Morgunblaðið - 08.12.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.12.1918, Blaðsíða 1
Suanudag 8 des. 1918 OKGDNBLASID 6. argangr 28. tölublað Ísafoldarprentsmíðja Afjrreiðsíasimi cr. 500 Ritstjftrnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálœur Finsen Ur loftinu. London, 7. des. Bretar í Köln. Jarðarför mannsins míns sál., Guðlangs Jónassonar, og dóttur okkar, Margrétar Ástu, er ákveðin þriðjudaginn 10. des., kl. 12 á hádegi frá heimili okkar vi,ð Syðri-Lækjargötu. Hafnarfirði, 6. des. 1918. Halldóra Magnúsdóttir. Sending úr Mosfellssveit, vax- dúkspoki með laxi o. fl., hefir ekki komið fram, sent 8. nóv. Skilist á Laugaveg 8. . .Mjög gott orgel, stórt og vand- að, er til sölu. A. v. á. + Det bekendtgöres herved, at vor elskede Söi og B;oder, A'.got Bernhardt Malmberg i en A'der af 20 Aar, stille hensov Löidag den 7de dennes. Einar og Ove. ^»«W«IILLI------------LJBaigHagBggB- ■ ...... larðarfór mins ástkæra eiginmanns, Ingvars Þorsteinasonar, bókbindara, fer fram frá heimili hins látna, Grettisgötu 44 A, mánudaginn 9. des. kl. II f. h stundvía'ega. Reykjavik 8. des. 1918. Guðbjörg Þnrsteinsdóttir. Aðalstiæti 6 Háfur og tieflará fullorðna og börn, Barnahúfur úr uli silki og bótnnll, Regnhöfuðföt Bylhettur, Reiðhettur (jockey). — Velour-filt og flauelis- hattar. — Alt nýjar vörur. — Búðin er opin ftá 10—7 hvern virkan dag til jóla. Símskeyti frá Kaupmannahöfn hermir það, að brezkar hersveitir hafi komið til Köln fvrir hluta föstudags. Fylgdu þeim bifreiðar og riddaralið. Brezk tilkynning segir að brezk- ar hersveitir hafi verið komnar til Blainckheim, austan við Schlei- denána, að kvöldi hins 5. desem- ber. „Kölnische Volkszeitung“ segir ritstjórnargrein úm viðbúnaðinn til þess að taka á móti hersveitum bandamanna, er þær komi til borg- arinnar: „Auðvitað eigum vér að taka herliðinu með fáleik og kulda, en varast skyldum vér, að sýna því nokkurn fjahdskap,heldur ætt- hm vér miklu fremur að reyna af alúð að láta samkomulagið vera gott. 1 Rínarlöndunum hafa liug-- sjónir manna verið líkari hugsjón- um vestrænu þjóðanna, heldur en er um aðra Þjóðverja, og þess ■Vfigna getur verið að íbúunum þar takist miklu fyr að komast að góðu samkomulagi við handamenn held- ■or en íbúum í Berlín, sem láta eiðast af undirróðri diplomat- anna.“ Belgisku konungshjónin ætla að fara kynnisför til Róma- borgar í febrúarmánuði, að því er opinberlega ,er tilkynt. Bretar í Wilhelmshaven. Fréttaritafi „Daily Mail“ í Banpmai mahöfn símar það, að hrezka orustuskipið „Hercules“, sem flytur fulltrúa brezku flota- itjóruariunar, hafi varpað akker- um í fíóanum utan við Wilhelms- haven að morgni föstudag-s. Belgar í Dússeldorf. Símskeyti frá Dússeldorf hermir það, að tvær sveitir af riddaraliði Belga hafi komið til útjaðra Dús- eldorfs á vestri hakka Rínar og haldi áfram för sinni til Cleves. Upphlaup í Mayence. Símskeyti frá Kaupmannahöfn hermir það, að alvarlegar óspektir hafi orðið í Mayence og hafi verið barist þar á götum úti. Nokkrir úienn, sem reyndu að ræna mat- vælabúðir, voru drepnir. ^ortugalsforseta sýnt banatilræði. Símskeyti frá Lissabon segir, tilraun hafi verið gerð til þess ^hm 6. desember, að myrða for- seta portúgalska lýðveldisins. Mað- ur nokkur skaut á hann með marg- hleypu, en forsetann sakaði ekki. Tilræðismaðurinn var handtekinn. Landsyfirdómur 4. nóv. 1918. Málið: Oddur Gísla- son gegn Erasmusi Gíslasyni. Mál þetta höfðaði áfrýjandi fyr- ir bæjarþingi Reykjavíkur gegn stefnda út af meiðyrðum ýmiskon- ar, er stefndi hafði haft um áfrýj- anda í máli er hann hafði liöfðað gegn ráðherrum íslands f. h. Land- sjóðs til skaðabóta fyrir gæsluvarð- hald að ósekju ,en áfrýjandi var málfærslumaðnr verjanda í því máli. Fyrir bæjarþingi lauk mál- inu svo, að stefndi var dæmdur í 100 kr. sekt til landssjóðs og til vara í '20 d..ga einfalt fangelsi, svo og dæmdur til að greiða áfrýjanda í málskostnað 40 kr. Fyrir yfirdómi gerði áfrýjandi þær kröfur, að stefndi yrði látinn sæta þungri refsingu laganna fyrir hin átöldu móðgunar- og skamm- aryrði. Stefndi krafðist hins vegar sýknunar. Yfirdómurinn tók kröf- ur áfrýjanda, til greina, sektin á- kvaðst 200 kr. og vararefsingin 40 daga einfalt fangelsi; að öðru leyti var bæjarþingsdómurimi staðfest- ur, en stefndi dæmdur til að greiða í málskostnað fyrir yfirdómi 40 kr. Enn fremur var stefndi dæmdur í 50 kr. sekt, er að hálfu renni í bæj- arsjóð og að hálfu í landssjóð, fyr- ir ósæmilegan rithátt í garð yfir- dómsins. Málið: Loftur Jóns- son gegn Guðlaugi Br. Jónssyni. Máli þessu var ex officio vísað frá undirrétti með því að dóms- gerðir undirréttarins báru ekki með sér að sáttatilraun hefði farið fram og að því hefði verið af sátta- nefndinni vísað til aðgerða dóm- stólamia. Málskostnaður látinn falla niður. Þið, sem ætlið að fá pressuð föt ykkar fyrir jólin í bakhúsi Bár- unnar, gerið svo vel að koma í tíma. 1» <*.© Vt K Hröð verðhækkun. Það er til marks um það hvað vörur stíga ótrúlega fljótt í verði nú á tím- um, að í verzlun einni hér í bæ fengust barnakerti í fyrramorgun kr. 1.10 pakkinn. IJm hádegi kost- uðu þau kr. 1.25 og um miðaftan kr. 1.50. En þetta er líká orðin fáséð vara hér um slóðir og jólin nánd. Eldur kom enn upp í húsi land- læknis í fyrrakvöld — að þessu sínni í útbyggingu. Slökkviliðið kom nógu snemma til þess að kæfa eldinn áður en hann oUi tjóni, og var vörður haldinn um húsið í fyrrinótt, því að sýnt þykir að eldsupptökin, bæði nú og um daginn, hafi verið af’ mannavöldum. Rannsókn hefir nú verið hafin út af fyrri eldsvoðan- um, og er vonandi að svo rækilega verði gengið til verks, að söku- dólguriun finnist, því að ilt er að eiga slíka brennuvarga yfir höfði sér. Er það nii orðið svo títt, að eldur komi upp í -húsi landlæknis, að þess fer jafnvel að gerast þörf, að vörður sé þar haldinn nótt og dag, rneðan brennuvargurinn er ekki handsamaður. Fasteignamatsnefnd mun eigi vera farin að gefa neitt uppi nm mat sitt á lóðum og löndum í Reykjavík, heldur er mat það, sem minst er á í Morgunblaðinu í gær, gert af öðrum. Samskotin til ekkjunnar ög barnanna í Helgadal í Mosfells- sveit ganga greiðlega og hafa margir bæjarmenn brugðist drengi- lega við málaleitan vorri nú eins og fyrri. Skýrsla um samskotin kemur bráðlega. Hjálparsjóðurinn. Af fé því, sem safnaðist handa bágstöddu fólki hér í hænum, hefir úthlutunar- nefnd nú útbýtt um 20 þúsund krónum. Verður nú eigi tekið við fleiri umsóknum um styrk úr sjóðn- um, samkvæmt auglýsingu hér % blaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.