Morgunblaðið - 26.09.1928, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 26.09.1928, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ skóguia er best. „Sipius11 er holt og nær- £andi, einnig mjög drjúgt í notkun. Likkisiur af ýmsum gerðum ávalt tilbúnar hjá Eywlwdi. Sjeð uroi japðarfapip. Laufásveg 52. Sími 485. Grepe de Ghine nýkomið, margir litir. Lági verð. t É BUkklýsistiuinur seljum við mjög ódýrt cif, beint frá Noregi. Útgerðarmenn kaupið ekki lýsistunnur án þess að tala fyrst við okkur. Eg je^t K istjjánssoei & Co. Hafnarstræti 15. Sími 1317 og 1400. Gisli Björnsson. Hann var fæddur á Heiðarbæ í Þingvallasveit 21. des. 1853, ólst síðan upp með foreldrum sínuin á Heiðarbæ og Helgadal í Mosfells- sveit. Björn faðir hans, bóndi á Heiðarbæ, var sonur Björns Páls- sonar prests að Þingvöllum. Hann kom að latínuskólanum sem dyravörður árið 1882, kvæntist ári síðar Þóru Guðmundsdóttur frá Miðdal. í 7 ár var hann dyravörð'- ur við skólann. Skólapiltar frá þeim árum munu allir minnast Gísla með þakklæti fyrir drengi- lega framkomu — alla hlýjuna, sem liann var svo ríltur af og ein- kendi alt hans líf. — Margt drengjabrekið mun bann . hafa breitt yfir hjá piltmn, án þess þó að' bregðast skyldunni gagnvart yfirboðurunl sínum, því að hann var sjerlega skyldurækinn. Þaðan fór Gísli að Lauganesi og bjó þar 9 ár. Að Miðdal fluttist hann árið 1900, og bjó þar til 1918. Eftir það flutti hann að Tungu í Reykjavík með Óskari syni sínum. Þau hjón eignuðust 6 börn, 2 dóu í æsku, en Guð’björn sonur þeirra, bóndi í Hagavík, druknaði í Þingvallavatni 1919. 3 eru enn á lífi: Árni og Óskar, báðir kvænt- ir menn í Rvík og Guðrún hjúkr- unarkona, og einn fósturson áttu þau, Axel Grímsson. H.jónaband þeirra var hið farsælasta og öll sambúð á heimilinu. Gísli andaðist 17. sept. 1928. í Miðdal bjuggu jiau hjón góðu búi í 18 ár. Þó að aitaf væri mikill gestagangur á heimilinu, jafnvel svo að menn sáu eigi, hvernig svo mörgum yrði komið fyrir í ekki stærri húsakynnum, þá varð hús- móðirinni í Miðdal aldrei ráðafátt í þeim efnum. Það hýrnaði yfir manni, þegar maður var búinn að brjótast yfir Mosf^llsheiði í 8—12 klukkutíma, oft mjög illa til reika í slæmri færð, þegar maður sá Ijós- ið í Miðdal, sem ávalt var haft á þeim stað, að jiað lýsti vegfarand- anum sem best heim. Oft var beðið fram á nótt, ef von var á gestum og ekki var hlaupið að að komast jiaðan án góðgjörða af þeirra hendi. Ljósið, sem sást, lýsti heim að vinareldi sannrar íslenskr ar gestrisni, þar sem allir voru settir við sama borð, hvort sem þeir voru ríkir eða fátækir, háir eða lágir, án þess að minst væri á endurgjald. Gísli var prýðisvel gefinn maður bæði til sálar og líkama, dugnað- armaður mikill til allra verka og hagur vel. Hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir svötina og ávalt með sóma, því að hann var' gagnráðvandur maður; honum mátti örugt treysta. í tali var Gísli mjög skemtileg- ur, fróður vel, af því að hann var stálminnugur og las mikið; fastur var hann fyrir og 1 jet eigi glepj- ast af neinum fagurgala, því að hann kunni vel að greina hið fagra og hreina frá hisminu. Gísli var trúrækinn maður og sótti alla tíð vel kirkju og hafði þaðan kraft sinn í lífsbaráttunni. Og síðast, er liann var blindur á þriðja ár, var sami hugurinn á að sækja ltirkjuna og naut hann jiá minnisins, því að flesta sálmana gat hann sungið með, enda var hann söngmaður á yngri árum. Trú hans var bygð á föstum grund velli, á bjargi aldanna; kom hún regurst í Ijós á síðustu æfistund- unum og sinn stranga sjúkdóm bar hann með sannri undirgefni og trúmensku, jiví að hann þráði að komast heim. Nú ertu liorfinn, góði vinur, og við vitum, hvert þú fórst; alt jiitt líf stefndi til guðs og frelsarans. Ykkur Miðdalshjónunum voru í æsku kend og jrið trúðuð orð'um vors blessaða frelsara: „Það, sem jijer gerið einum af þessum mínum minstu bræðrum, jrað gjörið jrið mjer.“ Og jreir urðu margir á lífs- leið ykkar minstu bræðurnir hans. Ykkur var svo ljúft að líkna og hlúa .að samferðamönnum ykkar, jiess vegna mun drottin lfka leiða ykkur og hjálpa ykkur heim. Far þú í friði, friður gnðs jrig blessi, hafðu þökk fyrir alt og alt; gekst þú með guði, guð þjer nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. S. S. Dularfulla flugvjelin hefir sjest í Hvalfirði. Flugmanni veitt eftirför, en hann nær flugunni og hverfur út 1 geiminn. Mgbl. frjetti í gær af manni einum sem liefir orðið var við liina dularfullu flugvjel uppi í Hvalfirði í sumar, og sjeð liaua greinilegar en aðrir nienn þeir er frjest hefir til. Maður jiessi var við heyskap «ppi í Hvalfirði, og lá í tjaldi skamt frá sjó. Nótt eina vaknaði hann- við jiað sem oftar, að hundur Iians gól. Hjelt maðurinil að skepnur væru komnar í hey hans. Snaraðist hann þá út úr tjaldinu til að sinna heyjum sínum.' Yeður var hið besta, blæjalogn og fjörðurinn spegilsljettur, en ifokkuð dimt af nótt. Sjer nú tjaldbúinn að aðkoniu- maður er skamt frá tjaldinu og stefnir til sjávar. Veitir hann að- komumanni eftirför. Er liann nálg ast fjörðinn s.jer hann að flugvjel er á floti í sjávarmálinu. Hraðar aðkomumaður göngu sinni, stefnir til flugunnar og stígur í hana. í svipan fer hreyf- illinn af stað og tekur flugan strykið út fjörðinn, liefst brátt í loft og er innan stundar horfin út í geiminn. Síðustu fregnir af flugvjelinni. Hún sást hjer á föstudaginn var. , Á föstudagskvöldið var, voru tvær stúlkur á gangi nálægt Þor- móðsstöðum við Skerjafjörð. Sáu þær 1>á tvö ljós er báru rjett yfir Skildingarneshólaua. Hjeldu þær í fyrstu að þar væri bíll á ferðinni. Var annað ljósið nokkru dekkra en hitt. En brátt hækknðu ljósin furð- Van Houtens koufekt og átsúkkulaSi er annálað um allan heim fyrir gæði. 1 heildsölu hjá 1 ^sverjlun Islandsh.í. -rr^ nmII mrrí-imrwirrarwmn»irr Síraí 27 neiraa 2127 Vjelareimar. anlega. Hlupu þær þá upp á hæS eina til þess að geta skýgnst betur eftir hvað þarna var á ferðinni. Sáu þær þá að þarna var flug» vjel. Sveif hún norður yfir bæinn en snjeri síðan við og sáu þær á eftir lienni vestur yfir flóann. Eru nú orðnir svo jnargir sjón- arvottar að því að hjer sje um flugvjel að ræða, að fylsta ástæða er til þess að gera gangskör aS því eftir því sem við verSur kom- ið, að afla vitneskju um það hvað hjer er' á ferðinni. H leynistigum. vonaði að henni liði nú hetur, þar sem liún hefði getað sofið. Þegar Litta gekk út úr lestinni tók hún að vísu eftir því, að fjöldi fólks var enn í henni, en hún skeytti því engu. Iíenni stóð nú á isama uin alt, úr því að hún átti nú bráðum að hitta Gabbríellu. Henni þótti að'eins vænt um það að fá að koma undir bert loft aftur, enda þótt kalt væri úti og hráslagalegt og krap og aur væri ivarvetna. Það var ekki einu sinni gangpallur á stjettinni. Það hafði verið svo um talað að J>au þrjú, Kilts, faðir hennar og liún, settist að hjá vini Kilts, hátt- settum rússneskum embættismanni, ■og hún vissi, að það var þessi em- bættismaður, sem hafði útvegað ■þeim leyfi til að verða eftir í þess- um litla stöðvarstað' í stað þess að fara inn í borgina og vera rekin þar inn í hina hræðilegu húshjalla, sem voru miklu verri heldur en innflytjendaskálarnir á Elliseyju, að því er Kilts sagði. Hinn ágæti vinur Kilts hafði sent bifreið á stöðina. Litta var rugluð af þreytu, geðsliræringu og svefni og vissi ekki fyr til en henni var lyft upp í bifreiðina, og. svo var ekið á stað yfir forarpolla, bnjóta og krapblár, og að lokum staðnæmdist bifreiðin fyrir framan fallegt hús. í dyrum stóð húsráð- andi, og nefndi Kilts hann Pjetur Abramovitch Stanko. Hann var á- kaflega vingjarnlegur við Littu. Hún skildi ekki eitt orð af því sem hann sagði, því að hann talaði ýmist á þýsku eða rússnesku. En henni leist ekki á hann. Hún sá þegar á honum að þetta mundi ómentað lubbamenni. Faðií hennar og Kilts, sem voru nýkomnir úr löngu og erfiðu ferðalagi, voru eins og greifar hjá honum. Hann var undirferlislegur og ástríðufull- ur á svip. Og vegna þess að hann skildi hvorki ítölsku nje frönsku, sem Litta reyndi til þess að spyrja um Gabriellu, varð Kilts að koma til skjalanna og túlka. Kilts þótt- ist spyrja að því hvort Gabriella og fylgdarmaður hennar mundu ekki koma þangað og verða að tefja þar eitthvað, og Pjetur kink- aði ákaft kolli. Hann sagði, að ef fylgdarmaður hennar hefði far- ið frá Búkarest sólarhringi á und- an þeim þá hlytu þau að vera kom in til borgarinnar. Og hann bauð að senda þaingað bifreið sína tilþess ao leita að prinsessunni og sækja hana. Auðvitað þyrfti að aðgæta ýmsar réglur, eins og enska stúlk- an hlyti sjálfsagt að skilja, og þess vegna yrði hún að vera þol- inmóð.Embættismennirnir á landa- mærunum væri vanir að draga alt á langinn, eitthvað yrðu þeir að hafa fyrir stafni og þess vegna gæti það tekið nokkum tíma áð'- ur en þau gæti náð í Bobrinsky. En þegar hann hafði romsað þessu öllu upp úr sjer, fanst Littu hann ekki svipað því eins ljótur og áður — henni fanst hann eins og sendiboði af himni. Hann kvaðst vona að enska stúlkan vildi nota biðina til jiess að hvíla sig og hún skyldi láta alveg eins og hún væri heima hjá sjer í húsi hans. Það væi'i nú hest að ráðskonan vísaði henni til herbergis og þar gæti hún hvílt sig og sofnað dúr. TJm kvöldið hlyti bifreið'in að vera komin þangað með prinsessuna. Samtal þeiri'a fór fram i löngu anddyri og var vellandi hiti þar inni. Inst í anddyrinu lá stigi upp á loft. Ráðskonan, sem hjet Nat- alía og var ákaflega feit, stóð lijá stigauum og beið eftir Littu. — Fylgdi hún henni því næst upp á loft og þar inn í herbergi, sem var svo fult af húsgögnum, að varla var hægt að snúa þar hendi njé fæti. Úti í horni var fallegt uppbúið rúm og hlakkaði Litta til þess að fá að hátta ofan í það og sofa við hrein línlök og hafa mjúka svæfla nndir höfðinu. f sama hili tók hún eftir dyr- -um rjett hjá rúminu og voru þær í hálfa gátt. Gat það slreð að þarna væri baðherbergi ? Hún gæðgist þar inn, en varð þá fyrir vonbrigðum. Að vísu var þetta baðherbergi og baðlcer var þar, en það var ]iakið ryki og víða brotinn af því gler- ungurinn, svo að sá í ryðgað járn- ið undir. Og auk þess var bað- kerið fult af alskonar rusli. — Littu lá við að tárast þegar hún þetta. Ráð'skonan stóð með hendur á maganum og skildi ekk- ert í því hvernig á því stóð að ókunna konan skyldi alt í einu verða klökk. Litta kallaði í Kilts. Hanu kom þegar hlaupandi upp stigann og aftur varð hann að vera túlkur fyrir hana. Hann sagði henni, eftir Natalíu, að bað- herbergið hefði ekki verið notað í nokkur ár, því að einn vetur hefði vatnsæðarnar sprungið' í frosti. Hann sagði að þáð væri ekki um annað að gera fyrir Littu en aS fá eins mikið af heitu vatni og til væri í húsinu og svo kalt vatn eftir þörfum. Natalíu fanst þettai hreinasti óþarfi, en fór þó nöldrandi niðnr stigann til þess

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.