið i Hljóðfœrahús Reykjavíkuf Opið frá xo—7. Simi 656. Kjðrskrá íyrir kosningu til bæjarstjórnar 31. janúar 1918 liggur tiammi i Hegningarhúsinu 14.— 27. þ. m. að báðum dögum með- töldum. Musik for Alle 7. bindi, er komið. Pantanir sækist sem fyrst. Hljóðfærahús Reykjavikur. D. M. F. Iðmrn. Fundur verður haldinn í dag kl» 4 siðdegis í lestrarstofu L. F. K* Stiilkur eru beðnar að mæta vel Kærur um að nokkur sé oftalinn, eða vantalinn á kjör- skránni, skal stíla til kjörstjórnar og senda á skrifstofu borg- arstjóra ekki seinna en 28. þ. m. Borgarstjórinn í Reykjavik 12. jmúir 191Í. .K Zimsen. DAGBOK Kveikt á Ijóskerum hjóla og bif- reiða kl. 1. Gangverð erlendrar myntar. Bankar Doll.U.S.A.&Canada 3,50 Pósthús 3,60 Franki franskur 59,00 60.00 Sænsk króna ... 112,00 110,00 Norsk króna 107,00 106,50 Sterlingspund ... 15,70 16.00 Mark 67 00 62,00 Holl. Florin ... ... ... 1.37 Austurr. bróna .. ... 0.29 Aukafund hólt bæjarstjórnin í gærkvöldi fyrir luktum dyrum. Er slíkt farið að tíðkast mjög, að ýma mál, sem bæinn varða, sóu rædd af fulltrúunum fyrir tluktum dyrum«. jpað getur verið nauðsynlegt stuud- um, en það ætti ekki að verða að almennri reglu. 1 gær var rætt álit útvegsuefudarinnar, sem að sögn var lagt fyrir fundinn í handriti. Hvað gerst hefir eða hvað álitið hefir að innihalda veit enginn. »Jolin Storm«. Myndin verður Býud öll í einu lagi (6 þættir) kl. 9 í kvöld. 1 gær var þegar búið að panta mikið af aðgöngumiðum að þeirri sýniugu og búast má við að alt verði uppselt um miðjan dag í dag. »Merkúr« hélt aðal-fund í fyrra- kvöld. Yar þar kosin ný stjórn, því að stjórnin baðst undan endurkosn- ingu. í félaginu er nú nær 100 manna. Lögreglan var önnum kafin í gær. Allir lögregluþjónarnir og nætur- verðimir voru á verði á uppfyll- iugunni þar sem Sterling lá. Mátti öuginn óviðkomandi fara yfir á skip- ið, og enginn þeirra, sem komnir Voru um borð, fara á land. Að sögn var þetta gert að ráðstöf- *n yfirvaldanna. |>að átti að rann- 8&ka farangur og klæði manna þeirra, 8em far höfðu fengið með skipinn, ^ita hvort þeir hefðu nokkuð óleyfi- meðferðis og þess vegna mun Rfft þótt nauð8ynlegt að gera allar Þessar erfiðu ráðstafanir. Tannlæknarnir dönsku fóru héðan alfarnir með Sterling. Mun þeim eigi hafa þótt borga sig að dvelja hér, enda eigi ýkja margir sjúklingar Bem þeirra leituðu. Ingólfur er enn ófarinn til Borgar- ness. Hefir eigi verið unt að ferma skipið fyrir is á höfninni. 26 ára leik-afmæli á frú Stefanía Guðmundsdóttir síðast í þessum mánuði (30. jan). Yerður henni þá haídið samsæti í heiðursskyni, sem nokkrir leiklistarvinir þessa bæjar gangast fyrir. Vafalaust mun Leik- félag Reykjavíkur heiðra frúna á ein- hvern hátt á leik-afmæii hennar, og væri vel til fallið, að frúnni yrði gefinn kostur á því að sýna list sína í einhverju hlutverki, sem hún sjálf vildi, það kvöldið. Sterling. Farþegar vóru alls 78. Meðal þeirra voru: Halldór Eiríks- son kaupm., Guttormur Andrésson múrari, Guðm. Hlíðdal verkfræðing- ur, Arni S. Böðvarsson kaupm., Páll Guttormsson skóamiður, Guðm. G. Jónsson söðlasmiður, |>orvaldur Arna- son stúdent, Guðm. E. Guðmunds- son bryggjusmiður, Tómas Jónsson kaupm., f>orkell Clementz, Lilja Marteinsdótir, Elisabet Hallsdóttir, Earólína Björnsson, f>óra Einars dóttir, Hallfríður Hálmarsdóttír, Gísli Jónsson vélstjóri, Sillihoved kaupm. frá Akureyri, Karl Einars- son verzlunarm., Erik Ravnekilde og Tandrup tannlæknar, Herluf Causen kaupm., Þórður L. Jónsson kaupm., Geir Thorsteinsson kaupm., Guðm. Eiríkss stórkaupm., og systir hans Sigríður, Ragnar Kvaran cand. theol., Lauth klæðBkeri, Hjálmar Guð- mundsson kaupm., og 44 útlendir sjómenn. Ennfremur glímukapparnir, sem hér sýndu list sfna á dögunum. Ffú Pankhurst. Brezka þingið hefir nú samþykt næiri í einu hljóði frumvarp um almecnan kosungarrétt kvenna. Mundi það hafa þótt ótiúlegt, ef einhver hefði spáð þvi fyiir ófriðinn, að það mál mundi fá svo góðan byr í brezka þinginu, en það sýnir ljós- lega hversu mjög ófriðurinn hefir breytt skoðunum manna i ýmsum mikilvægum landsmálum. Kvenrétt- indakonurnar í Brethndi haia barist með knúum og hnefum fyrir kos- ningarétti um margra ára skeið, en bardagaaðferðin hefir eigi ætíð verið hin hcppilegasta. Hvað eftir annað var aðalleiðtogi kvennanna, frú Pank- hurst, og dóttir hennar, settar i vaið hald fyrir ýmiskonar spellverk, en ekkert dugði. Þegar þær sluppu út aftur, hófu þær bardagann að nýju enn ákafari en áður. En ekkert og stundvíslega. dugði. Brezku stjórnmálamennirnir þverneituðu að samþykkja lögin um kosningarrétt kvenna. En svo hófst ófriðurinn. Kven- fólkið i Bretlandi gekk i lið við sína fyrri óvini, karlmennina, og með sameinuðum kröftum sneru allir sér að þvi, að búa Bretland undir það, að mæta hinum volduga óvini. Allir urðu að viðurkenna hið mikla starf, sem kvenþjóðin brezka ynti af hendi i þarfir þjóðarinnar. Frumvarp um kosningarrétt kvenna var lagt fyrir þingið, og það var samþykt nær andmælalaust. Konurn r höfðu unn- ið sigur, er þær höfðu breytt um bardagaaðferð. Þegar frumvarpið var samþykt, var frú Pankhurst ekki heima. Húu var i Petrograd. Hún tók sér ferð A hendur þangað til þess að vinna á móti sérfriðarhreyfingunni, sem þá var orðin megn. Frú Pankhurst grét af gleði, þeg- ar fregnin um framgang frumvarps- ins barst henni. Tatjana keisaradóttir komin til Englands. Það er nú mælt og staðhæft fullum fetum, að Tatjana, næstelzta dóttir Nikulásar fyrverandi Rússakeisara, hafi flúið frá Siberiu og sé nú kom- in til Englands. Hafði hún látið klippa af sér hárið og flúið svo í karlmannsfötum. Fór hún með járn- brautarlest frá Omsk, um Ufa, Sa- mara og Penza til Moskva, og rataði á þeirri leið í mörg og mikil vand- ræði. Henni tókst að komast frá Moskva til Archangel og þaðan komst hún svo með skipi til New- castle um Bergen. En hún ætlar sér ekki að setjast að i Englandi — segir sagan — heldur ætlar hún til Bandarikjanna og halda þar fyrirlestra um ástandið í Rússlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.