Morgunblaðið - 05.03.1919, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.03.1919, Blaðsíða 2
2 MOKGUNHLAÐIÐ Jívöídskemtun fjeldur P. 0. Bernburg d miðv’hudagskvöld hí. 8 í Iðnó, með góðfúslegti sðstoð hr. B-*ned kts Arnasonar oií hr. Hillt>rms Sit;- tryggssonar (tvísöneu ) o Lúðrafélags'ns sHs'p « nndir s jórn hr. R ynis Gí lasonar. (Húsð verður vel upphit ð) Aðeöneumiðar fást í dag í Bókaverz'un í;ifoldir. ■r=rr=.....u==nr=nw I ðskudagsfagnaður |i St. Einingin nr. 14 | er i kvöld klukkan 82 |r” Allir Templarar velkomnli! Félagarnir beðnir að fjölmenna! ■r==3C^: .. u=u nr=im^. Döhk gteraugu blá og reyklituð, nýkon in frá Englandi til a u g u 1 æ k u i s. ðskupokar skrautlegir, fást i verz uninni *Skégafoss« Aðalstratti 8 og tóbaksveiz’un M. Leví, Langavegi 6. Fundur f Kanpmannafélagi Riykjavíkur næstkomandi fiintudr^ kl. 8’/j síðJegis í Iðnó, nppi. Skorað á félagsmenn að mæta. S t j ó r n i n. Höíum nú affur nœgar birgöir at hráoliu (Alfa) og allar tegundir af smurningsoliu Hið isleDzka 8t moliuhlutafólag. má frá þeim ganga, að ekki þurfi að frjósa í þeim. Samverjinn liefir verið í vandræðum nndanfarna daga, vegna þess að kann hefir vantað stúlkur til þess að ganga nm beina. Yantar hann að minsta kosti eina eða tvær stúlkur á hverjum degi. Sjálfboðaliðar, sem vilja hjálpa, gefi sig fram við ráðskonuna. „Svanurinn1 ‘ fór héðan í gærkvöldi vestur til Sands, Olafsvíkur, Stykkis- hólms, Patreksf jarðar og Bíldudals. Er þetta fyrsta ferð bátsins eftir við- gerðina. „WiUexnoes* ‘ kom til Fáskrúðsfjarð- ar í gær eftir harða útivist frá Vest- mannaeyjum. „Borg“ fer að líkindum frá Leith í dag. Á að koma við í Vestmanna- eyjum. „Fredericia“ var af „Geir‘1 dregin upp að bryggju í gær, vegna þess að avo var mikill ís á höfninni, að eigi var fært nemaeinstaka skipi að brjóta hann. Nokkur skip sem legið höfðu innifrosin við bryggjurnar, komust út um rauf þá, er brotin var í ísinn. Fiskiskipin Ása og Keflavíkin komu inn um síðustu helgi og höfðu 16 þús. afla hvort. Hljómleikar Bernburgs eru í kvöld. Má búast þar við mikilli aðsókn. Eftir margra daga óstandandi hálku á götunum var fyrst í gær byrjað á því að bera sand á sumar þeirra. Eggert Claessen yfirréttarmálaflutn- ingsmaður hefir tekið við aðalutaboði fyrir „Det kgl. octr. Söassuranee Com- pagni“ í Kaupmannahöfn, eftir hr. A. V. Tulinius, sem orðinn er fram- kvæmdarstjóri „Sjóvátryggingarfélags íslands“. Samskot til gömlu konunnar, sem handleggsbrotnaði: Per 10.00, N. N. 10.00, Ónefnd kona 20.00, A. B. 10.00, K. V. 15.00, R. Þ. 10 00, V. 10.00, N. N. 25.00, N. N. 25.00, Ónefndur 30.00, Gunnar Sigurðsson 10.00. — Samt. kr. 155.00. Ur loftinu. London, 4. marz. Frá Þýzkalandi hafa fáar fregnir komið í dag. Stjórnarherinn hefir unniS fulln- aðarsigur á Spartakistum í Diissel- dorff, en í Suður-Þýzkalandi og Mið-Þýzkalandi halda uppþotin á- fram og stjórnin getur ekki bælt þau niður. Eru horfumar hinar í- skyggilegustu og engar líkur til að fram úr rakni fyrst um sinn. Jámbrautargöng milli Englands og írlands. í neðri málstofu þingsins hefir Mr. Bonar Law skýrt frá því, að vegamálaráðuneytið muni taka það til athugunar, að gerði verði járn- brautargöng milli Englands og fr- lands. Kosníngar í HulL Nýlátixm er Sir Sykes, þingmað- ur fyrir Hull, og hefir stjórn aftur- haldsflokksiixs þar samþykt eixium rómi að skora á ekkju hans að bjóða sig þar fram. Ullarmarkaður í Bretlandi. Mr. Pratt hefir lýst yfii því fyr- ir hönd *hermálaráðuneytisin9, að það sé í ráði, að stjómin kaupi alla ullarframleiðslu þessa árs. Eft- irliti verður þó slept og ullarfram- ieiðendur eiga að fá hæsta markaðs- verð fyrir vöru sína. ■■■» Nyja B’ó «■■■■ Hsnnar / | fimm yfi sjónir. S|ó le kur i j- þáttum. Aóalh utverktð leikur efttrlætts- k iko yndile'kkona ATtenkutn. Florei'ce la Badie Steinunn S vertsen ekkjufrú, frá Höfn, andaðist í fyrrinótt, rúm- lega 90 ára gömul, á heixnili sonar síns, Sigurðar Sivertsen prófessors. Hafði hún legið rúmföst síðustu mánuðina. Frú Steinunn var mikil merkis- kona, og hvers manns hugljúfi, er henni kyntist. Margt fer öðruvisi en ætlað er. Eg ritaði nokkrar línur í Morg- unblaðið þann 10. f. m. með fyrir- sögninni: „Ekki er alt, sem sýn- ist“. Eg bjóst við að einhver ^sér- staklega hásetafélagið) mundi gera það að frekara umræðuefni. Svo hefir þó ekki orðið, og má því ekki svo búið standa. Eg ætla nú að leyfa mér að fara nokkruixi orðnm urn skipaskoðun og skipaskoðunar- menn. Alsaðar mun það venja, að skipa- skoðunarmenn séu skipasmiður og skipstjóri, eða í það minsta metrn með sjómannsþekkingu. Þessi skil- yrði eru nauðsynleg, því að eins og afleiðing fylgir orsök, eins er það jafn sjálfsagt, að allur útbúnaður skipa yfir þiljum sé ábvggilegur, eins og að skipsskrokkurinu sé traustur. Þarna koma hæfileikar beggja að fullum notum, hvors á sínu sviði, og ætti því skipaskoð- un að vera fullkomin, en svo er þó ekki, og gæti eg nefnt dæmi þess, að út af því hefir bx’Ugðið, arinað hvort af því, að skoðunarmennirn- ir hafa verið vilhallir, eða, þá af öðrum lakari hvötum. Eg hefi oft verið áhorfandi, er skip hafa verið skoðuð, og man eg ekki til að eg hafi nokkuru sinni séð skipaskoð- unarmann fara upp í siglu til að líta eftir útbúnaði þar; látið sér nægja það, sem þeim hefir \erið sagt. (Með þessu er ekki sagt, að það sé aldrei gert.) Þetta er ckki rétt. Vilji skipaskoðunarmaðurinn gæta skyldu sinnar, og það á bann að gera, þá á hann ekki að sjá hlut- ina með annara augum, heldur með sínum eigin, því að „sjálfs er hönd- in hollust". Einnig veit eg til, að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.