Morgunblaðið - 18.08.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.08.1918, Blaðsíða 2
2 MOROUNBLAÐIÐ Bifreið fer Austur í Fljótshlið vsentanlega á þriðjudaginn 20. ág. kl. 4 síðd. og heim aftur á fimtu- dag 22. ág. Tveir farþegar geta fengið far báðar leiðir. Nánari upplýsingar í síma 127. Steindór Einarsson. Gamla sfldin. í tilefni af fregn um það að norð- an, að Bretar væru í samningum við Sören Goos á Siglufirði um að bræða olíu úr síldinni, sem brezka stjórn- in á liggjandi nyrðra síðan í fyrra, hefir það nú upplýsts, að iandsstjórn- in hefir keypt alla síldina og ætlar hana bændum tii vetrarins sem fóð- urbætir handa skepnum þeirra. Lands- stjórnin kvað hafa gefið 15 kr. fyrir tunnuna nyrðra, og selur hana aftur sama verði að viðbættum flutnings- kostnaði, sem undir þessum núver- andi kringumstæðum hvað horfur til sveita viðvikur, hefir verið ákveðinn óvenju litill, eða að sögn um 3 kr. á tunnuna á hverja höfn á landinu, sem strandferðaskipið kemur við á. 1 - Brauðgerð Reykjavíkur. Þessa dagana hefir »Brauðgerð Reykjavikur« verið byrjuð í gasstöð- inni. En svo sem kunnugt er, er alllangt siðan að bæjarstjórnin ákvað að gera bakaraofn í sambandi við gasstöðina og hefir sá tími, sem lið- inn er siðan, verið notaður til þess að koma þar öllu í lag. Ein hæð hefir verið bygð ofan á nokkurn hluta stöðvarhússins og þar hefir verið komið fyrir öllum áhöld- um til brauðgerðarinuar, en þau eru öll af nýjustu gerð og handhæg. Niðri eru mjölbirgðirnar geymdar, en allur er sá hluti gasstöðvarinnar, sem til brauðgerðar er notaður, al- gerlega aðskilinn frá sjálfri gasstöð- inni, svo ekki getur komið til mála, að nokkuð gasbragð verði af brauð- nm, sem þar eru bökuð. Nú sem stendur vinna þrír menn við brauðgerð þar innfrá. Er Krist- ján Hall bakarameistari forstjóri brauð- gerðarinnar og hefir hann átt mik- inn þátt í þvi, að öllu hefir verið svo haganlega fyrir komið. í sjálfum bakaraofninum er hægt að baka 192 hálfbrauð i einu og hefir reynslan sýnt, að þ u eru full- bökuð á 3 klukkustundum. Rúm hefir verið ætlað fyrir anrian álika stóran ofa og mun hann verða gerð- ur innan skatmrs. Húsakynniti eru björt og hreinleg og frigangur allur hinn prýðilegasti. Tvær hnoðunar- vélar ern þar að vi nu og er það auðvitað tniklu hreinlegra en að hnoða með höndunum. Brauðin munu tæplega erm vera komin á markaðinn, en þau koma það bráðlega og verða þá seld 2 aur- um ódýrara hvert hálfbrauð en brauð, sem bakar.rr selja. Séistakar útsöl- ur munu verða settar á stofn víðs- vegar um bæinn, svo fólk eigi hægra með að ná sér í brauðin. Hveit brauð er »stimpiað« »Brauðgerð Reykjavíkur* skammstafað. — Hér er að komast á stórþarf- legt fyrirtæki, sem hver si, er unn- ið hefir að, á sanna þakkir skilið fyrir. Einstök í sinnt röð er brauð- gerð þessi, og hvergi í heiminum hefir hitinn á gasstöðvum verið not- aður til brauðabaksturs fyr eu hér i Reykjavík. Spáum vér því, að það muni þykja saga til næsta bæjar, þegar fregnir af þvi berast út um Norðurálfuna, að í höfuð- stað Islands baki bæjarstjórnin öll rúgbiauð borgaranna og noti til þess hita gasstöðvarinnar. Verður þessi ágæta hugmynd vafalaust tek- in upp annarsstaðar i heiminum, því allar vilja þjóðirnar spara á þessum síðustu og verstu tímum. Fáein orð um viðhald vega. Það hefir alloft verið rætt og ritað um það, hve vegir hér sunnanlands, sem mest eru not- aðir fyrir bíla og vagna, aéu 8læmir, og hve illa þeim sé hald- ið við. Þær eru víst eigi að ástæðulausu þær urakvartanir, en hætt er við að sumir af þeim, er finna að vegunum, hafi eigi kynt sér ástandið, bæði hvernig við- gerðirnar verða framkvæmdar hvað staðháttu snertir, og þá eigi fjárhagslega ástand þeirra, er halda eiga vegunum við. Gerum nú ráð fyrir að menn eigi kyn- oki sér við að krefjasí þess, að landssjóður haldi sínum vegum í sæmilegu standi; en sjálfsagt þykja þó hinum sömu gjöld sin til hans næsta nógu há, og raarg- ar gerast þarfirnar, þegar komið er á hinn fjárhagslega skiftavöll innan vébanda alþingis. Eg skal þegar taka það fram, að eg álít hina mestu nauðsyn að halda öllum vegum, sem annars eru notaðir, vel við; og eg álít að það sé hið mesta álitarnál, hvort eigi er gert nokkuð mikið að því að byggja nýja vegi, en láta mjög ofc hjá líða að halda hinum eldri í sæmilegu standi. Viðhaldið er nú orðið miklu meira á hinum almennu vegum hér sunnanlands, en fyrst eftir að þeir voru bygðir, og liggja til þess ýmsar orsakir. I fyrsta lagi hafa sumir þeirra eigi verið nægi- lega traust undirbygðir; annað, að vagnar fara nú miklu meira um þá en fyrstu árin eftir bygg- ing þeirra, og síðast eu ekki sízt hin nýju fartæki, bílarnir. Flestir vegir hér sunnanlands eru bygðir án þess að þeir væru hafðir í huga, en fáir held eg að treystist til að neita því að þeir skemma mjög mikið vegina, eink- um þá vegi sem mjóir eru, og það eru nálega aliir okkar vegir. Ofaníbörður veganna er víða leir- blandinn 0g smár. Þegar hann þornar verður hann að ryki, er þyrlast hátt í loft burt úr veg- unum. Verði ofaníburðurinn aftur á móti blautur, eða vatnspollar myndist á vegunum, verður af- leiðingin sú, að ofaníburðurinn fleygist út fyrir hliðar veganna og dældir myndast í þá, er vatn sest í og smá vaxa og mynda hvörf. Mér hefir lengi dottið í hug að bera fram þá uppástuDgu, að bíl- ar væru skyldaðir til að greiða gjald til hins opinbera, alt eins vel og ýmsar eigur manna eru skattskyldar. Bóndinn þarf að greiða gjald til hins opinbera af hverjum einum gi'ip, — hesti, kú, sauðkind; einnig sjómaðurinn af hverri þeirri fleytu, er á sjó fer, að kalla má. Jafnvel þó ákvæði þessi séu gömul og þyki að mörgu leyti úrelt, þá eru Þau enn við líði, og meðan eigi er fundinn annar betri gjaldstofn, þá við- naldast þau. Eg álít því að þau fartæki, sem áreiðanlega mest skemma vegina, ættu eigi að vera undanskilin einhverju hæfilegu gjaldi. Eg vænti þess að lög- semjarar eða löggjafar þessa lands athugi þessa uppástungu mína og komi henni til fram- kvæmda, ef hún álíst við sann- girni að styðjast. Eg gat þess í upphafi þessara lína, að menn myndu eigi alment gera sér ljóst, hve afarörðugt og næstum óframkvæmanlegt er að gera við ýmsa vegi, svo að veru- legu gagrti komi, einkum þegar fjárveitingarnar eru mjög oft af skornum skamti. Afleiðingin verð- ur þá oft sú, að notað er til að- gjörðanna alt of slæmt efni, — ofaníburðurinn, — þar sem taka OMHBW* Mýja Pil IIII Ifjartvcikur brúðgnmi. Ógurlega hlægilegur gatiifln- leikur í tveim þáttum, um brúðguma sem misti brúði sína vegna þess hv<sð hann var bjartveikur. Frá stHðlnu. Fyrstu hersveitir Bjndaiíkjanna komu til Paris. Merkileg mynd. verður það næsta, sem alloft er til lítilla umbóta, nema þegar bezt er sumarsins, en verður ófært þegar rigningar og frost skiftast á, eins 0g oft á sér stað hjá oss, einkum á Suðurlandi. Mér hefir oft dottið í hug að bera fram þá tillögu, að notaðir verði bílar til þess að flytja ofan í vegina, sem til þess væru gerðir. Þeir þyrftu að vera með stálhjól- um, og væru það breiðir bjól- hringirnir, að þeir um leið þjöpp- uðu vegunum fastara saman. Þá mætti vanda meira til ofaníburð- arins, og síður hika við þó langt væri að flytja hann. Þá þyrfti að hafa þann útbúnað á ofaní- burðarstaðnum, að tilbúið væri í bílinn, svo að hella mætti í hann á svipstundu, svo viðstaðan yrði sem engin; sömuleiðis þann út- búnað á bílnum, að hann dreifði sem mest úr ofaníburðinum á veginum. Eg vænti þess, að þeir sem eru mér færari, athugi þessa uppá- stungu mína og henni verði kom- ið í framkvæmd, ef hún á við rök að styðjast, og væn*i eg að vegamálastjórnin geri hið fyrata slíka eða þessu líka tilraun; þvi það er mér ekki ókunnugt umr af 25 ára vegagjörðarvinnu, h\e oft verður að skilja við góðan og nsegan ofaníburð og taka annan miklu verri og mannfrekari, fyrir þá sök, að óframkvæmanlegt er að flytja hann á hestkerrum lang- ar leiðir. Sigurgeir Gíslason„ B.49BOK Botnía mun hafa farið frá Khöfn á föstudagsmorgun. Magnús Guðmnndsson Bkrifstofu- stjóri brá sér suður á Garðskaga lyrir landastjórnina, til þeas að lita eftir garðrækt landsBjóðs þar. Lætur hann allvel yfir uppskeruhorfuDum. Jón Forseti er kominn til Eng- lands heilu og höldnu. ->murníngsolia: Cylínder- & Lager- og 0xuIfeitl Hafnarstræti 18 er« áreiöaultga ódýrastar og beztar hjá & X ff W H i Simi IS7. Kauplrðu góðan hlut þá mundu hvar t>u fekst hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.