Morgunblaðið - 22.11.1925, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.11.1925, Blaðsíða 8
8 JMORGUNBLAÐIÐ 15 prócení afsláttur á káputauum, tvisttauum, prjónavörum, golf- treyjum. 10 prócenf á öllum öðrum vörum. Aðeins gegn peningaborgun út í hönd — Þessi vildar- kjör standa til jóla. H. P. Duus, A-deild. Uppboð. Opinbert uppboð verður haldið mánudaginn 23. nóv- ember við steinbryggjuna og hefst klukkan 1 eftir há- degi. Yerður þar seldur upptækur afli og veiðarfæri úr belgíska togaranum 0,127 „Nason." Bæjarfógetinn í Reykjavík 21. nóv. 1925. Jóh. Jóhannesson. Nýkomid i verslun Goðafossf Laugav. 5. Hárgreiður (skaftgreiður), fílabeins höfuðkambar, hár- burstar, fataburstar, naglaburstar, tannburstar, tann- pasta, Pepsodent, Colgate’s, Mouson andlitspúður, and- litscréme, gullhárvatnið, sem gerir hárið glóbjart, Ham- ois, Hairculture, Juventine, sem eyðir gráum hárum og gefur hárinu sinn eðlilega lit, handáburður, Brilliantine í túbum, öskjum og glösum, háreyðir, raksápur, rak- vjelar, rakkústar, rakspeglar, frönsk ilmvötn í stórum og smáum glösum. Speglar í stóru úrvali. Allar vörur með lækkuðu verði. 65 stk. Fjjl kven- o" barna- p!j '~sy‘ ullar-golftreyjur ^ 8ljast nú fyrir 9,00,11,00, ^ 13,00 og 18 00 krónur. yg Elll! lllllSEI. Til sölu síldarverksmiðja og sildveiða- stöð, fimm síldveiða-eimskip og tveir geymsluskrokkar úr járn- bentri steinsteypu. Uppruni mannkynsins. Amerískur vísindamaður telur sig hafa fuudið ættföður mannkynsins. Lengi hefir verið um það deilt, hvar uppruni mannkynsins muni vera. En nú hefir amerískur vís- indamaður, Chapman Andrews að nafni, þóst hafa fundið* staðinn og beinagrind af einum ættföður mannanna. Hann hefir í nokkra nndanfarna mánuði stjórnað forn- leifarannsóknum þeim, sem farið liafa fram í Gobi-eyðimörkinni; og gerðar eru að tilhlutan nátt- úru- og fornfræðinga í Ameríku. Pyrir stuttu kom Andrew heim til þess að ná í ýmsan útbúnað til rannsóknanna. Ljet hann þá þess getið, að hann hefðí fundið ýmislegt merkilegt, þar á meðal 6 hauskúpur af Mammútum, ásamt beinum úr ýmsum öðrum dýrum frá ómuna-öld. Ennfremur kvaðst hann liafa fundið ýms merki manna frá hinu svokallaða Palæatologiska tímabili. Hið merkilegasta, sem Andrew telur sig þó hafa fundið, eru tvær Jeg hefi til sölu síldveiðastöðina og síldarverksmiðj- una á Hesteyri. Stöðin hefir mikið landrými; var upprunalega hval- veiðastöð; en árið 1924 var bygð þar sílclarverksmiðja og síldarsöltunarpláss. Verksmiðjan sjálf er í tvílyftu steih- steypuhúsi, útbúin að öllu leyti með fullkomnasta ný- tísku útbúnaði; getur unnið úr 1500 hektolítrum af síld á sólarhring; vjelar allar svo stórar, að auka má fraifi- leiðsluna upp í 3000 hektólítra á sólarhring. Lýsisgeym- irar, sem rúma 1800 föt af lýsi; stór geymsluhús fyrir síldarmjöl, kol og kokes, salt og tunnur. Verkstæði og smiðja fyrir aðgerðir. Verkamannabústaður, sem rúmar 100 manns. Sjerstakt hús fyrir skrifstofur og heimili framkvæmdarstjóra. Síldarplön og bryggjur, sem 8 síldarskip geta legið við í einu. Vatnsveita fram á bryggjurnar og raflýsing. Ennfremur 5 síldveiðagufuskip: „Reykjanes“, smíð- að um 1924, og „Langanes“, „Refsnes“, „Akranes“ og „Siglunes“, sem öll eru flokkuð til vátryggingar (klas- set) 1925. Ennfremur tveir geymsluskrokkar, smíðaðir í Bret- landi, úr járnbentri steinsteypu, „Cretehive“ 1000 smál. og „Cretecamp“ 950 smál., með gufukötlum og vjelum. Allar framangreindar eignir fást keyptar í einu lagi. 250 þúsund ísl. króna útborgunar er krafist, ef alt er selt í einu. — Um söluverð og annað geta lysthafend- ur fengið upplýsingar hjá undirrituðum. Hjer er sjerstákt tækifæri fyrir íslendinga til þess að eignast fullkomna nýtísku síldarverksmiðju, útgerð- arstöð og síldarútgerðarskip verði, sem er langt undir því, sem kostað hefir og væntanlega nokkur tök verða á að koma slíku fyrirtæki upp fyrir í náinni framtíð. Kaupin þurfa helst að fullgerast fyrir 15. janúar 1926. Mongólabeinagrindur. Þykir And- rew það benda ótvírætt til þess, Sveinn Björnsson. að vagga mannkynsins muni þarna hafa staðið, í Gobi-eyði- hæstarjettarmálaflutningsmaður. mörkinni. Og að þarna hafi hann fundið beinagrindur af ættfeðrum mannkynsins. 1 WALNUT BROWN I Sherry. Pappfrspokar lægst verð. Herluf Clausen. Slml 39. YÍKINGURINN. dt ekki sennilegt, að Iæknislist mín hefði 'komið í ljós, «|g mundi jeg þá hafa stritað og þrælað á ökrunum e4ns og hinir vesalingarnir, sem komu hingað sam- llmis mjer. — En hversvegna þakkið þjer mjer? mælti Ara- Splla. Það var frændi minn, sem keypti yður. — Já — samkvæmt mjög ákveðinni beiðni yðar. Bn meðaumkun sú, sem jeg sá, að þjer höfðuð með ■íjer, kom mjer í ilt skap. — 1 illt ^kap? — Já, ungfrú góð! Jeg hefi reynt ýmislegt nm æfina. En það var mjer nýtt, að jeg væri seldur og kevptur eins og þræll; og væntanlega skiljið þjer það, að jeg gat þess vegna ekki borið mikla ást til þess manns, sem keypti mig. — Hafi jeg, mælti Arahella, eggjað frænda minn S það, að kaupa yður, þá var það aðeins af meðaumk- gn með yður. En hvað snertir frænda minn, þá get jeg vel viðurkent það, að hann sje harðlyndur maður. Þeir eru allir harðjaxlar þessir menn-hjer, sem akrana úiga. Það ern aðstæðurnar hjer, sem gera það. En hann er ekki sá versti. — En heyrið þjer, ungfrú! Margir þeirra, sem með mjer vorn seldir, voru eins meðaumkunarlegir og jeg, mælti læknirinn. — En þjer voruð á einhvern 'hátt öðruvísi en hin- ir. þjer lituð ekki út eins og þeir — voruð ekki eins og þeir. — Jeg er heldur ekki eins og þeir, mælti læknir- inn. — Arabella rjetti sig upp í sætinu og mælti: — pjer hafið víst heldur mikið álit á yður. — Nei, síður en svo, mælti læknirinn. En hinir eru allir sannir uppreistarmenn. Það er jeg ekki, og þar er munurinn í fólginn. Jeg hafði ekki skilning á því, að hreinsa þurfti til í Englandi. Jeg Ijet mjer nægja að stunda mitt friðsamlega starf í Bridgewater, með- an hinir lögðu líf sitt í hættu, til þess að reka harð- stjóra og leiguþorpara haus af hönduni sjer. Arabella starði steinhissa á lækninn og sagði skelkuð: — Gætið þjer að, hvað þjer segið. Það eru drott- insvik að halda þessu fram. — Jeg vona, 'varaði liann, að jeg hafi talað nægilega ljóst. — Hjer eru margir, sem hefði látið lemja yður, ef þeir hefðu heyrt þessi orð yðar. — Landstjórinn hfði e'kki leyft það. Hann þjáist af gigt og konan hans af illkynjaðri höfuðveiki. — Þorið þjer að treysta því? Það ’kendi talsverðr- ar hæðni í röddinni. — Þjer hafið sjálfsagt aldrei fundið til gigtar, og ekki kannske einusinni til höfuðverkjar. Hún svaraði ekki, en leit óþolinmóðlega út yfir liafið. En alt í einu leit hún á hann aftur og spurði dálítið kuldalega: — Hvernig stendur þá á því, að þjer eruð hjer. ef þjer eruð ekki uppreistarmaður ? Hann rendi grun í, hvað hún fór, og hló við. — Það er löng saga að segja frá því. — En þjer kjósið sennilega að halda henni leyndri ? Læknirinn sagði henni tildrögin í sein allra fæst- um orðum. — Guð hjálpi mjér! hrópaði him, hvílík dæma- laus skömm! — Já — þetta gerist á okkar fagra, rjettlætis- ríka Englandi, undir stjórn Jakobs II. En þjer skuluð ekki aumka mig. þegar alt er krufið, kýs jeg heldur Barbadoes en England. Iljer getuu maður lifað í þeirri trú, að guð sje til. Læknirinn leit nú út yfir hið breiða, blikandi haf, og varð þögn um stund. En svo mælti Arabella: — Það er jafn erfitt alstaðar að lifa í þeirri trú. — Það er mönnunum að kenna. — Þjer hafið víst rjett að mæla, sagði Arabella og brosti við, en þó var sorgarhreimur í röddinni. Jeg hefi aldrei litið svo á, að Barbadoes væri neitt himna- ríki hjer á jörð; en þjer þekkið víst veröldina betur en jeg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.