Morgunblaðið - 24.03.1937, Page 6

Morgunblaðið - 24.03.1937, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 24. mars 1937. Páskaeggjum i ár — en þeim mun BETRI og SKRAUT- LEGRI eru þau. Ms- Laxfoss fer til Breiðafjarðar mið- ▼ikudaginn 31. þ. mán. Mutningi veitt móttaka þriðjudaginn 30. þ. mán. Jðr8 óskastleigð í næstu fardögum, helst með kúgildum. Hringið í síma 3899 sem fyrst. IIÚS lil fiðln. Lítið nýtt steinhús til sölu. Tilboð merkt „7“ send- ist Morgunblaðinu fyrir 28. þ. mán. Atvinna. Laghent og reglusöm stúlka getur fengið vinnu við nýtt iðnfyrirtæki. Umsókn, ásamt upplýsingum um hvar og við hvað viðkomandi hefir starf- að, sendist afgr. Mbl., merkt „Atvinna". o rrr^. Or.' *c.i ■» 3 M.b. SKaftfellingur r hleður til Víkur næstkom- andi laugardag, einnig til Skaftáróss ef nægur flutn- ingur býðst Flutningi veitt móttaka aðeins til hádegis sama dag. Nautakjöt, Hangikjöt, og allskonar 6RÆNMETL Kleiam, Klein, Bálduí-sgötu 14. Lauganesreg 51. Sími 3073. Sími 2705. Betanía. Pöstuguðsþjónusta verður á föstudaginn langa kl. 8i/2 e- h. Jóhannes Sigurðsson tal- ar. Allir velkomnir. Vinnuveitendafjelagið og Dagsbrún. Jakob Jónsson yfirallarmatsmaður. í dag fer fram minningarat- höfn í Dómkirkjunni um Jakob Jónsson yfirullarmatsmann frá Seyðisfirði, en lík hans verður flutt austur með „Esju“ í kvöld. Verður Jakob jarðsettur að Ekkjufelli á Fljótsdalshjeraði í heimagrafreit. Var vinátta mik- il með þeim Jakob og Ekkju- fellshjónum og börnum þeirra, og því mun Jakob hafa kosið að bein sín fengju að hvíla ein- mitt þar. Jakob var fæddur að Auðnum á Vatnsleysuströnd 7. ágúst 1864. Foreldrar hans voru Jón bóndi ísaksson og kona hans Þórdís Guðmundsdóttir og voru bæði komin af merkum ættum hjer syðra. Jakob dvaldi í átthögunum fram yfir tvítugsaldur. En eftir það átti hann víst aldrei heim- ili þar syðra. Hann fór víða um land og fekst við margt, sjó- róðra, fiskkaup, kaupmanns- verslun, fiskimat og ullarmat. Allan síðari hluta æfi sinnar átti Jakob heima á Seyðisfirði. Varð hann fyrir því óláni skömmu eftir aldamót, að hann fekk megna blóðeitrun í hægri hönd og var að taka höndina. Var þetta mikið áfall, en svo var kjarkurinn rnikill í Jakobi, að ekki Ijet hann það á sig fá til lengdar, en gegndi jafnan störfum sem heill væri. Jakob var minnisstæður mað ur fyrir margra hluta sakir. Hann var meðalmaður áð út- liti, grannvaxinn og ákaflega snarlegur í hreyfingum. Hon- um óx eigi bár á höfði og var hann því kallaður ,,skalli“. Leit ekki út fyrir að hann tæki nafngift þessa nærri sjer, því oft mátti sjá á Seyðisfirði, í blöðum, auglýsingar undirrit- aðar af honum sjálfum „Kobbi skalli“. Annars er trúlegt að .lakobi hafi oft verið þyngra inni fyrir en hann ljet uppi, því maðurinn var stórlátur og vildi ekki láta hlut sinn, og að sama skapi við- kvæmur. Hann var trygðatröll eitt hið mesta, dýravinur og barna. En þætti honum misgert við sig, greri þar seint um heilt. Venju- lega var hann manna kátastur og hrókur alls fagnaðar. Honum varð því vel til vina, og var oft gest- kvæmt í híbýlum hans. Jakob andaðist 9. þ. m. og varð bráðkvaddur. Hafði hann dvalið hjer mánaðartíma og meðal annars leitað sjer lækningar við augn- meini. Var hann nýkominn af sjúkrahúsi, þegar hann Ijest, frísk ur og kátur að vanda. Jakob var höfðingi í lund og ekki smátækur til hjálpar vinum sínxi'm, ef því var að skifta. En hann kunni óvenjuvel með fje að fara. Mun hann láta eftir sig nokkur efni, og má það heita vel á haldið af einstæðingi, sem hafði verið örkumla um 30 ára skeið, altaf fremur veitandi en þigg.j- andi, og allra manna fráleitastur því að koma sjer fram með smjaðri eða klækjabrögðum. ílans er saknað af þeim, sem kyntust honum, og það að vonum. Á. J. Hr. ritstjóri. ormaður Dagsbrúnar, Guðm. Ó. Guðmundsson, befir nú eftir grein mína í Morgunblað- inu í fyrradag ekki þorað aún- að en birta í Alþýðublaðinu í gær brjefaviðskiftin milli Vinnu veitendafjelagsins og Dags- brúnar, og hefir hann þarmeð neyðst til að sanna sjálfur skjal- lega í sjálfu Alþýðublaðinu, að hann og blaðið hafa farið með hrein og bein vísvitandi ósann- indi um að Vinnuveitendafje- lagið hafi ekki svarað brjefi Dagsbrúnar viðvíkjandi samn- ingum um kaup og kjör verka- manna. En það er helst að sjá, sem Dagsbrúnarformaðurinn líti svo á fjelagsmenn Dagsbrúnar, sem þeir hljóti að trúa blint öllu sem hann segir, honum sje ó- hætt að skrifa fyrir þá alveg gagnstætt þeim brjefum, sem hann sjálfur lætur prenta í sömu greininUi. Svo fer hann eitthvað að fimbulfamba um Landsbankann í þessu sam- bandi. Vinnuvéitendafjelagið skrif- aði aðalfjelagi verkalýðsins, Al- þýðusambandinu, þar sem Dags brún er fjelagi, og spurði hvort það vtssi um- málaleitun Dags- brúnar og hvort Alþýðusam- bandið vildi hafa afskifti af málinu á þessu stigi þess. Þetta var gert vegna þess að það er allstaðar regla að aðalfjelög vinnuveitenda og verkalýðs semji beint, en ekki deild ann- ars aðalfjelagsins og hitt aðal- fjelagið, enda nauðsynlegt að Alþýðusambandið taki frá byrjun þátt í þessu máli, sem getur haft svo víðtækar afleið- ingar fyrir atvinnulífið. Þetta segir Dagsbrúnarformaðurinn að sje sama sem Dagsbrún sneri sjer til Lanidsbankans ef at- vinnurekendur skrifuðu Dags- brún!! Mjer virðist þetta svo vit- laust að það sje vottur þess að Dagsbrúnarformaðurinn hafi verið eitthvað ruglaður í höfð- inu þegar hann skrifaði þetta. Þá segir hann að það sje móðgun við Verkamannafjelag- ið Dagsbrún að fjelagsins eig- in aðalfjelagi sje skrifuð fyr- irspurn um hvort það vilji taka þátt í hjeraðlútandi samning- um, sem fyrirsjáanlega geta haft stórfeld áhrif á hagsmuni ekki aðeins Dagsbrúnar, held- j ur allra verkalýðsf jelaga, sem - eru í Alþýðusambandinu hjer í bænum og víðar. Er maður- inn þá að setja Dagsbrún hærra en sjálft Alþýðusambandið? En samtímis viðurkennir svo Dags- brúnarformaðurinn í grein sinni að Alþýðusambandið þurfi: „að íySgjast með deilumálum fje- laganna við atvinnurekendur frá upphafi". En það er einmitt þetta, sem Vinnuveitendafjelagið hefir talið nauðsynlegt til þess að reynt yrði að tryggja alhliða heppilega lausn málanna. Þann- ig endar Dagsbrúnarformaður- inn þá ftieð því að viðurkenna að aðstaða Vinnuveitendafje- lagsins í þessu máli sje hin eina rjetta. En hann gleymir að geta þess, að jeg tók það skýrt fram í niðurlagi greinar minnar, að ef Alþýðusambandið kysi þá leið að Vinnuveitenda- fjelagið semdi beint við Dags- brún, þá myndi ekki standa á Vinnuveitendafjelaginu hvað það snerti. Reykjavík, 20. mars 1937. Eggert Claessen. ALÞINGI. Kjötsöluranglætið heldur áfram, Ranglæti or ofbeldi virð- ast vera kjörorð núver- andi stjórnarflokka á öllum sviðum. IJjer í blaðinu hefir oft verið minst á það óheyrilega ranglæti, sem ríkt hefir um söju kjöts á er- lendum markaði. Vegna þessa ranglætis er ástandið þannig nú, að ýmsir kaupmenn á landinu liggja með talsverðar hirgðir af kjöti, sem eru lítt eða óseljanleg- ar nema með stórskaða. Páll Zóphóníasson, form. kjöt- verðlagsnefndar, þóttist á síð- astliðnu hausti vera að refsa kaupmönnum, sem seldu meira kjöt árið áður á innlendum mark- aði en leyft var, og var refsing- in þá í því fólgin, að skipa þeiin að salta svo eða svo mildð af kjöti á norska markaðinn. Afleiðing þessarar heimsku var sú, að saltað var miklu meira af kjöti en leyfilegt var að selja á norska markaðnum. Þegar svo yfir þessu er kvartað á Alþingi, kemur P. Z. með þá spaklegu skýringu, að enda þótt norski markaðurinn hafi verið fullur, liafi kaupmönnum verið frjálst að selja kjötið annarsstað- ar! Tímamönnum fanst þetta spak- lega mælt og feldu tillögu frá Sigurði Kristjánssyni um rjett- láta skiftingu markaðsins milli allra er kjöt. eiga. Ríkisstjórnin getur ekki skilið þannig við þetta mál. Hún verður að sjá til þess að bætt verði tjón- ið, sem hlýst af heimsku P. Zóph., annað hvort úr verðjöfimnarsjóði eða á annan hátt. Guðspekifjelagið. Enginn fund- ur þessa viku. Sameiginleg skíðaferð skáta á skírdagsmorgun kl. 8V2. Lagt af stað frá Miðbæjarbarnaskólanum og farmiðar seldir í Bókhlöðunni, Lækjargötn. á Norðurpólnum, FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN í gær. Lundúnablaðið „News ChronicIe“ segir frá því, að fimm rússneskar flug- vjelar hafi lagt af stað í gær frá Moslcva til Norðurpóls- ins. Tíu vísindamenn, sem eru með flugvjelunum, verða látnir falla niður á Norður- pólinn í fallhlífum. og þar eiga þeir að dvelja í eitt ár. Vísindamönnunum er ætl- að að rannsaka skilyrði fyr- ir flugferðum milli Moskva og San Francisco um Norður- pólinn. Tveir dómar i togararnjósna- málinu. Tveir dómar hafa verið kveðnir upp í hinu svokallaða tog- ara njósnamáli a£ rannsóknadóm- aranum, Jónatan Hallvarðssyni lögreglustjóra. Erlendur Sigurðsson, fyrrum skipstjóri á „Venus“, var dæmdur í 8 þúsund króna sekt. Aðalsteinn Pálsson skipstjóri á Belgaum var dæmdur í 6 þúsund króna sekt. Báðir voru þeir dæmdir í'yrir að hafa gefið upplýsingar um ferðir varðskipanila til togara. Vatnsskortur í bænum vegna frosta. Sakir langvarandi frosta í vet- ur er nú óvenjulega lítið va,tn í Gvendarbruimum, og farið að bera á vatnsskorti í bænum. Bar fyrst á vatnsskorti í fyrra- dag. Þá komu kvartanir frá þeim hlutum bæjarins sem hæst liggja. I gær var einnig tilfinnanlegur vatnsskórtur víða í hærri bæjar- hverfum. Vatnsveitan beinir nú þeirri ein- dregnu áskoruu til bæjarbúa, að þeir spari vatnið sem mest þeir geta, og sjái urn að vatnið sje ekki látið rerma úr krönum að óþörfu. Verðið sa.mtaka í þessu, bæjar- búar! SPÁNARFRJETTIR. FRAMH. AF ANNARI SÍÐII. engu breyta fyrirætlunum upp- reisnarmanna. Eden sagði í dag á þingi, að breska utanríkisráðuneytinu hefði borist svar frá ítölsku stjórninni við fyrirspumum sín- um viðvíkjandi því, hvort ítalsk- ar hersveitir hefðu verið settar á land í Cadis 6. mars. Svarið er á þá leið, að þann 6. mars hafi verið sett á land í Cadis hjúkrunarsveit sjálfboðaliða, ásamt hjúkrunarvögnum og nauðsynlegum útbúnaði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.