Morgunblaðið - 04.04.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.04.1934, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ | Smá-auglýsjngaJ 2 danskar stúlkur óska eftir atvinnu sem eldhús- eða stofu- stúlknr 1. maí eða júní. Karen Jensen. P. Skramsg. 1_, Kaup- mannahófn. Píanókensla. Ingibjörg Bene- diktsdóttir. Síuii 3272. Herbergi með húsgögnum ósk- ast strax. Upplýsingar í Björns- bakaríi. 2—-3 herbergi og eldhús með öllum þægindum, óskast 14. maí í nánd við miðbæinn. Tilboð send- ist A. S. í. merkt: 14. maí, fyrir 7- ]'■ m. Get bætt við stúlkum í kjóla- saumsnámskeið í apríl og' maí. Kvöld- og eftirmiðdagstímar. Hildur Síyertsen, Mjóstræíi 3. Sími 3085. Borðið á Svaninum eða sendið eftir matnum, hann er góður og ódýr. Málverk, veggmyndir og margs- konar rammar. Freyjugötu 11. Dívanar, dýnur og allskonar stoppuð húsgögn í miklu úrvali, Vatnstíg 3. Húsgagnaversiun Reykjavíkur. Rúllugardínur, Dívanar, mat- ressur, armstála. Skálabrú 2, hús ÓJ. Þorsteinssonar. Húsgagna- vinnustofan. , Gefið börnum kjarnabrauð, Það er bætief'naríkt og holt, en ádýrt. Það færst ' aðeins í Kaupfjelags- brauðgerðinni, Bankastræti 2, — Sími 4562. Líknarmála-þing. „Samband kirkjulegrar líknar- starfsemi", sem Danir nefna: ..Folkekirkeligt Filantropisk For- bund“, lieldnr landsþing í Kaup- mannaliöfn dagana 23—25 maí n. k. og býður þangað eimim full- trúa kirkjuleg's-líknarstarfs frá liverju liinna norrænu landanna, íslandi, INoregi, Finnlandi og Svíþjóð. Munu þeir verða gestir þingsins þessa daga. I Samband þetta var stofnað 1931, og eru í því öll aðalfjelög kirkjuleg og' stofnanir, sem líkn- arstarf liafa með höndum í Dan- mörku. | Fundarefnið heitir einu nafni: „Det kirkelige filantropiske Ai’- be.jdo eftir Socialreformen“. En ,.Sociah’eformen“ heitir hinn mildi og róttæki lagabálkur um fátækramál og mannúðarmál, sem gekk í gildi í haust sem leið í Danmörku. Ymsir þjóðkunnir líknarmála-frömuðir Dana flytja erindi á þessu þing'i um einstakar starfsgreinar. Meðai annars verð- ur þá rætt um: samvinnu milli líknarstarfs ríkis og einstaklinga, samvinnu milli Icirkjulegrar líkn- arstofnana, úndirbúningur starfs-, manna, sjúkrah.júkrun safnað- anna, verkefni bamaverndar,: björgunarstarf, vinnuhæli o. fl. Dr. Alfred Jörgensen, formaður þessa sambands, skrifar þeim sem þetta ritar, að íslenskum fulltrúa,; livort sem hann væri prestur eða ^ annar kirkjuvinur, mundi verða mjög vel fagnað á þessu þingi. Leiðin er löng’ og ferðin kostn- aðarsöm, en vera má að einhver vinur kirkjulegs lílcnarstarfs ætli til Ðanmerkur hvort sem er í vor og géti þá sótt þing'ið um leið, og flutt síðan oss, sem heima sitjum, góðar leiðbeiningar. Sjálfboðastarf að líknarmálum er hvergi á Norðurlöndum betra en í Dánmörku, og því margt af Dönum að læra í þessum efnum. Sigurbjörn Á. Gíslason. Elsti maður heimsins ætlar nú að gifta sig. Hinn 10. mars kom sú fregn frá Istambul, að Zaro Aga, sem tal- inn er elsti maður heimsins, ætli nú að kvænast í 14. sinn. Konu- efnið er 40 ára. En vegna þess, að Zaro Aga hefir ekki svo miklar tekjur, að hann geti sjeð fyrir konunni, hefir hann farið fram á það, að borgarstjórnin í Istambul liækki ellistyrk hans. Með beiðn- inni ium það lagði hann fram vottorð frá sóknarpresti sínum um það, að hann væri fæddur 1734, og ætti eftir því að vera 200 ára gamall. afimbuR*v,epsltiii P. W. Jaeobsem á Sii. Sftofnud 1824. Slmnefnli Granfuru — Carl-Lundsgade, K&benhavn C. Selur timbur í stærri og smærri aendmgum frá Kaupmhöfn. Eik til skipasDiiða. — Einnig heiila skipsfarma frá Svíþjáð. Hefi verslað við ísland i 80 ár. s: s e •t ; • •t ! • :£ HflðlBina i Iðrnvörur Laugav 25, Sími 2876 Grand-Hótel. 47. um nóttina tekið duftdós undan koddanum, áður en hún leyfði honum að kveikja. — Nú sé eg þig þó allténd, hugsaði hann með sigurtilfinningu konu- ræningjans. Hann rannsakaði andlit hennar eins og óþekkt landslag, sem hann væri á ævintýraferða- lagi um. Hann sá tvær dularfullar, eins liggjandi rákir, sem lágu frá gagnaugunum, fram hjá eyranu og niður hálsinn — örmjóar eins og þræðir og ljós- leitari en hörundið var annars. Þetta voru hégóma- ör — skurðir, sem gerðir voru í hörundið til þess að stríkka það og gera það unglegra — hann hafði oft heyrt getið um slíkar læknisaðgerðir. Hann hristi höfuðið með tortryggnibrosi. Hann lagði andlit sitt blíðlega að andliti Grusins- kaju, rétt eins og hann vildi gefa henni eitthvað af æsku sinni og krafti. Hann elskaði hana svo inni- lega, að hann sjálfur var steinhissa á því. Hann gekk burt frá rúminu aftur og stóð fyrir framan spegilinn í nokkrar mínútur, þungt hugs- andi og með hnyklaðar brýrnar. Hann var að hugsa um það, hvort ekki myndi, þrátt fyrir allt, mega takast að halda perlunum. Nei — það var ómögu- legt. Enn var hann þó fríherra von Gaigern, léttúð- ugur ungur maður að vísu, sem leitaði uppi vondan félagsskap, skuldunum vafinn, en annars heiðai’- iegur maður. Ef hann hins vegar færi héðan með perlurnar, myndu ekki líða margar klukkustundir áður en lögreglan fengi tilkynningu um það, og þá var hans tilvera sem fínn maður úti. Þá væri hann orðinn hundeltur glæpamaður eins og hver annar. Og það féll honum hreint ekki í geð. Það var alveg fyrir utan áætlun, að hann var orðinn elskhugi Grusinskaju, en það var engu að síður staðreynd, sem öllu breytti. Hann reiknaði út mögu- leikana, eins og hann hefði gert fyrir hnefleik eða tenniskappleik. Þetta var nú hans íþrótt og í þetta sinn var útlitið ekki sem bezt — öðru nær. Eins og nú var komið, var ekki hægt að stela þessum perl- um — aftur á móti mátti taka við þeim að gjöf, ef maður bara var svolítið þolinmóður. Þá er ekki annað en bíða, hugsaði Gaigern og andvarpaði -djúpt. Að þessu leyti voru yfirveganir hans af fullri skynsemi gerðar og í lagi. Hann játaði ekki fyrir sjálfum sér, að annar fiskur lægi undir steini. Vildi ekki gera sig hlægilegan fyrir sjálfum sér og öll óþarfa-viðkvæmni var honum viðurstyggð. Hann leit í spegilinn og gretti sig framan í sjálfan sig. — Jæja, í stuttu máli sagt — sagði hann við sjálfan sig — það er ekki mitt meðfæri að stela perlum frá kvennmanni, sem eg hefi sofið hjá. Eg hefi blátt áfram enga löngun til þess framar. Það er leiðin- legt — og búið talið. — Neuvjada! hugsaði hann allt í einu, með við- kvæmni, — eg sem vildi svo gjarna gefa þér eitt- hvað, eitthvað fallegt og dýrt, sem þú gætir haft á- nægju af, vesaKngurinn. Hann tók perlufestina var- lega upp úr vasa sínum. Kannske voru þær óekta, þráttfyrir allar tröllasögurnar í blöðunum, kannske voru þær alls ekki eins mikils virði og auglýsinga- skrifin vildu vera láta. Að minnsta kosti léti hann þær af hendi með ljúfu geði. Þegar Grusinskaja reyndi til að vakna, var höfuð hennar sveipað sljóleikatilfinningu eins og í þykk- an dúk. — Verónalið! hugsaði hún og lokaði aftur augunum. 1 seinni tíð hafði hún verið hrædd við að vakna, en þennan morgun hafði hún það ósjálfrátt á tilfinningunni, að eitthvað gott og unaðslegt biði hennar, þótt hun væri stundarkorn að átta sig á því, hvað það væri. Og síðan kom hún sér að því að opna augun. Fyrst sá hún dúnábreiðuna á hnjám sínum, háa eins og fjall, og síðan veggfóðrir með rauðum hita- beltis-ávöxtunum á grönnum stönglum, og af því fékk hún leiðindatilfinningu. Svaladyrnar voru opn- ar og við spegilinn stóð karlmaður og sneri að henni bakinu. Hún gat ekki séð hvað hann var að gera, — Mig var að dreyma rjett áðan, hugsaði Grus- inskaja fyrst, því hún var enn of máttfarin til að verða hrædd. — Jerilinkoff, hugsaði hún. Og allt í einu fór hjarta hennar að slá ótt og títt, en þá vakn- aði hún alveg og mundi eftir öllu. Hún drá andann með lokuðum munni, djúpt en í laumi, og allar end- urminningar nætui’innar hópuðust í kring um hana. Hún rétti höndina eftir duftinu svo lítið bar á, og tók að bera það í andlit sér. Hún fann til ánægju og vellíðanar, sem hún hafði ekki orðið vör við árum saman. — Benvenuto! sagði hún við sjálfa sig, og; svo á rússnesku: Sjelauni. Maðurinn, sem þarna stóð, gat ekki heyrt það, hann. stóð rólegur þarna með fallegu axlirnar — hann líktist einhverjum böðli hjá Signorelli, hugsaði Grusinskaja hrifin-- og var önnum kafinn við einhvern hlut, sem lá á spegiliborðinu. Hún reis upp og leit brosandi til hans. Hann var önnum kafinn við litlu handtöskuna, sem perlurnar hennar voru 1, og hún heyrði greini- - lega eitt perluhylkið smella aftur; hún þekkti hljóðið. það var ílanga bláa hylkið, sem í var festin úr fimmtíu og tveim meðalstórum perlum. í fyrst- unni vissi Grusinskaja ekki, hversvegna hún varð svona dauðhrædd við þetta hljóð. Hjarta hennar hætti að slá og svo sló það þrjú bylmingshögg svo að hana verkjaði í allan líkamann. Jafnvel varir hennar stirðnuðu, en brosið var með kyrrum kjör- um um munn hennar, enda þótt andlit hennar yrði kalt og skjallhvítt. — Hann er þá þjófur, hugsaði Grusinskaja, með fullri rænu; og þessi hljóða og ákveðna hugsun stakk hjarta hennar eins og hnífur., Hún fékk þá hræðilegu tilfinningu, að á hana hefði verið leikið og fann til blygðunar, hræðslu, haturs og reiði — það var hræðilega sárt. Og jafnframt kom hinn hyldjúpi veikleiki, að hún vildi ekki horf- ast í augu við sannleikann og viðurkenna hann,. heldur flýjá á náðir lýginnar. — Que faites-vous? hvíslaði hún að bakinu á böðlinum. Sjálf þóttist hún æpa orðin upp, en í raun og veru hvíslaði hún með stirðum vörunum:--------- Hvað ertu að gera? Gaigern brá svo, að hann snarsneri sér við og hræðslu svipur hans talaði eins greinilegu máli og játning hefði gert. Hann hélt í hendi sér litla, ten- ingslagaða hylkinu, sem hringur var geymdur í, en litla handtaskan var opin og perlufestin lá á gler- ■ plötunni á spegilborðinu, — Hvað ertu að gera þarna? hvíslaði Grusinsk- aja aftur og brosið á afmynduðu fölu andlitinu, var óendanlega dapurlegt. Gaigern skildi hana þegar í stað, og aftur kom meðaumkunin með henni brennheit. Hann harkaði af sér með rnestu karl-- mennsku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.