Morgunblaðið - 09.06.1932, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.06.1932, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Huglísingadagbók Búð á góðum stað í miðbænum, til leigu. Bakherbergi fylgir með. Ödýr leiga. Upplýsingar í Sport- vörubúðinni, Hafnarstræti 19. Ódýrustu tennisspaðana höfum við. Kosta frá kr. 8.00. Getum út- vegað tíma á tennisvelli, ef með þarf. Spörtvörubúðin, Hafnar- stræti 19. Undirfataefni og blúndur á und- irföt, seljum við mjög ódýrt. Nýi Bazarinn, Hafnarstræti 11. Upphlutsskyrtuefni, hvítt og svart, mjög gott. Nýi Bazarinn. Sími 1523. Nýkomið blússuefni, fleiri litir, gott og ódýrt. Nýi Bazarinn, Hafn- arstræti 11. Silungur, útbleyttar kinnar og þurkaður fiskur afar ódýr. Símar 1456, 2098 og 1402. Hafliði Bald- vinsson.__________________________ Ýsa og þorskur fæst daglega í síma 1127. Garners deildarforseta, sem er demokrat, um sama efni. í því frumvarpi er gert ráð fyrir að verja tveimur miljörðum og þrjú hundruð miljónum dollara til þess að ráða bót á atvinnuleysinu, og á þar af að verja einum miljarð dollara til verklegra framkvæmda til almennings þarfa. Frá Vals-mönnum. Isafirði, FB. 8. júní. Komum hingað hlukkan 12. — Knattspyrnufjelagið Hörður bauð okkur inn í Vatnaskóg. — Kept- um kl. 5 við ísfirðinga. Unnum með 3:1. — Dómari var Axel And- rjesson. Kærar kveðjur. Vellíðan. \ Fararstjórinn. Hlbióðaveðurathuganir í sambandi við „pólá,rið.“ Það er 1. ágúst í sumar, sem hinar víðtæku alþjóðarannsóknir byrja, er eiga að gefa yfirlit yfir veðráttuna um öll norðurhöf. Trúlofun. Síðastliðinn laugar- dag opinberuðu trúlofun sína ung- frú Anna M. Helgadóttir frá Upp- koti á Akranesi og Björgvin Ól- afsson, Kringlu á Akranesi. Leikhúsið. ,Karlinn í kassanum1 verður sýndur enn einu sinni ann- að kvöld fyrir lækkað verð að- göngumiða. Aðsókn að sýningunni í gærkvöldi varð svo mikil, að aílir aðgöngumiðar voru seldir klukkutíma eftir að aðgöngumiða- salan var opunð í gær, og varð fjöldi fólks frá að hverfa. Veitingastaðurinn Kárastaðir í Þingvallasveit verður í sumar rek- irm af þeim hjónum Theodóru Sveinsdóttur og Árna Sighvats- syni. (Sjá augl. í blaðinu). Ingimundur Magnússon frá Bæ í Króksfirði er staddur hjer í bænum. Grasmaðkur er víða í jörð aust- ur í Skaftafellssýslu, og er talið, að jörð sje illa útleikin eftir maðk- inn og horfur slæmar með sprettu, ef þurkar haldi áfram. Hefir lítið orðið vart við grasmaðk eystra síðan fyrir Kötlugosið 1918, fyr ien nú, en maðkurinn er versta landplága, sem kunnugt er. Að Langarvatnl - ferðir alla daga. - Norðurferðir hvern þriðjudag og föstudag. ÖLFUSÁ — EYRARBAKKI og STOKKSEYRI, ferðir alla daga. Til Hafnarfjarðar á hverjum klukkutíma. Bílar altaf til í privat-ferðir. Silkiklæði og ullarklæði, nýkom- ið í „Dyngja“, Bankastræti 3. Munstruð og einlit efni í upp- hlutsskyrtur og svuntur. Versl. „Dyngja“. Mótorhjól, nýtt, D. K. W., ' 8 hesta, luxus 300, er til sölu. Þetta merki er heimsfrægt. Upplýsingar í Hljóðfærasölunni á Laugaveg 19. „Sókn“ kemur út í dag. Efni: G. H. með pálmann í höndunum. Alþingi slitið, 113 daga þing. — Burt með kvöldvínveitingarnar á „Hótel Borg“. — Ný stjórn. — Úr landi frelsisins. o. fl. — Sölu- drengir óskast í Hafnarstræti 10. Mynda o g rammaverslunin, Freyjugötu 11, Sig. Þorsteinsson, sími 2105, hefir fjölbreytt úrval af Veggmyndum, ísl. málverk bæði í olíu og vatnslitum, sporöskju- rammar af mörgum stærðum. Verð- ið sanngjamt. Nýkomið: Pálmar, Aspedistur, Burknar, Asparges, fínt og gróft. Hortensiur o. fl. Darwintulipanar í öllum litum 0.40 stk. Rósir. Thuja. — Kransar úr lifandi blóm-l um á 5.00. — Nýr Rabarbari á 0.60 kg. Rabarbarahnausar. — BhSmaverslunin Sóley, Bankastræti 14 — sími 587. Nýkomlð Sanskt flatbrauð. Stormnr verður seldur á götunum í dag. Efni: Pólitískt brjef (Maddama Framsókn), Stóradals-Jón slapp lifandi. Gjöfin til Jónasar og fl. Fróðárundrin, Landsbankareikn- ingurinn, sagan o. fl. Eins og kunnugt er, hefir ráð- gert verið, að tveir athugana- flokkar störfuðu hjer á landi, annar á veðurathuganastöð á Snæ- fellsnesi, en*hinn hjer í Reykja- vík. Fyrst var um talað, að við ís- lendingar starfræktum stöðina á Snæfellsnesi. En seinna kom aftur- kippur í það. Treysti landstjórnin sjer ekki til að standa straum af þeim kostnaði. Þá var talað um að Svisslendingar og Danir tækju að sjer þann starfrækslukostnað. En ekki er fullráðið um það enn. Talið er víst, að athuganastöðin komist upp, hvort sem þátttaka íslendinga verður meiri eða minni. Óvissara er enn um athuganirn- ar hjer í Reykjavík. En eins og menn muna, komu Hollendingar hingað í fyrra sumar til að ath. það mál. Ráðgerðu þeir að hafa hjer flugvjel, og fljúga hjer upp í mörg þúsund metra hæð á hverj- um degi, til veðurathugana. Áreið- anlegan fregnir eru ekki enn komnar hingað um það, hvort úr þessu verður. Þá hefir og komið til orða, að gerðar yrðu hjer í Reykjavík reglubundnar segulmagnsmælingar meðan á þessum alþjóða pólrann- sóknum stendur. Gagbók. Veðrið í gær (klukkan 5 síðd.): Lægðin yfir SA-Grænlandi fer heldur vaxandi og mun þokast hægt austur eftir. Er því útlit fyrir að vestan áttin Kaldist á morgun og má búast við dumb- ungsveðri vestan Iands. Hiti er víðast hvar 10—12 stig; á SA-landi er hitinn 15—17 stig. Veðurútlit í Reykjavík í dag: SV eða V-kaldi. Þykt loft og lítils- háttar rigning. títvarpið í dag: 10.00 Veður- fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir. 19,30 Veðurfregnir. 19.40 Tónleikar: Fiðla-píano Þór- arinn Guðmundsson og Emil Thor- oddsen). 20.00 Klukkusiláttur: Grammófóntónleikar: — Carneval dýranna, eftir Saint- Saens. Ein- söngur: Garðar Þorsteinsson. 20.30 Frjettir. Grammófón. Knattspyrnukepnin. Fyrsti kapp ileikur í Knattspyrnakepni Reykja víkur, hefst í kvöld kl. 8% stund- ví.slega á íþróttavellinum. — Þá keppa Valur og Víkingur. Þetta verður án efa mjög spennandi leikur, þar sem bæði liðin hafa æft sig kappsamlega og hafa hvort um sig fullan hug á að færa sig- urinn heim. Þennan kappleik ætti enginm knattspyrnuvinur að láta ósjeðan. Eimskip: Gullfoss var á ísafirði 'í gær, á norðurleið. — Goðafoss er á leið hingað frá Hull. — Brúarfoss fór frá Leith í fyrra- kvöld áleiðis til Hafnar. — Detti- foss fór frá Reykjavík í gærkvöldi kl. 10 áleiðis út. — Lagarfoss fór frá Leith 6. júní áleiðis til Hafnar. — Selfoss er í Reykja- vík. Heimatrúboð leikmanna. Almenn samkoma á Vatnsstíg 3, í kvöld kiukkan 8. íFrá Stelndðrl ,fara bílar alla mánudaga og fimtudaga kl. 10 árd. til Borgarness og- Borgarfjarðar og til baka aftur á þriðjudag og föstudag klukkan í ^e. h. — Sími í Reykjavík 581. — Borgarnesi 16. —1—«—■—■——wwmmmmmtmmmmmm nwnw n»i mm Ö L L þau börn, sem beðið hefir verið fyrir til sumar- dvalar í Barnahæli Odd-Fellowa við Silungapoll í sumar,, eru beðin að mæta í BARNASKÓLANUM (miðbæjar-), til læknisskoðunar, föstudaginn 10. þessa mánaðar, kL 9 árdegis. Verður nú ekki unt að taka á móti fleiri umsóknum. JÓN PÁLSSON. þingism. og frú, Páll Kolka lækn- ir og frú, Oddgeir Oddgeirsson, Bjarni Sighvatsson og frú. Lára Guðjónsdóttir. Svanlaug Sigur- björnsdóttir o. fl. Amatördeild Laugavegs Apóteks Anna Helgadóttir, Marargötu 3, á fertugsafmæli í dag. Fimtugsafmæli á í dag frú Jó- hanna Eiríksdóttir, Spítalastíg 4. Síldarafli. Aðfaranótt miðviku- dags veiddi reknetabátur frá Siglu firði 6 tunnur af hafsíld norð- 'vestur af Grímsey. Ólafsfjarðar- bátur veiddi og 20 tunnur á sömu slóðum. Verkaskifting ráðuneytisins. Sú breyting varð á verkaskiftingu ráðherranna, frá því sem fyrst var talað um, að síra Þorsteinn Briem tekur að sjer vegamálin auk Iandbúnaðarmála, af málefn- um þeim, sem Tr. Þ. hafði áður. Prestskosning í Garðaprestakalli fer fram næstkomandi sunnudag 12. þ. m. I kjöri eru: Garðar Þorsteinsson, cand. theol. Síra Jakob Jónsson. Síra Jón Auðuns. Síra Sigurjón Árnason og Síra Sigurður Stefánsson. — f Hafnarfirði verður kjörfundur í bæ'jarþingssalnum og hefst kl. 1 síðd. Dettifoss fór hjeðan í gær, á- leiðis til Hull og Hamborgar. — Meðal farþega voru: Frk. Helga Einarsson. Helga Bertels. Árni Jóhannesson og frú. Frú Ólafsson. Helgi Bergsson. Enn fremur nokk- urir farþegar til Vestmannaeyja, þar á meðal Jóhann Jósefsson al- Skatfellingur hefir nú að mestu lokið við flutninga á vörum þeim, sem fara áttn til hinna hafnlausu staða á Suðurlandi og hingað lcomu með skipum Eimskipaf je- lagsins. Skaftfellingur liggur nú í Vestmannaeyjum og bíður eftir leiði til Landeyjarsands. Fyrirlestur Magnúsar Magnús- sonar í kvöld mun fjalla um sviðnu rófuna, sem verið hefir í skreiðarhlaða þjóðarinnar undan- farin 5 ár, og rifið þar hvern fisk úr roði. Þá verður og sýnt með tölum og staðreyndum, hversu þungur malur syndarinnar var hjá þeim þingmönnum framsóknar og jafnaðarflokkanna, er þeir hurfu af Alþingi 6. júní s. 1. eftir að hafa samþykt Landsreikninginn 1930. Kunnugur. Góður afli hefir jafnan verið á róðrarbáta í Mýrdal, í vetur og vor, þegar á sjó hefir gefið. Á mánudag fengu bátar í Vík um 20 í hlut í róðri. Barnahælisnefnd Odd-Fellowa hafa borist miklu fleiri umsóknir um sumarvistir í sumar en rúm er fyrir. Móttöku umsókna er því hætt. Læknisskoðun á börnum þeim er sótt hafa, fer fram á morgun kl. 9 árdegis, í Barna- skóla miðbæjarins. Sjá auglýsingu. er innrjettuð með nýjum áhöldunt , frá Kodak. — Öll vinna fram- kvæmd af útlærðum mynda- smið. — Filmur sem eru, afhentar fyrir kl. 1(1 að morgni, eru til- búnar kl. 6 að kvöldi.--------------- FramkÖIIun. Kopiering. Stækkim. Islenskar gnlrólnr. Hvítkál, Norskar kartöflur í heilum sekkjum og lausri vigt. TiRirawai [iautravecr ffp Sími 2393. Mnnið Að trúlofunarhringar eru happ- uelastir og bestir frá Signrþðr JónssynL Anstnrstræti 3. Rvfk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.