Morgunblaðið - 03.01.1936, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.01.1936, Blaðsíða 5
Föstudaginn 3. janúar 1936. MORGUNBL A-ÐI Ð Sjávarútvegurinn 1935. Eftir Kristján Bergsson. Veðráttan. Það er sagt um íslendinga, að þegar þeir komi saman sje umræðuefnið oftast veðráttan, enda er það ekki neitt óeðlilegt, því að við eigum við erfiða veðráttu að búa yfirleitt hjer á landi, enda eru atvinnuvegir okkar og afkomumöguleikar meira háðir því, en hjá flestum öðrum þjóðum, sem hafa marg- breyttari atvinnuvegi að byggja á heldur en við. Þegar við lítum til baka yf- ir árið, sem nú er að líða, og tölum um veðrið, er ekki hægt annað að segja, en að veðrátt- an hafi verið frekar erfið og öhagstæð að undanteknum haustmánuðunum, en síðustu mánuðina hefir veðrátta yfir- leitt verið mjög hagstæð, að undanteknu ofviðrinu, sem Æ^ekk yfir mestalt landið þann 14. des. og olli miklu tjóni og mannsköðum. Framan af vertíðinni var veðrátta mjög umhleypingasöm og dró það mjög úr afla bát- anna, sem annars mundi hafa verið allgóður, en árið hófst með verkfalli á togurum, sem endaði ekki fyr en 28. janúar. í Vertíðin. Þegar kom fram í febrúar kom ágætur afli sunnanlands, og hjelst úr því alla vertíðina íram í aprfllok, en fiskur hvarf fyr en vant er og varð því ver- tíðin frekar endaslepp. Þorskafli togaranna á ver- tíðinni var töluvert minni en vant er. Flestar verstöðvar í Sunnlendingafjórðungi að Akra nesi undanteknu fengu álíka vertíð og árið áður. I öllum hinum landsf jórðung- únum var aflinn iniklu minni en undanfarin ár, sömuleiðis var afli togaranna í Reykjavík og Hafnarfirði mun minni, en árið áður. Þorskaflinn á öllu landinu var samtals 50 þús. smálestir miðað við verkaðan fisk og er það 11 þús. smálestum minni afli en árið áður og sú minsta saltfiskframleiðsla, sem við höfum haft í mörg ár, en þrátt fyrir það hafa fiskbirgðir safn- ast fyrir hjá okkur og eru nú um áramótin 18,500 smáh, en það er um 700 smálestum meira en um síðustu áramót. Af þorskaflanum eru 39 þús. smálestir veiddar og lagðar á land í Sunnlendingafjórðungi og eru það 5 þús. smálestum minna en í fyrra. í Vestfirð- ingafjórðungi 6 þús. smál., en 8 þús. árið áður. í Norðlend- ingafjórðungi 2 þús., en tæpar 4 þús. árið áður. í Austfirð- ingafjórðungi 2700 smál., en 4400 smál. árið áður. 9 Harðfiskverkun. Á árinu var byrjað á nýrri verkunaraðferð á fiski, sem legið hefir niðri nú um tíma, en það er harðffskverkun. Var það Fiskimálanefnd, sem hafði framkvæmd í því máli og gekst hún fyrir því að settir voru upp fiskhjallar í nokkrum stöðum á landinu, þar sem hægt var að fá samvinnu við fiskeigenduv um að gera tilraun með þessa verkun. Efnið í hjallana kom að vísu seint, svo að víða var farið að draga úr afla þegar búið var að setja þá upp og voru þeir því hvergi notaðir eins og skyldi og á sumum stöð- um alls ekki, en tilraun þessi gaf góðan árangur og hefir fiskur þessi allur selst og með mun hærra verði en ef sama fiskmagni hefði verið breytt í saltfisk. En ýmsir byrjunarörð- ugleikar og skortur á æfingu við þessa nýju verkun hefir orðið þess valdandi að fram- leiðslukostnaður hefir orðið meiri en nauðsynlegt er. Það má því ganga út frá því sem gefnu, að töluvert meira verði hert af fiski næsta ár og að þeir hjallar sem nú eru til í land- inu verði notaðir til fullnustu. Alls hefir verið flutt út af harð- fiski á þessu ári 150 smál. og ætti sú framleiðsla að geta margfaldast á næsta ári. ísfiskssalan. Togararnir hafa stundað ís- fiskveiðar á árinu líkt og árið áður, en afli þeirra var mjög tregur, einkum síðari hiuta ársins og auk þess hefir orðið að spara svo við þá lönd- unarleyfin til Englands og magn það, sem þeir mættu landa í hverri ferð, sökum þess hve fiskmagnið er takmarkað sem leyft er að flytja þangað, að þeir hafa hlífst við að leggja sig eftir því að veiða verðminni fisktegundir þegar annað hefir ekki verið hægt að fá. Til Englands fóru togarar 173 ferðir á árinu og er það sama tala veiðiferða og árið áður og hafa þeir selt afla sinn í þessum veiðiferðum fyrir tæp- ar 4 milj. króna eða að meðal- tali £ 1032 í veiðiferð, en í fyrra var meðaltal sölu í Eng- landsferðum £ 1255. Til Þýskalands hafa togar- arnir farið 35 ferðir og er það 4 ferðum fleira en árið áður og selt fyrir nærri 1.5 milj. kr., eða fyrir 1895 £ að meðaltali í hverri veiðiferð. Árið áður seldu þeir fyrir að meðaltali £ 1618 í hverri ferð. Síldveiðin. Síldveiðin hófst síðari hluta júnímánaðar eins og vant er, og var veiðin þá strax mjög góð og fram eftir júiímánuði, enda fyltust fljótlega þrær verk- smiðjanna eins og vant er, með- an síldarhlaupin standa yfir, enda voru sumar nýju verk- smiðjurnar eins og t. '' Djúpa- vík ekki tilbúnar til þess að taka á móti síld til þess að byrja með. En því miður varð þessi sildarganga ekki úthalds- góð og dró skyndilega úr henni þegar kom fram í seinni hluta júiímánaðar, eða um það ieyti, sem síldarsöltun hófst, um 22. júlí. Síldin var snemma mjög feit og hefði verið hæf til söltunar nokkru fyr, en sökum andstöðu kaupmanna við því að taka á móti eða kaupa snemmveidda síld, sem vanalega heldur sjer ver og geymist illa, hefir síld ekki verið söltuð fyr en þetta að neinu ráði undanfarin ár, enda óvanalegt að hún hverfi svona fljótt ef hún á annað borð kemur á miðin. Útlendu veiðiskipin, sem komu hingað til lands fyrir þennan tíma munu þó hafa byrjað að salta fyr, að minsta kosti sum þeirra, því fyrsta veiðiskipið frá íslandi kom til Noregs með síld 3. ágúst. I lok júlímánaðar var búið að salta kringum 15 þús. tunn- ur og eftir það var síldveiðin samfeld hörmungarsaga og þrátt fyrir leit fjölda skipa um veiðisvæðið, var ekki síld að finna nema endrum og eins. Nokkur skipanna hættu snurpi- nótaveiðum þegar kom fram í ágúst og sjeð varð hvert stefndi með síldina og stunduðu rek- netaveiðar það sem eftir var, þó var reknetaveiðin einnig treg fyrir Norðurlandi. Verkafólk það, sem safnast hafði saman til Norðurlandsins í atvinnuleit eins og úndanfarin ár, stóð uppi atvinnu- og bjarg- arlaust og tap útgerðarmanna og sjómanna varð mikið, því þó verð á síldinni hækkaði mikið þegar leið á sumarið, þá dugði það ekki til. I ágústlok var aðeins búið að salta 72 þús. tunnur, eða um þriðja hluta af því, sem saltað var árið áður og af því voru 7 þús. saltaðar við Faxaflóa. Þegar síldveiðin brást svo algerlega fyrir Norðurlandinu, fóru menn að snúa sjer að sölt- un á síld við Faxaflóa, sem annars hefir ekki verið notuð fyr til söltunar og voru saltaðar þar fram að áramótum 52 þús. tunnur. Karfinn. Þegar síldarverksmiðjurnar urðu að hætta störfum vegna hráefnisskorts, var farið að gera tilraun með að fiska og bræða karfa, en af honum veið- ist oft mjög mikið á ýmsum djúpmiðum, en hann hefir verið verðlaus og honum kastað aftur í sjóinn þegar hann veiðist, nema lítilsháttar sem flutt hef- ir verið af honum til Þýska- lands í ís, af þeim skipum, sem stunda ísfiskveiðar fyrir þann markað. Var það fiskiðnfræðingur Þórður Þorbjarnarson, sem frumkvæðið átti að þessum til raununi og sá hann um undir- búning og framkvæmd starf rækslunnar, en Ríkisverksmiðj- urnar gerðu tilraunirnar með fjárhagslegum stuðningi Fiski- málanefndar. Stunduðu 6 tog arar þessa veiði nokkurn tíma og veiddu samtals rúmar 6 þús TUkfnning. um breytingar á ferðum Strætisvagna Reykjavíkur hi1. Frá 3. janúar breytast nokkrar af ferðum Strætis- vagna Reykjavíkur, svo sem hjer segir: 1. Seltjarnarnesbíll: Vagninn gengur á hverjum heilum og hálfum tíma út að Mýrarhúsaskóla, nema kl. 12 á hád. og í síðustu ferð alla leið að Nýjabæ. Engin ferð kl. 12y2 á daginn. Vagninn fer um Bræðraborgarstíg. 2. Vesturbær: y^ og % tíma um Sólvelli, Sellands- stíg, Framnesveg,,Öldugötu, Garðastræti, Vestur- götu, Hafnarstræti á Lækjartorg. Annar bíll gengur ekki um Vesturbæinn, nema Seltjarnar- nessbíll, svo sem áður er,sagt. — 3. Suðausturbær: Á 1/1 og 1/2 tíma um Skóla- vörðustíg, Baldursgötu, Freyjugötu, Mímisveg, Barónsstíg, Laufásveg. Á i/4 og % tíma Lækjargötu, Laufásveg, Bar- ónsstíg, Sjafnargötu, Bergstaðastíg og niður Skólavörðustíg. 4. Fossvogsbíll: gengur eins og áður á hverjum klukkut., en framvegis um Lækjargötu, Skál- holtsstíg, Bjargarstíg, Óðinsgötu, Bergstaða- stræti, Barónsstíg, Laufásveg í Fossvog og til baka um Laufásveg, Barónsstíg, Njálsgötu og niður Skólavörðustíg og Bankastræti. 5. Kortjersferðir inn að Vatnsþró á morgnana og eftir að Sundlaugabíllinn hættir,,falla niður. Aðrir bílar fjelagsins ganga óbreytt frá því s^m áð- ur var. Strætisvagnar Reykjavíkur h.f. Kanpmenn! Hrismföl, Kartöflumföl. m'- •wasQ P A smál. af karfa og fengust úr honum 1060 smái. af mjöli og 346 smál. af lýsi, auk þess sölt- uðu þeir þann þorsk sem þeir veiddu og sumt af upsanum var hert. Voru tilraunir þessar að- allega gerðar frá verksmiðjun- um á Önundarfirði og einnig nokkuð frá Sigiufirði. Tilraunir þessar gáfu svo góðan árangur að búast má við að þeim verði haldið áfram eftirleiðis og þá fenginn útbúnaður til þess að vinna lýsi úr lifur karfans, en það er mjög verðmætt. t sumar var ekki til útbúnaður til þessa og varð því að selja lifrina óunna til Englands. Ýmsar framkvæmdir. Á árinu var unnið talsvert mikið af ýmsum umbótum og byggingum á hafnarmannvirkj- um og öðrum umbótum sem standa 1 sambandi við sjávarút- veginn. Tvær nýjar síldarverksmiðj- ur tóku til starfa á árinu, en það var verksmiðjan H.f. Djúpavík á Reykjarfirði og hin nýja síldarbræðsla ríkisins á Siglufirði. í Vestmannaeyjum var keypt nýtt dýpkunarskip og hefir það unnið að dýpkun hafnarinnar þar með góðum árangri. Á ísa- firði var fullgerð bátahöpn sú, sem unnið hefir verið að md- anfarin ár. Þá var og unnið mikið að bryggjugerðum á Húsavík, Skagaströnd, Suuðár- króki, Bolungarvík, Óla.fsvík, Akranesi og ennfremur nokkr- ar bryggjugerðir á ýmsum öðr- um stöðum. Þá var unnið töluvert viY um- bætur á Reykjavíkurhöfn ‘ ft- ur á móti var lítið gert a? *a- byggingum á þessu ári og ‘Vir svo verið nú um nokkur i bó var byrjað á byggingu F ”a- nesvitans á Skagafirði og verð- ur því verki lokið næsta ár. 31. desember 1935.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.