Morgunblaðið - 18.09.1935, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.09.1935, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikud. 17. sept. 1935. iniinrr-- -----------...... Sneypuför rauðliOa. Verðskulduð fyrirlitning parinnar á forsprökkum stjórnarliðsins. Það er gaman að lesa frá- sögn stjórnarblaðanna urn i landsmálafundina í Vestur-j Skaftafellssýslu. — bæði þá, sem haldnir voru, og ekki síð- ur hina, sem halda átti, en nið- ur fjellu af því, að enginn hjeraðsbúa nenti að hlusta á aðkomumennina. Fundi þessa, 7 alls, hafði Tímaliðið boðað með magt og miklu veldi. Að sjálfsögðu vildu sósíalistar ekki láta undir höf- uð leggjast að sýna bændum austur þar sitt húsbóndavald yfir Tímaliðinu og gerðu því út lið sitt til fararinnar — Sjálfstæðismenn tilkyntu hinsvegar, að þeir mundu ekki senda menn til þessara funda vegna þess að enn væru bænd- ur í önnum við heyskapinn, og tók Bændaflokkurinn í sama streng. Ekki ljetu rauðliðar sjer segjast við þetta, og töldu víst að bændur eystra myndu ekki sitja sig úr færi að heyra mál slíkra mektarmanna, sem ,,for- ingja“ stjórnai-liðsins, og lagði nú heila hersingin — hálfur annar tugur þessara framúr- skarandi foringja upp í 3—4 daga leiðangur, allir í ríkisbíl- um á ríkis kostnað Og flestir á ríkislaunum. Var nú haldið sem leið ligg- ur austur á Síðu og ,,foringj- unum“ dreift um alt hjeraðið, og skyidi nú svei mjer sverfa að ,,íhaldinu“. En þegar austur kom, byrj- uðu vonbrigðin. Aðkomumenn heyrðu ávæning af því, að úr því Sjálfstæðisflokkurinn sendi enga fulltrúa, og vegna hey- anna mundi fundarsókn verða lítil, en talið var þó, að ein-v hverjir rnundu koma, ef til vill þó meir til að sjá aðkomu- menn, en heyra þá. Alt fór þetta þó enn ver en á horfðist. — Þrír fundanna fjellu með öllu niður, vegna þess að enginn mætti, að und- anteknum þó sínuni „foringj- anum“ írá hvorum flokknum, Tímaliðinu og sósíalistum. — Húktu þeir um hríð að húsa- baki, en höfðu sig siðan á brott. Voru sumir ekki upplitsdjarfir, og er Tíma-Gísli talinn meðal þeirra. Á tveim stöðum varð fund- arfært, vegna þess, að þar var von á Gísla Sveinssyni alþm. og Lárusi Helgasyni bónda á Klaustri, en aðrir tveir fundir voru haldnir yfir 10—15 sálum, og er þrautsegja sú til verð- ugs hróss, jafnt ræðumönnum sem áheyrendum. Það er nú von að lötum mönnum, sem mikið ætluðu á sig að leggja til að ófrægja Sjálfstæðismenn, þyki afrakst- urinn lítill, er nær enginn fæst til að hlýða á mál þeirra, og þótt ekki bagi samviskusemi, getur vel verið að einhver hafi þó hugsað sem svo, að betur hefði mátt verja þeim hundi*- uðunum úr ríkissjóði til flokks þarfa. Og verst af öllu var þó háðungin, skömmin, — þessi tilkynngin tii alþjóðar um að bændur nenna ekki lengur að hlusta á gaspur rauðliða. Víst er um það, að vont er skapið, en þó er að vanda reynt að ljúga sig frá skömminni. Drengkjáninn, sem fer með ritstjórn Alþýðublaðsins, slær því fyrst föstu, að „íhaldið þori ekki að mæta,“ en viðurkennir svo í sömu grein rökin fyrir fjarveru Sjálfstæðismánna, með því að segja: „Af þessum sjö fundum fjellu þrír niður. Var það vegna þess að nokkurt hey var úti og fólk þar því í önn- um.“ Tímaljósin eru líka á flökti. Hallmæla þau Sjálfstæðismönn- um fyrir fjarveruna, og segja að þeir hafi ekki þorað til funda. Segir dagblað þeirra: „Hjer syðra er þetta látið heita svo, að íhaldið vildi ekki tefja bændur frá heyvinnu.“ Rjett fáum línum neðan í sömu grein eru gáfnaljósin farin að dofna, því þar stendur: „Ástæð- ur fyrir að fuádir fjellu nið- ur, voru sumpart þurkurjnn . . .... og þá einnig hitt, aS ekki var von á fuíltrúum nema sumra stjórnmáIafIokka.“ Þetta er rjett. En í því ligg- ur þá sú tvöfalda játning, að rök Sjálfstæðismanna fyrir því sækja ekki fundina, þ. e. a. s„ heyannir bænda, eru rjett. Og jafnframt hitt, að þegar ekki er von á fulltrúum frá Sjálfstæðisflokknum, koma bændur ekki á slíka fundi, enn síst þegar heyannir eru annars vegar. Heiitiiblöðin ræða Gyðingamál- in í Þýskalandi. KAUPMANNAHÖFN 1 GÆR. EINKASIŒYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Flokksþingi Nasista í Num- berg er lokið. í frönskum blöðum er bent á það, að löggjöfin urn Gyðing- ana, sem samþykt var í ríkis- þinginu í gær, beri vott um að stefna Streichers, Gyðinga- óvinarins alkunna, hafi borið hærra hlut yfir stefnu Schachts — En Schacht hefir eins og kunnugt er hvað eftir annað varað við Gyðingaofsóknum, þar sem þær hafi í för með sjer viðskiftalegt tjón fyrir Þýskaland. Franska blaðið Journal des Debats 'skrifar, að farið sje rneð Gyðingana í Þýskalandi eins og með holdsveika á mið- öldum, og lágstjettirnar í Ind- landi nú á dögum. MEMEL OG HITLER Ensk blöð ræða vingjarnlega þann hluta af ræðu Hitlers, þar sem hann ákærir Lithauen. Segja þau að ákæran sje rjettmæt og að Hitler hafi stilt orðum sínum í hóf. Evening Standard, blað Beaver brooks, telur að Gyðingalögin muni hafa þatí áhrif, að samúð með Gyðingum fari vaxandi um allan heirrt. Páll. Eimskipafjelag Reykjavíkur h.f. S.s „KATLA“ í GENOVA 23. sept. S.s. „HEKLA“ í YALENCIA • 7. okt. í BARCELONA 10. okt. í NAPOLI 15. okt. Bæði skipin taka flutning til Reykjavíkur. Viðkoma á öðr- um höfnum í leiðinni ef nægur flutningur fæst. Faaberg & Jakobsson Sími 1550. ——iumnnTiiimfHii wraM—w— t—iitnain iitwiii ■■iwwarrwaiBaa»«mwvrrT*TfTirj^ryaTO^'qa^ttWBP» Tilboð óskast í hluti þá, er bjargast hafa frá breska botnvörp- ungnurn „LINCOLNSHIRE“, annaðhvort í heild eða í hvern einstakan hlut, eins og þeir nú fyrirfinnast. Aðal- hlutirnir eru trawl-vinda, akkerisvinda, akkeri, festar, kompásar, gálgar og margt fleira. Nákvæm skrá yfir hlutina til sýnis á skrifstofu TROLLE & ROTHE, h.f., Eimskipaf jelagshúsinu, sem veita móttöku væntanlegum tilboðum hið fyrsta. Er ve! að biflmga lýðurinn á ríkisjötunni fái þess óræk vitnl, að þeir eru fyrirlitnir í sveitum landsins, og að sú stjórn, sem keypt hefir hylli þeirra og þjónkan, er nú fylg- issnauð og fyrirlitin af al- þ jóð, meðal marg3 annars af því, hvernig hún hefir gefið þeim sjálfum á ríkisjötunni. Er nú þess að vænta, að stjórnarjiðinu skiljist að hjeðan af, er eins varlegt að boða fundi í samráði við og með samþykki Sjálfstæðisflokksins. Annars verður fundarfall.' Koiniiin licii Heimsóknartími eins og áður á verkfrseðiáskrif- • , ÍOíli.'íiii.ilt' stofunni í Hafnarstræti 5, frá kl. 10—12 og 1*4—7. Guðxiiiindiir Jónssoo, verkfræðingur. Silfurbrúðkauþ eiga í dag jtaka í géstrisni og hjálpsemi ef hjónih Sigríður J'ónsdóttir og ! til þeirra er leitað. Þeirra mörgu Björn Guðjónsson Heimagötu 30 vinir óska þeim t>l liamingju í til- í Vestmannaeyjum. Þennan ald- efni af þessu afmæli þeirra, og arfjórðung liafa þau búið í Vest- vona að liamingjan leiði þau nú mannaeyjum og áuunið sjer mikla frá silfurbrúðkaupi í gullbrúð- vinsemd og virðingu hjá samborg- kaupsstólinn. urum sínum, enda eru þau sam- Kunnugmr. Iðnaðarmannafjelagið í Reykjavík heldur aukafund í Baðstofunni, föstudaginn 20. þ. m„ kl. 8*4 síðdegis. FUNDAREFNI: Lóðarmálið. STJÓRNIN. Húsið nr.10 viðBárugötu er til sölu nú þegar. Upplýsingar eftir kl. 1 daglega, næstu daga. Ólafía Torfason. Reykjavik. Dalir. Hólmavfk. Hraðferðir í sambandi við Laxfoss um Borgarnes. Til Hólmavíkur alla þriðjudaga. Til Dala alla föstudaga. Frá Reykjavík til Dala, fyrir Hvalfjörð alla mánudaga. Afgreiðsla í Reykjavík á Bifreiðaslöð Islands, Sfmi 1540. Andrjes Magnússon, Gnðbrandur Jörundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.