Morgunblaðið - 11.06.1940, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.06.1940, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐtlÐ Þriðjudagur 11. júní 1940, t Feneyjahöllin í Róm. Mannfjöldi á torginu fyrir framan höllina Orusturnar í Frakklandi FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. Rethel og tókst þeim um helgina ,að brjótast þar suður yfir Aisne. En þrátt fyrir að þeir hafi getað fengið þar stökkpall til áframhald- andi sóknar miðaði þeim lítið á- fram í gær, og voru ekki komnir hema miðja vegu milli Rethel og Reims. En hersveitirnar, sem virðast vera að reyna að komast aftan að Maginotvirkjunum, gátu sótt all- ^hratt fram í gær til Beaumont. Winston Churchill, forsætisráð- herra Breta, sendi Reynaud skeyti í gær, þar sem hann segir, að Bretar muni veita Frökkum allan þann stuðning, sem þeir geta í tje látið á landi, á sjó og í lofti. Það varð kunnugt í gær, að all- mikið breskt herlið hefir verið sett á land í Frakklandi síðustu dagana- Engar fregnir höfðu borist af hemaðaraðgerðum milli ft- ala og Frakka IV2 hlst. eftir miðnætti í nótt. En talið var, að hreyfing væri á hermönn- um, flugvjelum og herskipum við alt austanvert Miðjarðar- haf. Svar Breta og Frakka Reynaud forsætisráðherra lýsti afstöðu Frakka og Duff-Cooper afstöðu Breta, eft- ir að Mussolini hafði flutt ræðu sína. Reynaud sagði, að Frakkar hefðu gert alt, sem í þeirra valdi stóð til að ná samkomu- lagi við ftali. En þeir væru við því búnir að taka á móti ítölum. ' Duff-Cooper kallaði stríðsyf- irlýsingu ítala hinn ljótasta verknað sem nokkru sinni hafi ;verið framinn, þar sem Musso- lini hafi beðið þar til franska þjóðin átti í vök að verjast. En við þekkjum ítalska her- manninn og vitum að við getum sigrað hann. Duff-Gooper vakti athygli á því, að með þátttöku ítala í stríðinu myndi hafnbannið á Þýskaland eflast, því að mikið af vörum hefði borist þangað um Ítalíu. Mr. Dalton, stríðs- málaráðherra vakti athygli á því, að ítalir gætu ekki afborið langa styrjöld, vegna þess að þá vantaði mörg hin mikilvægustu hráefni. Ræða Roosevelfs FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. Roosevelt var harðorður um þessa ákvörðun ítala og sagði, að þeir hefðu rekið rýting í bakið á nágrannaþjóð sinni. Hann sagði, að braut sú sem Bandaríkin yrðu að ganga lægi beint við: Þeir yrðu að opna þjóð- unum, sem legðu lífsblóð sitt í söl- urnar í baráttu gegn goðum of- beldis og yfirgangs, leið að auð- æfum sínum, og hraSa því sem í mest má verða að hagnýta þessar auðlindir til þess að búa Banda- ríkjaþjóðina undir þá atburði sem að höndum kunna að bera. * Roosevelt lýsti áhyggjum manna í Bandaríkjunum, yfir atburðun- um, sem gerst hafa síðustu mán- uðina. Menn spyrðu hvern annan hver áhrif þetta rnyndi hafa á framtíð Bandaríkjanna. Hann kvaðst vona, að í Banda- ríkjunum tækist að verja frelsi sitt og lýðræði. Roosevelt skýrði frá brjefaskift- um þeim sem farið hefðu á milli sín og Mussolinis. Ilann hefði leitt Mussolini fyrir sjónir að ef stríðið breiddist út til Miðjarðarhafsins, þá myndi það geta haft í för með sjer, að það breiddíst út til Aust- urlanda og til Afríku, en það gæti aftur á móti haft hinar víðtækustu afleiðingar. En Mussolini hefði ekki viljað lát.a binda hendur sínar Lokasamskot til sjúku konunn- ar: K. V. G. 5 kr.. Stúlka 3 kr. A. A. 10 kr. Þökk fyrir. K. D 13 þátttakendur f jslandsgllmunni glímiukappax hafa tilkynt þátttöku sína í íslaaids- glímuxmi, sem fer fram í Iðnó í kvöld, og er það þrítugasta ís- landsglíman. Þessir þátttakendur eru frá Glímufjelaginu Ármanni, Ung- mennafjelagi Mývetninga, Knatt- spyrnufjelagi Vestmannaeyja og ungmennafjel. Samhygð í Árnes- sýslu. Það má búast við harðri kepni að þessu sinni um titilinn Glímu- kóngur Islands. Vestmannaeyingarnir Sigurður Guðjónsson og Andrjes Bjarnason hafa lært hjá Þorsteini Einars- syni. Jón Ó. Guðlaugsson hefir einnig æft undir handleiðslu Þor- steins. Hann er þrjár álnir á hæð og ramur að afli. Geirfinnur Þor- láksson frá Skútustöðum mun ekki reynast nein liðleskja. Þá er Reykvíkingunum ekki á- fram um að beltið fari út úr bæn- um. Meðal reykvískra keppenda er Ingimundur Guðmundsson glímukóngur, Sigurður Brynjólfs- pon skjaldarhafi og Skúli Þor- leifsson fyrv. glímukóngur. Búast má við að þetta verði söguleg Íslandsglíma. Lýsingu á henni verður útvarpað. Vegna þess hve fáir áhorfendur komast að í Iðnó, mun. engum verðá boðið á kepnina að þessu sinni. Landssamband Sjálf- stæðisverkamanna FRAMH. AF FJÓRÐU SfiHJ. Meðstjórnendur voru kosnir: Stefán Magnússon, Sauðárkróki, Óskar Kárason, Vestm.eyjum, Leó Árnason, Akureyri, Jón B. Björns- son, Borgarnesi, Arinbjörn Clau- sen, Isafirði, Jón Bjarnason, Akra nesi. Þá var og kosin 9 manna vara- stjórn. Endurskoðendur voru kjörnir Gísli Guðnason, Rvík, og Sigur- björn Guðmundsson, Hafnarfirði, og til vara Kristinn Árnason, Rvík. , Lauk þinginu svo með því, að hinn nýkjörni forseti flutti þrótt- mikið ávarp og hvatti til samhuga baráttu í senn fyrir velgengni fje- lagssamtaka Sjálfstæðisverka- manna og bættum hag vinnandi manna í landinu. Fjárhagsaðstaða bændanna FRAMH. AF. FIMTU SÍÐU. ingum, sem innheim'tast með verð- jöfnunarskattinum á kjöti og mjólk, en þá verður ríkið að greiða meðan svo stendur sem nú er. Reynslan sýnir, að engir bænd ur eru færir um að greiða verð- jöfnunarskatt. Jeg tel því hættu- Jaust að leggja þessi mál undir stjórn samvinnufjelaga bændanna og Búnaðarfjelag íslands. (Meira) Frásögn Helga Pálssonar FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. stundu. Eigendurnir sögðu sumir, heyrði jeg sagt, að það gilti einu þó bæjarbúar fengju þetta, það væri eins vel komið í höndum þeirra eins og Þjóðverja. En Þjóðverjarnir komu ekki. Og eftir nokkra daga kom út aug- .lýsing í „Sönnmörposten" frá lög- reglunni um það, að nú yrði fólk að skila aftur því sem það tók þetta umrædda kvöld. Jeg hefi hjerna blaðið með auglýsingunni. Og síðan las Helgi upp auglýs- inguna í símann, þar sem segir að „vörur þær sem fólk tók ólöglega í fyrri viku í æðisgangi („Panik- stemning“) úr búðum og vöru- geymslum verði að vera skilað fyrir kvöld þess 9. maí kl. 18. Þetta nái fcil mjölvöru, sykurs, kaffi, sýróps, niðursuðuvara, bauna, saltfisks, skófatnaðar o. s. frv.“. Segir ennfremur í tilkynning- unni, að ef fólk fari ekki eftir til- mælum þessum um að skila vörun- um, þá geti menn búist við því að verða teknir fastir og dæmdir 5 þunga refsingu. En af auglýsingum og greinum, sem birtust næstu daga, var greini legt, að heimtur á vörum þessum urðu ekki góðar. Þá var m. a. bent á, að eins og fólk vissi, þá væri vöruskömtun í landinu, og ef ein- hverjir hefðu meira en hinn til- ætláða skamt, þá hlyti það að yerða til þess, að aðrir yrðu af- skiftir. — Hvernig var hið almenna á- stand í Álasund er þjer fóruð þaðan ? • — Jeg get ekki kallað það ann- að en ömurlegt. Atvinnulífið var lamað. Útgerð því nær engin. Smábátar voru að byrja að fara rjett út fyrir landsteina. Lengra varð ekki farið. Flestar verksmiðj- ur voru lokaðar. Bankar voru lengi vel lokaðir. Er þeir opnuðu fengu menn mjög lítið af inn- eign sinni, 50 krónur voru skamt- aðar á mánuði. Nema handa þeim sem ætluðu að reka einhverja at- vinnu. Þeir fengu meira. — Hvemig voru samgöngur um landið ? —- Þær voru að .færast ögn í lag, komið bílasamband nokkuð við Osló, og strandferðir byrjaðar við og við. Kanada segir Itólum stríð á hendur Kanada hefir sagt Itölum stríð á hendur. Þingið í Kanada gerði ein- róma samþykt um þetta, er Mac Kensie King, forsætisráðherra hafði lesði upp skeyti frá Lond- on, þar sem sagði að hernaðar- aðgerðir gegn ítölum myndu byrja á miðnætti. RÁÐHERRA FERST andvarnaráðherra Kanada, Roger, fórst í gær í flug- slysi. Flugvjel, sem hann var í, á leið milli borga í Kanada, hrap- ðai, og fórst ráðherrann og tveir aðrir farþegar. Noregur FRAMH. AF ANNARI SÉÐU. sem flutti hann frá Norður- Noregi til Bretlands. Áður en Hákon konungur lagði af stað frá Noregi birti hann ávarp til norsku þjóðar- innar. I því segir konungur, að Norðmenn geti ekki haldið á- fram baráttunni gegn Þjóðverj- um án aðstoðar Bandamanna. Herlið og hergögn frá Noregi er nú hægt að nota svo að meiri notum komi annars staðar, þar sem aðalbaráttan er hafin til þess að koma í veg fyrir, að á- form Þjóðverja um að ná yfir- ráðum í álfunni, hepnist. En sjálfstæði Noregs er að lokum undir því komið, að Bandamenn sigri í þeirri bar-1 áttu, segir í tilkynningunni. Norskur blaðamaður, sem var viðítaddur þegar Hákon kon- ungur og Ólafur krónprins stigu á land í Bretlandi í gær segir, að konungur hafi verið hress, og ekkert á honum að sjá. Hákon konungur og Ny- gaardsvold forsætisráðherra hafa gefið út yfirlýsíngu til norsku þjóðarinnar, þar sem Norðmenn eru hvattir til að standa saman og bregðast aldrei málstað hins frjálsa og óháða Noregs. Ruge, yfirhershöfðingi Norð- manna hefir lýst yfir því, að baráttunni fyrir frelsi Noregs sje engan veginn lokið. Hann hvetur norsku þjóðina að taka þessum tíðindum með stillingu og geðró og rasa ekki um ráð fram, og gera ekkert það, sem skaðað geti norsku þjóðina. „Jeg hefi“, segir hershöfðing- inn ennfremur. „óbifanlega trú á því, að þess verði ekki langt að bíða, að Noregur verði aft- ur frjálst og óháð ríki, og sú tilhugsun ætti að vera oklfur styrkur í þeim hörmungum, sem 'nú dynja yfir landið“. I tilkynningu yfirherstjórnar- innar norsku segir, að bardag- ar hafi hætt í Noregi kl. 12 á miðnætti. Sanngjarnt! Cyril Laken, blaðamaður við breska útvarpið sagði tvær smásögur í yfirliti, sem hann gaf í gærkveldi um áhrif hins nýja /viðhorfs á almenning í Stóra-Bretlandi. Önnur sagan var á þessa Jeið: Hitler sagði einhverju sinni við M. Francois Poncet, þáverJ andi sendiherra Frakka í Ber^ lín, en núverandi (eða þar til í gær) sendiherra Frakka í Róm, að Mussolini myndi gera alt, sem Þjóðverjar segðu hon- um að gera. Ef styrjöld hefst, sagði Hitler, þá munu ítalir fara í stríðið með Þjóðverjum. ,,Nú, jæja, það er ekki nema ^anngjarnt", svaraði Francois Poncet, „við urðum að hafa þá með okkur í síðasta stríði“. Hin sagan var á þessa leið: Ferðamenn, sem koma til ítalíu munu nú ekki framar þurfa að fara alla leið til Pom- pey til að sjá rústir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.