Morgunblaðið - 11.04.1931, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.04.1931, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ iiiHmiffiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiimiiii!ii!ii!'| JflargunWaHð | [ Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavtk j§ Rttstjórar: J6n Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Ritstjðrn og afgreiBsla: Austurstræti 8. — Simi 500. = Auglýsingastjóri: E. Hafberg. = Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Siml 700. p Heimasimar: = Jón kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. = E. Hafberg nr. 770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuBi. = Utanlands kr. 2.50 á mánuSi. S f lausasölu 10 aura eintakiB. 20 aura meS Lesbók = Íllllllltllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll flfli ( Uestmannaeyjum. Yestmannaeyjum, FB. 10, apríl. Gæftir hafa verið slæmar það sem af er þessum mánuði. Mun hafa verið farið á sjó 4 tlaga. Mestur afli á 3. þúsund þorskar í róðri. Ekki alment róið nema í gær. Þá voru allir á sjó. Menn eru farnir að leggja netjum. Horfur á 46 vel muni aflast í net. Fiskur- Jnn vænn. Hefir ekki verið vit.jað gm nema einu sinni. Þýski botnvörpnngurinn J, H. Willielms er kominn enn eina ferð- ina til fiskkaupa (ýsukaupa). — Tveir aðrir botnvörpungar eru ■lljer nú að kaupa fisk, enskur botn Vörpungur, og botnvörpungur -Árna Böðvarssonar. Frá Siglnfirði. Siglufirði, FB. 9. apríl. Góð tíð og hefir mikið tekið upp anjó, þótt fannfergi sje hjer mikið ”enn. Afli er ágætur, en fáir bátar stunda veiðar. Beitt er frystri haf- «íld. Loðnu varð vart hjer á firð- ínum í fvrradag og mikið er af henni úti fyrir. Með henni er slang ur af útsel. Sagt er, að bræðsluverksmið.ja <dr. Paul starfi ekki í sumar. Vinnustöðvun í Noregi. NRP 9. apríl. FB. Sáttasemjari tilkynti í gær- ivöldi, að sjer liefði ekki tekist að finna nokkurn sáttagrundvöll. Vinnustöðvun hófst því í gær, er verkamenn komu af vinnustöðv- únum. Sem svar við fyrirspurn frá Norsk Telegrambyraa, leggur X)ahl, forseti fjelags atvinnurek- ■enda, sjerstaka áherslu á það, «,ð eins og nú standa sakir sjeu launakjör betri í Noregi en nokkru •öðru Evrópulandi, fulltrúar verka- ttanna hafi ekki viljað fallast á l>ær launalækkanir sem nauðsyn- legar væru til þess að Norðmenn ■gætu verið samkeppnisfærir áfram *og til þess að koma samræmi á verð og laun. — Hinsvegar segir Halvard Olsen, form. landssam- bands verkamanna, ,Tidens Tegn' „Við föllumst, aldrei á lækkun lágmarkslauna. Þau eru í flestum greinum svo lág, að það væri ■ógerlegt að koniast af á þeim, ef þau væri skert. Við höfum ekki óskað eftir vinnustöðvun, en þeg- ar verkamönnum er kastað iit, Mýtur að verða stöðvun. HHolar. í. Jarðabótastyrkur, sem greiðast átti úr ríkissjóði árið 1930 var um kr. 585 þúsund- Að sönnu er styrknr þessi að mestu leyti sam- kvæmt jarðræktarlögunum, sem andstæðingar núverandi stjórnar, sjálfstæðismenn, sömdu og fengu samþykt, svo þau hafa af þeim sökum ekki verið litin sjerstöku ástarauga af stjórninni. Þó skyldi maður ætla að „bændastjórninni“ væri ekki óljúft að greiða bændum það fje, sem þeir eiga að lögum að fá. Það væri að minsta kosti ekki ósanngjamt að þessi styrkur væri greiddur strax og skýrslur eru sendar — því sje hann borinn saman við ýmsar greiðslur úr ríkissjóði, sem hvorki er heimild tíl í fjárlögum nje öðrum sam- þyktum þingsins, verður ekki um það deilt að þessi styrkur er for- gangskrafa fyrir slíku. En hvernig hefir þetta gengið? Eftir þessum styrk er gengið dög- um oftar. Fjármálaráðherrann barmar sjer: Það stendur svo illa á í dag, það verður heldur að koma á morgun eða á laugardag- inn. Og á laugardaginn stendur aftur ákaflega illa á, svo að enn er mikið af styrknum ógreitt. ITvers vegna stendur allt af illa á, þegar greiða á jarðræktar st-yrkinn? Er ríkisfjárhirslan tóm, eða kemst, ekki sú höndin að, sem kémur eftir rjettmætu eignarfje bænda, fyrir hönd hnuplarans, sem þarf að kaupa sjer pólitískt fylgi eða gefa út skrumrit um upp- login framaverk sín? 2. Þegar Framsókn fór með stjórn a, árunum 1922—1924 livarf land- helgissjóðurinn skyndilega. A1 þingi hafði þá einurð til að ganga eftir þeim sjóði, og ríkisstjórnin sem Framsókn þá hafði við völd, kunni að skammast sín, því fjár- málaráðherrann lofaði að sjóðn- um skyldi verða greitt fje hans og að þetta skyldi aldrei koma fyrir aftur. Nú er ránaöld og gripdeilda á hinum æðri stöðum. Vill ekki Al þingi grenslast eftir því, hvar landhelgissjóðurinn er? Og ef svo undarlega skyldi vilja til, að sjóð urinn væri horfinn, vill þá ekki Alþingi taka hann til framtíðar undan yfirráðum ríkisstjórnar- innar? Er ekki nóg að reka sig tvisvar á? — Framsóknarmenn eru einkenni legt, fólk. Þeir eiga ekki nægilega sterk orð til þess að dæma þau verk, sem stjómin þeirra hefir gert. Öll, eða að minsta kosti flest, eru þau dauðasök frá þeirra sjónarmiði, en þeir látast ekki trúa því að stjórnin sje um þau sek. „Ef ríkisstjómin hefir safnað skuldum á slíkum tekjuárum' „Ef stjórnin hefir eytt 24 milj síðastliðið ár.“ „Ef Búnaðarbank inn hefir ekki fengið nema 3 milj kr. af „búnaðarláninu". „Ef Sam bandið hefir fengið iy2 milj. af fje Búnaðarbankans, og Kaupfje lag Eyfirðinga þessi 300 þúsund sem fara áttu til búnaðarfram kvæmda á Norðurlandi." „Ef stjórnin tekur fje úr ríkissjóði til einkamáía án heimildar' ‘, segja þeir sem eru að blaða í skiautritiiiu um Kaupfjelag Ey- firðinga og skrumritinu „Verkin tala“. „Ef stjórnin misnotar varð- skipin“, segja þeir, sem sóttir hafa verið af þeim á afskektustu staði og sjeð þau snatta eftir flokksbræðrum inn á hvern vog og hverja vík. „Ef stjórnin mis- notar strandferðaskipin1 ‘ segja ieir, sem sóttir hafa verið gjald- frítt til Framsóknarþingsins og hafa skipin hjer að gistihúsi. Já, ef þetta og margt fleira, sem talið er, á sjer stað, þá ætla þeir ekki að binda skóþvengi sína með þess- ari stjórn. Þeir sjá ekki nje finna, >að sem þeir horfa á og þreifa um. Þeir heimta tákn. „Vond og hórsöm kynslóð beiðist tákns, og lienni skal eigi táím gefast, nema tákn Jónasar." (Matt. 16. 4.) Anna Borg sem Grjeta í „Faust“. Daglegt líf í Eftir að Jón Þorláksson gerði fyrirspurn til Ijármálaráðheíra um miljónirnar, sem ráðherrann taldi ekki fram í reikningsyfirlit- inu fyrir árið 1930 varð þinghússgesti að orði, að Jónas hefði þti altaf „Núllið“ (Tr. Þ.) í bakhöndinni, hvað sem miljónunum liði, er eyðst höfðu. Þá hugsaði dráttlistarmaðurinn sjer eftirfarandi samtal milli Einars, Árnasonar og Jónasar Jónssonar. Ummæli dönsku blaðanna. Þegar Jónas hafði ekki annað en „Núllið“ í sjóði. Svend Borberg skrifar í „Poli- tiken“ : Hún varð hin ógleyman- lega opinberun þetta kvöld. Svo eðlilega og blátt áfram ljek hún hlutverk sitt, að því verður ekki með orðum lýst. Hún trúir. Mitt í öllu kæruleysinu og þaulæfingum er hjer manneskja, sem trúir. Er það ekki fagnaðarboðskapur ? Með innilegustu tilfinningu og laust við þululestur, fór hún með hin frægu eintöl Grjetu við rokkinn, við brunninn og lijá mynd guðsmóður í kirkjunni. Og í geðveiltiskastinu að lokum birtist hjá henni sú framsagnarsnild, sem hinum æðstu listakonum einum er gefin. Það er ekki hægt að lýsa þessu á annan hátt en í ljóðum, en ekkert | ljóð getur þó orðið jafn-fullkomið eins og þau ljóð, sem hún sjálf gaf líf, vegna þess að hún og þau voru eitt. Þeir sem sáu leik hennar munu minnast hans fram á elliár. Chr. Gulmann, ritstjóri, segir í Berl. Tidende“: Ungfrú Borg sýndi gróandi trúnaðartraust æsk- unnar og blíða og innilega fram- konra, sem frá listarinnar sjónar- miði gerði Grjetu að aðalpersónu leiksins. Þó þykir honum leikur hennar í fangelsinu vera nokkuð krampakendur og er þar sam- mála Hagen Falkenfleth, ritstjóra, er skrifar í ,Nationaltidende‘: Það verður ekki deilt um leik Önnu Borg. Hún tók Grjetu sýnilega rjettum tökum. Him sýndi hina ljúfustu, saklausu unglingsstúlku, sem nokkuru sinni hefir stigið sínum ljettu fótum á veg freist- inganna, og var alger bæði í gleði og sorg. Það var aðeins í atriðinu, sem fer fram í fangelsinu, þar sem reynir á hinar sterku tilfinn- ingar, að hún náði ekki hámarki, en svo hefir áður farið fyrir hverri Grjetu, sem er nógu ung til þess að leika fyrstu þrjá fjórðu hlut.a leiksins. Það var angist og grátur barns, en ekki fullþroska konu, sem vjer heyrðum og sáum í fang- elsinu. „Soeialdemokraten“ segir: Af hinum þremur höfuðleikendum var það aðeins einn, sem náði liátt í listinni, að það varð opin- berun. Það var hin unga, íslenska leikkona, Anna Borg, sem bljes svo skáldlegu lífi í Grjetu, að auð- sjeð var að það var ekki utan bókar lært nje fengið með þjálfun, held- ur sýndi það aðalsmerki hinnar sönnu listar. Manni hlýnaði um hjartaræturnar að horfa á hana heima og fyrir framan mynd guðs- móður, og þegar sorg hennar og örvænting út af brigðlyndi Fausts brautst út, þá snart sú snild allra hjörtu eins og sönn list gerir.-- Sboðanakngnn á Seyðisfirði. Haraldur Guðmundsson ætlar að kúga verkamenn til fylgis við sig. Seyðisfirði, föstudag. í gær var unnið hjer við upp- i skipun úr flutningaskipinu ,^ba Franee“. Allmargir menn vtrru þar í vinnu, sem ekki eru í verka- mannafjelaginu hjer. Á uppskipunarplássið komu þá aig^ta_leÍk_0,mtU 4 forsprakkar Alþýðuflokks ins. Heimta þeir að allir menn sem við skipið vinna og ekki voru annan páskadag var hrósað Leiknum var þá útvarpað . (Sendiherrafr j ett). ems. Norðurpólsför Wilkins. Tromsö, 9. apríl. United Press. FB. Olíubirgðir fyrir „Nautilus“, kafbát Sir Hubert Wilkins, sem hann ætlar í til norðurpólsins, hafa verið fluttar hingað af Texas Oil Co., ellefu smálestir ,og til Advent Bay á Spitzbergen þrjátíu og þrjár smálestir. Atvinnuleysið í Englandi. London 8. apríl. United Press. FB. Tala atvinnuleysingja í landinu þ. 30. mars var 2.581.030, sem er 912 meira en vikuna á undan, en 903.557 meira en á sama tíma í fyrra. Útvarpið. Kl. 18.15 Erindi í Há- skólanum (Ágúst H. Bjarnason, próf.). Kl. 19.05 Þingfrjettir. Kl. 19.25 Hljómleikar (Grammófónn). Kl. 19.30 Veðurfregnir. Kl. 19.35 Barnasögur (Gunnar Magnússon, kennari). Kl. 19.50 Hljómleikar: (Þórh. Árnason, cello, Emil Thor- oddsen, slagharpa). Kl. 20 Þýsku- kensla í 2. flokki (W. Mohr). Kl. 20.20 Hljómleikar: (Þórh. Árna- son, cello, E. Thoroddsen, slag- harpa). Kl. 20.30 Erindi: Um eld- gos. II. (Guðm. G. Bárðarson, náttúrufræðingur). Kl. 20.50 Óá- kveðið. Kl. 21 Fi’jettir. Kl. 21.20 —25 Einsöngur: (Frk. Ásta Jósefs svo'dóttir). Kl. 21.40 Dansmúsík. vmna skráðir fjelagar verkamannafje- lagsins skuldbindi sig þegar til y þess að ganga í fjelagið. Jafn- framt skyldi þeir segja sig úr fjelagi Sjálfstæðismanna í Seyðis- firði — en votta með undirskrift sinni fylgi við Alþýðuflokkinn. Ef þeir verkamenn sem þarna unnu gengi ekki þegar að þess- um kostum, bjuggust sósíalistafor- sprakkarnir til þess að stöðva alla vinnu við skipið tafarlaust. Enginn ágreiningur var þarna um kaup. Látið var að vilja sósíalistafor- sprakkanna að þessu sinni. Lítið hefir verið um atvinnu hjer undanfarið. Þykir mönnum hið væntanlega þingmannsefni kaupstaðarins, Har aldur Guðmundsson, ganga allhart eftir því, að fá menn til fylgis vfii sig, þegar því ofríki er beitt, að útiloka þá frá atvinnu, sem eigfi vilja möglunarlaust fylkja sjer undir merki hans, enda þótt þeir í raun og veru sjeu sósíalistum and- vígir og kúgunarstefnu þeirra. í gærkvöldi kom Lagarfoss hing að. Allmargir menn voru þar vlð uppskipun, sem ekki eru í verka- mannafjelaginu. Ljetu sósíalista- forsprakkar ekki á sjer bæra í það sinn.Getum leitt að því, að þeim' hafi ekki þótt vinsældir sínar í kaupstaðnum aukast við tiltæki sitt fyr um daginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.