Morgunblaðið - 20.02.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.02.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Búdrýgindi. Nd á að fara að skatnta matvæli hér í bænum aftur, og er ekkert við því að segja annað en að það er sjálfsögð varúðarráðstöfun. Þvi að nú vitum við eigi hvað þess verður langt að biða, að við fáum matvæli frá útlöndum. En með þessu móti, að skamía þann mat sem til er i bænum, er bæjarfélagið orðið að emu heimili, þar sem eitt gengur yfir alla og ber því bæjarfélaginu — sem slíku — að sjá um það, að draga sem mest að sér af matbjörg til búdrýginda. Og við getum áreiðanlega viðað að okkur miklum mat, ef við notum vel hlunnindi lands og sjávar. Nú fer að byrja hér hrognkelsa- afli. Og sjálfsagt mun hver maður, sem getur, hagnýta sér veiðina eftir því sem unt er. En það eru engin takmörk fyrir því hvað hægt er að veiða mikið af hrognkelsum og þess- vegna þarf að gera ráðstafanir til þess að ná sem allra mestu af þeim á land. Vér vöktum máls á því í haust, , þá er dýrtiðarvinnan var í aðsigi, að heppilegt mundi að veita nokkrum mönnum atvinnu við það, að ríða hrognkelsanet, steypa á þau kúlur og fella þau, svo að alt væri tilbúið að taka í móti veiðinni þegar hún kæmi. En oss vitanlega hefir ekk- ert verið gert í þessu efni. Það hefir víst þótt bráðnauðsynlegra að berja klakann hér i holtunum — til þess að ná i grjót, steina fyrir brauð. Það þýðir lítt að sakast um orð- inn hlut, en vekja viljum vér máls á þessu aftur. Og vegna þess, að vér lítum svo á, sem bæjarstjórn verði að gera meira en hún hefir gert, til þess að draga mat i bæjar- félags-búið, þá teljum vér henni skylt að hefjast handa og sjá um það, að hrognkelsaveiðar verði stundaðar hér af kappi í vetur og vor. Menn getur greint á um það, hvert fyrirkomulag muni heppilegast, en það má ekki bollaleggja og þrátta nm málið von úr yiti. Það væri hastarlegt að barma sér út af bjargar- skorti, en láta matbjörgina óhreyfða rétt framan við landsteinana. Það fyrsta sem verður að gerast — og verður að gerast nú þegar — er að afla veiðarfæra í stórum stil. Og það verður bærinn að gera. Hinu getur hann svo ráðið hvort hann vili selja þau aftur til þeirra sem báta eiga, eða reka hrognkelsa- veiði fyrir eigin reikning. Það væri ekki hundrað í hætt- unni þótt bærinn fengi sér bát og nokkra menn til veiða, því að þess ber að gæta, að tveir eða þrir menn geta hirt um fjölda netja. Veiðina mætti selja hér daglega á fisksölu- torginu og það sem ekki seldist undir eins, ætti að salta niður. En þrátt fyrir það þótt þessi kostur yrði nú upp tekinn, þá ætti bærinn að hvetja aðra til veiða. Það þarf að sjá um það, að engin fleyta, sem S o r p^_y. í stórborgunum etu menn oft í vandræðum með það hvað á að gera af öllu því sorpi og rusli sem til felst, en Kristiania, höfuðborg Norðmanna, hefir leyst þann vanda betur en flestar aðrar borgir. Alt sorp og rusl borgarinnar er sem sé flutt út á eyju i firðinum og er hún nú venjulega nefnd >Kristianas0ppelens Ö«. A hverjum morgni klukkan sex fara stórir flatbotnaðir bátar frá borginni með alt það sorp, er safnað var saman daginn áður, og flytja það út í eyna. Þar taka sérstakir verkamenn við sorpinu og koma því þar fyrir á eynni, sem til er ætlast. Hefir bæjarstjórnin látið reisa íbúðarhús handa þessum mönnum út á eynni, eða alls handa 40 fjölskyldum. Og þarna lifa þessir verkamenn i »vellystingum praktuglega*. Hafa þeir öH afnot eyjarinnar í félagi og er það eigi lítils virði, því að sáðgarðar þsirra, sem eru í sorphrúgunum, gefa af sér miklu meira heldur en víða annars staðar. En nú er það i ráði að bæjarstjórnin farið að reka svinarækt í stór- um stíl úti á eynni og er álitið að það muni borga sig vel, því að þar hafa svínin nóg af rusli til þess að hamast í. er sjófær hér, verði látin ónotuð í vetur og sumar. Hrognkelsi eru einhver hinn bezti sjómatur sem hægt er að fá, og mjög holl. Og þau hafa þann stóra kost, sem nú er miklu meira um vert heldur en nokkru sinni áður, að þau geta komið i stað viðbits. Og allan úrgang úr þeim má hag- nýta, til skepnueldis, áburðar í mat- jurtagarða og jafnvel til eldsneytis. Ef vér munum rétt, þá var látin fram fara talning á sjófærum fleyt- um hér í Reykjavik á árinu sem leið. Bæjarstjórnin ætti nú þegar að afla sér upplýsiuga um það, til hvers þessa báta á að nota í vor, hve margir þeirra ganga til hrognkelsa- veiða, hve mörg net hver þeirra hefir o. s. frv. Og hún ætti að liðsinna þeim, sem of fá net hafa og fá aðra til þess að slá sér saman svo að eigi fari mikið meiri vinna í veið- ina, heldur en þörf er á og eigi teppist við það fleiri bátar heldur en góðu hófi gegnir. Þvi að bátarnir eru aldrei of margir. Er það von- andi, að þegar tíðin fer að batna, þá geti ýmsir bátar gengið til þorsk- veiða vestur i Flóa. Nú hafa botn- vörpungarnir eigi uppurið allan fisk á miðunum, svo að likur eru til að þetta verði gott fiskiár. En bæjar- stjórn verður með einhverjum ráð- um að sjá til þess, að bæði verði hugsað|um þorsk og hrognkelsaveið- ar og að menn hlaupi ekki úr einu i annað, þannig, að ekki verði hálft gagn að vertíðinni við það sem gæti orðið. Iförur til Ameríku. Innflutningsleyfi. í gærdag barst Eimskipafélaginu símskeyti frá New York þess efnis, að yfirvöldin hefðu gefið út tilkynn- ingu um það, að framvegis þurfi að fá innflu,tningsleyfi fyrir þær vörur, sem sendast eiga til Bandaríkjanna. Án innflutningsleyfis meigi| ekkert flytja inn. Hingað til hefir það verið svo, að aðeins hefir þurft leyfi yfirvaldanna fyrir flutningsleyfi á vörum út úr landinu, en menn hafa óhindrað get- að sent alskonar varning til 'Banda- rikjanna. , Framvegis vill stjórnin hafa eftirlit með þvi sem flutt er inn. Kaupmenn og aðrir, sem vörur ætla að senda héðan vestur um haf með Lagarfossi næst, þurfa því að hafa leyfi amerisku yfirvaldanna fyr- ir því, að vörurnar megi flytjast inn. Að öðrum kosti mun Eimskipafélag- að eigi taka að sér að flytja þær. j PAGBOK Gangverð erlendrar myntar. Bankar Doll. U.S.A.&Canada 3,50 PÓBthíur 3,60 Frankl franskur 59,00 60,00 Sænsk króna ... 112,00 110,00 Norsk króna ... 107,00 106,50 Sterlingspund ... 15,70 16,00 Mark 6700 ... Holl. Florin ... ,,, IM ... 1.37 Austurr. króna. .. • • • ■• • Hjálparstarfsemi Bandalagð k v e n n a. Viðtalstími miðvikud. og föstud. kl. 2—4 á lesstofu kvenna, Aðalstræti 8. Föstuguðsþjóuusta í dómkirkjunni kl. 6 í kvöld sfra Bjaini Jónssou prédikar. Veðrið f gær: 1,6 stiga hiti kl. 6 að morgni, stig á hádegi. Harða veturiun sama dag: 1 stig hiti um nóttina, 3 stiga hiti á hádegi. Suðvesturátt. Bigning. Tímareikningurinn. 1 gærkvöld kl. 11 var klukkunni flýtt um eina klukkústund, þannig að dagurinn í dag byrjaði kl. 11 í gærkvöldi. Þjóðvísnakvöld. Fyrir nokkrum vikum efndi Norræna stúdendasam- bandið til kvöldskemtunar innanfélags. Hélt þar Holger Wiehe háskóla- kennari fyrirlestur um þjóðvísur og voru margar þjóðvísur sungnar fyrir- lestrinum til skýringar. Skemtun þessi þótti ágæt auk þess hve fróðleg þessi nýbreytni var Hef- ir félagið því ákveðið að endurtaka skemtunina openberlega, líklega í þessari viku. Vafalaust má búast við mikilli að- sókn að henni. Seðlaúthlutunin. A henni verður byrjað í dag, þó eigi gangi kortin í gildi fyr en 1 n. m/Sú aðferð hefir verið tekin upp, að úthluta kortum til tveggja mánaða í senn og hlýtur það að vera mikill sþarnaður, auk þess hve miklu þægilegra það er fyr- ir bæjarbúa. Seglskip, sem hér lá við Örfirseyj- argarðinn, slitnaði frá honum í fyrri- nótt og rak út á höfn. Akkersfest" arnar héldu þó, svo ekkert tjón varð að. Opinbera fyrirlestra byrjar pr^' Agúst H. Bjarnasnn á háskólantU0 í kvöld kl. 7—8 um Socialisme. Annað kvöld byrjar próf. GuðU1' Finnbogason opinbera fyrirlestra &0* gáfnapróf. Botnía. það er talið vfst að Boto^® muni ekki koma hingað aftur fy* 0 f miðjum næsta mánuði. Tólg. Samverjanum bráðligg0^ tólg eða einhverju öðru viðbifcI * saltfiski. Sá sem selja vildi slíkt, er beðinn að hringj® * 6 236 eða 62.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.