Morgunblaðið - 09.05.1928, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.05.1928, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ 111« S Viðskifti. ■iS Mnnið postulíns-matarstell, kaffi- . stell og bollapör á Laufásveg 44. fíjálmar Guðmundsson. Næturfjólur (Hnausar) til sölu næstu daga í Hellusundi 6, — sími 230. Tækifæri »1 fá ódýr föt og manchetskyrt- ur, falleg og steru karlmannafðt 4 85 krónur. Drengjaföt 50 krónur. Fötin eru nýsaumuð hjer. Andrjea Andrjeston, Laugaveg 3. Reykt ýsa, reyktur karfi, reykt- ur rauðmagi, svartfugl og nýr fiskur daglega. Fisksalan, Óðins- götu 12, sími 2395. Húsnæði, •ru 4 herbeirgi og eldhús, ásamt öll- um þægindum til leigu við mið- bæinn. íbúðin laus 14. maí, eða 1. jún. Upplýsingar hjá Finni Ó. Thorlacius, Laufásvegi 10, sími 126. Tvö samliggjandi herbergi með forstofuinngangi og eitt s lofther- bergi til leigu fyrir einhleypa. A, S. í. vísar á. ..2 stofujr á neðstu hæð, með stór um gluggum út að götunni, til leigu frá 14. maí í Vallarstræti 4. nr* (SLnbi Tilkynningar. Sá, sem fann peningana sem týndust hjá Versl. Merlcúr, er vin- samlega beðinn að skila þeim á Hverfisgötu 114. B. S. B. hefir fastar ferðir alla daga aust- ur í Fljótshlíð og alla daga að austan. Til Vífilsstaða kl. 12, kl. 3 og kl. 8. Til Hafnarfjarðar á hverjum klukkutíma frá kl. 10 f. h. til kl. 11 e. h. Afgreiðslusímar 715 og 716. Bifre ðastöð Reykjavíkur. Námsfeelð í útileikum fyrir börn og full orðna hefst um miðjan þennan mánuð á barnaleikvellinum við Grettisgötu. Verða þar lrendir: Handknattleikur, Hnefatennis, Körfuknattleikur, Höfðingjaleik- ur, margskonar boð- og knatt- leikar og ýmsir fleiri útileikar. Nemendur flokkaðir eftir aldri og kynjum og fær hver flokkur tvær stundir á viku. Kenslan fer fram frá kl. 8—11 árdegis, nema öðru- vísi sje um samið. Nánari upplýsingar gefur Valdimar Sveinbjörnsson, Skólavörðustíg 38. Hittist í síma 824, kl. 12—2 og 4—8 s. d. Ost&F* fsl. gráða og mysuostur. Hollensk- ur, Gouda og Edamerostur og norskif Gouda og mysuostur. Matarbúð Sláturfjelagsiiis Laugaveg 42. Sími 812. . f fyrradag staðfesti konungur vor í Sorgenfríhöll lögin frá sein- 'asta Alþingi, er forsætisráðherra fór með. Hjálparstöð Líknar fýrir berkla- 'veika. Læknisvitjariir mánudaga og miðvikudaga kl. 3—4, Báru- götu 2, gengið inn frá Garðastræti. Guðmundur G.‘Bárðarson; JARÐFRÆÐI (2. útgáfa) með fjölda myndum, nýkomin út Verð kr. 7.50. — Fæst hjá bóksölum. Békv. Si|; f. Eymundsson. Sv. lónsson & Go. Kirkjustræti 8b. Sími 420 ÚtsaSan heldur enn áfram. Ait veggfódur selt nteð hálfvirði. vörur fást allstaðar. Ólafur Bergmann Jón Ólafsson var einn þeirra manna, sem drukn- uðu af róðrarbátnum er fórst í Vogunum 17- mars síðastliðinn. — Mig langar til að minnast jmssa vinar míns með fáum línum. Ólaf- ur sál. var aðeins 24 ára að aldrei: fæddur að Kiðafelli í Kjós og var þar að mestu leyti alla sína æfi Hann var sonur Ólafs bónda Ól- afssonar og Ingibjargar Jónsdótt- ur konu hans, er enn búa á Kiða- felli. Ólafur sál. var elstur af sex systkinum sínum og var því mátt- arstoð foreldra sinna við búskap- inn, enda var hann mjög fyrir sveitarbúskap, þó fór hann til sjó- róðra undanfarnar vertíðar suður með sjó, er hann sá að hann þurfti elóri að vera heima, þó hygg jeg að honum hafi ekki fallið vel við sjó- inn. Með Ólafi er góður drengúr frá oss kallaður og er stórt skarð í hóp vina hans og vandamanna sem seínt mun fylt upp. Ólafur var mjög vinsæll maður, glaður var hann altaf og ekki vissi jeg til að hann brygði skapi í öll þau ár, er við þektumst; aldrei talaði liann illa um nokkurn mann og öllum vildi hann lijálpa sem með þurftu, ef þess var nokkur kost- ur. Því er hægt að fullyrða, að með Ólafi er einn vör besti dreng- ur burt kallaður á sínu besta skeiði lífsins; *en þó maðurinn deyi, dejrr ekki góð minning, enda er jeg viss um að minning Ólafs verður lengi lifandi meðal hans kærustu vina, sem urðu fýrir jjeirri þungbæru sorg að missa hann svo ungan í valinn. 29. apríl 1928. S. H. 2 herpinætur til söIpj. Onnur nétlm er að iengd 133 faðmar að ofan, 126 famar að neðan. Hon nótin 115 faðmar að ofany IIO faðmar að neðan. DýpK in be&gja 24 faðmar. Feiling sama * báðom 65°|0 yfir pokat 5O°|0til arma. Næturnar hafa báð> ar verið nokkuð notaðar við sild* veiðar, en eru vei og vandvirkn- islega víðgeröar Herpilinur og háfar geta fylgt. — Næturnar sanngjörnn verði. Útbú Landsbankans á isafirði. 5ími 27 heima 2127 Málning Bengiö. Sterlingspund............ 22.15 Danskar kr...............121.77 Norskar kr...............121.65 Sænskar kr...............121.89 Dollar...................4,55þá I’ranknr................. 18.02 Gyllini..................183.39 Mörk.....................108.68 IMAR 158-1958 HVERS VEGNA KAUPA KAFFIBÆTIR7 Sóley fáið þjer gefins, ef þjer kaupið okkar Ijúffenga brenda og malaða kaffi. Kaffibrensla Reykjavíkur. Bárujágn, 24 5—10 f. 31” do.26 5—10 f. 31” Sljett galv. járn 24 og 26. Garlv. Þaksaumur 2 Þakpappi, nr. I og H. Pappasaumur, Ofnar og eldavjelar, Skipsofnar og Þvottapottar. C. Behrens, Simi 21. SANDEES. Matreiðslumaður Sanders var Lulungo. Hann hafði farið víða, komist alla leið norður til Dacca, suður til Banana, og uppeftir Kón- gó og alla leið til Matadi. Þegar hann leitaði atvinnu hjá Sanders og var spurður að nafni, svaraði liann í „strandar-ensku” : —• Herra, þeir altaf kalla mig sixpenee. Mig góður koklcur — þú fá engan betri — skilur hann. — Hvaða andskotans lirafnamál er þetta ? spurði Sanders á máli Lulungoa. —• Hefcra, svaraði hinn auðmjúk- lega, þetta er enska. — Það er apamál, mælti Sand- ers hryssingslega. Þannig tala Kroomenn og kynblendingar, sem ekki eiga neitt móðurmál. Hvað heítir þú hjá þjóð þinni ? — Lataki, herra. — Framvegis áttu að ganga undir því nafni, og framvegis áttu að tala móðurmálið þitt. Þú færð 10 shillings á mánuði í kaup. Lataki var snillingur í mat- reiðslu og hegðaði sjeá- hverjum deginum betur í þrjá mánuði. Þá fór Sanders á veiðar. Hann kom heim fyr en hann hafði ráð fyrir gert og rakst á Lataki sofandi í rúmi sínu. Lataki var blindfullur og tvær tæmdar „genever“-flösk- ur stóðu hjá rúmgaflinum sem þögul vitni gegn honum. Sanders ljet setja hann í fangelsi, þangað til af honum var runnið, en það var ekki fvr en eftir rjettan sól- arhring. — Jeg ætla að láta þig vita það, mælti Sanders næsta morg- un við himi seka, að jeg líð það ekki að þjónar mínir drekki sig fulla og þaðan af síður get jeg þolað það að þeir sofi í rúmi mínu. — Jeg skammast mín mjög mik- ið, lierra; mælti Lataki og var hinn brattasti, en þetta getur kom- ið fyrir alla menn, sem víða hafa farið og eru mörgu vanir, eins og og jeg. — Hið sama getúrðu sagt um þá refsingu sem þú færð, mælti Sand- ers og* gaf svo skipun um hvernig honum skyldi rfesað. Lataki öskraði hátt við hvert högg sem liann fekk og bölvaði í sand og ösku hæði Sanders og allri menningu. Þegar refsingunni var lokið og Lataki varð þess var, að hann var enn lifandi — en að vísu dálítið lerkaður — viðúrkendi hann, að þetta hefði verið sjer mátulegt og lofaði því hátt og grátandi að þetta og annað eins skyldi aldrei koma fyrir aftur. Sanders gaf ekkert út á. það, en ljet Lataki taka til síns fyrri starfa. Það var eitthvað viku seinna að Sanders sat að miðdegisverði aleinn. Hann var í þann veginn að byrja á sjerstaklega gómsætum rjetti, lijúklingum með pálmaolíu- jafning. En um leið og hann ljet upp í sig fyrsta bitann, hætti liann snögglega, gekk inn í skrifstofu sína og sótti smásjá. Hann tólc dálítið af jafningnum, ljet hann á | gler og skoðaði hann í smásjánni. Að því búnu kallaði hann á Lataki og lcorn hann inn í snjóhvítum fötum. — Lataki, mælti Sanders blátt áfram, þú þekkir siði hvítra manna. Segðu mjer nvi hvernig maður getur sýnt þjóni sínum heiður. Lakati hikaði við. — Það er hægt að gera það á margan hátt, mælti liann að lok- um, maður gæti---------- Hann þagnaði, því að liannvissi ekki hvað Sanders fór. _ — Vegna þess að þú ert góður þjónn, enda þótt þú hafir ýmsa galla, mælti Sanders, þá ætla jeg að sýna þjer heiður, og jeg ætla að gera það á þann hátt, að bjóða þjer, þar sem þú hefir sofið í rúmi mínu, að setjast nii til borðs með mjer. Lakatí vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, en svo trítlaði hann að borðinu og settist andspænis húsbónda sínum. — Jeg ætla að bíða meðan þú matast, því að það er siður í þínu landi, að gestir horði á undan hús- ráðendum, mælti Sanders. Og svo Ijet hann tvær kúfaðar skeiðar af jafningnum á disk Lakati. — Ettu nú! sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.