Morgunblaðið - 28.06.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.06.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ I itt sfcyr og Frá Danmörka hefi eg fengið góðan og ódýran hleypi í glösum á kr. 0.70, 1.40, 2.75 og ý9o Sören Kampmann Sími 586 (fimm—átta—sex). I I Jarðarför Kristjáns Jósefssonar fer fram laugardaginn 29. þ. m. kl. 12 á hádegi frá heimili hins látna, Þinghotsstræti 13. Þorsteinn Guðmundsson. Miklar birgðir af ljáblöðutn nýkomnar i járnvöru deild Jes Zimsen. Manilla A sýningunni er mesti fjöldi muna og margir hinir fegurstu hagleiks- gripir. Kvennafundur. Norðlenzkar konur áttu fund með sér hér á Akureyri á sunnudaginn. Kann fréttaritari yðar eigi glögg tíðindi af þeim fundi að segja, en eitt af aðalmálunum, sem þar voru tekin til umræðu, var stofn- un heilsuhælis hér i Eyjafirði. Þykir Norðlendingum langt og erfitt að leita til heilsuhælisins á Vífilsstöðum, enda oftast fullskipað þar sjiikling- um og brýn þörf á því orðin að koma upp öðru heilsuhæli. Knattspyrnukappleikur var háður hér á Akureyri á sunnu- daginn. Höfðu knattspyrnumenn á Akureyri haslað Höfðhverfingum völl. En svo fóru leikar, að heldur stiltis ofmetnaður Akureyringa, því að þeir töpuðu ieiknum með 2:4. Mun þessi ósigur verða til þess að Akureyringar dragi nii af sér slenið og fari að æfa sig af meira kappi heldur en áður, og er þá ekki til einskis barist. Vélbátur ferat. A sunnudagsmorgun fórst vélbát- ur, eign Lofts bónda Baldvinssonar á Böggvisstöðum í Svarfaðardal. Var hann að koma úr fiskiróðri, drekk- hlaðinn af afla og hafði auk þess 200 golþorska á seil. Formaður báts- ins var Sigurjón, bróðir Lofts og tveir menn aðrir voru á bátnum. Voru þeir allir þreyttir mjög eftir langt og mikið erfiði og á innsigl- ingunni, skipaði formaður báðum hásetum sínum að fara undir þiljur og leggjast til svefns, en sjálfur sett- ist hann við stýrið.' Tók hann þá mjög að syfja og svo fór að lok- um að hann sofnaði við stýrið, en báturinn öslaði áfram stjórnlaust. Vissu þeir Sigurjón ekki fyr af en báturinn rakst á sker, undir Hvann- dalabjörgum og brotnaði all-mikið. Sökk þar niður báturinn, en menn- irnir komust við illan leik upp á skerið og urðu að hírast þar í niu kiukkustundir áður en þilskip frá Akureyri bar þar að og barg þeim. Ræktunarfélagsfundur var að þessu sinni haldinn að Skinna- stað í Öxarfirði eftir margítrekaðar áskoranir frá Norður-Þingeyingum. Stóð hann dagana 21. og 22. þessa mán. og var mjög vel sóttur. Að loknum fundi héldu Öxfirðingar og Keldhverfiingar héraðssamkomu í Asbyrgi og var þangað boðið öllum fundarmönnum. Var þar gleðskapur mikill og margskonar skemtan. Skildust menn þar að kvöldi með mestu virktum og hélt þá hver til síns heima. Söngskemtun. Benedikt Arnason stud. theol. hafði söngskemtun hér á sunnudaginn. Var aðsókn svo mikil sem húsrúm leyfði og gerðu áheyrendur svo góð- an róm að söngnum, að skemtunin af ölliim f stóru var endurtekin aftur á þriðjudags- kvöld og var þá enn húsfyllir. Fyrirlestur flytur Haraldur Níelsson prófessor hér í kvöld og annað kvöld. Efni þeirra er um áhrif úr ósýnilegum heimi og eru fyrirlestrarnir báðir ein samstæð heild. AflabrögO. Uppgripaafli er nú hér á Eyja- firði og Skjálfanda. Smásildarhlaup mikið kom hér inn á Pollinn þessa dagana og hefir veiðst mikið af henni. Hefir sildin verið seld til stærðum úrvali. beitu um allan Eyjafjörð og austur og vestur, en þó er enn mikið af síld hér, sem geymd er í básum til siðari tíma. Aður var beitulaust á Húsavík, en fiskur nægur úti fyrir, og keyptu þá Húsvíkingar nýjan lax frá Laxamýri og höfðu hann til beitu. Mun það sjaldgæft. jj DAGBOK Guðmuudur skálð Friðjónsson var eagður á förum norður í land 1 síð- Odýrast hjá S i g u r j ó n i, Sími 137. Hatnarstyæti 18. Sendisvein röskan og áreiðanlegan vantar nú þegar í MatarYerzlun Tómasar Jónssonar Laugaveg 2. ■nBHBDHBHHi Innilegar þakkir fyrir sýnda bluttekning við fráfall og jarðar- för móður minnar, Guðiúnar H. Jónsdóttur. Fyrir hönd barna og barna- barna. Reykjavík, 27. júní 1918. Maqnús Einarson. asta tölublaði Mbl. En nú hefir hann brugðið af því ráði. Honum kom boð frá Þjóraártúni þegar hann var á förum. Var boðið þaDgað til samkomu, sem haldin verður á laug- ardaginn. Hann fór austur í bifreið í gær og ætlar BÍðan sjóveg norður á Borg. Þórðnr Thorsteinsson sonur Stein- gríma skálds og rektors, særðiat öðru sinni á Frakklandi í vetur og var fiuttur á sjúkrahús í Englandi. þar hefir hann legið til skamms tíma, oft allþungt haldinn. Nú er nýkomið bréf frá honum til móður haus og er hann þá farinn að klæð- ast, er hann skrifar, en hvergi nærri því jafngóður. Ef til vill fer hann ekki oítar til vigvallarinB. Francis Hyde kom til Fleetwood hinn 22. þessa mán. og hafði ferðiu gengið vel. Gjöf til Samverjans 5 krónur frá N. N. var blaðinu færð fyrir nobkru. Uppgripa-afli er nú sagður úr veiðistöðvum víðsvegar um land og afla opnir bátar og vélbátar nú betur en um mörg undanfariu ár. Sagði fréttaritari vor á Isafiðði svo frá f gær, að þar væri ágætur afli, hvar sem öngli væri rent í sjó, jafnvel inni hjá Arngerðareyri, en þar hefir ekki orðið fiskvart í mörg ár. Er eigi ólíklegt að þetta standi að nokkru leyti í sambandi við það að hin mörgu útlendu botnvörpuBkip eru nú ekki hér til þess að trufla fisbgöng- una og fæla fiskinn frá grunnmiðum. Skepnuhöld hafa víst víðasthvar orðið með bezta móti í vor. Sauð- burður hefir gengið vel og lamba- dauði verið lítill. Er mikill munur á því eða í fyrra. Fálkinn tafðist dálítið í þórshöfn á Færeyjum við það að taka kol. Fréttaritari vor þar segir að ferðiu hafi gengið vel frá Bergen, en eitt- hvað hafi sendimenn verið sjóveikir á leiðinni. Sterling fór frá ísafirði í gærkvöldi. Lagarfoss er kominn til Halifax. Barst afgreiðslu Eimskipafálagsins skeyti um það 1 gær. Eimreiðin seld. Ársæll Arnason bókaútgefandi hefir keypt tímaritið Eimreiðina, sem dr. Valtýr Guð- mundsson hefir gefið út í Kaup- mannahöfn. Flytur tímaritið þá jafnframt búferlum hingað og verður síra Magnús Jónsson háskólakennari ritstjóri þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.