Morgunblaðið - 03.04.1936, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.04.1936, Blaðsíða 5
Föstudaginn 3. apríl 1936. MORGUNBLAÐIÐ RAFTÆKJAEINKASALAN. nefndar „liuldar lagnir“, í steypu í húsum), þar sem þær teldust alveg ónothæfar. Til slíks inní'lutn- ings hefir þá Raftækjaeinkasalan :notað gjaldeyrinn, þót.t kynsuð hefði átt að vera af hinum mörgu xökstuddu kvörtunum frá f. á. yfir ■ónýtum pípum o. s. frv; er það álit manna, að innflutt hafi verið næsta nóg fyrir byggingatímann eða sumarið alt af þessum forða, eða ekki minna eh 20 þúsund metrar, — sem þánnig er vitað að er ónothæft, og að rjettum reglum óleyfilegt að nota til þess, sem það aðallega þurfti að notast til, og vitanlega til fjárhagslégs og at- vinnulegs tjóns, ef notað yrði. Um bifreiðaeinkasöluna ■ er því ákveðið haldið fram af þeim, sem kunnugir mega teljast þeim við- skiftum, að ekkert hafi þar færst í betra horf en var, — kvorki um innflutning (sem nú er að mestu s.töðvaður), nje um verð (sem heTd ■ur ekki fæst auglýst), nje um vöru gæði, og er þar átt við „gúmmíið“. Um þetta seinastnefnda má benda á grein í dagbl. „Vísi“ 17. janúar s. 1., er skrifað hefir formaður vörubílastöðvarinnar „Þróttur" lijer í Rvík, hr. Sveinbjörn Guð- láugsson. H’eldúr hann þyí fram þar, að bæði „hefði verð hækkað að miklum mun eftir að einkasal- an tók við og hjólbarðategund þessi væri mikið verri en aðrar sambærilegar tegundir, sem seldar voru hjer áður“. Kveðst hann hafa farið fram á það við for- mann Alþýðuflokksins, lir. Jón Baldvinsson, að þetta hvort tveggja ■ yrði; rannsakað, og hafi hann tekið því vel! Segir greinar höfundur, að þetta sje xæynsla vörubílastjóra yfirleitt, og kveðst hann hafa vottorð um það, að „ehding þessara hjólbarða háfi verið 10—14 þxxs. km„ en ending .áður á annaiá tegund 20—30 þús.“ — Kunnur bílasali hjer í bæhum (Páll Stefánsson) hefir og ómót- mælt skrifað í Mbl. 8. febr. s. 1„ að „dekkin“ hjá einkasölunni þyldu ekki samanburð við ákveð- in „dekk“, er hann seldi áður o. ■&. frv. Með þetta alt fyrir framan sig — og mikið meira, sem ósagt er, •en getur komið fram, e'r hver vill — verður sú spurning eðlileg og sjálfsögð, innan þings og utan: Hvúð á nú að gera ? Hvað á að gera, er stjórnarvöldin þverskall- ast, aftaka að hlusta á óyggjandi upplýsingar frá rjettum hlutaðeig- •ehdum, um stórfelt ólag á opin- berum stofnunum, halda t. d. einkasölunum í því ástandi, er bæði skaðar heildina og einstak- 'inga,, svo sem framkvæmdarnefnd Rafvirkjasambands íslands hefir sýnt fram á, hvað þá greinina snertir; þegar neitað er af ríkis- stjórninni, fjármálaráðherra, að ráða þó að m. k. þá bót á ólaginu, að hæfir menn, viðskiftalega og faglega, verði settir þar til for- stjónxar, og reynt með því að kippa viðskiftunum öllum, inn- flutningi efnis og sölu, á rjettan og forsvaranlegan kjöl. Því að það er sýnt, að það verður aldrei með þeim hætti, sem hafður hefir verið bingað til. Hvað á að gera — ann- að en að afnehia þessa xneðferð alla, hæ.tta þessu liáskalega einka sölubraski og nema lögin úr gildi, eins og frv það, er hjer liggur fyr- ir, fer fram á! Það er vitanlega það rjetta, eins og nú er komið; og síðan gera tilraun, með aðstoð góðra og gegnra manna (alt ann- ara en þeirra, sem við einkasöl- urnar hafa verið riðnir undanfar- ið), til þess að færa þessi við- skifti í viðunandi horf í frjálsri sölu, með sem minstum sársauka og tjóni fyrir hið opinbera, ríkið, sem vi.tanlega tapar á einkasölun- um áður lýkur (og mætti þó sann- arlega nóg þykja, að allir aðrir sköðuðust). Það er sem sje hinn mesti og fáránlegasti barnasltapur að taka hið minsta mark á því, sem fjámnálaráðherra lxefir verið að tdgreina sem eitthvað sjers.takt, að kleift er að telja, að á einu ári hafi þessar einkasölur skilað nokkrum þúsundum króna í arð(!). Tjónið af þeim er miklu meira, með því lagi sem nú hefir verið upplýst, heldur en nokkurn- tíma yrði upp borið með nokkimm þúsundum. Og þótt nú í dag yrði gert upp hjá t. d. Raftækjaeinka- sölu ríkisins, myndi.þá ekki koma í ljós, að beint á fyrirliggjandi ónýtu ef-ni (sbr. pípurnar) yrði hallinn meiri — hver veit hve miklu meiri •— eh næmi þeirri til- tölulega lítilfjörlegu upphæð, sem f jármálaráðherra taldi, að síi e'inka sala liafi gefið s. 1. ár í „afgang“ til ríkissjóðs? Vill ráðherrann reyna þessa uppgerð, og að um hana fialli óvilhallir og þar til hæfir menn? Mjer er ókunnugt um, livor.t nokkrir í flokkum stjórnarinnar hafa nú upp á síðkastið. áttað sig á þessu máli betur en áður var, hvort þeir sjá nú gerr en þeir virtust gera í fyrra, að þessi einka' sala, á raftækjum og bílum, er gersamlega óhæf. Jeg veit, að ýms- ir gengu þar nauðugir undir í önd- verðu, eins og ekki er alveg ó.títt um stjórnarliðið þe'ssi árin. Og ýmsir þeir, er helst voru þó við einkasölur kendir, sem sje úr Al- þýðuflokknum (sósíalistar), höfðu fulla grein á þessu og hefðu jafn- vel sumir viljað afstýra því (sbr ádeiluna í Alþýðublaðinu í apríl f. á.), en gáfust upp fyrir hinum skilnihgslausa ákafa fjármálaráð- hei'rans. —- Hvað hugsa þessir menn nú, og þeir háttv. þingmenn, er ákvörðun eiga tað .taka um þetta mál á ný? Jeg sje að vísu, að í „leiðara“ í Alþýðublaðinu fyr ir fáum dögum (27. f. m.) eru eins konar bollaleggingar út af þessu frv. um að ekki dugi annað en að lialda. við öllum „einkasölum“ (því að þær t. d. kaupi aðeins og flytji inn „úrvalstegundir“ og liafi „hemil á verðlaginn“, en „heild- salar og kaupmenn taki meira fje í sinn sjóð en liejldinni er hag kvæmt“!! Þetta má nú bera sam- an við gang raftækja- og bif- reiðaeinkasölunnar, c'ins og vi.tnis- bui-ðir liggja fyrir um); -— en gildir það eins, að halda við einka- sölum, þótt þær sjeu sannaðar skaðlegar og óhæfar? Því verða nú háttv. þingmenn væntanlega að svara. Vinnumiðlunarskrifstofan var svikin inn á verkamenn með rógi. Verkamenn snúa baki við bitlingasjúkum sósílalistabroddum. STÖÐUGT berast Morgunblaðinu nýjar og nýjar kvart- anir um óstjórnina á Vinnumiðlunarskrifstofunni. Verkamenn voru orðnir svo vanir að fá ekki leiðrjett- ingu á því sem sósíalistabroddamir höfðu einu sinni á- íveðið, að þeir töldu vonlaust að það tækist. En gremja þeirra hefir vaxið síðustu vikurnar þegar þeir hafa sjeð hve margir hafa verið beittir órjetti að þeir eru farnir að vona að þeim takist að fá leiðrjettingu mála sinna með því að standa sameinaðir og heimta þá menn burt úr verk- ýðssamtökunum, sem ekkert hugsa um nema að mata sinn eigin krók, en þykjast vera að vinna að hagsmunum verka- manna í heild. Einn verkamannanna segir eft- irfarandi sögu: — Jeg hefi fylgst vel með - ilt- hlu.tun atvinnubótavinnunnar und- anfarið og jeg- er einn af þeim mörgu, sem liefi oi-ðið fyx-ir mikl- um vonbrigðum. Jeg helt, eins og fle'iri verkamenn, að úthlutunin yrði rjettlát og trúði þar loforð- xxm, sem okkur verkxuuönnum voru gefin áður en Vinnumiðlun- arskrifstofan komst á. í fyrra rjeðust þeir Sigfxxs Sig- urhjart.arsop og Kristínus Arn- dal að þeirn Jóni Daníelssyni og Ragnari Lárussyni í Alþýðn- þlaðinu með svívirðingum og ó- sannindum og ekki nóg með það, heldur var ekki sá „Dagsbrúnax“- fundur haldinn, að Kris,tínus bak- nagaði þar ekki Jón og Gunnar Benediktsson og ljet venjulega fylgja með að við ættum að gera kröfur um að þeim væri vísað frá starfi sínu. Traustsyfirlýsingin makalausa. Jeg var, eins og raunar allflest- ir verkamenn, hissa á traustsyfir- lýsingunni, sem Arndal fekk hjá stjórn viunumiðlunarskrifstofunn- ar, að Ragnari Lárussyni einum undanskildum. Jeg vil því beina þeirri spui'n- mgu til stjórnarinnar, hvort • það sje með góðri samvisku og að undangenginni rann- sókn að þeir leggja blessun sína á það, að tveir menn vinni samtím- is f*á’ satíia hdmilimi, í a.tvinnu- bótavinnu. En slíkt hefir oft kom- ið fyrir hjá Kristínusi Arndal. Einnig liefir það komið fyrir að feðgar frá sama lieimi-li hafá sam- tími? fengið atvinnubótávinnu, annar austur í Plóa, en hhixi hjer í bæmxm. Dæmalaus úthlutun. Jeg befi spurf Jón Danielssoii livort hann liefði xxthlutað þann- ig og svaraði hann því neitandi. Sagði liann að það hefði ávalt vevið markmið Kjartans Olafs- sonar og sín að reyna .að dreifa, vinnxinni sem rjettlá,tast milli heinxilisfeðra sem' liefðu hörn á fi'amfæri sínvi, en láta einlileypa menn mæta afgangi. Þetta kvað hann einnig hafa verið reglu hjá Ráðningarskrifstofu bæjarins. Sjeð við Sigfúsi. Til þess að fyrirbyggja að Sig- fús Sigurhjartarson segi mig ljiiga þessu, — en liann er van- ur að segja að hvítt sje sva.t og svai't sje hvítf — þá vil jeg bjer með birta nöfn hinna um- ræddu feðt: en það e'ru þeir Lár- us Bjarnaeon, Bjargarstíg 6, og sonur han . Valur. Lárus lxefir fengið úthlutað 11 vikur og Valur 7, samtals lxefir því þetta eina heimili fengið 18 vikur. Ætli mörgum manni með stóran bai'nahóp þæ.tti ekki gott þó hann hefði ekki fengið neiBá' helminginn af þessari vinnu? Enn vil jeg því spyrja stjórn Vinnumiðlunarskrifstofunnar: Er þetta rjettlæti? Ef svo er, þá ættu heimilisfeð- ur með 6, 7, 8 og 9 börn að hafa fengið fleiri vikur en atvinnubóta- vinnan hefir staðið. Pleiri dtemi, lík þessu eru á .takteinum, ef vill. ÞegaT rjettlætið átti að ríkja. Að' lokunx baúti þessi verka- maður yið: Jeg man þá tíð, er jeg og fje- lagar mánir vorum að dingla með sósialistabroddum í kröfugöngum og á mannfundum, þá átti rjett- lætið að ríkja, en ranglætið að víkja. En nú er svo komið, að okkur verkamönnum finst rjettlætið hafa vikið og ranglætið komið í stað- inn. Síðasta kveðj.a mín til IHnna bitlingasjúku sósíalistabro.dda er: Þið þurfið ekki að vonast eftir minu atkvæði framar. Við sjáum, verkamenn, að sésí- alistabykkjan er að sligast undan hinum þungxi byrðum, sem á hana liafa veTið lagðar: ANNARSVEG- AR LOFORÐ og HINS VEGAR SV3K, og hingað til hefir ekki Jiallast á, baggaimir eru víst jafn- þungir. A ii-Jg: 'Rf.l ■ líltí. 'fí f íh’-r inri Þvottabalar, Vatnsfótur, Þvottabretti, best fró H. Biering, Laugaveg 3. Sími 4550. Happdrætti Háskóla ísland§. Á lau^ardag er sfiðastl endurný)miar« dagur fyrir 2. flokk. DregiH verður 11. apifil. Dragið ekki að endurnýja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.