Morgunblaðið - 09.12.1938, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.12.1938, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 9. des. 1938. Samvinna Itala og Þjóðverja að bila? Skilyrði von Ribben- trops fyrir að styðja ekki kröfur Itala Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gser. Þýsk og ítölsk blöð mótmæla því af ákafa í dag, „að hjólin á Berlín-Róm ásnum hafi runnið aftur á bak, á meðan von Ribbentrop var í París“ — eins og ýmsir nafntogaðir stjórnmálaritstjór- ar hafa haldið fram. Þau segja að þetta sje „sjónhverf- ing“. „Hjólin renna í rjetta átt“, segir Frankfurter Zeit- ung og bætir við: „Ýmsar óskir Itala eru rjettmætar. Tunis átti upphaflega að falla í hlut ítala. En Frakkar hrifsuðu Tunis frá þeim, vegna þess að ítalir voru þá lítils máttar“. AUMKUNARVERÐUR MISSKILNINGUR. Itölsk blöð birta í dag útdrátt úr greinum í þýskum blöð- um, þar sem farið er vinsamlegum orðum um Tuniskröfur Itala. Italska blaðið „Informatione Diplomatica“ segir, að þeir menn gerist sekir um aumkunarverðan misskilning, sem telji að sam- vinna Þjóðverja og ítala sje ekki jafn góð og áður. Blaðið segir að þýsk-franska yfirlýsingin hafi verið lögð fyrir Mussolini í október síðastliðnum og að Mussolini hafi mælt með henni, þar sem hún gæti átt þátt í því að skapa frið í Evrópu. Þýsk blöð vitna í þessu sambandi í orð Bonnets, utanrík- ismálaráðherra Frakka, sem hann sagði við tíðindamann „Berl. Tageblatt“ í gær: „Ásarnir eru að vísu tveir (Berlín—Róm og London—París), en það verður að byggja brú á milli þeirra“. SPÁNN OG ÞJÓÐVERJAR. Samt sem áður hafa stjórnmálaritstjórarnir, sem segja að hjólin á Berlin—Róm ásnum gangi aftur á bak, nokkuð til síns máls. 1) Franska blaðið „Populaire" segir í dag, að von Ribbentrop hafi lofað að styðja ekki Tunis- kröfur ítala, ef Þjóðverjar fái ó- bundnar hendur um austurálfu, fyrst og fremst Ukraine. 2) von Ribbentrop er sagður hafa lýst yfir því við Bonnet, að Þjóðverjar litu ekki svo á, að þörf væri á að gefa Franco hafn- bannsrjettindi að svo stöddu. En að öðru leyti mun bann hafa skýrt frá því, að Þ.jóðverjar vildu að Franco bæri sigur úr býtum. Af- staða Frakka til þessa máls kem- ur fram í samtali, sem Bonnet átti við ,National Zeitung' í Essen, þar sem hann segir (skv. FU), að franska stjórnin væri þeirrar skoð unar, að Spánverjar ættu að hafa fult frelsi til þess að taka ákvörð- un um framtíð lands síns sjálfir. En Frakkar myndu þó fegnir grípa hvert tækifæri, sem gefast kynni, til þess að koma á allsherj- ar samkomulagi, sem hefði í för með sjer, að hinn ógurlegi hildar- leikur á Spáni yrði sem fyrst til lykta leiddur. 3) Þriðja málið, sem Bonnet og von Ribbentrop eru sagðir hafa rætt um, eru Gyðingamálin. Boim- et er sagður hafa spurt von Ribb- entrop, hvort þýska stjórnin vildi ekki leyfa Gyðingum að hafa eitt- hvað af fjármunum sínum með sjer frá Þýskalandi. Ekki er kunn- ugt um, hverju von Ribbentrop svaraði. YFIR 600 MILJÓNIR TIL VÍGRÚNAÐAR. London í gær F.Ú. eð sjerstakri tilskipun, er út var gefin í Rómaborg í dag, var ákveðin aukafjár- veiting til landvarna Italíu, og nemur hún sem svarar til yfir 660 miljóna króna. Þar af eiga um 400 miljónir að ganga til herskipaflotans. Madame Lupescu. (Sjá neðst á þessum dálki). Skilnaðar- hreyfingin f Ukraine barin niDur Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Far Varsjá: —- Yfirmaður G P U-leynilögreglunnar rúss- nesku í Ukraine, hefir barið niður uppreisnarhreyfingu skiln aðarmanna þar. Þrír hershöfðingjar úr rúss- neska hernum höfðu forustu fyrir skilnaðarmönnum. Störf- uðu þeir í samvinnu við stjórn- ina í Rutheníu. Mark þeirra var að stofna sjálfstætt ríki, með 40 miljón Ukrainemönnum, sem nú búa í Póllandi (6 milj.) og Rúss- landi (34 milj.) I Póllandi hafa Ukrainebúar farið kröfugöngur og hrópað: „Heil Hitler“. Frá Moskva hafa borist fregnir um að Yeshof, hafi orð- ið að víkja úr stöðu sinni sem yfirmaður hinnar alræmdu GPU-leynilögreglu. Bylliagaralda vakin í Rúmenín Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. IÞýskalandi eru horfurnar í Rúmeínu taldar mjög í- skyggilegar. Þjóðverjar segja að morðið (sem þeir kalla) á Codreanu og stjórnarfarið, sem hjákona Carols konungs, Gyðingurinn Lupescu, beri ábyrgð á, hafi vakið byltingaröldu meðal æskulýðs Rúmeníu, banka og em- bættismanna. „Frankfurter Zeitung“ spáir því, að þess verði.ekki langt að bíða að borgarastyrjöld brjótist út í Rúmeníu. Meðal þýskra nazista hafi barátta Carols konungs gegn „Járnvarðaliðinu“ vakið óhemju gremju. I útvarpi frá Þýskalandi var í gær farið mestu hrakyrðum um Car- ol og rúmensku stjórnina. Rúmenska stjórnin hefir í dag lagt fram mótmæli í Berlín út af þessu útvarpi. Þrjátíu og fimm óaldarflokksmenn rúmenskir voru handteknir í dag. Voru þeir allir úr ,,Járnvarðaliðinu“. Einnig hafa þrír Þjóðverjar verið handteknir í Rú- meníu (skv. FÚ). Franska herliðið í Tunis aukið: Ital- ir hóta „að taka til sinna ráða“ Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. ITALSKA stjórnin hefir falið ræðismanni sínum í Tunis að leggja fram harðorð mótmæli gegn að- förum yfirvaldanna til ítalska þjóðabrotsins í landinu. Þessi mótmæli eru fram komin vegna þess, að tveir ítalir, leiðtogi fascistaflokksins í Tunis og ritstjóri blaðs, sem er vinveitt ítölum, hafa verið teknir fastir. ítalska stjórnin segist verða að taka til sinna ráða, ef stjórnin í Tunis láti ekki skipast við þessi mótmæli. Landvarnaliðið í Tunis hefir verið allmikið aukið í dag. KRÖFUGANGA ÍTALA. London í gær. FÚ. ítalskir fascistar höfðu stofnað til kröfugöngu og skiftu þeir hundruðum, sem tóku þátt í henni. Sungu menn ítalska þjóð- sönginn og ljetu í ljós mikla samúð með ítölum. Leiddi þessi kröfuganga til alvarlegs áreksturs milli fas- cista og Tunisbúa, sem hollir eru Frakklandi. Voru tíu fascistar handteknir, þar á meðal leiðtogi þeirra. Virðuleg útfðr Maud drotningar Kalundborg í gær. FÚ. arðarför Maud Noregsdrotn- ingar fór fram í Oslo í dag með mikilli viðhöfn. Bergrav biskup flutti útfar- arræðuna. Hann talaði um þá miklu ást, sem hún jafnan hefði haft á æskuheimili sínu og ætt- landi. En þessi ást var fagur- lega samofin við þá ást sem hún fekk á Noregi, hinu nýja föður- landi sínu. Athöfnin hófst með því, aS leikin voru á orgel kirkjulög eftir Bach. Síðan söng- kór nieð undirleik hljóm- sveitar Requiem og því næst var sung- inn sélmurinn ,.Lýs milda Ijós“. Að lokinni útfararræðunni var sung- inn sálmurinn ’,Hærra minn guð til þín“, með hljómsveitarundirleik. Síðan var leikið sorgargöngulag eft- ir Edvard Grieg og hófst þá samhring- ing allra kirkjuklukkna í borginni. — Jafnframt var skotið af fallbyssum. Á undan kistunni gekk Bergrav biskup í öllum biskupsskrúða, en næst- ir á eftir kistunni gengu konungar Noregs og Danmerkur og fjölskyldur þeirra. Við athöfnina á Akershus voru ekki aðrir viðstaddir en norska konungs- fjölskyldan og nokkrir konunglegir gestir. Slys. Við Stoi’torvet í Osló var í dag slys, er mikill mannfjöldi hafði safnast þar saman í tilefni af jarðarför Maud drotningar. Hrapaði þak niður og varð ein- um manni að bana, en nokkrir slösuðust. „KRÖFUR“ FRANSKRA STÚDENTA í Frakklandi hafa stúdent- ar farið mótmælagöngu, þar sem dregið hefir verið dár að Tuniskröfum ítala. Þeir báru spjöld, þar sem á var letrað: „Við heimtum Vene- dig og Piedmont (sem eru í Ítalíu) .... og við mun- um jafnvel heimta Norðurpól- inn“. Á önnur spjöld var letrað: „Korsíkubúar heimta að Italía verði sameinuð sjer, Korsíku- menn heimta að fá yfirráð yf- ir Sardiníu“. „Vjer heimtum Sardiníu og Sikiley“. — „Vjer heimtum, að Italir skili aftur Abyssinuíu“ o. s. frv. Svipaðar ,,mótmæla“-göngur fóru fi’am í Strassbourg og Toulouse. I Toulouse urðu mót- mælin nokkuð alvarlegri, þar varð lögreglan (skv. FÚ) að koma í veg fyrir, að kröfu- göngumenn færi til bústaðar í- talska ræðismannsins. Nefnd frá Korsíu hefir farið á fund Daladiers og lagt fyrir hann ályktun frá Korsík búum, þar sem því er haldið fram, að Korsíka hafi aldrei verið ítölsk, og sje það vilji Korsíkubúa að vera áfram hluti Frakklands. LJÓSGLÆTAN. Pirov, landvarnarráðherra Suð- ur-Afríku, sagði í samtali við frjettaritara Reuters í gæi*, að bann sæi aðeins eina ljósglætu í öngþveitinu í Evrópu: Það væri friðarstarf Mr. Chamberlains. Hann hefði gert alt sem í mann- legu valdi stæði til að skapa frið. Nú væri röðin komin að öðrum, sem þátt tóku í Miinchen-ráðstefn unni til ða gera eitthvað. Einkask.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.