Morgunblaðið - 19.06.1935, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.06.1935, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 19. júní 1935, WÖRGlTNSIkAmfi » Frí Plawiel taarÉi írá Krossavík í Vopnafirði. Frú Margrjet andaðist á Vopna- firði 4. þ. m., 77 ára að aldri. Margrjet í Krossavík var hún jafnan nefnd í sveít sinni, og liljómur var í nafninu, það vakti lilýju í liuga sveitunga liennar, jjjegar það var nefnt. Orsakir til Mafgrjet G-unnarsdóttir. jþess voru margar. Hún var hús- freyja á einu höfuðbóli sveitar- innar, þar sem margir komu og nutu gestrisni; hún var móðir ■efnilegra og góðra barria og um- hyggjusörn fósturmóðir margra fósturbarna; hún var glæsileg kona og virðuleg í allri fram- .göngu, og virt af öllum og vel metin vegna mannkosta og góðra hæfileika. Margrjet var ein hinna mörgu systkina frá Brekku í Fljótsdal á Hýeraði, fædd þar 23. maí 1858, •■dóttir merkishjónanna Gunnars Gunnarssonar bónda og Guðrúnax' Hallgrímsdóttur, konu hans. Lifa nú aðeins tveir bræður af systkin- um þessum, síra Sigurður Gunn- arsson præp. hon. í Reyltjavík, nú -87 ára gamall, og Gunnar H. ■Gunnarsson fyrverandi hrepp- stjóri á Ljótsstöðum í Vopnafirði, faðir Gunnars skálds Gunnars- sonar. Margrjet giftist árið 1880 dör- ■gen Sigfússyni, Stefánssonar pró- fasts Árnasonar að Valþjófsstað. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau «ð Skriðuklaustri hjá foreldrum Görgens, síðan að Ási í Fellum -árin 1884—1893. Fluttust þá að lírossavík í Vopnafirði, er Jörgen keypti árið 1893. Bjuggu þau þar þar til er Jörgen andaðist 7. á- gústl928. Þau eignuðust 6 börn ■og eru þrjú þeirra á lífi: Sigmar, "búfræðingur og bóndi í Krossa- vík; Jóhanna, gift Sigurði kenn- ara Heiðdal, nú hælisstjóra á Eyr- íirbakka, og Ásrún, gift Ólafi Methúsalemssyni kaupfjelags- stjóra á Vopnafirði. Tvær dætur mistu þau hjónin lcornungar, en Guðrún dóttir þeirra var kenslu- kona um nokkur ár, síðan hús- freyja í Syðrivík, gift Steindóri Kristjánssyni bónda, mjög mikil- liæf kona og elskuð af öllum, er henni kyntust; en hún andaðist fyrir 14 árum. — Fósturbörn þeirra hjóna voru Björn Guð- -mundsson, er varð bóndi á Skjal- þingsstöðum, nú látinn; Margrjet Ólafsdóttir, gift húsfreyja á Vind- felli, og Guðfinna Þorsteinsdóttir, ■gift húsfreyja í Teigi í Vopna- firði, auk margra unglinga, er lijá þeim dvöldu lengri eða skemri tíma, við sömu aðbúð, ástúð og umhyggju og þeirra eigin börn. Höfðu þau hjónin Jörgen og Mar- grjet allumfangsmikið bú bæði í Ási og Krossavík, og voru af öll- um vel metni. Hjónabandið far- sælt, gestrisni og hjálpfýsi mikil. Jörgen var lengi oddviti í hinum fjölmenna og víðlenda Vopna- fjarðarhreppi, ljet og önnur inn- anhjeraðsmál mjög til sín taka. Margrjet stundaði heimilið með um ve] metin. Hjónabandið far- henni var svo eiginleg, enda var hún prýðilega gefin til sálar og líkama, fagurlega limuð, fríð sýn- um, svo orð fór af, listfeng, er til handanna kom, hjartagæskan, friðarlundin og trygðin frábær, og skapfesta engu síður. Fram- koman öll prúðmannleg, enda hafði hún notið góðrar mentunar í axsku, bæði í foreldrahúsurn og einnig í Reykjavík. Þegar jeg árið 1899 fluttist sem prestur til Vopnafjarðar, var Krossavík eitt af þeim góðu heim- ilum sveitarinnar, sem jeg fljótt kjuitist. Það var gott að koma þangað og gista þar. Að vísu voru hjónin næsta ólík í jdri fram- komu, að minsta kosti við fyrstu kynningu, hann fátalaður, hún fljótteknari og hlýrri. En ágætur drengur reyndist Jörgen við nán- ari kynningu og var gott að vera í samvinnu við hann. Það var bjart yfir Krossavíkurheimili á þeim árum, en seinna syrti að. Fyrst urðu þau hjón fyrir þeirri sorg, að sjá á balc Guðrúnu dótt- ur sinni; þá druknaði Björn fóst- ursonur þeirra. 1928 misti frú Margrjet svo mann. sinn, og dvaldi síðan ekkjuár sín idð ástúðlega aðbvlð hjá dóttur og tengdasyni á Vopnafirði. Þar andaðist hún og hlaut fagurt og friðsælt andlát. Það, sem mest einkendi frú Margrjeti í mínum augum, var friður sá og rósemi, sem mjer fanst ávalt vera kringum hana, og ástúðin, sem frá henni streymdi Mjer fanst altaf b.jdEP yfir henni, einnig síðast, þegar jeg sá hana, eftir að harmur og erf- iðleikar höfðu heimsótt hana. Og jeg var ekki í neinum vafa um, hvaðan birta svi stafaði. Það var trúin, sem bjó í hjarta hennar, sem stráði geislum yfir líf hennar, bæði á góðu dögunum og hinum erfiðu. í þeirri birtu geymi jeg minningu hinnar mætu konu. 15. jiíní 1935. Sigurður Sívertsen. Æfisaga Lawrence á kvikmynd. Alexander Corda ætlar að gera kvikmynd af ævisögu Lawrence ofursta. Hafa myndasmiðir þegar verið sendir til Arabíu að taka þar ýmis atriði myndarinnar. Fyrst verður í myndinni lýst æskuárum Lawrence í Oxford, því næst þegar hann var forn- fræðingur í Litlu Asíu. En aðal- kjarninn verður lýsingin á starfi lians í heimsstyrjöldinni. Mikill hluti myndarinnar verður tekin í Trausjordaníu, þar sem hann stjórnaði Aröbum í stríðinu gegn Tyrkjum. Leslie Howard á að leika hlut- verkið Lawrence. Runólfur Halldórsson fyrv. hreppstjóri á Syðri-Rauðalæk. 14. þ. m. voru til moldar bornar að Árbæ í Holtum jarðneskar leif- ar Runólfs Halldórssonar hrepp- stjóra á Syðri-Rauðalæk í Rang- árþingi. Runólfur á Rauðalæk var yfir sex tugi ára einn stærsti og merkasti bóndi á Suðurlandi. Hann var fæddnr á Syðri-Rauða- læk 23. nóv. 1850, sonur hjón- anna Halldórs Halldórssonar og Elínar Tómasdóttur er þar bjuggu. Þegar hann var 21 árs, byrjaði hann búskap á Rauðalæk á móti föður sínum, í fyrstu mjög efnalítill, en brátt kom í ljós hjá honum hagsýni, ráðdeild, fyrir- liyggja og dugnaður í ríkum mæli, og leið því eigi á löngu að hon- um græddist fje. Var hann alla- jafna alla sína löngu búskapartíð, ekki aðeins efnaðasti bóndi sveitar sinnar — og oft bjargvættur fá- tækra þar og víðar, þegar fokið var í flest skjól — heldur og í sýslunni. Ábýlisjörð sína prýddi hann og' bætti svo, að því hefir verið við brugðið, og öll umgengni á heimili hans utan bæjar og inn- an, var sannkölluð fyrirmynd. Runólfur var ágætur húsbóndi, enda belst honum vel á hjúum. Hann var fjörmaður, og skemti- legur í viðræðum, hestamaður góður, enda átti liann oft ágæta hesta og- fór vel með þá. Vel fylgdist liann með tímanum, og tók opnum örmum öllum breyting- Um í búnaði, sem urðu um hans daga, ef hann áleit þær til bóta. Runólfur gengdi öllum trúnað- arstörfum sem venja er að fela bændum. Var hreppstjóri og odd- viti í fleiri áratugi, sýslunefndar- maður, safnaðarfulltrúi, deildar- stjórí, fjái’haldsmaður ómyndugra með fleiru. Það mátti með sanni segja að liann hefði óskorað traust allra samtíðarmanna sinna er til hans þektu. Skarð slíltra manna sem Runólfs á Rauðalæk er vandfylt. Hann var sómi sinnar stjettar, og hin besta fyrirmynd ungum mönnum. Kona lians var Guðný Bjarna- dóttir frá Efri Rauðalæk, dugnað- ar og myndarkona; er hún látin fyrir nokkrum árum. Börn þeirra eru: Gunnar hrepp- stjóri á Rauðalæk, og Valgerður, sem hefir stjórnað búi föður síns undanfarin ár. Nokkur börn ólu þau hjón upp, bæði skyld og vandalaus. Far þú í guðsfriði burt úr þess- ari tilveru, minn tryggi og góði vinur Runólfur Halldórsson. — Hafðu hjartans þökk fyrir öll þau kynni sem jeg liafði af þjer, — og- inunu margir það sama segja — og alt gott sem þú gerðir hjer vor á meðal. Guð almáttugur taki nú á móti þjer, og láti góðar verur og göfugar leiðbeina þjer áfram til fullkomnunar í löndum lifenda. Vinur. Gagnfræðaskóla Reykjavíkur átti að segja upp í gæi', en því var frestað þangað til kl. 2 í dag. — Skólauppsögnin fer fram í Bað- stofu iðnaðarmanna. Ný íslandslýsing á Þýsku. Dr. Walter Iwan: Island, Studien zu einer Landes- kunde, Stuttgart. 1935. Vjer fslendingar eigur að rann- saka land vort sjálfir sem best, °g vjer þurfum að vera nýtnir á öll tækifæri til að breiða út þekk- ingu á því meðal annara þjóða. Vjer megum helst ekki una því, að fróðir menn erlendir viti aðeins það tvent um ísland, að þar sje hver, sem heitir Geysir og eld- fjal;l, sem lieitir Hekla. Á öld hins óskoraða auglýsingavalds skilja flestar þjóðir, hverja þýðingu það hefir, að þekking á landi þeiri’a sje breidd út sem best. Ot- ar þar hver sínu óspart fram. Nú er það altaf nokkrum tak- mörkunum bundið, hve oss íslend- ingum tekst að breiða sjálfir út þékkingu á landi voru. Ber margt til þess. Megum vjer því vera þakklátir þeim erlendum mönn- um, sem slíkt gera fyrir oss, ef til þess verks er vandað. Sumrin 1927 og 1928 ferðuðust um ísland tveir ungir þýskir vís- indamenn. Heitir annar þeirra Walter Iwan. Fóru þeir bæði um bygðir og óræfi, dvöldu í Fróðar- dölum um hríð, og í Krýsuvík og víðar, fóru loks út á íslenskt fiski- skip og kyntu sjer aflabrögð. Bh'tist nú í sumai' árangurinn af ferðum þessum og þeim rann- sóknum, er við þær eru bundnar. Það er bók sú, sem að ofan getur. Eins og nafnið bendir til er hjer um drög að lýsingu íslands að ræða. Auk þéirra rannsókna er höfundur gerði sjálfur, liggur bókinni til grundvallar rækilegur lestur alls hins merkasta, sem um efnið hefir verið ritað. Er þar stutt yfirlit yfir jarðfræði lands- ins og myndun, loftslag og jurta- gróður, landslagslýsingar og loks stuttur kafli um þjóðina og henn- ar hætti. Iljer er þjappað saman á þjett- prentaðar 150 síður tiltölulega miklum fróðleilc um ísland, en í svo stuttu riti er, eins og við má búast, víða fljótt yfir sögu far- ið. En úr því bætir yfirgripsmikil ritskrá, sem vísar lesandanum á, hvar nánari upplýsinga sje að leita um sjerhvað það, sem á er drepið. Bókin er því þannig úr garði gerð, að þeir, .er langar að fræðast um ísland geti að ágrip- inu lesnu snúið sjer beint að þeim heimildum er til eru um þau at- riði, er þeir kynnu að vilja fræð- ast betur um. Getur ritskráin 623 rita og ritgerða eftir íslenska menn og erlenda — á íslensku. Norðurlandamálum, ensku þýsku og frönsku. Öil ber bókin þess merki, að mikil vinna hefir verið í hana lögð, og mun höfundur gæta allr- ar varúðar í dómum sínum um þau atriði, er fræðimenn greinir á um eða enn eru lítt rannsökuð. Bókina helgar hann minningu Þorvaldar Thoroddsen, „er með þrautseigum og rækilegum rann- sóltnum sínum lagði öruggan grundvöll undir landfræði fs- lands“. Landfræðistofnun Berlínarhá- skóla hefir gefið bókina út og er henni þar með skipað í röð vís- indarita. Enda þótt Þjóðverjar hafi allra erlendra manna mest ritað um Island, svo margt sje hægt að lesa á þýsku um íslensk efni, auk þess sem íslendingar sjálfir hafa þar eftir sig látið, hefir dr. Iwan unnið þarft verk og þakkavert með þessu riti. Rækt sú við fomger- manskan menningararf, sem þjóð- ernisjafnaðarstefnan boðar, vekur þá löngun hjá fleiri og fleiri Þjóðverjum að vita einhver déíli á landinu, þar sem Ljóðaedda fæddist. Mun þá þessi íslandslýs;- ing handhægur leiðarvísir, svo langt sem hún nær. Kn. A. Skólamyndlr Dybdahls. Skýringar eftir Árna Friðriksson. Fyrir nokkru komu út hjá bóka- verslun Guðmundar Gamalíelsson- ar skýringar á skólamyndum Dyb- dalils í heilsufræði og dýrafræði. Hefir mag. Árni Friðriksson samið þær. Þetta var þarft verk. Mynd- irnar hafa um nokkur ár verið notaðar í kenslu í skólum lands- ins, en þeim hafa aðeins fylgt ófuH komnar skýringar á norsku máli. í raun og veru eru þessar skýr- ingar Árna heil kénslubók. Hún liefst með formála liöfundar, þá fylgir inngangur um sellnna, um breytingu og’ þróu’n dýraríkisms, um skyldleika dýranna og um vefi. Því næst koma 5 flokkar. í fyrsta flokki eru skýringar á veggspjöld- um, sem á eru myndir af líffær- um mannsins. í öðrum flokki eru myndir af spendýrum, í þriðja flokki af fuglum, í fjórða flokki af skriðdýrum, froskdýrum og fiskum og loks í fimta flokki af lágdýrunum (hryggleysingjun- um)- Er bókin hin vandaðasta að öll- um frágangi, um efni og niður- skipan þess, mjög þörf, og eiga því bæði höfundur og útgefandi þakkir skilið fyrir liana. J. Hundur tefur ferðamannaskip. Fyrir skömmu var ameríska ferðamannaskipið „Britannic" á leið frá Englandi til Le Havre. Þá vildi það til að kjölturakki fell fyrir borð. Skipið var stöðvað eins fljótt og kostur var á, en þá höfðu tveir fiskimenn á báti bjarg að hundinum og reru með hann til lands. En það mátti ekki við gangast, því að um leið og hund- urinn kom á land í Englandi, vaið að setja hann í 6 mánaða sóttkví. Það var því sent loftskeyti til stöðvarinnar í Calshot o'g beðið um að senda skip á móti bátminí, ná í hutidinn og koma með hann til „Britannic". Og á meðan beið hið 30.000 smálesta stórskip. Að lokum kom björgunarbátur með liundinn, og þá gat skipið haldið ferðinni áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.