Morgunblaðið - 02.09.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.09.1939, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAt/IÐ Laugardagur 2. sept. 1939. Síðasta sólarhringinn áður en stríðið hófst Söguþráðurinn rakinn Frá því að þýska yfirlýsingin um 16 punkta Hitl- ers var birt í Berlín í fyrrakvöid, gerðust at- burðirnir, sem nú hafa leitt til styrjaldar, með geysihraða. I London var því þegar í stað lýst yfir, að frásögn þýsku stjórnarinnar um samningaumleitanirnar í Berlín og London síðustu dagana, væru mjög villr.ndi. Hvorki bresku stjórninni nje pólsku var kunnugt um hina 16 punkta Hitlers, fyr en þeir voru birtir í Berlín í fyrrakvöld. En Hitler hafði skýrt Sir Neville Henderson frá því á þriðjudag íið hann væri fús til þess að taka á móti samningamönnum frá Póllandi fyrir miðvikudagskvöld og hann myndi reyna að útbúa 'nýjar samkomulags tillögur fyrir þann tíma. Á miðvikudagskvöld hafði von Ribbentrop kallað Sir Nev- ille á fund sinn og lesið upp á þýsku punktana 16, og engar frekari skýringar gefið. Sir Neville hafði beðið um afrit af þessum punktum, en þetta af- rit náði aldrei að komast til London eða Varsjá. Um kröfu Hitlers, um að Pól- verjar sendu samningamann til Berlínar, segja Bretar að hjer hafi átt að láta Pólverja sæta sömu meðferð og Hacha, forseta Tjekkóslóvakíu, er hann var kallaður til Berlín til þess að ganga að eða hafna fyrirfram gerðum tillögum. I London er lýst yfir því, að breska stjórnin skilji það vel, að Pólverjar hafi ekki getað látið sjer lynda slíka meðferð. Það er sýnilegt, segir í Lund- únayfirlýsingunni, að Þjóðverj- um var það ekki kappsmál að fá friðsamlega lausn, því að eðrum kosti myndu þeir hafa notað samningaaðferð sem tíðk- ast á milliríkjaviðskiftum milli menningarþjóða og ekki krafist þess, að samningamennirnir, sem komu til Berlín hefðu um- boð til að svara já eða nei, án þess að- geta borið sig saman við stjórnina í Varsjá. Slíka að- ferð sje jafnvel ekki hægt að ,nota við sigraða þjóð. Um hina 16 punkta Hitlers, sem hann undirbjó til þess að leggja fyrir hina væntanlegu pólsku samningamenn, er það kunnugt orðið, að pólska stjórn- in myndi ekki hafa fallist á þá, jafnvel þótt hún hefði fengið vitneskju um þá fyr en í gær- kvöldi. En í ræðu sinni í ríkisþing- inu í gær, sagði Hitler að þessir punktar væru svo vægir og vin- .gjarnlegir í garð Pólverja, að enginn nema hann myndi hafa getað sett þá fram. Miljónir Þjóðverja myndu hafa lýst sig andvíga þeim. Þótt breska stjórnin hafi lýst yfir að hún skildi það, að Pól- verjar myndu ekki geta látið sjer lynda, að senda menn á ffund Hitlers til þess að taka við úrslitakostum hans, þá tjáði hún þó stjórninni í Varsjá boð Hitl- ers um að senda þangað samn- ingamenn. Eíftir að pólsku stjórninni bárust þessi tíðindi ákvað hún að kalla til herþjón- ustu alla menn innan fertugs- aldurs. Þetta var á miðvikudag- inn. En einmitt þessa nýju her- væðingu Pólverja notaði Hitler i yfirlýsingu sinni, með 16 punkt unum í fyrrakvöld, til þess að rökstyðja þá ákvörðun sína að láta vopnin tala. Eftir að 16 punktarnir höfðu verið birtir í Þýskalandi, gerði Hitler bresku stjórninni orð, að hann teldi að samningaumleitanir síðustu daga hafa farið út um þúfur, vegna þess að Pólverjar hefðu ekki svarað boði hans, eftir 2 iaga frest, með öðru en alls- herjar hervæðingu og með því að herða ofsóknir sínar á hend- ur þýskum mö.mum í pólsku göngunum.Orðsending um þetta var send frá Berlín til London á fimtudagskvöld. Það var nú sýnilegt þegar hjer var komið, að Hitler var búinn að taka ákvörðun sína um að láta sverfa til stáls. Kl. 3 aðfaranótt föstudags var ákveðið að kalla þýska rík- isþingið saman sjö klukkustund- urn síðar, eða kl. 10 í gærmorg- un. Var komið boðum til þýsku þingmannanna, og komust flest- ir þeirra til Berlín í flugvjelum eða bifreiðuum, þótt fyrirvarinn væri naumur. Þegar þeir komu á þingstaðinn, voru þeir í gráum herklæðum. Á meðan þingmennirnir voru á leiðinni til Berlín, var gefið út ávarp — eða „skipun dagsins" eins og það er kallað—frá HitU er til þýska hersins. Þetta ávarp var birt kl. 5% í gærmorgun. I þessu ávarpi segir m. a.: „Pólska ríkið hefir hafnað friðsamlegri lausn deilumálanna við Þýskaland, en jeg hefi lagt alt kapp á, að Pólverjar og Þjóðverjar væri góðir nágrann- ar. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. R æ ða Hitlers i þýska ríkisþing- inu i gær HITLER hóf ræðu sína í þýska ríkisþinginu í gærmorgun með því að lýsa yfir því, að Danzig væri og hefði verið þýsk borg og „pólsku göngin“ væru og hefðu verið þýsk, og það, að þessi hjeruð væru nú ekki algerlega menningarlaus, væri þýsku þjóðinni að þakka. Hitler sagði, að honum væri borið á brýn, að hann reyndi að leysa öll mál með ofbeldi. Þetta er ekki rjett, sagði hann. Hann sagðist hvað eftir annað hafa gert tillögur um friðsamlega lausn vandamála og nefndi þar nokkur dæmi, þ. á. m. Austur- ríki, Sudetenhjeruðin og Bæheim og Mæri. En eitt er ómögulegt, sagði hann, og það er að krefjast þess að málin sjeu leyst friðsamlega og reyna síðan á allan hátt að hindra slíka friðsamlega lausn. Hann sagði, að Þjóðverjar væru sakaðir um að brjóta lög og rjett, þar sem Versalasátt- málinn væri, en menn mættu ekki gleyma því, að Þjóðverjar litu ekki á Versalasáttmálann sem lög. Það er ekki hægt, sagði Hitler, að kúga þjóð til undir- skriftar á sáttmála með því, að ota að henni skammbyssu, og krefjast þess síðan að hún líti á þenna sáttmála sem lög. TILBOÐ TIL PÓLVERJA Hitler vjek síðan að því, að hann hafi gert hverja tilraun-/ ina af annari til þess, að kom- ast að samkomulagi við Pól- verja. Hann hefði nú síðast sett fram hógvær og drengileg tilboð, sem enginn maður í Þýskalandi nema hann hefði get að boðið fram. Hann hefð beðið í tvo sólar- hringa eftir að Pólverjar sendu samningamenn til Berlín, en hefði ekki fengið annað svar, en aukna hervæðingu Pólverja og aukið ofbeldi gagnvart þýskum mönnum í pólsku göngunum. í fjóra mánuði hefi jeg beðið, sagði Hitler, og þó ekki látið hjá líða að aðvara jafnframt. Hið mikla langlundargeð mitt, sagði hann, ber ekki að skilja sem veikleika eða ragmensku, heldursem vilja. til þess að varð veita friðinn í lengstu lög. Jeg tilkynti bresku stjórninni í gærkvöldi að jeg teldi samnj ingana strandaða. Pólverjar hefðu ekki svarað samningaboði mínu með öðru en nýju ofbeldi gagnvart þýskum mönnum. Jeg hefi nú ákveðið að svara í sömu mynt. Ef stjórnir Vest- urríkjanna segja, að jeg brjóti hjer gegn hagsmunum þeirra, þá þykir mjer það leitt, en samt sem áður mun jeg ekki hika eina sekúndu. BRETLAND OG ÞÝSKALAND Hitler sagðist vilja taka það skýrt fram, að hann ætti engar útistöður við vesturveldin, Bret- land og Frakkland. Hann hefði boðið Bretlandi vináttu og nána samvinnu, og við Frakkland hefði hann lýst yfir því, að hann gerði engar kröfur til franskra landa og skoðaði landamæri Frakklands og Þýskalands, sem endanlega ákveðin. Italir hafa skilið afstöðu okk- ar og jeg þakka stuðning þeirra. En þeir munu skilja að í þessu stríði viljum við enga hjálp; við viljum heyja það einir. Hitler vjek síðan að þýsk- rússneska samningnum. Hann sagði, að Þýskalandi og Rúss- landi væri stjórnað eftir tveim ólíkum kenningum. En því hefði hvað eftir annað verið lýst yfir í Þýskalandi, að nasisminn væri engin útflutningsvara. Og frá þeirri stundu, sem Rússar lýstu yfir því, að þeir ætluðu ekki að reyna að flytja út sína kenn- ingu til Þýskaland, þá hafi sam- komulag verið hugsanlegt milli þessara tveggja stórvelda. Þýsk rússneski sáttmálinn þýði það, að þessi tvö stærstu ríki Evrópu eyða ekki kröftum sínum í innbyrðis deilur og tákn- ar það í rauninni ný tímamót í sögu álfunnar. FRAMTÍÐIN Hitler vjek síðan að fram- tíðarmarkmiðum Þjóðverja, en þau væru 1) Danzig, 2) pólsku göngin og 3) viðunanleg sam- búð Þjóðverja við nágranna sína á austurlandamærunum. Hitler sagðist ákveðinn í því að berjast þar til pólska ríkis- stjórnin gengi til móts við hann til að leysa þessi máli, og ef ekki stjórnin sem situr nú í Pól- landi, þá önnur stjórn. Jeg vil eyða óvissunni, sem ríkir á austurlandamærum okk- ar. En jeg vil ekki berjast gegn konum og börnum. Jeg hefi þess vegna gefið fyrirskipanir um, FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Klæðskeri • Vanur, fjölhæfur klæðskeri • • óskar eftir stöðu sem slíkur ® • ® í Reykjavík eða úti á landi. % 2 Tilboð merkt „Klæðskeri“ * 2 sendist Morgunblaðinu. * : : ,♦,j X Grand Hotel Kobenhavn i y X rjett hjá aðal járnbrautar- X stöðinni gegnt Frelsis- <• styttunni. X Öll herbergi með síma og baði. Sanngjamt verð. | • I X Margar íslenskar fjölskyldur ij* dveljast þar. X 1 IIIIIIKIilllilllimiillllllSIUIIIillllillllllliilllllllilllllilllillUIHUft — «s 1 Hiís | Í stór og lítiþ ný og gömul, s § hefi jeg til sölu. Verð sann- |§ 1 gjarnt. Góðir greiðsluskil- i j§ málar. Talið við mig sem j§ fyrst. Pjetur Jakobsson. 1 Kárastíg 12. Sími 4492. i s Viðtalstími kl. 11-12 og 6-7. i miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiimifi c><><><><><><><><><><><><><><><><><> Cítrónur Lækkað verð. vuin Laugaveg 1. Sími 3555. Útbú Fjölnisveg 2. Sími 2555. <><><><><><><><><><><><><><><><><>< IIIIIIMIHIMIMIIIIMIHIMIHMIIIIIIUMUinimilHltllliaillUMKI I Skólafötin úr I FatabúDinni AUGAÐ hvflist T|I|C| C með gleraugum fri I IIILLL EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI-----ÞÁ HVER? EGGEBl CLAESSEM hiBBtarjettarmálaflutnmgsmaSnr. Skrifstofa: OddfeUowhúsiS, Yonarstreati 10. (Iimgangar um 8\í»turdyrL \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.