Morgunblaðið - 03.08.1930, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.08.1930, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ l ií 3ttor0tmWa&t& Otcet.. H.t. Arvakur, Heykjavlk Ultsijörar: Jön Kjartanaaon. Valtýr Stet&nwon. •titetjöru ok atgrslOala: Auaturatraetl i. — Bla»l 600. auaiyalncaatjörl: B. Hafberg. » uuiyainjíaakrlf atofa: Auaturatrœtl 17. — Slml 700. T“i laalmar- Jön JLJartanason nr. 742. Valtýr Stef&naaon nr. 1210. B. Hafbergr nr. 770. VakrlftacJald: Innanlanda kr. 2.00 * aaánuOL Dtanlanda kr. 2.60 á m&nuOl. * la laaaölu 10 aura elntaklO, 10 aura aaeO Leabök k— r ...... , ==P= Etlendar símfregnlr. Frá Noregi. Ósló: Tilkynt hefir verið, að stjómin muni bráðlega hefja umræður um eignarrjettinn á Franz Jósefslandi. Norðmenn, gem áhuga hafa á þessu máli teggja til, að haldinn verði al- Þjóðlegur fundur til þess að ræða um heimskautalöndin, eins og gert var 1914, er rætt var um Spitzbergen. Ólafshátíðin. NRP. 1. ágúst FB. 1 gær eftirmiðdag var haldin samkoma í kirkjunni fyrir Norð menn. þá, sem búsettir eru í hðrum löndum og á hátíðina komu. í kirkjunni var hvert sæti skipað. Konungurinn og krónprinsinn voru viðstaddir. Áð aflokinni ræðu dómkirkju- Prestsins Hagstoen(?) flutti síra Hambro útflytjendunum kveðju frá Nordmandsforbund- og norsku þjóðinni. Því næst talaði Ristad prófessor sem full- trúi norsku bygðanna í Vestur- heimi og fúlltrúar ýmsra fje- *a£a í nörsku bygðunum fluttu kveðjur. James Berg lög- Í'í'æðingur flutti kveðju frá ®tjórninni í Kanada. Ólafskórið söng í Dómkirkj- ^nni um kvöldið og fyr um dag- ^nn í útvarp. Söderblom erkibiskup hefir ^erið sæmdur stórkrossi Ólafs- ■°nðunnar, Ostenfeld biskup í •^anmörku, Gummerus í Finn- landi og dr. Jón Helgason bisk- á íslandi ,,kommandörar“ ^yrsta flokks. R. 100. London (UP) 1. ágúst FB. Montreál: R-100 flaug hægt miðhiuta horgarinnar kl. ^•40 I morgun (Eastern Day- 'ii&ht time) og flaug síðan til ®uðausturs. Flestir borgarhúar voru í íastasvefni, er loftskipið flaug borgina, og sáu það þvi fáir njer. Óauflegt var yfir Reykjavík- ^rbae i gær, og hefir oft verið ^ar meiri mannaferð 2. ágúst. . ánar blöktu á 2—3 stöngum hiiðbænum. Annars var líkast sem þeir er heima voru í ^num gerðu sitt ítrasta til þess láta sem minst á sjer bera. Formaður Flugf jelagsins bauí hinum þýsku flugmönnum oí 0kkrum Þjóðverjum og blaða °nnum í árdegisveislu á Hó ^l.Borg i Voru flugmenn ^nin hinir hressustu. Þagar þýska llngan * , > kom til Kaldaðarness. Undirbnningnr oq viðtðknrnar þar. Eins og getið var um í Mbl. um daginn, gerði Flugfjelag ís- lands ýmsar ráðstafanir til þess að taka á móti þýsku flugmönn- unum, er þeir kæmu til Kaldað- arness. Og í fyrramorgun þegar er fregnin barst um það, að þeir væru lagðir á stað frá Kirkwall í Orkneyjum, sendi fjelagið einn af starfsmönnum sínum, Alvin Moritz, austur þangað til þess að sjá um að allur undir- búningur væri í lagi. Fór hann í bíl austur að Sandvík í Flóa og fjekk þar hest að ríða á til Kaldaðarness. En svo slysalega vildi til, að hesturinn fældist undir honum. Fjell Moritz af baki og fór úr liði um vinstri olnbogann. Kom hann þannig til reika heim að Kaldaðarnesi, og vildi svo vel til að Eggert Briem frá Viðey var þar stadd- ur og gat hann þegar kipt í liðinn. Þrátt fyrir þetta áfall fór Moritz að vinna að undir- búningnum þar á staðnum. Klukkan eitt fór Walter flug stjóri hjeðan frá Reykjavík þangað austur eftir til þess að líta sjálfur eftir öllu. Ráðstaf- anirnar, sem gerðar voru til þess að leiðbeina flugmönnun- um voru þær, að á flugvöllinn var breiddur hvítur dúkur, sem var eins og T í laginu. Skamt þar frá og nokkru fyrir vestan bæinn eru húsatættur nokkrar og standa hærra en flugvöllur- inn. Þar var borið saman vothey og kveikt í því. Sviðnaði það og lagði af reyk mikinn, og átti það að vera bending til flug- mannanna um það úr hvaða átt þeir ættu að lenda hvernig reyk inn legði. Ennfremur hafði flug fjelagið þarna talsvert af flug- eldum, sem skotið var, þegar sást til flugmannanna, til þess að vekja eftirtekt þeirra á því hvar þeir ætti að lenda. Margt fólk var komið til Kald aðarness og beið komu flug- mannanna með óþreyju, en skygni var ekki gott og leið hver tíminn af öðrum svo að ekki varð flugmannanna vart. En nú er að segja af flug- mönnunum. Þeir voru alls ekki vissir um það hvar Kaldaðarnes væri, en þegar þeir komu fyrir Eyja- fjallajökul tóku þeir stefnuna upp til Fljótshlíðar, norður fyrir hana og svo stefnuna á Ingólfs- fjall. Komu þeir að ölfusá nokk uð fyrir ofan brú, og beygðu þá niður á við. I þann mund sást til þeirra frá Kaldaðarnesi og var nú flugeldum skotið sem óðast. Flugan flaug mjög lágt og þegar hún kom að ölfusárbrú, hafði hún lækkað flugið svo, að fólk, sem stóð þar úti, kallaði til flugmannanna og benti þeim hvert þeir skyldi stefna. Stóð það þá heima, að í sama bili sáu flugmennirnir flugeldana, og skifti það þá engum togum að þeir voru komnir til Kaldað- arness og sáu hvar þeir áttu að lenda. Flugu þeir eina tvo hringa umhverfis lendingarstað inn og rendu sjer svo til jarðar, eins og fugl, sem ætlar að setj- ast, og lentu fallega og ljetti- lega. Rann flugvjelin að eins stutt eftir vellinum áður en hún staðnæmdist og í sama bili hafði fólkið slegið hring um hana og var lostið upp ferföldu húrra- hrópi til heiðurs við hina djörfu flugmenn. Flugvjelin er afar lítil og hjólin undir henni svo smá, að þau gætu hæglega komist fyrir innan í umgjörð á Ford-hjóli. En vængirnir eru tiltölulega stórir og vænghafið vítt. Tvö þröng sæti eru í henni hvert aftur af öðru, svipuð sætum í „kajak“, þannig að þeir sem í þeim sitja eru hálfir upp úr og ekkert er til að skýla þeim. Var því ekki að furða, þótt flug- mönnunum væri kalt eftir hið langa flug í kalsaveðri. Þeir voru heldur ekki vel búnir — höfðu ekki viljað dúða sig, til þess að þyngja ekki á vjelinni, því að hvert einasta kíló, sem sparast við útbúnað er mikils virði, þvf að þeim mun meira getur flugvjelin flutt af ben- zíni. Nú hafa flugmennirnir þó lært af reynslunni, að þeir þurfa að búa sig betur og ætla þeir að fá sjer ullarnærföt hjer í Reykjavík. Flugvjelin heitir engu nafni — aðeins númeri. Þeir fljúga ekki ef nokkur mótvindur er, og skyldi þeir hreppa mótvind eftir að þeir eru lagðir af stað, ætla þeir að snúa til sama lands aftur. Viðtökurnar, sem þeir fengu í Kaldaðamesi, voru framúr- skarandi. Það er gaman, þegar slíka gesti ber að garði, að þeir skuli koma fyrst að .öðru eins fyrirmyndarheimili — að uppi í sveit á íslandi skuli viðtökurn- ar vera eins og þeir hefði kom- ið til einhvers fornfrægs höfð- ingjaseturs erlendis. Hirth tekur það skýrt fram, að hann vilji á engan hátt fara óvarlega í flugferð þessari. — Telji hann ekki fullar líkur til þess að hann komist klakklaust ferða sinna, þá er honum ekk- ert fast í hendi með að fara lengra. I öllu falli býst hann við því að þurfa að tefja hjer nokkuð vegna þess að hann getur ekki notað nema sjerstaka tegund af benzíni, sem hann bjóst við að hingað hefði verið send. En af einhverjum ástæðum hefir sú sending ekki komið fram. Hann getur tekið benzín til 18 stunda flugs, og er vjelin þá og farmur hennar, menn, benzín og alt saman um 700 kg. að þyngd. Vjelin er öll lítil og ein- föld og kostar um 15.000 kr. Hirth er maður hvatlegur í framkomu og tali, haukfránn að yfirlitum, herðabreiður en þó grannvaxinn. Bæklaður er hann á fæti. Fjelagi hans, Weller, er maður grannur vexti og fyrir- ferðalítill, en mun víða vera heima. En báðir eru þeir ofur- hugar. Hirth lítur svo á, að þó engin flotholt sjeu á vjel hans, þá muni hún fljóta á vatni góða stund, ef á þarf að halda — alt að sólarhring. Og svo er vjelin ljett í vöf- um, að ekkert telur hann því til fyrirstöðu að setjast hvar sem er á landi, ef um það eitt er að ræða að bjarga lífinu. Hann muni jafnvel geta sest á hraun. En sje lendingarstaður ósljett- ur er viðbúið að vjelin skemmist og jafnvel mölbrotni. Þeir fjelagar ætla að svipast eftir þægilegum flugvelli hjer í nánd við Reykjavík, og sækja síðan vjelina austur, svo hún verði þeim nærtækari, er þeir hugsa til ferðalags hjeðan. Vikan 27. júlí — 2. ágúst. ,,Er dómsmálaráðherra Islands geðveikur?“. Þessi spurning er nú rædd í blöðum nágranna- landa vorra með hógværð og stillingu, sem vera ber. En þeg- ar fjær dregur verður málið sögulegra, eins og gengur, og í Frakklandi birtast fyrirsagnir á þessa leið: „Landi stjórnað af vitskertum manni“. Og því er bætt við: Það er á íslandi, sem slíkt gerist. Nú er ekki hægt að segja, að dómsmálaráðherrartn okkar hafi gefið verulegt tilefni til þess, að þetta festist á hann, dagana sem hjer var sægur er- lendra gesta. Á Alþingishátíð- inni á Þingvöllum t. d. ljet hann mjög lítið á sjer bera. Aðeins í eitt einasta sinn lenti hann í dálitlu tuski við mann á Lög- bergi. En hann sá brátt að sjér og gekk í burtu. En eins og nærri má geta gat maðurinn ekki lengi setið á sjer. Um daginn sendi hann pró fastinum í Bjarnanesi sr. Ólafi Stephensen skeyti, og tilkynti prófasti að hann væri rekinn úr embætti. Hvað gerst hefir í Stjórnar- ráðinu áður en skeytið var sent, hefir Mgbl. ekki fengið vitn- eskju um ennþá, en forsætisráð herrann hefir lofað biaðinu vitneskju í því efni, og hlýtur að standa við þau orð sín. Þótt-enn sje það á huldu, hve mikinn þátt ráðherrarnir Tr. Þórhallsson og Einar Árnason eiga í þessu Bjarnanessmáli, þá er eitt víst, að frumkvæðið að brottrekstrinum á sá ráðherr- ann, sem fengið hefir það orð á sig æði víða, að hann hajfi ekki fullkomlega vald yfir sjer með sprettum. Og þvf er ekki að leyna, að þó frávikning pró- fastsins á Bjamanesi sje þvert ofan í lög, dóma og alla skyn- semi, þá undrast þjóðin ekki lengur slíka framkomu h$» dómsmálaráðherra. Frá hans hendi er slíkt talinn eðlilegur hlutur, jafnt meðal flokks- bræðra hans sem andstæðinga. Tíminn segir til dæmis frá því, * v að frávikningin hafi upp á dag verið miðuð við það, að ár Iiði frá því prófasturinn ljet í fyrra slá túnjaðar á Brekku. Og æ- stæðan fyrir því að prófastur- inn var rekinn úr embætti sje m. a. sú, að einhver Leitis-Gróa hafi haft einhver ummæli eftir prófasti um biskupinn. Eins jog Framsóknarmenn sjái það ekki eins og aðrir, að hjer er ráðherr ann að vaða reyk og sanna grun dr. Helga Tómassonar? Þannig hefir alþjóð í raun og veru svarað þeim spurningu sem nú er rædd í blöðum ná- grannaþjóðanna um heilsufarið á stjórnarheimilinu íslenska. 100.000 krónur. I Tímanum er sagt frá þeim „orðróm“, að dr. Helgi Tómas- son hafi átt að fá 100.000 krón- ur, fyrir að gefa Jónasi frá Hriflu sjúkravottorð. Um þetta er rituð nokkur grein, og er engu líkara en Jónas sjálfur sje, höfundurinn. I síðari hluta greinarinnar er ekki laust við, að talað sje um þessa Gróusögu með nokkurri! vissu. Og úr því Jónas á annað borð hefir fengið þessa hug- mynd, þá er líklegt að hann haldi áfram að skrifa um hana. Ef um einhvern annan væri að ræða, þá myndi menn helst nefna þessa frásögn hans „vís- vitandi ósannindi“. En hjer verða menn að gá að sjer. —. Sennilega er hægt að nefna- söguburð þennan því nafni, i fyrstu greininni sem Tíminn birtir um það efni. En þegar frá Hður er það nokkurnveginn alveg vist, að Jónas trúir þess- ari tilbúnu sögu sinni, trúir henni eins og nýju neti. En annars trúir henni eng- inn nema ef vera skyldi þeir, sem fengið hafa allra feitustu bitana af bitlingaborði stjórnar- mnar. Þeir verða að kyngja öllu sem að þeim er rjett. Sagan um 100 þúsundirnar getur orðið dálítill þáttur i lýs- ingunni á því, þegar halla ^ók undan fæti fyrir „höfðingja" Framsóknarflokksins. Annars er það alveg takmarka laust, hvað svona manni getur dottið í hug af vitleysu. „Fregn frá Islandi“ birtist nýlega i þýsku blaði, þar sem sagt er frá því, að menn hafi ætlað að myrða konunginn meðan hann var á Þingvöllum. Og að því ráðabruggi hafi staðið Sjálf- stæðismenn — eða þá kommún- istar, er níðan bætt við. Enginn veit hvaðan þessi vit- firring er runnin. Flóttamenn. Enskt skip kom frá Arkang- elsk hjer á dögunum og sigldi meðfram Noregsströnd. Þá varð skipshöfnin vör við að 4 flótta- menn höfðu falið sig í sklplnu. Þeir voru rússneskir, hðfðu sloppið úr þrælkun í Arkang- elsk. Skipstjóri vildi ekki hafa þá meðferðis, og skaut þelm i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.