Morgunblaðið - 17.03.1918, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.03.1918, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ hamaðist hver Daninn á fætur öðr- um í gremju sinni út af slíkri efnis- hyggju. Eins og það væri af efnis- hyggju að Frakkar hafa einnig »ideal- iserað* matinnl Frakkar kunna að lifa vegna þess að þeir kunna að breyta öllu daglegu í ánægju. Frakkland er liklega hið eina land í heimi þar sem menn t. d. koma saman til þess eins að ræð- ast við og þar sem samræður eru skemtun og nærri list. Þess vegna er enn þann dag i dag franskan fegurst í heimi. Af öllum menningarþjóðum er franska þjóðin glöggskygnust á fegurð. Eng- inn maður, sem nokkuð þekkir til, og eigi er blindaður af þjóðernis- hroka, getur mótmælt því að frönsk raálaralist og frönsk myndhöggvara- list, franskur fegurðarsmekkur í klæðaburði og húsbúnaði, tekur fram öllu þvi, sem maður sér í öðrum löndum af sama tægi. En orsökin til þess er að nokkru leyti sú, að Frakkar eru eigi í sifeldu kapp- hlaupi, en gefa sér tíma til þess að dreyma, láta tilfinningarnar ráða, finna upp og koma á framfæri, sér- kennilega og fagurlega. S- Ófriðurinn hefir sýnt það, að þegar Frakkar neyðast til þess að beygja sig undir heraga, þá eru þeir jafnhraustir og áður. En fyrst það varð visindagrein að heyja ófrið, fyrst fyrirhyggjan varð þýðingar- mest í ófriði og fyrst Frakkar urðu Þjóðverjum fámennari, þá er ófrið- urinn eigi lengur verksvið fyrir Frakka. Þeir eru eigi gæddir hinum óheflaða og trygga skilningi annara þjóða á raunveruleikanum. Þjóðverjum sárnar það oft hve lítillar samúðar þeir njóta erlendis. Og þeir hallast gjarn^ að þeirri skoðun að gremjan gegn þeim sé eingöngu hatur á hinum sterka. Þá furðar það, að þrátt fyrir glappaskot og ókosti, njóta Frakkar almennra vinsælda. Það er líklega af því, að kostir Þjóðverja, alt frá nákvæmn- inni til »organisationst-gáfunnar eru ekki hugnæmir, en að eins ábyggi- legir. Kostir Þjóðverja koma venju- legja sjálfum þeim að gagni, eins og glappaskot Frakka koma venjulega niður á þeim sjálfum. í Þýzkalandi hefir einveldið kom- ið á alþýðlegum framförum, sem lýðveldið hefir eigi getað komið á í Frakklandi. Valdið i Prússlandi, sem er á fárra manna höndum, er með miðalda sniði, og með stríðinu hlýt- nr það að hverfa úr sögunni. En þótt eitthvert riki kalli sig »demo- kratiskt«, þá verða eigi aðrir hrifnir af því en þeir sem verða töfrum slegnir af því að heyra orðið Demo- krati, og þótt eittbvert ríki kallaði sig lýðveldi, þá þýðir það ekki ann- að en frelsishljómandi áletrun sett á margan gamlan órétt og forrétt- indi. Nafnið kemur eigi fremur kjarnanum við, heldur en flösku- miði hefir áhrif á gæði vinsins. Frakkland hefir viljað vera land- vinningalýðveldi. Síðan það misti Elsass og nokkuð af Lothringen — og það getur aldrei fyrirgefið Þjóðverjum að þeir tóku þau hér- uð — hefir það lagt undir sig nýlendur, sem eru fimm sinn- um stærri en Frakkland sjálft. Og vegna þess að landið er sjálft of fá- mennt, hefir það alls eigi getað bygt þessar nýlendur. Hið ágæta timarit Mohammed Bach-Hamba »La Revue du Maghreb® hefir nú um langt skeið gefið fullkomnar upplýsingar um það hvernig stjórnin er í hin- um gömlu nýlendum Frakka Algier og Tunis. Og fyrst ekkert af því sem þar er sagt hefir verið úthróp- að nú i þessum ófriði, þá er það eingöngu vegna gamallar ástar manna á Frakklandi og vegna þess að menn vilja eigi auka vandræði þess með gagnrýni, sem gjarna getur beðið. En sem sagt, hin nýju lönd sem Frakkland hefir lagt undir sig, eru fimm sinnum stærri en það sjálft. En eitt er vist, að þótt Bretar sjái enn sinn hag í því að halda ófriðnum áfram, vegna þess að hann mæðir meira á Þjóðverja heldur en þá sjálfa, þá er Frökkum engin þægð í því að ófriðurinn haldi áfram. Það er eigi að eins að ófriðurinn mæði meira á þá en Breta, heldur mæðir hann mei*a á þá en Þjóð- verja. Það er því víst vottur um göfugmensku að þeir halda enn áfram, þrátt fyrir fráfall Rússa og ófarir ítala, en mjög sviplíkt þeirri göfugmensku er kom Frökkum til þess að lána Rússum miljarða. (Úr »Politiken«.) Svör Czernin’s til Bandarikjanna. Það var hinn 24. janúar að Czern- in, greifi utanríkisráðherra Austurríkis og Ungverjalands, svaraði ræðum þeirra Wilsons og Lloyd George með ræðu. Hann lýsti yfir því að stjórnin væri að mörgu leyti á sama máli og Wilson og skoðanamunurinn væri svo lítill að þess mætti vænta, ef hann væri ræddur, að friðarsamn- ingar gætu tekist. Hann lagði sérstaklega áherzlu á þá þýðingu er friðarsamningarnir við Rússa og þó einkum friðarsamning- arnir við Ukraine, hefðu. — Eg vil að við semjum frið við þessarrússnesku þjóðir, sem eiga nóg af matvöru til þess að flytja til vor, mælti hann. En ef sá misskilningur kemst inn hjá óvinum vorum að vér semjum frið vegna þess að vér séum til þess neyddir — hvað sem það kostar — þá skulum við eigi taka eitt pund af kornmat hjá Rússum. Þá mintist hann á friðarsamning- ana sem þá stóðu yfir í Brest Li- tovsk og kvaðst telja það skyldu sína að skýra rétt og hlutdrægnis- laust frá því hvernig þeir gengju. Sumir segðu það, að samningarn- ir gengju nokkuð treglega. En við því væri það svar, að erfiðleikarnir við það að ná samkomulagi væru miklu meiri heldur en nokkur óvið- komandi maður gæti gert sér í hug- arlund. Hann sagði að þessir frið- arsamningar væru frábrugðnir öllum öðrum friðarsamnmgum er sögur færu af, og aðalmismunurinn væri sá, að alt sem þar gerðist væri jafe- harðan birt opinberlega og símað út um allan heim. Það er auðskilið, mælti ráðherrann, að vegna þess að allur heimurinn er sem á nálum, þá er það auðvelt fyrir þá, sem það vilja, að æsa upp alþýðu. Vér vissum glögt hver hætta var við það, að birta þannig jafnharðan alt það sem gerist á friðarfundinum, en samt sem áður urðum vér við ósk rússnesku stjórnarinnar um það,vegna þess að vér þurftum eigi neinu að leyna. Ef vér hefðum kosið að halda því leyndu sem á fundinum gerðist eins og gert hefir verið á öllum friðarfundum, þá gat það valdið misskilningi. Hann tók það fram, að vegna þess, að alþjóð vissi jafnharðan hvað gerðist á friðarfundinum, þá væri það nauðsynlegt að þjóðin væri ró- leg, og gætti stillingar, eigi síður en fulltrúar hennar. Og friður mundi verða saminn með góðum árangri, ef alþýðan í Miðrikjunum bæri full- komið traust til fulltrúa sinna. Grundvöllur friðarsamninganna væri »engir landvinningar og engar hernaðarskaðabætur*. — Eg skal eigi hverfa frá þeirri stefnu, mælti hann, og þeir sem hafa ætlað að eg mundi gera það, þekkja mig illa. Eg hefi aldrei dregið dul á það, hver stefna mín væri i þessu máli, og eg hefi aldrei hopað hársbreidd frá henni. Pan- Germanar og þeir sem taka þá sér til fyrirmyndar hér i ríkinu, hafa veitt mér fullkomið fylgi sitt, en þeir sem vdja frið fyrir hvern mun, hafa talið það sem merki þe?s, að eg vilji halda ófriðnum áfra r. Eg Iýsi yfir því enn emu sinni, að eg krefst þess eigi að fá einn einasta ferkilometra af Rússlandi né einn pening frá Rússum, svo að ef þeir eru samshugar, eins og virðist vera, þá ætti friður að geta komist á. Þeir sem vilja fá frið hvað sem það kostar, gætu efast um einlægni mína ef eg segði þeim eigi blátt áfram, hver er skoðun mín, með sömu djörfung og eg mun neita að ganga að friði sem gengur út yfir þau takmörk, er eg nú hefi nefnt. Ef Rússar krefðust landa af oss, þá mundi eg vilja halda ófriðnum áfram þrátt fyrir það þótt eg æski friðar engu minna en þér, og eg mundi segja af mér ef eg fengi því eigi framgengt. En eg get tekið það fram einu sinni enn, að það er engin ástæða til þess að ætla það að friðarsamn- ingarnir muni fara út um þúfur, því að fulltrúarnir hafa komið sér saman um grundvöll að friði, án skaðabóta og landvinninga, og það getur ekkert komið í veg fyxir frið- inn nema breyfingar í rússnesku stjórninni eða fráfall hennar. Það er tvent sem ræður um það að friðarsamningarnir ganga svo tregt. Fyrst og fremst það, að vér eigum eigi um við einn málsaðilja, heldur við ýms ný rússnesk ríki — vér eigum um við Rússland, sem hefir stjórn sína i Petrograd; við Ukraine, við Finnland og Kaukasus og við fleiri ríki, sem ekki hafa enn fulltrúa á friðarfundinum í Brest-Litovsk. A hinn bóginn er ástandið í Rúss- landi þannig að það tefur mjög fyrir. Landamæri Póllands' hafa eigi enn verið ákveðin, en vér setjum eigi þessu nýja ríki stólinn fyrir dyrn- ar. Pólska þjóðin verður að vera srjáls að því að ráða sjálf framtíð sinni og án íhlutunar annara. Fyrir mitt leyti tel eg það eigi svo þýð- ingarmikið hvernig þjóðin tekur á- kvörðun sína, en mér þætti þó vænst um það ef sú ákvörðun væri i sam^ ræmi við vilja meirihluta hennar, því að eg ann Póllandi frjálsrar sjálfs- ákvörðunar. Og eg er sannfærður um það að það á ekki að verða frið- arsamningum til frestunar, hvað um Pólland á að verða. Ef Pólverjar æskja þess, að ófriðnum loknum, að koma til vor, þá munum vér taka þeim tveim höndum. Eg hefði gjarnan viljað það, að Pólland hefði haft fulltrúa á friðar- fundinum, því að minu áliti erPól- land frjálst ríki. En vegna þess að rússneska stjórnin vildi ekki viður- kenna hina núverandi pólsku stjórn, þá héldum vér eigi fast við það að það sendi þangað fulltrúa, til þess að valda eigi sundurþykkju. En málið er þýðingarmikið, þó eigi svo að eigi sé þýðingarmeira að greiða fram úr ágreiningi, sem tafið getur friðarsamninga. Annað vandamál er ágreiningur sá, sem er í milli þýzku og rússnesku fulltrúanna út af sjálfsákvörðunarrétti þeirra héraða Rússlands, sem Þjóð- verjar hafa tekið herskildi. Þjóð- verjar ætla sér . eigi að taka nein lönd af Rússum með valdi. Þeir halda þvl fram, að álit hinna mörgu héraða eigi að koma fram í gegnum yfirvöldin þar og sveitarstjórnirnar og síðan megi leita álits alþýðu í héruðunum. Rússar eru þessu al- gerlega mótfallnir um Kúrland, Lit- haugaland og Pólland. Og þeir krefjast þess, að Þjóðverjar hverfi þaðan á brott með allan sinn her, áður en til atkvæða verði gengið. En ef kipt væri skyndilega á burtu öllu stjórnarfyrirkomulagi Þjóðverja þar, þá mundi það leiða til hins argasta stjórnleysis og verða óþol- andi. Og þess vegna verður að finna einhvern meðalveg. Að mínu áliti er þetta ekki svo mikið vandamál, að friðarsamningar þurfi að stranda á því. Og þegaf lriður hefir verið saminn við Rússa, þá álít eg að þess geti aldrei orðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.