Morgunblaðið - 01.05.1936, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.05.1936, Blaðsíða 7
Föstudaginn 1. maí 1936. MORGUNBLAÐIÐ Qagbófc. I.O.O.F. = 1185187*= R- H* , Ferðafjelag íslands efnir ,til tve'ggja skemtiferða næstkomandi snnnudag. Önnur ferðin er austur uð Sogi. Verður ekið að Ljósafossi og þar skýrir Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri frá fyrirkomulagi Sogsvirkjunarinnar, mesta mann- virkinu, sem ráðist hefir verið í hjer á landi. Á eftir verður gengið á Búrfell og líklega ekið upp að Kaldárhöfða, en þaðan er örskamt að Þingvallavatni. Loks verður gengið frá Ljósafossi niður með Soginu, að írafossi, Axarhólma og Kistufossi. Hin ferðin verður farin að Kleifarvatni, ekið í Kaldársel en gengið þaðan suður og til baka um Stórhöfðastíg til Hafnarfjarð- ar, en þaðan með bílum til Reykja víkur. Farmiðar fást í bókaverslun Sigfúsar Bymundssonar til kl. 7 laugardagskvöld. Leikhúfiið. í gærkvöldi var frum sýning á leikriti Indriða Einars- sonar, „Síðasti víkingurinn“. Var leikritinu ye'l tekið, og höfundur þess hyltur að leikslokum. Þakk- iaði hann góðar yiðtökur. Dr. Alex- ander Jóhannesson mælti þá nokkur orð td skáldsins, með þakklæti fyrir ótrauðan áhuga fyrir leiklist og þjóðleikhúsi. En Indriði svaraði með því, að óska =að starfsemi Þjóðleikhússins hið innra mæ,tti takast eins vel og hið ytra form, og leikhúsið verða fúllgert sem fyrst, svo það gæti tekið til starfa. Björn Sveinsson, stórkaupmað- ur frá Hamborg (sonur Sveins Björnssonar sendiherra) var með- al farþega á Brúarfossi síðast. — Mun hann ætla nð dvelja hjer mánaðartíma. Þingstörf öll falla niður í dag, vegna hátíðahalda stjórnarflokk- anna í tilefni dagsins. Krýsivíkurvitleysan hans Jónas- ;&r frá Ilriflu og Jóns Baldvins- •sonar hefir nú verið lögfes.t á AI- þingi. Jack Quinet, enski hljómsveitar- stjórinn, sem stjórnaði hljómsveit- inni að Hótel Borg, ve,turinn 1934 er kominn hingað aftur og tekur við st jórn hljómsveitarinnar á Borg frá deginum í dag að telja. Quine,t naut hjer almennrar hylli og vináttu gesta veitingahússins, sem munu nú gleðjast yfir því að hann skuli vera ráðinn til hótels- ins að nýju. Quinet er m. a. kunn- ur fyrir hve' vel hann leikur á sög og ljek hann meðal annars í út- varpið á þet,ta hljóðfæri sitt, er hann var hjer síðast. Hann er kunnur hljómsveitarstjóri í Lond- on, en hefir auk þess stjómað danshljómsveitum víða á Norður- löndum: Osló, Helsingfors og Kaupmannahöfn. Með Quinet em nú tveir enskir hljófæraleikarar. Hin nýja hljómsveit Quinets leik- ur í fyrsta skifti á Hótel Borg í kvöld. Æfingar K. R. á vellinum í sum ar: 4. fl. á þriðjudögum og íimtudögum kl. 7—8 síðd. B.v. Geir kom af veiðum í gær- morgun með 100 föt lifrar. Laukur og Kartöflur. Verslunin Visir. Hjúskapur. Nýlega vom gefin s'aman í hjónaband af lögmanni, Sveina Oddsdóttir og Kari Karls- son, Barónsstíg 57, Reykjavík. Anglia. Eins og auglýst er í blaðinu í dag, verður fundur haldinn í fjelagi enskumælandi mannna í kvöld kl. 8,30 í Odd- fellowhúsinu. Skemtiskrá verður fjölbreytt. Ge'stir verða yfirmenn á H. M. S. Foyle sem nú era á förum eftir nokkra dvöl hjer við land. Meðal annars í Iskemjti- skránni má búast við ýmsu ný- stárlegu i frásögn hr. Stefáns Stefánssonar um nafngreinda enska íerðamenn sem komið hafa hingað til lands fyr og síð- ar. íþróttafjelag kvenna. Fimleika- æfingar fje'lagsins hætta frá og deginum í dag. Vjelstjóraskólanum var sagt upp í gærmorgnn kl. 10. Úr vjelstjóra- deildinni útskrifuðus,t 8 nemend- ur, en 4 stóðust ekki próf. Raf- magnsdeild var í fyrsta akifti starf ræk,t við skólann s. 1. skólaár og hefir Jakob Gíslason rafmagns- fræðingur verið aðalkenmari deild- arinnar. H nemendur gengu undir próf og stóðust 10 þeirrá prófið. Sex nemendur gengu undir 1. bekkjarpróf í rafmagnsdeild. Bókasafn ,,Anglia“ er lokað í kvöld, en verður opið á sunnu- daginn eins og vánt er, Rakarastofnm bæjarins verður lokað kl. 2 í dag. Síra Jón Þorvarðsson prófastur í Mýrdal var meðal farþe'ga á Brúarfossi síðast. Hann hefir dval- ið í 6 mánuði í Englandi, Dan- mörku og Svíþjóð við fUamhalds- nám í guðfræði og til að kynna sjer kirkjumál nágrannalandanna. Hann fer í dag austur og tekur við embætti sínu áftur. Æfin^ar VALS í sumar verða sem hjer segir: I. flokkur: Valsvellinum: Sunnudag kl. 10 —12 f. h. íþróttavellinum: Þriðjudag kl. 9 —10% e. h. Fimtudag kl. 7%—0 e. h. Valsvellinum: Föstudag kl. 7%—9 e. h. n. flokkur: Á Valsvellinum við Eskihlíð. Sunnudag kl. 10 —12 f. h. Mánudag kl. 9 —10 e.h. Miðvikudag kl. 7%— 9 e. h. Föstudag kl. 7%— 9 e'. h. HI. flokkur: Á Valsvellinum við Eskihlíð. Sunnudag kl. 2— 3 e. m. Mánudag kl. 8— 9 e. m. Miðvikudag .kl. 9—10 e. m. Föstudag kl. 9—10 e. m. IV. flokkur: Á Valsvellinum við Eskihlíð. Þriðjudag kl. 7%—8% e. m. Fimtudag kl. 6%—e- m- Laugardag kl. 6 —7 e. m. „Old Boys“. Á Valsvellinum við Eskihlíð. Þriðjudag kl. 8—9 e. m. Fimtudag kl. 8—9 e. m. Aðafþjálfari fjslagsins er Reidar Sörensen. STJÓRNIN. Lögtök verða gjörð næstu daga fyrir ógreiddum fasteignagjöldum til bæjarsjóðs Reykjavíkur fyrir árið 1936, Spegillinn kemur út á morgun með vinninganúmer í afmælik- happdrættinu o. fl. Eimskip. Gullfoss er á leið til Leith. Goðafoss fer til Hull og Hámborgar í kvöld kl. 8. Detti- foss er í Hamborg. Brúarfoss fer vestur og norður í kvöld kl. 12. Lagarfoss var á Reykjarfirði í gærmorgun. Selfoss er í Ant- werpen. 20 ára starfsafmæli á í dag Þorgils Ingvarsson fulltrúi í Lands bankanum. Óskar Jóhannsson, Klapparstíg 13, hefir orðið uppvís að varð- skipanjósnum fyrir erlendan tog- ara. Var honum tilkynt málshöfð- un í gær. Verslunarskólanum var sagt upp í gær. 55 nemendur útskrifuðust úr skólanum að þessu sinni. Alls stunduðu nám í skólanum 320 nem endur í 12 deildum. Auk þess vom Starfrækt málanámskeið. Moritz B. Halldórssyni lækni barst nýlega tilboð um það að vera einn af stofnendom nýs berklalækna fjelags í Ameríku, Academy of Tuberculosis Physi- cians. Er það viðurkenningarvorf- ur fyrir ritgerðir hans á ensku um berklalækningar. Erlendir ferðamenn. Það fer nú að líða að því að erlendir ferða- menn komi hingað og þarf því höfuðborgin að fara að snugga sig ,til. Eitt af því sem gera þarf nú bráðléga er iað laga til holtið sunnan Leifsstyttunnar, þar á milli og listasafns Einarg Jóns- sonar. Þar á að koma ný gata og hefir þess vegna verið gert þar jarðrask allmikið alveg að girð- ingu listasafnsins. Þarf nú iað ganga þarna svo frá að hægt sje. að gera sem fyrst tröþpurnar frá götunni upp að aðaldyrum safns- ins. Á þessar slóðir koma flestir útleUdingar, bæði til þess að skoða Leifsstyttuna og Listasafnið. Skuld Ölfushrepps. Eins og áð- ur hefir verið skýrt frá, hefir bæjarráð synjað beiðni Olfus- hrepps um eftirgjöf á skuld hans við bæjarsjóð Reykjavíkur, vegna fátækraframfæris. Nú hefir bæj- arráð heimilað borgtarstjóra að semja við hreppinn um gjaldfrest á skuldinni. Niðurfelling útsvara. Bæjarráð hefir samþykt að fella niður út- svör 726 gjaldenda 1935, alls kr. 17576,06. Hefir verið gert árang- urslaUst lögtak hjá þessum mönn- um, eða víst er um að þeir geta ekki greitt útsvör. Enn 'i fremur hefir bæjarráð samþykt að fella úr eftirstöðvum útsvör 2308 gjaldenda, alls kr. 73,175,17. Útvarpið: Föstudagur 1. maí. 7,45 Morgunleikfimi. 8,00 íslenskukensla. 8,25 Þýskukensla. 10,00 Veðurfregnir. 11,00 Messa í Hafnarfjarðarkirkju (síra Sigurður Einarsson). 12,00 Hádegisútvarp. 13,00 Garðyrkjufræðsla, VI: a) Óskar Vilhjálmson garðyrkjum.: Skrúðjurtir, úti og inni; b) Ingimar Sigurðsson garðyrkju- maður: Ræktun kálte'gunda. 15,00 Veðurfregnir. 19,10 Veðurfre'gnir. 19,20 Þingfrjettir. 20,15 Hátíðisdagur verklýðsfje laganna: Ræður, kórsöngur, tal- kór, hljóðfæraleikur. 22,00 Hljómsveit útvarpsins (Þór. Guðm.) leikur (fil kl. 22,30). NÚ ER JEG KÁT - UR raular hiirn áuægði eigin- maður fyrir munni sjer, þegar hann sjer iað eigi hefir gleymst að láta Colman’s Mustarð á kvðldborðlð. Silungur, glænýr. Nordalsíshús. - Sími 3007. IfflOlBH i >r<li flaaaik|ðt, nýreykt. Nordalsíshús. - Sími 3007; Til leigu. 2 búðir samliggjandi eða sjerstakar, ásamt 3 herbergjum við Laugaveg 58, til leigu 14. maí n. k. > •/ 5ig. (?. 5kialöberg. Fuglarnir. íslensk dýr III, eftir Bjarna Sæmundsson, 700 bls. með 252 myndum, er komin út. — Verð heft kr. 15,00, ib. kr. 20,00 og 22,00. Fæst hjá Bóksölum. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og Bókabúð Austurbæjar, B. S. E., Laugaveg 34 VJAÍJfct í.i: i Peningaskápur, nokkuð stór, óskast til kaups. Tilboð með tilgreindu inn- anmáli, merkt „Skápur“, sendist A. S. t. fyrir laugardags- kvöld. - II, -it-t—r-n-rmii—Twwr.w—i^w—r——i———nu——mu. Umbuðapappír. Útvedam umbúðapappíe og poka Irá Þýskalandi. Eggert KristjánssDn & Co. Timbiirverslun P. W. Jacabsen & SSn. Stofnuð 1824. Símnefni: Graofvirv — Carl-Luitdigatla, Keb«nii«Ta C. Selur timbur f itnrrí og •aoaarrí Modingtui frá Kaap- mennahöfn. — Eik tíl lUpumlCa. — Eimig beUn tkipiftraia frá Sríþjóð. Hefi veralað við Isl&nd i metr en 80 ár. • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • 9 • • • • • • • • • • • • • • • • • • f • • • <t • C • • • • • • • •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.