Morgunblaðið - 01.12.1931, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.12.1931, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐTÐ 9 Hafstein, ráðherra. Tignar mennið lyftir björtum vonum. Hann sem mikill lifði í ljóði og verkum, lýðum kær hjer traustum fótum standi; af sjer hrindi straumi tímans sterkum. Stór í minning vakir Hafsteins andi. Helgast sigurafl hjá öllum þjóðum, er og verður saga slíkra manna. Æskan drekkur dáð af hennar glóðum, drýgir heit því fagra, góða og sanna. Því skal Hafsteins mynd og minning vekja, mátt hjá þjóð, er býr við sunarung arga, eining, sem skal óvild burtu hrekja, öld, er vinni sigrn stóra og marga. Margt er starfið, mörgu ber að sinna, máttur lífsins, kveður alt til verka. Siguröflin þarf að þekkja og finna, þekking byggir upp hið veika og sterka. Yfir vaki verndarkraftur blíður, vígi staðinn himinskæra sunna. Hjer þú stendur aftur frjáls og fríður, framtíð mun þjer vel og lengi unna. Hljómi strengir, helgar vonir rætist. Hjörtun vígist eldi sannra dáða, þar sem trúin, vit og vilji mætist. Vorsins máttar siguröflin ráða. Drottinn veiti frægð og heill sem forðum. Freísisdagur ljómar sólar-blíður, þjóðargöfgi vaxi í verki og orðum. Vaki sterkur, frjáls og djarfur lýður. Þá mun vora, birta í bygð og landi. Bróðurhendur yfir djúpin mætast. Þá mun lifa Hafsteins hetju andi, hugsjónir og fagrir draumar rætast. Kjartan Ólafsson. Líkneski Hannesar Hafsteins sem afhjúpað verður í dag. Rís hátt í ljómans heiða veldi, Hafsteins myndin, sveipuð geislans eldi. Sýndu glæsta íturmennið unga, Íslandisfmmtíð dætrum þess og sonum. Sigurorðum talar málmsins tunga. ■Himniiiiiimmiiiiiiiiimiiiiiimmiimiiiimiiiiiuinuiui 3tlorðtmHaí>ií> §5 Crt(?ef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. g Rltatjðrar: Jðn KjartanHSon. Valtýr Stefánsson. Rltstjðrn og afgreiösla: Austurstræti 8. — Slmi 500. Auglýsingastjðrl: B. Hafber*. AUBlýsing-askrlfstofa: Austurstræti 17. — Slal 700. Helmasfmar: Jön Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Áskrlftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuBI. Utanlands kr. 2.50 á mánuiiL f lausasölu 10 aura elntaklS. 20 ura meö Lesbök. = iiflHmmmimmiimimmmmmimmmimmimmiiiii Qveniulegt bílslys. Bíll brunar fram af hafnarbryggj- *nni á Akureyrj og farþegar hans tveir drukkna. (Bftir .s'ímtali við Akureyri). Aðfaranótt mánudags um kl. 2, varð varðmaður á norsku fisktöku- skipi, sem lá við Torfunefs- bryggju á Akureyri, þess var, að MLl kom á nokkuð hraðri ferð nið- ur á bryggjuna, en staðnæmdist þar ekki, sem vænta mátti, heldur1 bmnaði áfram fram af bryggju- hausnum að norðanverðu. Eins og kunnugt er, er bryggjan þannig löguð, að hún liggur beint fram úr flæðarmálinu, en síðan skáhalt til norðausturs út í höfnina, og er skipalægi við suðausturhlið henn- ar, og eins við bryggjuhausinn að norðanverðu. Þar mun vera nálægt 10 álna dýpi. Þar þeytt.ist bíllinn fram af Eins og næ(rri má geta, gerði varðmaðurinn aðvart um það, hvers hann hefði orðið vísari. En hvort bíllinn hafi þekkst, áður en hann hvarf í dýpið, er blaðinú ekki kunnugt. Ekkert varð þó gert til þess að ná bílnum upp fyrri en á mánudagsmorgun, að kafari fór þarna niður, og setti bönd undir bíbnn, og var honum síðan, með lyftistöngum lyft upp á bryggj- una. í bílnum var lík eiganda hans, Sigurðar Þorsteinssonar sjómanns, og Sigríðar Jóhannesdóttur. Var belst svo að sjá„ sem Sigríður liafi setið við stýrið, er slysið vildi til, en irúðan framan á bílnum brotnað í fallinu fram af bryggjnnni, og 'tvö, sem þá voru í framsætinu, senst aftur í bíHnn. Er þess getið til, að síysið hafi viljað tiil á þann liátt, að i stað þess að styðja á hemil bílsins, er Btöðva. átti hann á bryggjunni, þá hafi verið stutt á bensíngjafann, og hraðinn því aukist, í stað þess að niihka, er fram á bryggjuna kom. Sigurður heitinn var maður kom inn undir þrítugt, einhleypur, til heimilis hjá föður sínum, Þorsteini Sigurðssyni. Faðir hans kom hing- að til bæjarins í gær, tii að sitja bjer fulltrúafund Síldareinkasöl- nnnar. Sigríður J óbannesdóttir, mun hafa verið um tvítugt, ættuð úi ÞingeyjarsýsHú. Hún var fyrir skömmu þjónustustúlka á Hótel Gullfoss. Dánar/regn. Stefán Egilsson onúrari, faðir þeirra Guðmundar glímukappa, Sigválda Kaldalóns læknis, Eggerts söngvara og' Snæ- bjarnar skipstjóra, andaðist í gær að heimili Kaldalóns læknis í Grindavík. Hannes Líkneski hans. gert af' Einari Jónssyni myndhöggvara og steypt í bronze, á að afhjúpast í dag, á stjómarráðsblettinum, þar sem áð- ur var Qíkneski Jóns Sigurðssonar, en það er nú flutt til Austurvallar og á að standa fram við Alþing- ishúsið. Heimf lutningur st j órnarinnar 1904 markar tímamót hjer á landi. Þá hefst hjer tímabil nýrra fram- kvæmda, sem leiða til gagngerðra breytinga á lífi manna og hugsun- arhætti,- og afstöðu íslands til um- heimsins. Maðurinn, sem öðrum fremur setur mót sitt á upphaf þessa tímabils, er Hannes Haf- slein, fyrsti innlendi ráðherra ís- lands. Jeg hefi skrifað nánar um þetta efni bæði í Æfiminningu H. H. í Andvara og í grein um A1 darfjórðungsafmæli innlendrar stjómar í Lögrjettu 6. febrúar 1929. En hjer ætla jeg að minna á ummæli tveggja manna um H. H í Óðni 1923. Annar er Jón heit. Magnússon forsætisráðherra. Hann segir: „Þegar H. H. kom að stjómmál- unum, var kosinn á þing um alda- mótín, fundu menn það fljótt, að hjer var foringi fenginn. Hann varð brátt viðurkendur foringi Heimastjórnarflokksins. En hann varð meira en það. Hann varð foringi sinnar þjóðar. Hve alment þetta hafi verið viðurkent þá, eða jafnvel í hans fyrri ráðherra- tíð, sem aðalleg'a markar stjórn- m.álastarfsemi hans, um það skal jeg ekki segja. Það var einatt stoimasamt í stjórnmálunum í þann tíð. En nú, er rylcið hefir settst og H. H. stendur álengdar og í hreiama og skærara ljósi, þá hygg jeg það sammæli flestra manna, að hann hafi verið hinn sjálfsagði, fæddi foringinn. Af sjerstökum málum, sem liann liafði með höndum, þykir hlýða að nefna símamálið. Framkvæmdum hans og aðgerðum í því máli er •svo liáttað, að það orkar ekki tví- mælis, að þót.t hann liefði ekki neinu öðru til ieiðar komið, þá ætti hann sæti meðal hinna allra fremstu stjórnmálamanna þessa lands. Og þó held jeg að menn hafi aldrei gert sjer það fyllilega ljóst, við hve mikla örðugleika hjer var að stríða. Mótstaðan gegn því var furðu almenn, sennilega ekki 'svo mjög af flokksfylgi sem af hinu, að menn treystu ekki, eins og hann, á mátt þjóðarinnar. — Menn trúðu því eflaust talsvert alment, að fyrirtæk.ið væri landinu ofviða, að þjóðin gæti'ekki undir því risið. Á hinn bóginn er ekki laust við, að þetta mál hafi orðið til að rugila dálítið dóm mapna um stjórnmálamanninn If. H., að það taki ofmikið rúm upp, er farið er að meta afrek hans. Það er ekki nema einn liður í starfinu að ruðn- ingi nýrra framfarabrauta fyrir þjóðina í byrjun aldarinnar, þeirri starfsemi, er liann tók í allri mik- inn þátt og stjórnaði að nnklu. lijett á litið hygg jeg, að telja megi fremst meðal mála þeirra. sem hann fekkst við, stjórnar- skrármáíið' (1901—04) og sam- bandsmálið. Þeir menn, sem mest unnu með honum að sambands- samningunum veturinn 1907—-08, meðal þeirra mótstöðumenn í stjórnmálum, lilutu að dást að því, hve einarðlega, með hve miklum krafti og festu og jafnframt lip- urð hann flutti mál íslands gagn- vart Danmörku, enda varð afar- mikið á unnið. Þetta var viðurkent alment, einnig af andstæðingum Iians lijer á landi, er niðurstaða samninganna varð kunn........... Þá mintist J. M. á tvö mál, jám- brautarmálið og kjördæmaskift- ipguna og' segir um hið síðar- nefnda: „Hann sá það fyr en fjöldinn, að kjördæmaskiftingin við Alþingiskosningar var orðin á eftir, að af lienni óbreyttri hlaut að fljóta hið mesta misrjetti fyrir kjósendur. Hann lagði því fyrir ialþingi 1905 og 1907 frumvörp um breytíngu á þessu, þar sem lagt var til, að landinu væri skift í færri kjördæmi, er hvert kysi (mismunandi) marga þingmenn. Frumvörp þessi bæði eru, eins og öll þau lagafrumvörp, er hann sjálfur samdi, mjög vel úr garði gerð, bæði að hugsun og búningi. Frumvarpið frá 1907 er eitthvert lnð vandaðasta að efni og bún- ingi, sem lagt. liefir verið fyrir Alþingi, og þótt það næði ekki fram að ganga, þá hygg jeg varia fundna. betri undirstöðu en þá, sem í því er fólgin, þegar fara á að breyta kjördæmaskipuninni fvrir alvöru........1 ‘ Hinn maðurinn, sem jeg ætla að taka lijer nokkur ummæli eftir, er Jón Þorláksson alþingismaður og fyrv. forsætisráðherra. Hann segir um H. H.: „...... Til forustunnar hafði hann alla þá kosti, sem foringja mega prýða, eftir ísiienskum hugs- unarhætti. Það var því engin furða, þótt fylgið yrði afdráttar- laust. Ekki gerðust framkvæmd- imar baráttulaust, svo sem kunn- ugt er, og var jafnan harðastur atgangurinn kringum foringjann, en þessi barátta þjappaði líka fylgismönnunum sama.n, svo að úr varð um eitt skeið hinn samhent- asti og harðsnúnasti stjórnmála- fiokkur, sem uppi hefir verið í landinu síðan 1874, að minsta kosti. Núna eftir á ber auðvitað mest á þeim stórmálum, svo sem ritsímamálinu, er í framkVæmd komust, en af jafnmikilli snild stýrði H. H. að föstu marki, í sum- um öðrum stórmálum, sem honum hefði eflaust tekist að framkvæma ef þjóðin hefði borið giftu til að njóta forustu hans. Má t d. nefna, að sumarið 1907, eftír einungis þriggja ára stjómarstarf, hafði hann í byrjun búið svo undir um framkvæmdir í jámbrautarmálinu, að aldrei hefir líklegar látið um þær síðan. A sama hátt markaði hann sjer ákveðna léið að fostu marki í framfaramálum þjóðar- innar yfir höfuð. Hann var fyrst og fremst framkvæmda- og fram- fara-maðurinn, og í ljósi þeirrar stefnu verður að skoða starfsemi hans í sjálfstæðismálum þjóðar- innar, ef menn vilja skiilja hana rjett....“ Jeg læt þetta nægja hjer, en veit, að Hannesar Hafsteins verður minst af mörgurn, 5 sambandi við afhjúpun líkneskis hans. Þorst. Gíslason. Hannes Hafstein í rá ðherrastól á Alþingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.