Morgunblaðið - 26.07.1931, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.07.1931, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Ef leið ykkar liggur um Hafn- •rfjörð, þá munið að kaffi og mat- etofan „Drífandi“ Strandgötu 4 eelur bestan og ódýrastan mat og drykk. Heitur matur alla daga. I'ljót afgreiðsla. Yirðingarfylst. Jón Guðmundsson frá Stykkis- hólmi. -6 SpsB^pureSoA y uitjjs ge uutgðq ipueuut^ ^STgede^ t ’.iq gg gðut <-u0g[ 'jsnSy : iJ[.t9ut ‘Seisutfp HAsnæði. Mig vantar tvö herbergi frá 1. október næstkomandi. Sig. Birkis. Sími 1382. Hin árlega Slrsavarnarilelags- skemtnn ar í Sandgeröi í dag. Steindórs Hóifrægu bifreiðar allan daginn. Bestar eru altaf bifreiðar Steindórs liVftomlð: Tricotinekjólar. á börn og full- orðna. Tricotineblússur. Tricotinenærfatnaður. Golftreyjur og pey3ur, margar tegundir. Sokkar. « Svuntur. Morgunkjólar og margt fleira. Versl. UiH. Laugaveg 52. ur Ottesen, Þorleifur -Jónsson, Guðm Ólafsson og Bernharð Ste- fánsson. Austur yfir fjall fóru í gær fjár- veitinga- og samgöngumálanefndir þingsins, og var ferðinni heitið m. a. austur í Rangárvallasýslu til að skoða vötnin þar. Óskandi væri, að ferð þessi yrði ekki að eins skemtiferð, heldur bæri hún þann árangur að nú yrði fyrir alvöru hafist handa til fram- kvæmda í þessu máli. Fjárlög voru afgreidd til 2. um- ræðu í Nd. í gær. Var því yfir lýst af andstöðuflokkum stjóm- arinnar. að eldhússumræðum yrði frestac til 3. umr., en þá fengju flokkarnir óskertan rjett til eld- hússverka. Stjórnin samþ. þessa ráðstöfun. Önnur umr. fjárlaga befst á morgun og liggja fvrir margar og stórfeldar breytingar- tillögur. Erindi um Kína flytur sr. Ulisses Ho í dómkirkjunni í kvöld kl. 8y2. Kínverski pi’esturinn talar á norsku og mun sjerstaklega segja frá trúmálum Kínverja. Allir vel- komnir. Hvalf jarðarvegurinn. Vegurinn inn fyrir Hvalfjörð verður fær bifreiðum um næstu helgi, eftir því sem vegamálastjóri segir. — Þá verður lokið A'ið að endur- byggja brú á Possá. Ga-mla brúin ká þeirri á reyndist ekki fær bif- reiðum. Búast má við, að þessi vegur verði greiðfær að öðru leyt-i en því, að í vatnavöxtum verður hann því aðeins fær, að brýr verði settar á þessar þrjár ár: Laxá í Kjós, Botnsá og Brynjudalsá. — i’egalengd milli Beykjavíkur o’g Borgarness um þennan veg er 130 kílómetrar. Óskilgetin börn. Samkvæmt lög- um nr. 15, 31. maí 1927, hefir stjórnarráðið sett reglur um með- gjöf með óskilgetnum börnum og eiga þær að gilda til 14. maí 1934. Arsmeðlag með börnum til 4 ára aldurs er hæst í Beykjavík, Isa- firði og Siglufirði, 360 krónur, en á Akureyri ekki nema 225 kr. í Vestmannaeyjum 320, Norðfirði 275, Hafnarfirði 270 og Seyðisfirði 250. Lægst er meðlag í Austur- Saftafellssýslu 160 kr. Á framfæri barna 4—9 ára munar 100 krónum á ári hvort þau eru í Beykjavík eða á Alcureyri. í öllum kaupstöð- unum hækkar meðlag með börnum á skólaskyldualdrei (9—14 ára) nema í Norðfirði. Þar lækkar það um 25 krónur. í Beykjavík hækk- ar það um 30 krónur á ári í Hafn- arfirði um 35 kr., ísafirði og Siglu- firði 20 kr., Akureyri stendur það í stað, Seyðisfirði 25 krónur. Hæst meðlag með börnum á þessum aldri er í Beykjavík, 330 kr., en lægst í Strandasýslu 90 kr. Sveitarútsvör á Akranesi 1931. Alls jafnað niður 55.426 kr. Hæstu gjaldendur eru þessir: Haraldur Böðvarsson 7940 kr. Bjarni Ólafs- son skipstj. 3200 kr. Bjarni Ólafs- son & Co. 2120 kr. Þórður Ás- mundsson 1625 kr. Skafti Jónsson, Hofi 725 kr. Olíuverslun Islands 700 kr. Ólafur B. Björnsson 690 kr. Böðvar Þorvaldsson 668 kr. Níels Kristmannsson 667 kr. Jón Jónsson, Ásbergi 686 kr. Sigurður Hallbjarnarson 605 kr. „The Challenger“. Árið 1929 skipaði breska stjórnin nefnd sem meðal annars hafði það hlutverk mfeð höndum að afla upplýsinga og gera athuganir viðvíkjandi fisk- veiðum á djúpmiðum. Nefndin Iagði það til, að smíðað væri skip til slíkra hafrannsókna, og var skipið „Challenger“ smíðað í þessu augnamiði. Er sjerstaklega gert ráð fyrir, að skipið verði notað til rannsókna í norðurhöfum. — Nefndin lagði það til, að skip þettta væri smíðað, eftir að liafa fengið upplýsingar frá útgerðar- mönnum um hina miklu fiskauð- legð norðurhafanna. „The Chell- enger“ er svipað að gerð og „The Endeavour“, skip vatnafræðideild- ar (Hydrographic Department) fiotamálastjórnarinnar. Skipið er 1400 smálestir og brennir olíu. Get ur það siglt 10.000 mílur vegar, án þess að bæta á sig olíuforða. Það er vitbúið öflugum loftskeytatækj- nm, og sjerstaklega útbúnum veið- arfærum, og getur því gert margs- lionar fiskveiðatilraunir og athug- anir, og skýrt frá árangrinum jafn óðum. Gert er ráð fyrir því, að skipið verði fullbúið í ágúst og Jeggi þá eða nokkuru síðar í fyrstu rannsóknarferð sína. Áhöfnin verð- ur úr herskipaflotunum og valið lið, en yfirmaðurinn verður tek- inn úr vatnafræðideild flotans. — Skipið fer fyrst stutta ferð, tíl þess að þjálfa skipshöfnina við hafrannsóknastörf. en því næst verður skipið við framangreindar rannsóknir og tilraunir næstu fjög ur ár, á svæðinu milli Grænlands og Novaya Zemlya. Skipið á að vera í .stöðugu sambandi við bresku flðtamálastjórnina og land- búnaðar- og fiskveiðaráðuneytið breska. (Úr blaðatilk. Bretastjórn- ar. FB.). Morgunblaðið er 8 síður í dag og Lesbók. Frá Flugfjelaginu. Hringflug það sem fórst fyrir síðast liðinn sunnudag verður haft í dag ef veður leyfir og hefst kl. 2 síðd. Skrifstofa Plugfjelagsins er opin frá kl. 11 árd. Útvarpið í dag: Kl. 10 Messa í dómkirkjunni (síra Priðrik Hall- grímsson). Kl. 19.30 Veðurfregnir. Kl. 20.10 Grammófónhljómleikar. KI. 20.40 Erindi: Vega- og brúa- gerð í Bandaríkjunum (Jón Gunn- arsson. verkfr.)^ Kl. 21 Veðurspá og frjettir. Kl. 21.25 Dansmúsík. Útvarpið á morgun: KI. 19.30 Veðurfregnir. Kl. 20.15 Hljómleik- ar: (Þór. Guðmundsson, K. Matt- híasson, Þórh. Árnason, Eggert Gilfer). Kl. 20.30 Erindi: (Vilhj. Þ. Gíslason, magister), Kl. 20.45 Þingfrjettir. Kl. 21 Veðurspá og frjettir. Kl. 21.25 Grammófón- hljómleikar (Einsöngur). Úr brjefi frá Wdnnipeg, dags. 6. júní 1931, „Island hefir komist hjer á tungu innlendra sem er- lendra. Pyrirlestrar eru haldnir um alt land, um það eða einhver atriði úr sögu þjóðarinnar, af mis- jöfnu tæi að vísu ,en í því sem öðru skiftir mestu, hver á heldur. Um þessa veit jeg: Mr. Major, dómsmálaráðherra hjer í fylkinu, er búinn að flytja erindi um Is- land á 28 stöðum. Guðm. dómari Grímsson á 12 stöðum, og núna. þegar jqg var eystra ,sögðu þeir mjer í Boston, Mass., að Dr. Dief- fenbach hefði flutt erindi alls á 28 stöðum, Dr. Patterson á 39, Mrs. Budlong á 22 stöðum og Beverent Vincent Silliman á 27. Er þetta árangurinn af komunni heim í fyrra og gæti orðið, ef rjett væri á haldið, landinu til stórmikils hagnaðar í framtíðinni. Stœrsta farHegaflugviel Breta. Breska flugfjelagið „British Imp erial Airways“ hefir látið smíða flugvjel imikla, sem kölluð er „Hannibal‘ ‘. Hefir „Hannibal' ‘ farið nokkur reynsluflug í maí og júní s.l. Flugvjel þessi er ætluð til notkunar í Evrópu. I henni eru tvö farþegarými, sem rúma 38 far- þega. Er þetta stærsta farþegaflug vjelin, sem nú er í reglubundnum flugferðum. Þegar flugvjelin er fullsipuð vegur liún ca. 13 smálest- ir. Hún er 130 fet ensk á milli vængjabrodda. í henni eru fjórir „Bristol Jupiter“ mótorar, loft- kældir, sem Iiafa alls alt að því 2300 hestöfl. Flughraði Hannibals er 105 mílur enskar á klukku- stund. Sjerstaka eftirtekt farþega og annara hefir það vakið, hve lít- ils hávaða þeir verða varir, sem í henni ferðast, enda eru farþega- rýmin smíðuð úr þeim efnum, sem útiloka hávaða. — Plugfjelagið hefir ákveðið að smíða alls átta samskonar flugvjelar og Hannibal. (Úr blaðatilk. Bretlandsstjó'mar. FB.). Ðókhalðari. Stúlka eða ógiftur maður, sem lrann bókfærslu og vjelritun og sem ritar þýsku og ensku, eða annað livort málið, getur fengið at- vinnu nú þegar. Umsóknir merktar „Framtíðarstaða“, sendist A. S. í. innan 29. þ. m. SnmarSril Hótel Fljótshlíð tekur á móti gestum yfir lengri og skemri tíma. Annast um hesta og fylgdarmann inn á Þórsmörk. Hefi hljóðfæri og móttökutæki gestunum til skemtunar. — Sundlaug við húsið. Sími Teigur. Úli J. Isfeid. Pabbi vdll hafa ÞÓRS - PILSNEE, því hann hefir hinn ekta ölkeim. Sval- andi. — Hressandi, íiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiir Mets-tillir brúkast í stað suðuspritts, en eru að mun ódýrari í notkun. M E T A töflur notast til að hita með hárliðunarjárn eins og mynd- in sýnir. Heildsölubirgðir lijá. ,H.F. Efnagerð Reykjavíkur. Bókhaldari. Æfður bókhaldari óskar eftir atvinnu við bókhald.. nú þegar, eða fljótlega. Þeir, sem kynnu að þurfa á slíkum manni að halda geri svo vel og sendi tilboð, eða nöfn sín í lokuðu brjefi merkt: „Bókhaldari“,, til A. S. í., fyrir 30. þessa mánaðar. É ijarveru miuni, um hálfs mánaðar tíma, gegna læknarnir Ólafur Þorsteinsson og Ólaf- ur Helgason, læknisstörfum mínum. Gnunlangnr Einarsson. Fáum kartöflur með E.s. Islandi 2. ágnst. Aðeins lítið Uselt, Eigorl Krisijánsson ék Go. Allir mnna A. S. I.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.