Morgunblaðið - 17.08.1940, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.08.1940, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ i Laugardagur 17. ágúst 1940. Graenland lceland CRÍtNlAMD /'SheUand II Norway S'Orhm.v li 'tuRort' Scotland 1Á kortinu sjást fjarlægðir flugleiðanna frá Þrándheimi til fs- lands, Færeyja og Shetlandseyja. Á litla kortirra í vinstra horn- inu sjest afstaðan til Ameríku. Hernaðarleg þýðing íslands og Grænlands Breskur blaðamaður skrifar eftirfarandi grein "um hernaðarlega þýðingu Grænlands og !s- lands og má af greininni nokkuð marka hvers vegna ísland þykir nú svo mikilvægt frá hern- aðarlegu sjónarmiði. Fyrir langa löngu, löngu áður en nokkurn var farið að detta í hug innrás í England, höfðum vjer augastað á Grænlandi, sem þá virtist ekki neinn þýðingarmikill staður frá hernaðarlegu sjónarmiði. Blöðin sögðu þá frá för Mr. Norman Daws til Græn- lands, sem þangað fór á vegum ameríska Rauða Krossins. Mr. Daws upplýsti, að í Grænlandi var nazistafjelags- skapur, sem maður að nafni Moritz stjórnaði. Hann er þýzk- ur ríkisborgari, og þóttist vera skinnakaupmaður, en hafði raunverulega undirbúið hernám Grænlands fyrir Þjóðverja, ef þeir skyldu þurfa á því að halda. Flug Bert Fish Hassels frá Bandaríkjum til Evrópu um Grænland hafði á sínum tíma vakið grun manna um fyrirætl- anir Þjóðverja og þýðingu Grænlands, sem áfanga í At- lantshafsflugi. Það er vitað, að bresk hern- aðaryfirvöld reikna með því, að Þjóðverjar geri tilraun til að setja her á land á íslandi, Færeyjum og Shetlandseyjum og í því sambandi er vert að minna á um leið á þýðingu Grænlands, sem áfangastaðar á leiðinni til Norður-Ameríku. ★ Á landabrjefinu sjáum við’ að Island og Grænland eru norður við íshaf. Grænland er, þó það sje dönsk nýlenda, reiknuð til Ameríku, en Is- land tilheyrir Evrópu. Samkv. fyrirætlunum þýsku herstjómarinnar eru eyjarnar Island, Færeyjar og Shetlands- eyjar skoðaðar sem útvörður Evrópu og eru framhald af varnar, eða sóknarlínunni Frakkland, Belgía, Holland, Þýskaland og Noregur, og einnig gera Þjóðverjar sjer von- ir um að fá Eire inn í henna hring að austanverðu, og vrói | þá England inni lokað. , Samkvæmt skoðun breskra hernaðarsjerfræðinga er fyrir- ætlun Þjóðverja að gera árás á eyjar þessar frá Þrándheimi — með hjálp flugvjelamóður- skipa, sem meðal annars flytja með sjer 4—5 sjóflugvjelar. Hver þessara sjóflugvjela á að geta flutt 10 hermenn í fullum herklæðum. Þannig á hver sveit þessara sjóflugvjela að flytja 50 hermenn (,,Ju. 52“, eða „Fock- er Wulf“ herflutningaflugvjel- arnar flytja hver 50 hermenn). Á þenna hátt er talið, að Þjóðverjar geti flutt í einu alt að 50 þúsund manna lið og tiltölulega lítinn herskipastól þurfi til aðstoðar. ★ Fjarlægðin frá Þrándheimi — eða Vernes-flugstöðinni hjá Þrándheimi, er ekki mikil. Til Islands eru 752 mílur, til Fær- eyja 517 mílur og til Shetlands- eyja aðeins 390 mílur. — Þrátt fyrir þetta myndi landsetning hermanna á þessum stöðum reynast Þjóðverjum hættulegt æfintýri. Islands er varið af breska flotanum og breskum og kana- diskum her. Færeyjar eru einnig varðar frá sjó, lofti og landi. Frá náttúrunnar hendi eru Shetlandseyjar ekki árennileg- ar til landsetningar óvinahers auk þess, sem þær eru vel varð- ar. Má slá því föstu, að Shet- landseyjar sjeu óvinnandi fyrir Þjóðverja. Gert er ráð fyrir að z MiiiiiHiiiiiKmiiiiiiiiiiiiiiiHiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinimiar jllalir vilja ekkij Istríð við Grikkil I Álit enskra blaða | ( ð deilum GriKkja ( og Itala iiiiiiiiiimiiimiiiiiii iiiiiiiiimiiiiiimmr London í gær. Timesbirtir forustugrein í dag undir fyrirsögninni: „Ítalía ógnar Grikkjum“, og farast blaðinu m. a. orð á þessa leið: „Það er einkennandi fyrir af- stöðu Ítalíu, að gríska beitiskip- inu skuli vera sökt, einmitt þeg- ar árásir ítalskra blaða á Grikk land standa sem hæst og skömmu áður en Italir senda Grikkjum ,,mótmæli“ út af morði Daut Hoggia, en það er búist við því, að sú orðsending verði afhent Grikkjum á sunnu- dag. Það er auðvitað ekki nokkur minsti vafi á því, að það voru ítalir, sem söktu hinu gríska skipi, þar sem það lá við akkeri úti fyrir eynni Tinos. Spurs- málið er aðeins það, hve langt Italir ætla sjer að ganga í því að ógna nágrönnum sínum“. Blaðið rekur síðan sögu Hoggia, og kemur þar hið sama fram og getið hefir verið í frjett um. Síðan heldur greinin áfram: „Signor Gayda er ekkert að skammast sín fyrir að heimta „rjettlæti“ fyrir hönd Albaníu, þó að allir viti, að nú geisar uppreisn gegn kúgun ítala þar í landi. Málgagn Ciano greifa lætur skína í það, að „Ítalía ætli sjer að efna loforð sín gagnvart Albönum“, samanber hlutleysissáttmálann, sem Italir gerðu við Albani forðum. Loks ræða einstök ítölsk blöð um þann möguleika, að Italir muni gera sig ánægða með að fá eyna Korfu frá Grikkjum og eitt blaðið gengur svo langtt, að heimta Saloniki til handa Al- baníu. Það er engu líkara, en að Mussolini sje þegar búinn að gleyma því, að hann var rekinn út úr Austurríki og er á góðum vegi með að missa áhrif sín í Ungverjalandi. Svo fór um þau „verndarríki" hans. Annars er sennilegast, að Mussolini ætli sjer ekki að þvinga Grikkland til ófriðar við Ítalíu. Hann á áreiðanlega fult í fangi með þá óvini, sem hann þegar Kefir aflað sjer. En hann ætlar áreiðanlega að ganga eins langt og frekast er unt í því að ógna Grikkjum, ef ske kynni að eitthvað yrði á ógnunum að græða“. „Daily Telegraph“ birtir for- ystugrein um sama efni: „Italía, sem fyrir skömmu sjer með hinni mestu alvöru undirokaði Albaníu, tekur nú að sjer að vera verndari alb. þjóð- FRAM~ / SJÖTTU SÍÐU. 1 Ný bók 1 MiiiiiHiiiiiHiiiiiinmiiiiiiiiiiiiiiimimi Hljóðlátir hugir og fleiri sögur Hljóðlátir hugir og fleiri sög- ur, er nafnið á smásagna- safni einu, sem nýkomið er á bóka- markaðinn. Höfundur þess er frú Helga Þ. Smári. Bókaverslun Guð- mundar Gamalíelssonar gefur bók- ina út. Sögur þessar bera því glöggt vitni, að þær mitnu ekki ritaðar af höfundi, sem kornungur er að árum. Allar bera þær vott um ró- lega athugun lífsreyndrar mann- eskju, sem hefir gert sjer far um, að kynnast samferðafólki sínu meira, en aðeins að ytra útliti, — og tekist það vel. Sögur þessar eru sjö. Fyrsta sagan, „Hljóðlátir hugir“, er þeirra lengst og að ýmsu leyti best. Fer þar saman alt, sem best er í list höfundar; látleysi í frá- sögn, næmur skilningur og samúð með sögupersónum og sannleikur í atburðamyndun. Þó að söguper- sónurnar sjeu hovrki gerðar til- þrifamiklar eða háværar í fasi og svörum, hygg jeg að þær verði flestum lesendum minnisstæðar. Þær eru svo mannlegar og sann- ar. Tökum prestinn, sem sagan segir frá, til dæmis um það. 1 prjedikunarstólnum og í sambúð- inni við söfnuð sinn, hefir hann á sjer dýrlingablæ. En inst í sál sinni, er hann breiskur og veik- lundaður, háður tilfinningum sín- um að öðru leytinu en umhverfi sínu, stöðu sinni og almennings- áliti að hinu. Þegar svo þetta tvent rekst á, og hann á einskis annars úrkosta, en að velja um, hvoru hann vilji heldur þjóna. þá verða tilfinningarnar að lúta í )ægra haldi. Önnur sagas, „Stjúpbörnin", ber vott um, dirfsku höfundarins. í henni er dregin upp á djarfan og sterkan hátt, mynd af skilnings- skorti, skapgrimd og hlutdrægni stjúpunnar, roluskap og hirðu- leysi föðursins og áhrifum' þess- ara sameinuðu afla á sálarlíf syst- kinanna tveggja. Hygg jeg að einhverjum muni finnast saga þessi ýkt og ósennileg. Semi betur fer munu ekki mörg hliðstæð dæmi finnast nú, við það, sem saga þessi lýsir, að minsta kosti ekki svo hrottaleg. En ekki mun þó þurfa langt aftur í tímann að leita, til atburða sem sýni, að höfundur tekur þarna ekki of djúpt í ár- inni. Og tilgangi sínum, að vekja samúð lesandans með þessum oln- bogabörnum, nær höfundurinn vel. Meðal annars sökum þess, að hann lætur samúð sína alstaðar skína á „milli línanna“, en kemur hvergi fram með hana í prjedifc* unarformi. Þriðja sagan heitir „Kaupakon-. an“. Það er ljett og fyndin frá- sögn, en alstaðar sönn. Hvergi er þar leitast við að vekja hlátur lesandans með_ óðelilega skrípisleg- um atburðum eða afkáralegum persónulýsingum. Það er gaman aS lesa þá sögu. Höfundurinn ætti aS skrifa fleiri slíkar. Því miður er of autt skarð í bókmentum okkar þar, sem um græskulaust gaman er að ræða. „Hneykslið'‘, en svo nefnist fjórða sagan, er skyndimynd frá nútímanum. Við lauslega athuguu virðist það vera skopmynd, en lesi maður þar nokkuð meira, en orð- in ein, kemst maður að raun um, að bak við skðpið dylst biturleikx raunsæisins. Kvenmennirnir tveir, sem þessi skyndimynd sýnir, eru fulltrúar tveggja andstæðra afla í þjóðfjelaginu, helstefnunnar og lífstefnunnar, ef svo má að orði komast. Þessi saga á það skilið, að hún sje lesin með eftirtekt. Það á fimta sagan, „Eintal skrif- stofustjórans“, einnig skilið. Þar er lýst með einföldum en þó sterk- um línum, manninum, sem altaf er á flótta og sem stöðugt flýt frá illu til nokkurs lakara. Sjötta sagan, „Dauðastundin“, er síst þeirra sagna, sem í bók- inni eru ,að mínu áliti. Þó er í þeirri sögu að finna mjög vel mót- aða mannlýsingu, þar sem Þor- steinn bóndi er. Sjöunda og síðasta sagan heitir „Burtförin“ og fjallar að nokkru um líkt efni og önnur sagan, sem fyr er um getið. í þessari sögu er það gömul niðursetnings-kerling, semi harðýðgi og skilningsleysi samtíðarinnar bitnar á. Höfundurinn ætti ekki að láta hjer staðar numið með smásagna- ritun. Eflaust kann hann frá mörgu fleiru að segja, en hann gerir í þessari litlu bók# L. Guðmundsson. Eggert Stefánsson söng í Nýja Bíó á Akureyri í fyrrakvöld. Að- sókn var sæmileg og viðtökur á- heyrenda ágætar, símar frjettarit- ari vor á Akureyri. Á söngskránni voru eingöngu íslensk lög eftir Árna Thorsteinsson, Þórarinn Jónsson, Sigfús, Einarsson, Sig- valda Kaldalóns, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Karl Runólfsson, Áskel Snorrason, Markús Krist- jánsson og Pál ísólfsson. Roberfc Abrahams aðstoðaði söngmanninn við liljóðfærið. ÞingvalfaferDir I ágústmánuði Til Þingvalla kl. 10% árd., 2% og 7 síðd. — Frá Þingvöllum kl 1 e. hád., 5% og 8% síðd., daglega. Aukaferðir laugardaga og sunn' Stefndór, sími 1580.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.