Morgunblaðið - 11.07.1940, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.07.1940, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudaginn 11. júlí 1940. Kappreiðar að Nes- odda í Datasýslu Kappreiðar fóru fram að Nes- odda í Dalasýslu síSastlið ±nu sunnudag, og stóð hestamanna fjelagið „Glaður' ‘ í Miðdölum fjrrir kappreiðunum. Veður var ágætt og fjöldi á- horfenda. 15 hestar voru reyndii og urðu úrslit þessi: 300 metra stökk: Pyrstu verðlaun hlaut Geisl (brúnn), 8 vetra; eigandi Jón Jósefsson, Krossi. Tími 23 sek. Annar varð Preyja (jarpskjótt), eigandi Gunnar Jósefsson, Krossi 23.1 sek. Þriðji Baldur (grár); eigandi Sigurjón Jónsson, Kringlu, 23.2 sek., og fjórði Óspakur (grár); eigandi Guðbrandur Magnúss., Gunnarsstöðum, Hörðu dal, 24 sek. Polahlaup, 250 metra stökk. 1. Glói (rauður), 6 vetra; eig andi Kristinn Samúelsson, Gröf, 20 sek. 2. Jarpur. 6 vetra; eigandi Gúðjón Sigurðssoh, Núpi, 20.1 sek. 3. Hugur (grár), 6 vetra; eig. Ólafur Jónssön, Mjóabóli, 20.3 sek. Nokkrir skeiðhestar voru reynd- ir, en öllum fataðist skeiðið. Dómnefnd skipuðu: sjera Ás geir Ásgeirsson prófastur, Hvammi Guðmundur Theódórsson, Stór holti og Björn Gunniaugsson inn heimtumaður. Vallarstjóri var for maður „Glaðs“, Jón Sumarliðason, Breiðabólstað. Nokkrir menn úr stjórn „Fáks“ hjer í Reykjavík fóru til að vera á kappreiðunum. Þeir voru: Björn Gunnlaugsson innheimtum, dr Björn Björnsson, Sigurður Gísla son lögregluþjónn og ÓIi M. ís aksson. WENDELL WILLKIE ÞýsKa herstjórnar- tilkynningio I tilkynningu þýsku herstjórnar- ■ innar í gær segir frá því, að þýskur kafbátur hafi sökt skip- um andstæðinganna, er námu rúm lega 35.000 smálestum, að loft- árásir hafi í gær verið gerðar á suður- og austurströnd Englands og; skip úti fyrir ströndunum og sökt varðskipi og mörgum flutningaskipum, alls 26.000 smá- lestum. Þá er sagt frá miklum loftor- ustum yfir Ermarsundi, þar sem Bretar hafi beðið tnikið afhroð. Endurtekin er fregn, er send var út í fyrrad. um tiiraun 12 enskra Bristol-flugvjela til loftárásar á flugvöllinn Sóla við Stafangur, og er sagt, að þær hafi allar verið skötnar niður, án þess að Þjóð- verjar mistu nokkra flugvjel. Bretar hafi haldið áfra/m loftár ásum á friðsamlegar stöðvar í Þýskalandi, en unnið lítið tjón. Loks er sagt, að Bretar hafi í gær mist 29 flugvjelar, en Þjóð- verjar einar þrjár. Brtmi. Um 11-íeytíð í gærkveldi kom upp eldur í reykhúsinu á( Grettisgötu 50. Húsið er lítið og brann það að 'mestu. Ókunnugt er «m upptök eldsins. FRAMH. AP. FIMTU SÍÐU. ið poker sjer til gamans, en golf er liann hættur við. „Þaðjer ekk- ert ganian að elta þessa pillw um allar tríssur“. Hann á 5 jarðir í Indiana og fer; við og við til þess að' líta eftir búskapnum. Hann hefir m. a. mikla svínarækt og segist græða dálítið á briskapnum. Willkie er fæddur í Elwood í Indiana 18. febr. fyrir 48 árum. Bærinn óx hratt vegna gaslinda í jörðu. Gasið var svo ódýrt; að það borgaði sig betur að láta loga á götuljóskerunum allan sólarhring- inn en að fá mann til þess að kveikja og slökkva. Afi hans og amma í föðurætt flýðu frá Þýskalandi eftir 1848. Faðir hans og móðir voru skóla- kennarar og lögfræðingar. Þau áttu 6 börn. Öll börnin hafa kom- ist vel til manns, þó að Wendell hafi spjaxað sig best. Hann var sendnr í skóla hersins í Culver og síðan í háskóla Indianaríkis. Pór hrátt orð af honum fyrir ýmiskon ar æsingar. Hann var sósíalisti og hamaðist móti erfðarjetti, meðal annars vegna þess, að sá rjettur væri órjettur í garð þeirra, sem ekkert erfðu. Hann var líka móti hræðrafjelögum stúdenta, en gekk þó að lokum í eitt þeirra. Hann hamaðist gegn lagadeildinni, en lauk þar prófum sínum 1913 og 1916. En sjálfur kostaði hann nám sitt með því að taka að sjer að flytja á brott húsin úr fæðing- arborg sinni, þvi að nú var gasið húið og borgin „dó“. Þá rjeði liann sig einnig í þreskingu í mörgum ríkjum og hverja þá vinnu, sem hann gat fengið. Eftir að skólagöngu var lokið gekk Wendell inn í lögfræðistörf föður síns og v.ar fýrsta málið, sem, hann vann, vörn fyrir verk- lýðsfjelag eitt. ,,Það má hafa eftir mjer“, segir hann, „að jeg- er hlyntur rjettindum verklýðsfje- laga. Jeg hefi góða trú á því, að menn semji í fjelagsskap, en enga trú á fyrirtækjum, sem eru rekin með landsföðurfyrirkomulagi, þar sem verkamenn geta ekki komið sjer við tneð skoðanir sínar“. C. & S. rafmagnsfjelagið hefir yfirleitt á að skipa fjelagsburidnum verka- mönnum, og hefir gert samninga við hin miklu verkamannasam- bönd í Bandarík.junhm. ★ Lögfræðiferill Wendells hrökk í súndur þegar Ameríka íor í stríð- ið. Hann bauð sig fram sem sjálf- boðaliða á fyrsta degi og var send- ur í æfingarstöð. Þar kyntist hanii stúlku, sem hjet Edith Wilk og spurði hana að því, hvernig henni Jitist á að breyta ættarnafninu of- urlítið, úr Wilk í Willkie. Hún var til í Jrað. En hjónabandið drógst í tvo daga vegna ógurlegs snjóbvls. Blómvöndurinn var fros- inn og visnaðúr þegar Edith. gat borið hann í kirkjuna. — Nú eiga tau tvítugan son. Eina afleiðingu hermenskunnar ghefir Willkie ekki losnað við. Hann hjet npphaflega Lewis Wendell Willkie. En á hermanna- skránni var hann kallaður Wen- dell L. Willkíe. Vinur hans einn sagði: „Reyndu ekki að fá þessu breytt, því að stríðið verður búið áður eu þú færð svar frá Was- hington“. Willkie fjelat á þetta og það er víst í eina skiftið, sem hann hefir látið undan fyri'' stjórnarvöldunum orustnlaust. Willkie fór til Frakklands og skömmu eftir að hann var koin- inn heim aftur að ófriðnum lokn- um, var farið fram á það við hann að vera í framboði til þings- ins (Congressins) í Washington. Hann var fyrst í vafa, en vinur hans einn sagði við hann: „Gleymdu þessu. Þú verður alveg áreiðanlega kosinn og' þar með ertu búinn. Fai’ðu úr borginni eða gerðu hvern þremilinn sem þú vilt annan — bara láttu ekki bjóða þig til þings“. Hann fór að ráð- um vinar síns og hafnaði stjórn- málaferlinum að því sinni. Willkie gerðist nú lögmaður. IJann var í flokki demókrata og mætti m. a. á flokksþingi þeirra þegar velja átti forsetaefni 1924. En stjórnmálin voru honuni auka- atriði. Lögfræðistörf lians jukust í sífellu og í þeirri stÖðu var hann, þegar B. C. Cobb, er síðar varð forstjóri C. & S., tók eftir honum. Hann sagði við stjórnend- ur C. & S.: „Þennan mann skulum við ekki láta ganga úr greipum. Hann verður eitthvað með tíman- um og við skultim gefa gætur að honum“. Árið 1929 rjeði Cobb hann sem lögfræðiráðunaut fjelagsins og 1933, þegar Cobb ljet af stjórn þess mitt í verstu kreppunni, varð Willikie forstjóri. í Það urðu heldur en ekki tilþrif; Enginn forstjóri í Bandaríkjun- einum á aðra eins sögu síðari ár- in. Pjelagið C. & S. (Common- wealth and Southern, sem mun yera rafmagnsframleiðsluf jelag) hafði fjármagn um 1000 miljónir dollara, dreift í allskonar eignum 1 yfir 11 ríki, og á fáum árum jók j Willkie notkun rafmagns til heirn- ilisnotkunar á þessu svæði um helming. Það varð stærst allra j framleiðslufjelaga í svipuðum j greinum, en kostnaðurinn varð hlutfallslega lægstur. En þá rakst hann á „nýju að- ferðina“, New Deal, Roosevelts og demókratanna. Ríkið greip inn í allstaðar. Styrjöklin, sem háð var milli hins risavaxna ríkisfyr- irtækis í þessari sömu grein og C. & S., varð harðvítugasta viður- eign milli ríkis og kaupsýslu, sem háð var á þessum árum. Lauk þeirri viðureign svo, að ríkisfyr- ii’tækið keypti allar eignir C. & S. í Tennessee fyrir 78.600.000 dollara. Seint á áriiiu 1937 ritaði Will- kie grein í New York Times, þar sem hann lýsti. baráttu sinni gegn „nýju aðferðinni“. Pólkið virðist, segir hann, horfa fremur rólegt á það, hvernig hið opinbera jetur smám saman þjóðarefnin. „Þetta minnir á hitabeltishúana, sem heyrðu í tígrisdýri iniii í skógar- þvkninu og voru dauðliræddir um að það rjeðist á þorpið. Hjeldu þeir fund og ákváðu að henda einum manni út í skógarþyknið Dýrið myndi jeta hann og láta þá í friði. Þeir gerðu þetta, völdu pinri úr hópnum og hentu honum/ út í skóginn. Dýrið tók hann og steinþagnaði. En næsta kvöld kom dýrið aftur. Og nú hafði það feng I ið mannsblóð á tönnina og var •hálfu grimmara. Öðrum manni var varpað í það. Svona gekk það, þangað til allir mennirnir voru jetnir. Það þarf enginn að halda, að ríkisrekStrarmennirnir láti sjer nægja að leggja undir sig eina grein iðnaðarins, eins og t. d. Ijós og' kraft. Dýrið kemur aftur og aftur og heimtar meira“. Aðstaða Willkies í þessu öllu hefir verið einkennileg. Og hún gæti virst mótsagnakend. Hann studdi t. d. að því á sínum tíma, að löggjöfin setti stóriðjunni tak- mörk. „Jeg er hrifinu af La Fol- lette eldri og gamla Theodor Roosevelt“, segir hann. „Þeir börðust gegn því, að löggjöf, dóm- •stólar og fólkið kæmust á vald of sterkra iðjuhölda. Nú stendur sama orustan — gegn því, að lög- ígjöf, dómstólar og fólkið komist á vald of sterkra stjórnarvalda“. Þegar harðast var barist un: vald stóriðjuhöldanna 1932 studdi Willkie Franklin Roosevelt, og gaf 150 dollara í kosningarsjóð. Hann hefir reyndar sagt: „Jeg vildi óska að þeir væru komnir til mín aft,ur!“ 1936 studdi hann Landon, forsetaefni repúblikana, gegn RooSevelt, -— en hann varð ekki við það meiri repúhlikani en hann hafði verið demóki'at áður Hann er ekki heldur frekar fylgj- andi „gömlu aðferðinni“ en „nýju aðferðinni“. í hans augum er eina nautn lífsins sú, „að halda hugan- um lausum af öllum fjötrum. Jeg vil ekki láta henda mjer í neitt steypmnót. Jeg vil vera frjáls, hugsa það sem jeg vil. Ef jeg hefði ekki mátt það, myndi jeg enn híma á sykurkassa s'uður í Indiana“. Verðlagsuppbót verslunarmanna FRAMH. AF FJÓRJHJ a£DU sóknarflokksins imyndu málinu jafnt andvígir í ríkisstjórn og þeir voru á Alþingi, en furðar sig liins vegar á, að hinir ráðherrarnii skyldu beygja sig fyrir vilja hinna fyrnefndu og er ótrúlegt að flokkar þeir, er standa að skipun þeirra í ríkisstjórn, muni lengi uiia samstarfi á þeim grundvelli, að ein af hinum fjölmennari stjett um þjóðfjeiagsins skuli fótum troðin og rænd hinum einföldustit rjettindum sem öðrum stjettum eru lögskipnð. íslenskir verslunarinenn munu nú einhvern næstu daga bera þetta mál fram á öðrum vettvangi, og snúa sjer beint til atvinnurekenda í verslunarstjett, og leita samn- inga við þá um málið. Vitað er, að atvinnurekendur í þeirri stjett líta ekki á starfsmenn sína sem útskúfaða og rjettlausa. Enginn váfi er á því, að málið fær vin- sariilegar og góðar undirtektir hjá þessum atvinnurekendum, og að sú lausn næst á því sem rjettlát er og sjálfsögð. Gunnl. Tr. Jónsson bóksali, fyrv ritstj. Islendings er staddur hjer í bænum. Salvör Árnadóttir Minning dag verður flutt til hinstir *• hvíldar Salvör Aradóttir frá Syðstu-Fossum í Borgarfirði. — Hún var fædd á Syðstu-Foss- um í Borgarfirði 24. febr. 1873, dóttir hjónanna á Syðstu-Foss- um, Ara bónda þar Jónssonar bónda þar Gíslasonar bónda. þar, og konu Ara, Kristínar Run ólfsdóttur frá Skeljabrekku Jónssonar. Höfðu forfeður Ara setið á Syðstu-Fossum frá um 1780. Salvör giftist Gísla Arnbjarn arsyni, ættuðum að austan, og tóku þau við búi á Syðstu-Foss- um og bjuggu þar til 1921, er þau fluttu til Reykjavíkur. Þau hjón eignuðust einn son, Ara, nú, kennara hjer í Reykja- vík, einnig ólst upp hjá þeim Laufey, bróðurdóttir Salvarar, mesta myndarstúlka; hún dó 1933. Árið 1936 dó Gísli, maður Sálvarar, og síðan hajfa þau búi& saman, mæðginin, og mjer er kunnugt um, að oft var þar gest kvæmt og enn var öllum tekið með sömu hlýjunni og alúðinni, sem ekki var nein tilgerð, því Salvör var það í blóð borið, að vilja öllum gera gott, og eftir að hún var lögst síðustu og 1 rauninni einu leguna sem hún lá, ljet hún gera öllum gott, sem komu, og voru þeir eigi svo fáir. En nú er skarð fyrir skildi. Salvör dó 2. júlí, eftir tveggja mánaða legu. Hún er horfin á braut. Nú geta menn ekki leng ur farið til hennar til að ljetta skapið og fá góðar móttökur. Bæði frændur og vinir úr fjar- lægum hjeruðum sakna vinar í stað, þegar þeir koma til bæj- arins. Hennar er nú saknað af vin- um og kunningjum hjer í bæn- um, sem áttu marga gleðistund hjá henni, og systurinni, sem var henni svo samrýmd. En sár ast er hennar saknað af ást- kærum syni, sem hefir ávalt verið með henni og sem mjer er kunnugt um að þráði það eitt, að gera henni lífið bjart og fagurt, þegar ellin kæmi að. Sú gleði hlotnaðist honum. Nú er litla, friðsæla, vin- marga heimilið á óðinsgötu 32 leyst upp, því hún er horfin, sem bar það uppi. En huggun er það, að við sjáumst aftur, og að orðstýr deyr aldrei, hver sjer góðan getur. Vinur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.