Morgunblaðið - 28.05.1938, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 28.05.1938, Qupperneq 8
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 28. maí 1938. 7 8 Tilkynning. Hjer með tilkynnist háttvirtum viðskiftamönnum mín-, um, að jeg hefi selt herra Halldóri Dungal ritfangaversl- un mína, og vænti jeg að þeir láti hann njóta sama trausts og þeir hafa sýnt mjer. Um fyrri viðskifti verslunarinn- ar, svo og útgáfu ber að snúa sjer til mín. Reykjavík, 25. maí 1938. Virðingarfylst BÓKHLAÐAN St. H. Stefánsson. Eins og að ofan greinir hefi jeg undirritaður keypt ritfangaverslun Bókhlöðunnar, Lækjargötu 2 og mun jeg framvegis, á sama stað, reka pappírs- og ritfangaverslun undir firmanafninu Ohkin Hfiii Bifreiðarstjóri (meira prófsl óskar eftir atvinnu. Uppl. í síma 3221. Úísvars og skattakærur skrif- ar Jónas Björnsson, Klappar- stíg 5 A. Húsmæður, athugið: Rjettus hreingerningarmennirnir erœ Jón og Guðni. Sími 4967. Virðingarfylst Halldór P. Dungal. Kaupi gamian kopar. Vaid ^•utsen. KiapparHtig 29 Hú.smæður. Athugið, Fisk- búðin, Barónsstíg 59, hefir á valt nýjasta og besta fiskinn. Sími 2307. Jtaups&cyiuc Cyrol, hinn eini rjetti áburð- ur á gúmmídúk, hreinsar vel, óg gerir hann gljáandi. Einnig ágætur á linoleum. — Munið odýra bónið í lausri vigt. Þor- steinsbúð. Hringbraut 61, sími 2803. Grundarstíg 12. Sími 3247. Haglabyssa Cal. 12, til sölu ódýrt. Nielsen, Baldursgötu 7. Kálplöntur, allskonar, úr kölldum reit, til sölu. Þingholts- stræti 14, sími 4505. Góður barnavagn er til sölu á Öldugötu 47. Notaður bamavagn til SÖlu, í góðu standi. Bröttugötu 3 B. Úrval af kjólum og blúsum. Saumastofa Guðrúnar Arn- grímsdóttur, Bankastræti 11. Sími 2725. Tjöld og tjaldsúlur fyrirliggj- andi, einnig saumuð tjöld eft- ir pöntun. — Ársæll Jónasson — Reiða- og Seglagerðaverk- stæðið. Verbúð nr. 2. — Sími 2731. Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Hjálpræðisherinn. Kl. 8 V2: (Sunnudag). Kveðjusamkoma fyrir flokksforingjana adj. Gundersen. Kapt. Berntsen. Kapt. Hendriksen og Guttorm- sen. Kl. 11 Helgunarsamkoma. Kl. 4 útisamkoma. Adj. Svava Gísladóttir stjórnar. Adj. Kjær- eng aðstoðar. Friggbónið fína, er bæjarins besta bón. Best að auglýsa í Morgunb’ aðinu. Hreingerningar, loftþvottur. Sími 2131. Vanir menn. @ Hreingerning í fullum gangi. 1 Vanir menn að verki. Munið að ;hjer er hinn rjetti Guðni G. ‘Sigurðsson málari, Mánagötu ! 19. Símar 2729 og 2325. j Rjettu mennirnir við utan- og innanhússhreingerningar og gluggaþvott, eru Bárður og Ól- afur. Sími 3146. ^€tísrtu^l Tvö lítil herbergi til leigu, með sjerinngangi. Uppl. í síma 2733. íbúð og herbergi, til leigu. — Fyrirpurnum ekki svarað í síma Guðjón Sæmundsson, Tjarnar- götu 10 C. Sólrík forstofustofa til leigu strax. Eldhús getur fylgt út af fyrir sig. Laugaveg 67 A, uppi. Veggfóður mikið úrval nýkomið. GUÐM. ÁSBJÖRNSSON Laugaveg 1. . Sími 4700. tbúSir stórar og smáar, og ber- bergi, Leigjendur einhleypa og heimilisfeðnr, Stúlkur í vist, Kaupendur að hverju þvi, sem þjer hafið að seíja. Muni sem þjer viJjið kaupa. Nemendur í hvaða námsgrein sem er. Smá- auglýsingar Morgunblaðsins eru lesnar í hverju húsi. FAITH BALDWIN; EINKARIT ARINN. 52. örvæntingarfull af ótta og illum grunsemdum. Segðit mjer hvað þú hefir gert, hvað sem það er“. „Jeg hefi ekkert gert“,- svaraði Kathleen óhamingju- aöui, og greip hendinni fyrir munn sjer. „Mjer datt bara í hug —•:—“ „Hvað? Hvað datt þjer í hugf‘ „Jeg mundi eftir manni, sem Georgie vildi, að jeg hitti. Jeg átti að vera elskuleg í viðmóti við hann. Það var gamall maður, sem átti nóg af peningum. Hann er Pólverji og á marga næturklúbba niður við strönd- ina —1 —“ Hún einblíndi á Önnu, en hún sagði, sjúk af við- bjóði: „Þarna sjerðu“. „Jeg sje ekkert! Nei, jeg trúi því ekki. Hann hefir verið svo góður — og skemtilegur. Þetta er alt npp- spuni úr Dolly“. „Hlustaðu nú á mig, Kathleen. Jeg verð hjá þjer í nótt. Það er ekki langt til morguns. Viltu lofa mjer því, að hitta hann ekki, eða skrifa honum, fyr en við erum búnar að tala rólega saman um þetta einu sinni enn. Jeg kem til þín af skrifstofunni á morgun. Nú er jeg þreyttV Hún fann náttkjól af Kathleen og fór að hátta. Litlu síðar lá hún við hlið hennar í rúminu. Hún vafði hand- leggjunum utan um yngri systur sína og þrýsti kinn- inni að öxl hennar. „Þú grætur, Anna?“ Kathleen var skelfd. Hún hafði ekki sjeð Önnu gráta í mörg ár. „Kærðu þig ekki um það. Jeg er bara þreytt og óhamingj:usöm“. „Út af mjer“, hugsaði Katlileen. Hún faðmaði Önnu blíðlega. „Jeg skal gera eins og þú segir“, lofaði hún. „Ef til vill hefir þú á rjettu að standa. Jeg veit ekkert. Jeg skal bíða. Ef hann elskar mig í raun og veru, getur hann sannað, að það er ekki orð satt í þessu“. En óttinn var fyrsti vísir til skynsamlegrar íhugun- ar. Inst í sínu unga hjarta, sem var fljótt til að syrgja og fljótt til að læknast, vissi hún, að þetta var alt saman satt. „Jeg var — er“, bætti hún við til leiðrjettingar, „av* ákaflega ástfangin í honum. Það var svo — æsandi“. Önnu var Ijóst, að þetta orð var undirstaðan í öllu saman, en hún var of þreytt og syfjuð til þess að gefa því frekari gaum. „Reyndu nú að fara að sofa. Við tölum saman á morgun. „Ef þjer hefði nokkurntíma þótt vænt um nokkurn mann, myndir þú skilja mig“, sagði Kathleen. „Mjer þykir vænt um einn mann. „Elska hann af öllu hjarta. Hann er yndislegur maður og óendanlega mikið þess verður að vera elskaður". Kathleen faðmaði hana að sjer og gleymdi sínu eigin vandamáli í barnslegri undrun. „Hver er það, Anna? Ætlar þú að fara að gifta þigf' • „Hann veit varla, að jeg er til“, sagði Anna þreytu- lega. „Og þó að hann vissi það, þá gæti hann ekki átt mig — hann er ekki frjáls. Ef jeg vissi ekki, að það skaðaði hann, gæti jeg farið til hans þegar á morgun. En þó að það skaðaði hann ekki, gæti jeg ekki látið mjer nægja að vera aðeins varaskeifa. Jeg segi þjer þetta af því að þú ert mjer kærust af öllum í heimin- um, fyrir utan þenna eina mann, svo að þú skiljir, að jeg, veit, hvað er að elska. Þú fyrirgefur, þó að jeg segi það: Jeg held, að þú hafir aldrei elskað neinit ennþá' ‘. Anna var sófnuð, áður en hún gaf sjer tíma, til þess að iðrast eftir játninguna. En Kathleen lá lengi vak- andi. Anna ástfangin! Var það Ted? Hann var bráð- ástfanginn í lienni. En hann var frjáls, svo að það gat ekki verið hann. Hver gat það verið? Alt í einu rann upp fyrir henni ljós. Það var heldur ekki erfitt að geta sjer þess til. „Vesalings Anna“, liugsaði hún og vafði hana örm- um, eins og til þess að vernda hana. Kathleen var sofandi, þegar Anna læddist fram í eld- hús næsta morgun, til þess að laga sjer kaffi. Hfm vildi ekki vekja hana, en sltrifaði miða tH hennar, áður en hún fór: „Mundu ioforð þitt. Jeg kem í kvöld“. Alt gekk á afturfótunum fyrir Önnu þenna dag. Hún gerði heimskulegar skissur, var gröm í geði og varð að skrifa mörg brjef upp aftur. Þegar leið á daginn, sagði Fellowes, sem gat ekki lengur dulið óró sína: „Miss Murdock, þjer eruð ekki eins og þjer eigið að yður í dag. Eruð þjer veikar ?“ „Nei“. Hún reyndi að brosa. „En jeg fór ekki að sofa, fyr en um miðja nótt“. „Voruð þjer að skemta yður?“, spnrði hann, en var illa við þessa eðlilegu útskýringu á næturvökunni. Hún hristi höfuðið. „Veikindi í fjölskyldunni?“ „Nei“, svaraði hún, þó að henni fyndist Kathleen í raun og veru líða af illkynjuðum sjúkdómi. „Getið þjer ekki sagt mjer, hvað það er“, sagði Fellowes í biðjandi róm og rjetti höndina fram á skrifborðið, með lófann upp, á einkennilega biðjandi hátt. „Þjer — þjer hafið gert svo mikið fyrir mig..

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.