Morgunblaðið - 05.06.1932, Page 6

Morgunblaðið - 05.06.1932, Page 6
6 W O R G V N R L A Ð I Ð magnús magnússon framkucemöarstj. 60 ára. Hver sá, sem mætti Magnúsi Magnússyni á götu, og væri hon- um með öllu ókunnugur, muiidi verða næsta undrandi, ef honum væri sagt, að þar væri sextugur maður á ferð. En þó er þetta svo: Magnús er sextíu ára í dag, þótt enn sje hann svo unglegur og ljettur í hreyfingum, að flestir mundu ætla hann áratugum yngri. Magnús fæddist í Keykjavík 5. dag júnímánaðar 1872; misti hann föður sinn mjög ungur, en ólst upp hjá móður sinni, Margrjetu Pálsdóttur. Börnin voru fjögur og öll ung, svo að nærri má geta, að ekkjan hafi haft ærið að starfi að hafa ofan af fyrir þessum hóp, því að engin voru efnin tiL En Margrjet var annáluð dugnaðar- kona og tókst því að halda öllu í rjettu horfi. Magnús var elstur barnanna, og hvíldi það því á honum að nokkru að ala önn fyrir yngri systkinunum; reyndist hann þá vel móður sinni, og alla stund síðan meðan hún lifði. Uppvaxtarár Magnúsar voru með nokkuð öðrum hætti en nú gerist meðal efnaðra manna. Húsakynni móður hans voru þröng, en dreng- urinn tápmikill og kvikur, og hjeílst því lítt í húsum inni, en hafðist mest við úti, stundaði sund og skautaferðir á vetrum, og yfir- leitt allar þær íþróttir, er þá tíðk- uðust hjer og varð hann brátt nafn kendur fyrir fimleika og þerk. Magnúsi var í upphafi ætlað að verða verslunarmaður og var því komið í búð hjá Kristjáni Ó. jÞorgrímssyni, en ekki varð hounm haldið við þann starfa til lengdar, því að hugurinn imeigðist allur að sjónum. Fyrir því var hann ráð- inn matsveinn á „Klarine", smá- skútu eina, er Seltirningar áttu, og má kalla svo, að þaðan í frá væri uppeldi hans alt og atvinna á smáskipum þessara svo kölluðu Framnesinga. En er honum óx fi.sk- ur um hrygg, gerðist hann liá- seti á „Njáli“ og síðar litlu stýri- maður á sama skipi hjá Jóni skip- stjóra Jónssyni í Melshúsum, er fekk honum skipstjórn á .Klarine1 1894, rúmlega tvítugum að aldri. Eru þeir víst ekki margir. sem tekið hafa skipstjórn svo ungir. Eina ferð fór Magnús til Spán- ar á skonnortunni „Valdemar“, er átti Fiscliersverslun í Reykja- vík; og var hann þá enn mjög ungur. — A heimleiðinni — í des- ember og janúar — hreptu þeir mesta foraðsveður, og lentu í hrakningum svo löngum og ströngum, að ýmsir skipverja, og þar á meðal skiþstjórinn, gáfu frá sjer. Sýndi þá Magnús það, er jafnan síðar hefir þótt einkenna hann, sem sje karlmensku og afl og það að kunna ekki að hræðast. Magnús var sextán ára, er hann tók skipstjóra próf hið minna hjá Markúsi Bjarnasyni skó'lastjóra, en jafnan var hann, eins og áður segir á útvegi Framnesinga, uns Reykvíkingar, Geir Zoega, Th. Thorsteinsson og fl. tóku að kaupa kúttara af Englendingum um og eftir 1896. — Gerðist Magnús þá skipstjóri á einum þeirra, „Guð- rúnu Soffíu“, er Th. Thorsteins- son átti. og stýrði því þar til liann eignaðist í skipi sjálfur. — Haust- ið 1899 sigldi hann til Kaup- mannahafnar til þess að nema stýrimannafræði, og lauk þar prófi í þessum fræðum vorið 1900 með nöklu ilofi. Sama ár var hann skip- aður kennari við stýrimannaskól- ann í Reykjavík, og gegndi því embætti til 1910, en var jafnan fyrir skipi vor og sumar. Það þótti nemöndum illa farið, er Magnús sagði af sjer, því hann þótti at- kvæða kennari, strangur nokkuð, og gekk ríkt eftir, að menn læsi, enda voru þá að jafnaði þroskaðir nemendur í skóla. Síðan hefir hann verið prófdómandi við skólann alt fram á síðustu ár. Þegar er Magnús slepti kenn- araembættinu, tók hann að gefa sig allan og óskiftan að stjórn Alliancefjelagsins, sem þá hafði verið stofnað fyrir nokkuru; hefir hann alila stund síðan verið meira og minna riðinn við stjóm þess fjelags, og þá ýmist framkvæmda- stjóri eða meðstjórnandi. Arið 1901 keyptu þeir Magnús og Ásgeir Sigurðsson konsúll, kútt- ara frá Englandi, og kölluðu ,,Ragnheiði“ ; stýrði Magnús því skipi lengi, og tók jafnan við stjórn, er skóla var lokið. Hann var aflasæll og stjórnsamur, og þótti alt fara vel úr hendi á skipsfjöl. Magnús var einn af stofnöndum Alliancefjelagsins, og með dugn- aði sínum og tillögum átti hann mikinn þátt í að koma því fyrir- tæki af stað; var bjartsýni hans og trú á fyrirtækinu óbilandi, en þess tvens þurfti þá mjög við, því að ekki voru menn alment trúaðir á þess kyns útgerð á landi hjer í þann tíð. Þegar svo „Jón for- seti“, fyrsta skip fjelagsins, kom hingað til lands, hættti Magnús sjómensku, og hafði umsjón með útgerð skipsins og „Hafsteins“, kúttara, er þeir áttu í fjelagi, hann og Jón Ólafsson alþingis- maður. Árið 1913 stofnaði Magnús h.f. „Defen.sor“ og samdi þegar um smíð á togara í Þýskalandi. Sama árið Ijet hann og gera fjelaginu fiskverkunarstöð. Skipið var nær fullsmíðað 1914, er styrjöldin mikla skall á, en Þjóðverjar hjeldu skipinu þar til í ágúst 1919, að það kom hingað og var skírt „Gylfi“. Við þetta fjelag starf- aði Magnús frá byrjun og starfar enn. En Magnúsi hefir einnig látið landbúnaðinn til sín taka. Fyrir nokkru keypti hann Stíflisdal í Þingvallasveit, niðurnítt örreytis- kot; hefir hann húsað þar prýði- ’leg og ræktað sextíu dagsláttur lands, svo að nú er kot þetta, sem áður mátti heita nær í eyði, orðið með bestu jörðum þessa lands. Af þessu stutta yfírliti má s.já; að Magnús Magnússon kemur mjög við atvinnusögu þessa lands frá því um 1890 og alt til þessa dags, en það er langmesta framfara- tímabil í «ögu lands vors, enn sem komið er, og ekki ólíklegt, eins og nú horfir við, að drjúg 'stund kunni að líða, áður annar slíkur eða meiri framfarasprettur verður tekinn. Magnús Magnússon er fullkom- lega meðal maður á hæð, herða- breiður, þrekvaxinn og hinn vörpu- legasti; höfuðið mikið, svipurinn hreinn og einbeittur, og stundum nokkuð harðlegur, svarthærður og fer vel hárið. Hann er skjótráður, fastur fyrir og ákveðiun í skoð- unu’m, tryggur vinur, en óvæginn mótstöðumönnum sínum og ekki talinn myrkur í máli. Magnús naut hins mesta trausts bæði sem skipstjóri og kennari, enda ágætlega mentaður í sinni grein. Til marks um álit það er stjettarbræður Magnúsar hafa á honum, get jeg þess eins, að hann var kjörinn formaður þess tuttugu og fimm skipa leiðangurs, er send- ur var til að leita týndu skipanna, eftir mannskaðaveðrið mikla í febrúar 1925; var ekki vandalaust að stýra svo leitinni að sem best- ur yrði árangur af, en öflum þótti Magnúsi takast þetta forkunnar vel. Þótt Magnús hafi verið all-mjög störfum hlaðinn um dagana, hefir lionum þó unnist tóm til bóklest- urs, hefir hann lesið margt í sinni fræðigrein, en þess utan mest sögu, einkum sögu íslands. Magnús kvæntist árið 1900 Ragnheiði Guðmundsdóttur frá Ofanleiti hjer í bæ; er hún fríð- leikskona, svipmikil og sköruleg. Frú Ragnheiður er ágæt húsmóð- ir, próðmanntleg og vönd að virð- ingu heimilisins, skemtileg og al- úðleg heim að sækja, ekki síður er bóndi hennar, og þykir gott hjá þeim gestur að vera. — Þau hjón liafa eignast, eina dóttur, Halldóru að nafni, og er hún fyrir nokkrum árum gift Þórði Eyjólfssyni lög- fræðing. Ef Magnús lítur nú á þessum tímamótum yfir liðna æfi, verður ekki annað sagt, en að hann megi vel við una árangur starfs síns: I-Iann er nú mikils virtur maður, og þó best metinn af þeim, sem þekkja hann best. Hann hefir haf- ist af sjálfum sjer, því enga átti liann styrktarmenn í æsku, og er að vísu svo um marga bestu menn þessa lands nú á tímum. Og það ætla jeg að sje skrumlaust, að því betur sje okkar þjóðfjelag komið, því fleiri menn, sem það á slíka sem Magnús Magnússon. Margir munu minnast þeirra hjóna nú á scextugsafmæli hús- bóndans. Gamall sjómaður. Ráðuneyti Herriots, París, 4. júní. Unit.ed Press. FB. Herriot leggur ráðherralistann fyrir Lebrun forseta til samþykt- ar snemma í dag. Síðar: Herriot er sjálfur forsæt- is og utanríkismálaráðherra, vara- forseti stjórnarinnar og dómsmálá- ráðherra Renoult, Bon cour her- málaráðherra, Germain Martin fjármálaráðherra, Leygues flota- málaráðherra, Chautemps innan- ríkismálaráðherra, Durand versl- unarmálaráðherra, Gardey land- búnaðarmálaráðherra, De Larnier verkamálaráðherra og Sarraut ný- lendumálaráðherra. Hvla stiírnin tekur vti. Vantrauststillaga frá sósialistum feld í sameinuðu þingi með 30 atkv. gegn 4. Kl. 1 í gær var fuudur í Sam- einuðu Alþingi og fór þar fram til- kynning um komu hinnar nýju stjórnar. Ásgeir Ásgeirsson forsætisráð- herra skýrði frá tildrögum stjórn- arskiftanna. Hann gat þess, að eft- ir að Tr. Þórhallsson hefði beiðst lausnar fyrir ráðuneyti sitt og bent á sig til þess að mynda nýja stjórn, hefði hann í fyrstu ætlað .sjer að mynda hreint Framsóknarflokks- ráðuneyti. En þetta hefði ekki heppnast. Þar næst hefði hann gert tilraun til að mynda þjóð- stjórnarráðuneyti. Það mistókst einnig. Loks kvaðst hann hafa fengið leyfi Framsóknarflokksins til að bjóða Sjálfstæðisflokknum að taka þátt í stjórnarmyndun. Þetta hefði flokkurinn samþykt. Sagði Ásg. Ásg. að hin nýja stjórn hefði að baki sjer yfirlýst- an stuðning eða blutleysi flestra þingmanna í þeim tveim flokkum, er að baki samsteypustjórninni stæðu. Þá gat Ásg. Ásg. þess, að þing- lieimi væri kunn tildrög þessarar stjórnarmyndunar. Þingið hefði verið þannig skipað, að ágreinin'gs- málin hefðu verið í sjálfheldu. Sjálfstæðisflokkurin hefði lagt að- aláherslu á lausn stjórnarskrár- niálsins, en Framsókn á afgreiðslu fjárlaga og skattamála. Engir samningar hefðu tekist. lijá fyrv.. stjórn, um lausn deilu- málanna. og hefði þá verið um tvær leiðir að ræða: Önnur var sú, að rjíifa þing og 4stofna til nýrra kosninga. Sú leið hefði ekki leyst vandamálin. Hin leiðin var samn- ingaleiðin. Hún var valin. Kvaðst Ásg. Ásg. lielst hefði kosið, að takast hefði mátt að leysa stjórnarskrármálið, án þess stjórn- arskifti liefðu orðið. Hann kvaðst líta svo á, að skylt væri að gera þær breytingar á kosningatilhög- un, að Alþingi yrði starfhæft og gera kosningarrjettinn jafnari. — Taldi það því vera skyldu stjórn- arinnar, að leggja stjórnarskrár- frumvarp fyrir næsta þing, um sanngjarna lausn á þessu máli. Fór forsætisráðh. síðan nokkr- um orðum um atvinnumál, krepp- una. o. fl.; taldi eina höfuðskyldu stjórnarinnar vera þá, að gæta fylsta sparnaðar í meðferð ríkis- fjár. — Sósíalistar bera fram van- traust. Þá stóð upp Jón Baldvinsson og gerði ýmsar fyrirspurnir viðvíkj- andi stjórnarmynduninni og um af- stöðu stjórnarinnar til ýmsra mála, gengismálsins, k.jördæmamálsins, kreppuráðstafana o. fl. Enn frem- ur fór J. Bald. fram á það, að stjórnin leitaði. trausts. En er Ásg. Ásg. liafði bent J. Bald. á, að bera fram vantrauststillögu ef hann væri í vafa um, að stjórnin væri þingræðisstjórn, þá var útbýtt í þinginu vantrauststillögu frá sósí- alistum. Hófust nú umræður á víð og dreif. Út af fyrirspurn frá J. Bald. uu .kjördæmamálið, sagði Ásg. Ásg., að sjer væri kunnugt, að eigi væri Isngt bil milli flokkanna nú orðið og þess vegna myndi liann leggja stjórnarskrármálið fyrir næstft þing. Ut af fyrirspurnum sósíalista, um sakamálsrannsókn á hendur Magnúsi Guðmundssyni, er fyrr. dómsmálaráðherra hafði fyrirskip- að, rjett áður en hann hrökklaðist úr sæti, sagði Ásg. Ásg., að J. Bald. vissi vel að M. G. væri ekki fremur sakamaður en hann sjálfur. Magnús Guðmundsson lýstí yfir því, að sjer væri ekki annað um þetfa sakamál kunnugt, en það sem sjer hefði borist til eyrna í bænum. Hins vegar gæti hann lýst yfir því, að ef nokkur fótur væri fyrir þessu, ])á dytti sjer ekki í hug að afturkalla málið og mundi það þá sæta eðlilegum úrslitum fyrir dóm- stólunum. Þegar Hjeðinn Vald. spurðist fyrir um. livort hin nýja stjórn myndi stöðva sakamál viðvíkjandi síldarmálunum á Hesteyri, þá stóð upp Ólafur Thors og óskaði þess sjerstaklega, að þau mál yrði, úr því sem komið væri látin halda áfram fyrir dómstólum, svo að bert mætti verða livað hæft væri í aðdróttunum J. J. og annara, um að Kveldúlfur liefði haft svik í frammi. Þegar Jónas Jónsson stóð upp og gaf þá skýringu á sakamálsrann- sókninni á hendur M. G., að það hefði verið venja í sinni stjórnar- tíð að ,,láta lögin ganga jafnt yfir alla“, ])á kvað við mikill hlátur meðal áheyrenda bæði innan og utan þingsals. ólafur Thors kvað J. J. vel að þeim hlátri kominn, sem verið hefði svar allra viðstaddra við frámunalega ósmekklegu og ó- svífnu gorti þessa ranglátasta dómsmálaráðh., sem landið hefði ha-ft. Sem lítið dæmi þess „rjett- lætis“, er ríkt hefði í landinu í stjórnartíð J. J. nefndi Ól. Th. það, að eitt a.f síðustu verkum hans lifcfði verið að láta náða sjálfan sig. Ritstj. Tímans hafi nýlega verið dæmdur í háar sektir fyrir ærumeiðingar og níð um dr. Helga Tómasson og fleiri menn, en flestar eða allar þessara greina hafi alveg vafalaust verið skrifaðar af J. J. — sem síðar útvegaði náðunina. — Þetta væri áreiðanlega í fyrsta og síðasta skifti, sem slíkt liefði komið fyrir í siðuðu landi. Jónas Þorbergsson komst svo að orði, að hann liti á liið nýja ráðu- neyti sem nefnd(!), þar sem hvor flokkanna bæri ábvrgð á sínum mönnum. Þessu var andmælt sem fjarstæðu, bæði af Jóni Þorl. og Ásg. Ásg., sem m. a. sagði, að stjórnin væri pólitísk stjóm með fullri pólitískri ábyrgð. í fram- kvæmdinni myndi hver ráðherrann sjálfráður, hver innan síns vald- sviðs, eins og venja væri til. Ólafur Thors benti á, að Fram- sóknarflokkurinn hefði ekki með öðru getað sýnt J. J. meiri nje

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.