Morgunblaðið - 07.06.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.06.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Málverkasýningu opnaði Eyjólfur Jónsson listmálari í K. F. U. M., i gær. Sýnir hann um 50—60 myndir frá ýmsum stöð- um á íslandi, flestar frá Reykjavík, Vestmannaeyjum og austan lir Land- eyjum og Þórsmörk. Sumar myndanna eru afbragðs- góðar, blærinn eðlilegur og látlaus, litirnir náttúrlegir, einhver »stem- ningc, sem ber vott um meðfædda listgáfu. Enginn vafi á því, að hér er kominn fram á sjónarsviðið maður gæddur góðum listmálara hæfileik- um, en sem vitanlega á eftir að læra mikið. Um heilbrigðismál. Eftir Þorfinn Kristjánsson. Mjólkursölustaðir. Ekki er neitt sérsakt ákvæði um mjólkursölustaði í heilbrigðisreglugerðinni, en vísað um það mál til mjólkurreglugerðar- innar. í reglugerð um mjólkursölu í Reykjavík 2. marz 1912 er kveðið allrækilega á um það, hvernig með mjólk skuli farið, svo ekki verði hún menguð. Skal hér ekki farið að tala um mjólkina sérstaklega — gæði bennar — þyrfti til þess að hafa farið fram sérstök rannsókn á mjólk. Eg skal með nokkurum orðnm víkja að þvi, hvernig fylgt hefir verið eftir reglum þeim sem settar eru um sölu á mjólk. Til þess að sýna hvernig þessu muni fylgt eftir, set eg hér ákvæði mjólkurreglugerðar- innar um það, hvernig sölustaðir skuli vera, og eru þau svo: x. Búðin skal björt, loftgóð og auðvelt að hreinsa. Veggir skulu annaðhvort málaðir ljósir eða kalk- aðir og séu þá kalklitaðir áilega. Loftið skal fyllilega þétt, rykhelt; gólfið vatnshelt, hellulagt, þakið linoleum, vandlega málað eða gert svo jafngildi þessu. 2. Békkir eða hyllur skulu vera fyrir mjólkurílátin og bakkar undir málin. 3. Búð og ilátum skal halda vandlega hreinum, gólf þvegin dag- lega, en aldrei sópuð. Vel gæti til mála komið, til þess að gera mjólkurskoðunina hægari fyrir heilbrigðisfulltrúann, að láta mjólkina alla koma á einn stað, og að þar fari fram rannsókn á henni, þ. e. sú daglega skoðun sem hann hefir á hendi. Dregur þetta bæði úr fyrirhöfn fyrir honum, að þurfa ekkiað fara í 15—20 staði, og gæti komið í veg fyrir það, að menguð mjólk færi út um bæinn, væri henni til að dreifa. Skilst mér, að með því lagi sem nú er, sé hættara við slíku. Mætti lika á þennan hátt hafa betri gætur með ilátum þeim, sem -mjólkin flyst i til bæjarins. ASrar sölubúðir. I heilbrigðis- reglugerðinni eru ákvæði um alla eða allflesta opinbera sölustaði. Hér skal að eins mint á, að illa mun r . fylgt eftir ákvæðum reglugerðarinnar um kjötbúðir og eftirliti öllu með slátrun í bænum. Til þess að menn sjái hvers krafist er um kjötbúðir og geti borið saman við það sem er, set eg hér ákvæðin: 1. Gólf skal vera steinlagt eða steinsteypt, og á þvi skolpop og frá opinu skolpræsi. 2. Búðin skal eigi vera lægri en svo, að 4 álnir séu undir loft. Loft skal gipsa. Veggi skal fóðra með gleruðum flögum, ella rjóða á þá vandaðri sementsblöndu. 3. Hafa skal í búðinni vatns- hana, og veita að vatni úr vatnsbóli eða vatnsíláti; birtu skal hafa sem mesta og loftrás. 4. A borðum, sem kjöt er lagt á, skulu vera marmarahellur eða flögusteinsþynnur eða sinkþynnur. 5. Nikkelhúð eða sinkhúð skal vera á öllum snögum, sem kjöt er hengt á. Eg hefi ekki þóst verða þess var að þessum ákvæðum væri fylgt um kjötbúðir hér, held þó, að sölubúð Sláturfélagsins við Hafnarstræti hafi komist næst því. Annars er það svo um allar sölu- búðir hér í bæ, að hirðing þeirra og útlit fer eftir því, hversu mikil þrifnaðarnáttúra og smekkvísi býr í manni þeim eða mönnum sem yfir hafa að ráða, þrátt fyrir öll fyrir- mæli heilbrigðisreglugerðar. Það er margt eftir enn sem þörf væri að minuast á, viðvíkjandi heil- brigðismálum bæjarins, svo sem vinnustofur og — fisksölutorqið. En eg sleppi þvi að þessu sinni. Niðurla^sorð. Eg hefi með grein- um þessum leitast við að vekja at- hygli manna á þvi, hversu slælega fylgt hafi verið ákvæðum heilbrigð- isreglugerðar, sem miðað gætu að þvi að gera þennan bæ viðunanlega þokkalegan útlist, eins og höfuðbæ sómir að vera. Má vera, að nokkuð sé um að kenna, hve illa eftirlits- starfið hefir verið launað, hefir enda verið haft í hjáverkum. Nú er svo komið, að bæjarstjórn- in hefir gert heilbrigðisfulltrúastöð- una að sérstökum starfa, þar sem hún ætlast til að maðurinn gefi sig eingöngu að því og öðru ekki. Má þá gera kröfu til þess, að eitthvað batni ástandið á eftir. En mikið fer það eftir þvi, hversu röggsamur sá maður verður, sem hnossið hlýt- ur og hversu viljug bæjarstjórnin verður til fjárframlaga tilframkvæmda. Væri æskilegt, að á þessu heim- ili (Rvík)gæti fariðað lita út eins og hjá öðrum siðuðum þjóðum, sem menn hefðu ánægju af að koma á og dvelja og mættu taka til eftir- breytni. Alþing. Enginn fundur í gær. £að er ekki ein báran stök fyrir mér aumingjanum. Eftir langvar- audi illkynjaðau magasjúkdóm, strammaði eg (mig upp í gær eftir hádegi og labbaði niður í þiughús. Eg hengdi yfirhöfnina og »8trútinnc á [fatasnaga nr. 42 og gekk síðan inn í neðri deild. Hvað er þetta? Enginn fundur. General frí yfir heilu línuna ! það voru þó ekki allir starfsmean þingsins, sem gátu tekið sér frí, og ástæðuna til þess skal eg nú greina. Deginum áður hafði verið kjaftað ósköpin öll í deildinni. Pétur Otte- sen, sem mér ætíð hefir verið sagt að væri einhver ákveðnasti fylgis- maður fjármálaráðherrans, hafði hald- ið fjórar ræður og varð verkun þeirra alveg óttaleg, enda sáust þess greini- leg merki í deildinni. Pétur Ottesen er Demostþenes A1 þingis. J>að gerir brimið á Akranesi. Frá barnæsku hefir hann alla jafnan orðið að hrópa svo hátt til þess að nokkur heyrði til hans og fjörugrjót- ið fauk upp í hann og gerði hann að mælskumanni. Sumir þurfa ekkert annað en steina til þess að vera þingmenn, en aðrir þurfa peninga. Jæja, Pétur hélt 4 ræður og skamm- aði stjórnina hræðilega. En hann talaði SVO hátt, að flugurnar hrundu í þúsundatali steindauðar niður f gluggakistu deildarinnar og hrúguð- ust búkar þeirra hver ofan á annan á gólfið, unz hrúgan var orðin svo há, að hún náði i mitt læri á Magn- úsi Torfasyni, sem stóð við gluggann. J>es8um »þingfiugum« var nú verið að moka út þegar eg ætlaði að sækja fund í fyrsta sinn eftir magapínuna. Var mér sagt að þeim (flugunum) væri öllum ekið upp í Niðursuðuverk- smiðjuna Island og þar ættiaðgera úr þeim ostrur, en ostrurnar ættu að verða kjötleysisviðlagabjargráða- forði Islendinga í vetur, þvi ekkert væri tekið fram um ostruproduktion í brezku samuingunum. — Pétur talaði hátt. J>að var eins og maður væri kominn á vesturvíg- stöðvanar. J>egar hann byrjar minnir það mann á vélbyssuklið, en hann sækir sig og endar með óttalegum dunum sem 42 centimetra fallbyssur væru komnar í deildina. |>á hrundu flug- urnar og er það sízt að furða. En til þess að redda þingmönnuDum var •Konráð læknir Konráðsson sóttur«, (eins og blöðin segja ætíð þegar ein- hver meiðir sig) og hann látinn stoppa vatti í eyru þingmanna. Eu hann kom of seint, þvf þá varsessu- nautur Péturs orðinn heyrnarlaus. Elendínus. ---- -- ---------------------- „Fasteigafélag Rekjavíkur". Á fundi húseigenda hér í bænum i fyrrakvöld var stofnað félag, sem nefnist »Fasteignafélag Reykjavíkur« og ætlað er til þess að gæta hags- muna húseigenda aðallega. í félag- ið hafa þegar gengið allmargir hús- eigendur, en búist við að þeirgerist allir félagar innan skams. ' Það sem ýtt mun hafa undir fé- lagsstofnun þessa mun vera húsa- leigulögin. Mörgum húseigendum hefir fundis þau lög skerða um of rétt þeirra, þeir ráði eiginlega ekki sjálfir eignum sínum lengur, eíth a þau lög öðluðust gildi. Húseigend- ur vilja fá þeim breytt eða helzt upphafin með öllu, og ætlar félagið að senda alþingi áskorun í þessu efni. Askorun þessa höfum vér ekki séð, og verður því ekki sagt meira um þetta mál að svo stöddu, Bráðabirgðastjórn félagsins skipa 9 menn, þeir Guðm. Kr. Guðmunds- son kaupm., Gunnar Sigurðsson yfir- dómslögm., Pétur Hjaltesteð úrsmið- ur, Páll Gíslason kaupm., Sig. Hall- dórsson trésmiður, Sveinn Jónsson kaupm., Þorst. Júl. Sveinsson erindJ reki, Þorst. Þorsteinsson skipstjóri og Þórður ^jarnason stórkaupmaður. I pagbok 1 Gangverð erlendrar myntar. Bankar Doll. U.S.A.&Ganada 3,35 Pósthttl 3,60 Kranki franskur 59,00 62,00 Sænsk'króha ... 112,00 110,00 Norsk króna .„ 103,00 103,00 Sterllngspund ... 15,50 15,70 ilark 65 00 67,00 Holl. Florin ... 1,55. Smáufsi hefir veiðst mikill hér á höfninni undanfarna daga og rétt fyr- ir utan garða í ytrihöfninni. Erufsa- pundið selt á 12 aura í bæuum. Gullfoss. Ekkort hefir enn heyrst um það, hvort byrjað sé að ferma Gullfoss í New York. Fá menn eigi skilið hvernig á því getur staðið, þar Bem Ioforðið er nú fengið fyrir vör-- unum, sem skipið á að taka. Samningarnir við Dani. £>að má nú búast við því á hverri stundu úr þessu, að eiíthvað fréttist um ákvörðun Dana viðvíkjandi samninga- umleitunum þeirra við alþingi. Get- ur varla liðið langur tími, þangað til ákveðið verður hvort fulltrúar komi hingað til þess að semja eða ekkl. Engir þingfundir voru í gær. Faxi, vélbátur Sigurjóns Pétursson- ar o. fl. stundar botnvörpuveiðar hér úti á Bviði um þessar mundir. Fyrsta ferðin mishepnaðist, skipið aflaði lít- ið, þareð eitthvað var í ólagi við út- búnaðinn. í annari ferðinni aflaði skipið mæta vel, en nú er það úti f þriðju ferðinni. Af þessari reynslu sem fengin er, hyggja menn að það geti orðið arðvænlegt að stunda botn- vörpuveiðar með sterkbygðum og aflamiklum mótorbátum. - Sterling kom hingað um miðjan dag f gær. Fjöldi farþega kom með skipinu, þar á meðai: Ólafur Jóns- son læknir frá Húsavík, bæjarfógeta- frú Josefina Jóhannesson og dóttur hennar, Stefan Th. Jónsson konsúll, Stefáu Guðmundsson framkv.stjóri, Júlfus Guðmundsson fulltrúi, Magnús Matthfasson bókhaldari, ól. Sveins- son prentari, Ól. Hjaltested véla- smiður, Marteinn þorsteinsson verzl- unarstjóri, Hans Eide vérzlunarm,,. Páll A. Pálsson kaupmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.