Morgunblaðið - 06.09.1939, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.09.1939, Blaðsíða 8
8 JllottgttttMafóð Miðvikudagur 6. sept. 1939- . Jfaujis&ajiuc DÖMUFRAKKAR ávalt fyrirligg-jandi. Guðm. Guð mundsson, klæðskeri, Kirkju- hvoli VIL KAUPA lítið, gott hús í Vesturbænum. Góð útborgun. A. v. á. NÝ SÍLD! — NÝ ÝSA! Fisksalan Björg. — Sími 4402. KALDHREINSAÐ þorskalýsi sent um allan bæ. ■ Bjöm Jónsson, Vesturgötu 28. Sími 3594. KAUPUM FLÖSKUR, ■tðrar og smáar, whiskypela, glös og bóndósir. Flöskubúðin, B«rgstaðastræti 10. Simi 5395. Sækjum. Opið allan daginn. KAUPUM FLÖSKUR glös og bóndósir af flestum teg- undum. Hjá okkur fáið þjer á- Valt hæsta verð. Sækjum tT yðar að kostnaðarlausu. Sími 6883. Flöskuversl. Hafnarstr. 21 LEGUBEKKIR ódýrastir og bestir fást í Körfu- gerðinni, Bankastræti 10. '&ZC&tfnnMtgae VENUS SKÓGLJÁÍ mýklr leðrið og gljáir skón* =vf burða vel. VENUS-GÖLFGLJAl afburðagóður og fljótvirkur. Ávalt i næstu búð. ERUM KOMNIR I BÆINN. Tökum að okkur hreingerning- ar eins og að undanförnu. — Guðni og Þráinn. Sími 2131. Fylgiil Rauðu mefl æfintýrixKti akurliljunnar hjelt 401 ? SLYSAVARNAJELAGIÐ, Bkrifstofa Hafnarhúsinu við Geirsgötu. Seld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árs- tillögum o. fl. BESTI er FISKSlMINN 52 7 5. FRIGGBÓNIÐ FlNA, er bæjarins besta bón. i o. G. T. ST. EININGIN NR. 14. Fundur í kvöld kl. 8^ e. h. Tek Ið á móti nýjum fjelögum. — Einsöngur, str. Björg Guðna- 'd ttir, ræða, upplestur. Fjelag- ar fjölmennið stundvíslega. Æ.t. 9 SÖLUBÚÐ til leigú í húsinu nr. 15 við Þing- holtsstræti, frá 1. okt. þ. á. Nán- ari upplýsingar gefur Gunnar E. Benediktsson málafl.m. Banka- stræti 7. Viðtalstími kl. 4—5. Símar 4033 og 3853. Hann tók sjer málkvíld o síðan áfram-. „Viltu sverja þess eið, að þú skulir hefna dauða bróður þínsf' „En faðir minii----------“. „Viltu sverja eiðinn, barn!“ „Hvernig á jeg að halda eiðinn, faðir? Jeg skil ekki — —“. „Guð mun hjálpa þjer, barnið mitt. Þú munt skilja, þegar þú verður eldri“. Juliette hikaði Hún var við- kvæmt barn og hafði alla tíð elsk- að og virt föður sinn, með ást, sem gerði hana blinda fyrir biluðu líkams og sálarþreki hans. Hún var alin upp við rómversk-ka- þólska trú og bar djúpa lotningu fyrir hinum dularfullu trúarvenj um. Ef til vill var hún inst inni með sjálfri sjer stolt yfir því hlut verki, sem henni var falið, þó væri hún aðeins óþroskað barn. En hertoginn varð óþolinmóður. „Hikar þú, Juliette, þegar þög- ull líkami bróður þíns hrópar á hjálp? Þú ert ein eftir af ættinni! Því að upp frá þessum degi er jeg dauður!“ Nei, faðir minn“, hvíslaði hún. „Jeg hika ekki. Jeg skal sverja eins og þú segir mjer“. „Hafðu þá eftir mjer það, sem jeg segi.“ „Já, faðir miim“. „Jeg sver þess eið í nafni guðs almáttugs, sem sier mig og heyr- ir — —“. Og Juliette endurtók orðin fast og s’kýrt: „Jeg sver þess eið, í nafni guðs almáttugs, sem sjer mig og heyrir, að hefna mín á Paul Deroulede og valda dauða hans eða eyðileggingu eftir vísbendingu guðs, í hefndarskyni fyrir dauða bróður míns“. „Sál bróður míns kveljist til dómsdags, ef jeg rýf þenna eið — — — “, hjelt hertoginn áfram, og Juliette endurtók hátíðlega: „Sál bróður míns kveljist til dómsdags, ef jeg rýf þenna eið, en hvíli í friði frá þeirri stundu, sem jeg liefi feugið hefnd fyrir dauða hans“. EIÐURINN eflir Orczy barónessu Barnið kraup á knje. Hún var búin að sverja eiðinn og gamli maðurinn var ánægður. Hann kall- aði í þjóninn og ljet liann hjálpa sjer í rúmið. 4. dagur En þessi stund hafði gert stúlku- barnið Juliette að fullorðinni mann eskju. Það var hættuleg breyting, sem átti sjer stað, er allar taugar voru spentar og hjartað að springa af geðshræringu. 1. KAPITULI. París 1793. Árás. Pað væri erfitt að segja, hver^ vegna Deroulede borgari var eins vinsæll og raun var á. Og enn erfiðara að finna ástæðu fyrir því, að hann skyldi sleppa við ofsókn- ir, þó að daglega væru handteknir saklausir og sekir tugum saman, svo að öll fangelsi Frakklands voru full, og fallöxin hafði ekki við. En Marat hafði einu sinni sagt um Deroulede: „II n’est pas dan- gereux“ — hann er ekki hættu- legur. Og þessa setninga höfðu menn fest sjer í minni. Og á þjóð- þinginu var stöðugt litið á Marat sem hinn mikla brautryðjanda frelsisins, fórnarlamb skoðana sinna. Marat var jafnvel voldugri dauður en hann hafði verið í lif- anda lífi. Deroulede hafði einu sinni ver- ið vellauðugur, en haft vit á því að gefa af eigum sínum í tíma það, sem hefði hvort eð er án efa verið tekið af honum. En hann hafði gefið af fúsum vilja, einmitt þegar Frakkland þurfti þess inest með og var ekki búið að læra áð afla sjer þess, sem það þurfti. Þetta mundi Frakkland Derou- lede, og það var eins og ósýnileg víggirðing varðveitti hann fyrir óvinum lians. Hann lifði rólegu lífi, bjó með móður sinni og Anne Mie, munaðarlausri frænku, sem gamla Madame Deroulede hafði tekið til fósturs sem smá- barn. A llir þektu hús Derouledes í Rue Ecole de Medicine, skamt frá húsinu, þar sem Marat hafði átt heima og verið myrtur. Gatan var lítil og þröng og gerði skólanum, sem hún var kend við, lítinn sóma. Það var ekki að- laðandi lýður, sem safnaðist þarna saman, á ósljettri og forugri stjettinni. Snotur kjóll eða hrein svunta var sjaldsjeð á þessari götu, því að Anne Mie fór sjaldan út, og gamla Madame Deroulede kom næstum því aldrei út fyrir dyr á herbergi sínu. Töluvert var drukk ið í kránum tveimur, sem voru á sitt hvoru horni götunnar, og ráð- legra fyrir kvenfóllc að halda sjer innan húss eftir kl. 5 á dag- inn. Gamlar Amazónur stóðu í hóp a götuhorninu og stungu saman nefjum. Það var varla hægt að kalla þær konur lengur, svo fer- legar voru þær ásýndum, í tötra- legum pilsum, með fituga, rauða skýluklúta um liöfuðið, og fram undan stóð rytjulegt hárið, og hjer og þar skein í rifin og óhrein nærföt. Svona djúpt voru konur Frakklands sokknar fyrir frelsið! Og hver, sem fram hjá gekk og var ekki eins óhreinn og þær eðat fyrirlitlegur, var hæddur og sví- virtur. „Ah! Voyons l’aristo! — Ó, sko> aðalsmanninn!“, hrópnðu þær háðslega í hvert sinn o>g maður, sæmilega til fara, eða kona, með hreina svuntu sáust skjótast eftir götunni. Síðari hluta dagsins var jafnan glatt á hjalla hjá þeim. Og nóg var að sjá. Einkum þótti þeim gaman að sjá hina Iöngu röð vagna, sem komu frá fangelsunum á leið til aftökustaðarins á Place de la Revolution. Hinar ótal mörgu deildir bylt- ingarnefndarinnar sendu fallöx- inni hver sína bráð. K 'rmbcT MATSALAN TVek fólk í fast fæði. — Frú Laila Jörgensen, Grundarstíg 11 Ræningjar rjeðust á kínverskan mann, sem var emn á báti, tóku af honum alt fjemætt, en bundu hann sjálfan við sigluna. Bátinn rak nú til hafs og bjóst Kínverj- inn við dauða sínum. En þá bar þar að stórt farþegaskip og bjarg aði honum. Farþegarnir kendu svo í brjósti um Kínverjann, að þeir skutu saman álitlegri upp- hæð lianda honum. Þá blessaði Kínverjinn ræningjana fyrir það að hann var orðinn auðugri en hann hafði nokkru sinni dreymt um að hann yrði. ★ Tíu lengstu brýr heimsins eru í Bandaríkjunum, og lengst er Key West brúin í Florida. Hún er 20.750 metrar, eða álíka löng eins og úr Reykjavík og upp á Sand- skeið. ★ Svertingjar eru engir eftirbátar hvítra manna að gáfum. Það sjer maður á því, að í Bandaríkjunum eru 3800 svartir læknar, 25.000 þrestar og 1200 lögfræðingar. Auk þess hafa 132 Svertingjar þar hina göfugustu doktorsnafnbót. ★ Arabiskur málsháttur segir Betri er óvinátta gáfaðra manna en vinátta heimskingja. ★ — Þú spyrð, hvort hún geti þag að um leyndramál? Já, það getur hún sannarlega. Við höfðum verið trúlofuð í þrjár vikur án þess að jeg hefði hugmynd um það. ★ í Budapest fór hjónaband út um þúfur fyrir skák. Kona heimtaði skilnað og færði það sem ástæðu, að maður sinn Iægi öllum stund- um. í skák, en vildi ekki kenna sjer hana. ★ Nýasti spámaðurinn í Banda- ríkjunum heitir Arthur Gerke. Hann prjedikar það, að menn eigi að Ieggjast í híði, eins og birnir. Sjálfur segist hann hafa legið í hefir hann ekki getað sofíð altaf, heldur þurft að rjátla svolítið um gólf endrum og eins til þess að verða syfjaður aftur, og einstaka sinnum þurft að glefsa í mat. Þetta telur hann svo heilsusam- legt, að hann geti áreiðanlega orð- ið 200 ára gamáll. ★ í Englandi hefir verið gerð til- raun til þess að víta hvað kjós- endur fylgdust vel með í stjórn- málum. Það kom þá upp úr kaf- inu, að fimti hver kjósandi hafði ekki hugmynd um hver var flokks foringi hans í þinginu. ★ Hæsta pósthús í norðanverðri Ev- rópu er ekki hátt sjálft, en stend ur hátt. Það er á Gaustatindi í Noregi. Þar er líka veðurathug- anastöð. Húsið er lítill og ósje- legur bjálkakofi, og það eru ekki nema sárfáir ferðamenn, sem láta stimpla brjef sín þar, til sann- indamerkis um að þeir hafi kom- 1. 6 síðdegis þenna dag kom ung stúlka alt í exnu fyrir - hornið á Rue Ecole de Medecine.. Hixn skimaði í allar áttir og gekk síðan varlega niður götuna. Þar var fult af fólki. Kvenfólk- ið stóð í þvögu fyrir utan hverj- ar húsdyr og taíaði saman í æs- ing. Þær voru að koma heim frá hinni venjulegu sýningu á Place de la Revolution. Karlmennirnir höfðu staldrað í kránum og rekið kvenfólkið þaðan. Næst kom röð- in að Amazónunum, sem urðtt t fyrst að láta sjer nægja að skvaldra samau og hæða þá, sem framhjá gengu. Unga stúlban ljet fyrst sem hún tæki ekki eftir þeim. Hún t gekk hratt, hnakkakert og þrá- kelknisleg á svip og stiklaði á steinunum, til þess að óhreinka i ekki fínlegu sbóna sína. Framh. ■ SOKKAVIÐGERÐIN, Hafnarstræti 19, gerir við kven- - sokka. Fljót afgreiðsla. — Sími 2799. Sækjum sendum. ROTTUM, MÚSUM og alskonar skaðlegum skor-- kvikindum útxýmt úr húsum ogr skipum. — Aðalsteinn Jóhanns- son, meindýraeyðir, sími *5056r^ Reykjavík. EITT EÐA TVÖ HERBERGI og eldhús óska barnlaus hjón,, helst strax eða 1. okt. Tilboð-> merkt: Strax, sendist afgr_ Morgunblaðsins. IBÚÐ ÓSKAST. 3 herbergja, þarf að vera utam við bæinn eða í útjaðri bæjar-- ins. A. v. á. OCenAjCci' KENNI TUNGUMÁL, reikning og eðlisfræði. Les með5 skólafólki. Páll Jónsson, Leifs- götu 23 II. Heima kl. 20—22. híði alla vetur síðan 1910. Að vísu ið þangað. Best að auglýsa í Morgunblaðinuu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.