Morgunblaðið - 19.06.1935, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.06.1935, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 19. júní 1935. MO R.GUN Bl AÐli) 3 ’ — Atök stjórnmálaflokkanna á landsmálafundunum. Það eru fjármálin og atvinnu- málin, sem mest kveður að. Fjármálaóstjórn rauðliða stefnir He.imsk,fn ,ríður-ekki ein- þjóðarbúskapnum í beinan voða.' Atvinnuvegimir og afurðasalam. Stjórnipálamennirnir ferðast nú út um bygðir landsins og skýra þjóðinni frá viðhorfinu í stjórnmálunum, hver frá sín- um bæjardyrum sjeð. Stjórnarflokkarnir hafa ráðið tilhögun fundanna að þessu sinni. Þeir hafa boðað marga fundi samdægurs í sama hjeraði, rjett eins og um framboðsfundi væri að ræða. Þetta hefir orðið til þess, að meira flaustursverk hefir orðið á fundunum, en ella hefði orð- ið, ef fundirnir hefðu verið færri og stærri, og þeim ætl- aður lengri tími á hverjum stað. Þessi tilhögun fundanna hefir mælst illa íyrir meðal fólksins í sveitunum; það vill gjarna koma á fundi, þar sem eitthvað er um að vera, mikill mann- fjöldi saman kominn og stjórn- málamennirnir fá góðan tíma til þess að ræða málin. En það er skiljanlegt frá sjónarmiði rauðliða, að þeir hafi kosið að flaustra fundun- um af og fara sem mest á hundavaði yfir málin. Rauðu flokkarnir standa nú évo herfilega að vígi, að þeir þola ekki málefnalegt gagn- rýni. Þar standa þeir berstríp- aðir, með svikin kosningalof- orð bak og fyrir. Þess yegna kusu þeir flaust- ursverkin á fundunum. Fjármál. Nú sem fyr eru það fjár- málin, sem mikið eru rædd á fundunum, enda eru það þau, sem mestu máli skifta fyrir þjóðarbúskapinn. Sjálfstæðismenn bera þung- ar sakir á rauðliða fyrir með- ferðina á fjármálunum, enda er skemst frá að segja, að þar stefnir í beinan voða. Allír þekkja þá feikna erfið- leika, sem þjóðin hefir átt við að stríða síðustu árin. I|es8um erfiðleikum mætti stjórn rauðliða þannig á haust- þinginu, að hún lagði fyrir þing ið útgjaldahæsta fjárlagafrum- varp, sem fram hefir verið bor- ið á Alþingi. Og ekki nóg með þáð, að stjórnin legði frum- varpið fram, Iheldur keyrði hún það í gegn um þingið, með talsverðum hækkunum. En stjórn rauðliða Ijet ekki þar við sitja. Hún hjelt þessum leik áfram á þinginu í vetur. Þar lagði hún fram enn hærra f járlagafrumvarp og mun hugsa sjer að keyra það í gegn á haustþinginu. Menn spyrja: Hefir ástandið í landinu batnað svo undanfar- ið, að forsvaranlegt geti talist að afgreiða slík fjárlög? Eru horfurnar bjartari? Hefir gjaldþol þegnanna og atvinnu- veganna aukist? Eru markaðs- horfur fyrir afurðir atvinnu- veganna batnandi? Er gjald- eyrisástandið betra? Eða er lánstraust landsins betra og batnandi? Nú veit aliur landslýður, að ekki er hægt að gefa játandi svar við einni einustu þessara spurningu. Ber það þá ekki vott um fá- visku, meiri en góðu hófi gegn- ir, að keyra slík fjárlög fram út í bersýnilega vitleysu? Rauðu flokkarnir hafa því einu til að svara, að slík fjár- lög þurfi þeir að fá, til þess að geta stjórnað. Það er vitanlega rjett, að með þeirri taumlausu eyðslu á öllum sviðum, sem átt hefir sjer stað undanfarið, veitir ekki af háum fjárlögum. En hefir þjóðin ráð á, að auka útgjöldin til nýrra em- bætta, opinberra starfsmanna og bitlinga um 8 0 0 þ ú s . krónur árlega, eins og núverandi stjórn hefir gert það eina ár, sem hún hefir setið? Vissulega hefir þjóðin ekki ráð á þessu. Skattamálin. Náskyld fjármálunum eru skattamálin. Þar hafa rauðu flokkarnir einnig spent bogann svo hátt, að til stórvandræða horfir fyrir sveitar- og bæjarfjelögin. Það eru sósíalistar, sem hafa ráðið þessu skattabrjálæði stjórnarinnar. Þeir hafa sí og æ verið að prjedika háa, beina skatta á „hátekjur og stóreign- ir“. — Þegar svo grímuklæddur sósíalisti settist í fjármálaráð- herrastólinn, var takmarkinu náð. Tekju- og eignarskattur- inn var hækkaður um 80-— 150%. En það gleymdist, að láta skattinn eingöngu hvíla á „hátekjum og stóreignum“; hann hvílir tiltölulega þyngst á lág- og miðlungstekjum og eignum. Svona varð nú þetta í fram- kvæmdinni. Og þótt skattskrárnar liggi nú frammi almenningi til sýnis, halda rauðliðar því enn að fólkinu, að það sjeu eingöngu „hátekju- og stóreignamenn“, sem greiði skattinn. Sjálfstæðismenn hafa þungar sakir á stjórnarliðið út af með- ferðinni á stærsta atvinnuvegi landsmanna, sjávarútveginum. Þeim atvinnuvegi hafa rauð- liðar sýnt hvort tveggja jafn greinilega: skilningsleysi og fullkominn fjandskap. Er þar átt við þær undir- tektir, sem skuldaskilasjóðs- frumvarp Sjálfstæðismanna fekk hjá rauðliðum á tveim síðustu þingum. Sami skilningsskortur og fjandskapur kom einnig fram hjá rauðliðum á Alþingi gagn- vart Fisksölusambandinu, þótt þar rættist betur úr en á horfð- ist, sakir þess að Haraldur Guðmundsson atvinnumálaráð- herra fann til ábyrgðarinnar, þegar alvaran sýndf sig. Ýmsir væntu góðs af lög- gjöfinni urn afurðasölu land- búnaðarins, sem sett var með samvinnú allra flokka. En stjórnin framkvæmdi þessi íög svo þjösnalega þegar í upphafi, að árangur^p var vprri en enginn. Sjerstaklega á þetta við um mjólkurlögin, enda gerðu stjórnarflokkarnir pólitískan samning um þau lög, Aður en til framkvæmda komu. í þeim samningi var ákveðið, að bænd úr skyldu greiða skatt til hinn- ar pólitísku starfsemi sósiaiista í Reykjavík (sbr. brauðasamn- ingurinn). Það hefir einnig berlega komið í ljós, að kjötlögin þurfá mikilla endurbóta. Sjer- staklega verður að kref jast þess, að þeim bændum sem greiða verða skatt í verðjöfn- unarsjóð, sje trygð vernd á þeim innlenda markaði, sem þeir hafa búið að. Þessa Var ekki gætt sd. haust og vetur, og þess vegna hafa safnast fyr- ir hjer í Reykjavík feikna Ifírgð ir áf kjöti, sem stórspilla fyrir á markaðinum í sumar og setja kjötverslun sunnlenskra bænda í hættu í framtíðinni. Eysteinn, Að lokum þykir rjett að minnast lítillega á framkomu Eystejns Jónssonar, fjármála- ráðherra rauðu flokkanna. Á síðastliðnu hausti tók hann 12 miljóna króna ríkislán í Englandi. Nálega öllu því fje var varið til. þess að greiða á- fallnar skuldir, innan lands og utan. í sambandi við lántöku þessa varð Eysteinn að gefa Bretan- um þá yfirlýsingu, að hann 5trokufangarnir ganga^Iausir ennþá. £* - Komu í gaerkuelöi að 5elkoti í Ping- uallasueit og fengu mat. 11 manna Iögreglusueit Ieitar þeirra. Strokufanginn sí- skrifandi. í gærkvöldi voru stroku- fangarnir frá Litla-Hrauni, þeir Magnús Gíslason og Vernharð- ur Eggertsson, ófundnir. Á Kárastöðum gleymdi, eða skildi Vernharður eftir vasa,- bók sína. Hafði hann ritað í hana lýsingu á ferðalagi þeirra fjelaga frá því þeir brutust út úr vinnuhælinu. Segir þar, eins og menn grun aði, að þeir hafi brotist inn í skála vegavinnumanna í Hvera gerði og stolið þar skóm. Meðal annars er sagt frá því að þeir hafi drepið kjóa með grjótkasti og etið hann hráan. Höfðu þeir með sjer eldfæri en tókst ekki að kveikja^eld. Friðþjófur Óskarsson var yf- irheyrður í gær og ber frásögn hans saman við dagbók Vem- harðs. Vernharður hefir verið sí- skrifandi á meðan hann var fangi á Litla-Hrauni og skrifar Magnús Gíslason. langa reyfara um glæpamenn og glæpamál. í fyrradag voru sendir hjeð- an 8 lögreglumenn til að leita strokufanganna og hafa þeir leitað viðstöðulaust án þess að verða nokkurs vísari. Strokufangarnir komu að Selkoti í gær. skuldbindi sig til að taka ekki fleiri erlend ríkislán, meðan hann væri fjármálaráðherra og engar ríkisábyrgðir að veita. Á fundunum hefir Eysteinn fjármálaráðherra viljað kenna Sjálfstæðisflokknum um, að svona er komið. Þó veit f jármálaráðherrann mjög vel, að á árunum 1924---- 1927 — þegar Sjálfstæðisflokk urinn fór með fjármálin — voru ríkisskuldirnar 1 æ k k - a ð a r um meira en þriðjung. Síðan hafa núverandi stjórn- arflokkar farið með fjármálin. Það er því þeirra að svara til saka í þessu máli. Og sakirnar eru þungar. Skuldbinding sú, sem Ey- steinn f jármálaráðherra varð að gefa Bretanum, ætti að vera alvarleg áminning til rauðu flokkanna, að breyta um fjár- málastefnu. En Eysteinn fjármálaráð- herra sýnist ekkert hafa lært. Hann hampar sínum útgjalda- hæstu fjárlögum og enn hærra fjárlagafrumvarpi og tekur undir són sósíalista: Hátekju- menn og stóreignamenn eiga. að borga! Én þegar þessir „hátekju- og stóreignamenn“ ekki finnast lengur —- hvað tpkur þá við? Með sama framhaldi er ekki annað sjáanlegt, en að íslenska ríkið verði komið undir fjár- málaeftirlit útlendinga innan fárra ára — og á ð u r en þjóðin ætlaði að stíga síðasta sporið í sjálfstæðismálinu. Að þessu hlýtur að reka, ef rauðu flokkarnir halda áfram sinni heimskulegu stefnu í fjármálum. í gærkvöldi kl. að ganga níu var hringt til lögreglunnar hjer í bæ og henni tilkynt að stroku fangarnir hefðu komið að bæn- úm Selkoti í Þingvallasvéit. Að þeim bæ er um klukkutínia gangur frá Kárastöðum. Fengu þeir þar mat og er þeir höfðu lokið snæðingi heldu þeir aftur til fjalls. Fólkið í Selkoti hafði verið varað við strokuföngunum, en það óttaðist þessa vandræða- menn og þorði ekki annað en veita þeim beina. Fleiri lögreglu- þjónar sendir austur. Þegar lögreglan frjetti uni ferðir strokufangann í gær- kvöldi voru strax sendir fleiri lögregluþjónar austur. Leita 11 lögregluþjónar í ná- grenni Kárastaða í nótt. Og þar sem sjeð er að piltarnir halda sig þar í námunda má búast við að þeir verði handteknir í nótt ef þeir hafa ekki því betri felustað. Skólabarnaferð frá Akareyrí að Hallormssiað. Hallormsstað, 18. júní. FÚ. 1 gærkvöldi komu að Hall- ormsstað 4 bifreiðir frá Akur- eyri með 62 skólabörn og 3 kennara í náms- og skemtiför. Börnin láta vel yfir ferðinni. Undanfarinn hálfan mánuð hefir verið mjög kalt á Hjer- aði og marga daga kastað úr jeljum niður í bygð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.