Morgunblaðið - 17.03.1918, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.03.1918, Blaðsíða 3
17- marz 153. tbl. MORGUNBLAÐIÐ 3 r Osigur mannvitsins Eftir dr. Georg Brandes. 1. Frakkland og Rússiand. Enn þá eru ráðherrar ófriðarþjóð- anna stöðugt að tala um það, að berjast þangað til »sigur er unn- inn«. Það er eigi til nema aðeins einn loka-sigur. Það er sigur mannvisins yfir heimskunni, en sá sigur virðist langt undan. Það er einkenni heimskunnar, að þegar hún er framin kemur hiin fram sem ásetningur, sem nauðsyn- legt er að koma í framkvæmd, eða þá sem ráð til að komast á réttan kjöl, eða þá sem hin einasta úrlausn, eða i stuttu máli eina bjargráðið. Svo líður og bíður og hún fellir skrautfjaðrirnar og þá sézt það að hún hefir eigi verið annað en heimska frá upphafi. Og sá, sem frá upphafi hefir séð, að hverju stefndi, fær þá það svar hjá þeim, sem ■heimskan varð á: Það er hægðar- leikur að vera hygginn á eftirl Það er hægöarleikur að vera hygg- inn á eftir. En ef það er einhver, sem ekki sér það enn, að fransk- rússneska bandalagið hefir af Frakka hálfu verið eitt einasta stórt pólitískt glappaskot, þá er sá maður hvorki hygginn fyrirfram né eftir á. Þetta bandalag hefir kostað Frakkland 20 miljarða franka, og það hefir valdið Frökkum öllu því tjóni, sem þeim hefir af ófriðnum stafað. í aldar- fjórðung hefir það fylt Frakka með imyndunum, sem reyndust allar rang- ar þegar á reyndi. Það hefir hamlað Frökkum frá þvi að hagnýta fé sitt til eflingar eigin verzlun, akuryrkju, iðnaði, samgöngubótum, tungumáls- þekkingu og yfirleitt varnað því að framtaksemi næði að blómgast, og hefir í þess stað ofaukið þá til- hneigingu Frakka, að lifa á rentum eigna sinna, en nú verður mikill hluti þjóðarinnar sennilega svikinn um renturnar. 2. Frakkland, Fýzkaland og England Menn skulu lesa þessar tölur með athygli: Aður en ófriðurinn hófst, lögðu Frakkar ok hinnar almennu her- skyldu á 85% af karlmönnum í landinu, þar með eru nýlendurnar ekki taldar. Þjóðverjar létu sér Hægja að leggja herskyldu á 55°/0 af karlmönnum. Arið 1913 voru útgjöld til herja og flota talið i frönkum (sjá H. Mayor: Etre S. 27. Berne 1917) & hvern íbúa í Frakkl., Þýzkal., Engl. ^erinn 23.73 fr. 18,38 fr. 15.39 fr. Floti 12.77— 8,51— 25,26 — Samt.: 36.50 fr. 26.89 fr. 40.65 fr. Skýrslan sýnir það hvað Frakkar ^afa gengið nærri sér og hve miklu meira hvort ríkið, England og Frakk- land, hvað þá heldur samanlagt, lögðu fram til herbúnaðar heldur en Þjóðverjar. Bæði ríkin — og ef til vill fleiri riki líka — hafa sjálfsagt ástæðu til að öfunda Þjóðverja af þvi, að þeir hagnýttu fé sitt með miklu meiri fyrirhyggju og hagsýni; en um þýzkan »Militarisma» geta þau eigi kvartað, þar sem þeirra eigin varð miklu dýrari og í stærri stíl. 3- Frakkland og Fýzkaland. Það eru til opinberar skýrslur um fjárhag Frakka og Þjóðverja áður en stríðið hófst (D. Trietsch: Deutsch■ land, Tatsachen und Ziffern, Míinchen 1916). Árlegar ríkistekjur Þjóðverja voru 43 miljarðar marka, en Frakka 25 miljarðar marka. Ríkisskuldir Þjóðverja voru árið 1912 á hvern íbúa 310.1 mark, en ríkisskuldir Frakka 657,7 mörk á hvern ibúa. Innieign i sparisjóðum i Þýzkalandi 17,82 miljarðar marka, í Frakklandi 4,49 miljarðar marka. Eins og menn sjá var dýrara að lifa í Frakklandi heldur en í Þýzka- landi. Afleiðing þess varð sú að Frakkar kynokuðu sér við því, að eiga börn. En meðan fæðingum fækkaði i Frakklandi, fjölgaði þeim stórum í þýzka ríkinu — þráttfyrir bað þótt þeim fækkaði í Berlín —. Það hvíldu eigi jafn þungar byrðar á Þjóðverjum eins og á Frökkum. Kaup franskra verkamanna hrökk tæplega fyrir útgjöldum og þess vegna urðu konur þeirra að vinna lika. Meðal heldra fólksins i Frakk- landi kvæntist enginn nema hann fengi heimanmund með konunni. Og meðal hinna helztu var það hið einasta gróðafyrirtæki, sem höfð- ingjarnir hugsuðu um, að ná í auð- ugt gjaforð. Engin hjón vildu eiga mörg börn, eins og í Þýzkalandi. Að visu voru föðurlandsvinir í Frakk- landi stöðugt að hvetja hjón til þess að eiga mörg börn; en þeir gáfu hinum fátækari engar leiðbeiningar um það, hvernig þeir ættu sjá fyrir börnunum. En um það höfðu Þjóðverjar hugs- að. Bismarck byrjaði þegar á þvi — þrátt fyrir mótspyrnu frjálslynda flokksins, sem fyrirleit jafnaðarmenn, og jafnaðarmanna, sem hann kúgaði sjálfur og fór illa með — að tryggja þýzku verkamennina með víðtækri »organisation*. Danski verkfræðing- uritin }ulius H. West hefir í bók sinni »Feststellungen eines Neu- tralen«, sýnt fram á það, að hin lögskipaða verkalýðstrygging gegn sjúkdómum, slysum og örkumlum, hefir á þessum síðustu 30 árum, sem hún hefir staðið í Þýzkalandi, orðið svo stórkosíleg að fæsta mun gruna. En eftirfarandi tölur gefa nokkra hugmynd um það: Til loka ársins 1913 hefir þýzka ríkið greitt 10.860.000.000 marka í skaðabætur, þar af 840 miljónir árið 1913. Árið 1912 voru 13.200.000 þýzk- ir verkamenn trygðir á þennan hátt. Svo var tryggingin látin ná til verka- manna í sveitunum og hjúa og við það fjölgaði þeim, er trygðir voru, um 6 miljónir. Og svo var það lög- boðið að allir þeir, sem vinna að iðnaði og verzlun, og hafa eigi 5000 marka laun á ári, skyldu tryggja sig og nú er þriðji hver maður i Þýzka- landi trygður gegn veikindum, slys- um, örkumlum og ellilasleika. Sú trygging, sem verkamönnun- um og hinum minni atvinnurekend- um er gefin með þessu, er þeim hvöt til þess að eiga börn. En þessa hvöt hefir skort i Frakklandi. Fyrir striðið voru 126 íbúar á hverjum ferkilómetra i Þýzkalandi, en 73 i Frakklandi. Mannfækkunin i Frakklandi hafði þau áhrif — þrátt fyrir hinar þungu skattbyrðar — að lifið krafðist færri þrekrauna af hverjum einum. En hún varð lika til þess að þjóð- in varð eigi eins öflug og áður. En þrátt fyrir það vildi hún fyrir hvern mun vera jafn voldug. Þess vegna var þar gert svo óhóflega mikið úr pólitík, »diplomati« og hinum fjölmörgu embættum. Menn tóku hið allra auðvirðilegasta em- bætti fram yfir hverja aðra atvinnu. Kaupmenn eða akuryrkjumenn voru eigi í jafnmiklu áliti og umsjónar- menn. Það skorti fólk til þess að yrkja jörðina, það var stórkostlegur skortur á vinnukrafti og afleiðingin varð sú, að auðmennirnir þorðu eigi að leggja í stór verzlunarfyriitæki eða iðnaðarfyrirræki. Það var látið útlendingum eftir, sérstaklega Þjóð- verjum svo sem Thyssen og Bau- mann. En hinir frönsku auðmenn, sem fundu að engin stór framtak- semi var í kaupmannastéttinni frönsku, kusu að verja fé sínu til kaupa á útlendum verðbréfnm. Hin- ir stóiu bankar í Frakklandi, sem voru í rauninni stjórnendur ríkisins, sáu sinn hag í þvi. Það hefir áður verið vakin athygli á hinum stórfróðlegu ritgerðum Lysis’s um þetta efni í «La Revue« á tímabilinu nóv. 1906—nóv. 1907. Nú er til nýrri ritsmið, sem segir alt um þetta efni og á hinn áhrifa- mesta hátt. Það er bók eftir Marcel Sembat, er til skams tima var i franska stjórnarráðinu, og húnl er rituð árið 1913. Hún heitir »Faites un roi, sinon faites la paixd Ef Frakkar hefðu gefið gaum að því, er Sembat segir, í stað þess að hlusta á öskurapa, þá hefðu þeir eigi flanað út í þessa styrjöld, sem hefir þær sorglegu afleiðingar, hvern- ig sem hún fer, að drepa alla dáð úr hinu óhamingjusama Frakklandi og svifta ljómanum af fyrirmynd menningarinnar. Sembat reit þá svo meðal ann- ars um þýzku verksmiðjufyrirtækin i Frakklandi í héraðinu hjá Meurthe og Mosel og i Corbeil: »Það er skilyrðislaust nauðsynlegt að jafn mikil frjósemi og er í Frakklandi, sé hagnýtt. Þegar vér ráðumst á Marokko og brjótum það undir okk- ur, færum við það sem hina einu ástæðu fyrir þvi, að Marokkomenn kunni eigi að hagnýta sér landið. Reynum að verða færir um það sjilfir að hagnýta auðsuppsprettur Frakklands, ef vér viljum eigi að útlendingar komi og nemi það að nýju.« 4- Kníplingar og léreft. Renan, hinn vitrasti maður hins nýja Frakklands, sagði í bók sinni »La Réforme intellektuelle et morale 1871 c, er hann ritaði eftir ófriðinn við Þjóðverja, að það væri hin mesta fjarstæða að hið heittelskaða ættland hans, sem var fremst allra i því að gera kniplinga, skyldi nú endilega vilja fara að vefa léreft. Og hann bætti við: Frakklandi tekst bezt við hið vandasama; en það er ekki í meðallagi í hinu. Síðan hefir Frakkland, án þess að vita það eða vilja það, hagað sér eft- ir ósk Renans og í samræmi við snilli sína. Það hefir gert knipl- inga. Frakkland var hið eiua land á jarðiíki þar sem gaman var að lifa. Þjóðverjar tóku hinum stór- kostlegu framförum í verzlun og iðnaði, framförum sem eiga víst engan sinn líka í sögunni, og að- eins gátu átt sér stað vegna þess að þjóðin hafði tekið ágætri mentun í verkvísinduœ, og þvi næst vegna þess að lífið var þar stöðug barátta, sífelt þurfti að sigrast á örðugleik- um, þar þurfti sifelda framsýni, reglu, vinnu og aftur vinnu, þannig að sem minstur kraftur færi til ónýtis en hagnýtingin yrði sem allra bezt, Þýzkaland tók þessum framförum vegna þess að þar var helzta gleði lífsins sú, að einhver þrekraun hepn- aðist og árangur fengist, en þar var alt áhyggjuleysi bannfært. En í Frakklandi bygðist lífsgleði á því einu að lifa. í Frakklandi fundu útlendingar eigi til þess að þarværi kept um það að ná einhverjum á- rangri, sem því aðeins var hægt að ná, að hverri hugsun væri að þvi beint, hver timi notaður og hvert efni rannsakað þangað til það kom að gagni á einn eður annan hátt, er menn höfðu eigi þekt áður. Þvert á móti fundu þeir til þess að þeir voru i strjálbygðu landi, að þar var rúmgott, að þjóðin tók öllum framförum vingjarnlega og allri and- Iegri menning, en að þar var venj- an vald; að þar var mikið um mann- vit, en meira þó af keskni, að þar var reglusemi mikil, en meira þó af hlýleik. Annars staðar var það nauðsyn að eta, aðallega leiðinleg nauðsyn og tiæaþjófur, i Frakklandi var það skemtun. Frakkland er líklega hið eina land þar sem er matreiðslulist og nafnfrægir matreiðslumenn, hið eina land, sem hefir gert átið að list og nautn. Það er gott dæmi um hinn fruntalega germanska hugsunar- hátt, að þá er C. A. Bang skrifaði fyrir nokkrum árum frá London fáeinar línur til hróss hinum gamla franska matreiðslumanni Escoftier i »Vore Landsmænd i Udlandetc, þá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.