Morgunblaðið - 28.11.1940, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.11.1940, Blaðsíða 6
« MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 28. nóv. 1940, Grikkir tilkynna: „Sókn alstaðar ð albanskrl grund" Herstjórnartilkynning Grikkja í gærkvöldi var á þessa leið: „Hersveitir okkar sækja al- staöar fram með góðum árangri 4 albanskri grund. Flugvjelar okkar hafa gert loftárásir á liðs- samdrátt óvinanna, hergagnastöðv ar og fallbyssuvirki. Óvinaflug- vjelarnar hafa gert nokkrar loft- árásir á borgir inni í landi og drepið og sært nokkra óbreytta borgara' í herstjórnartilkynningu ítala í gær er skýrt frá framvarðaviður- eignum á vígstöðvunum og loft- árásum ítalska flughersins á nokkr ar grískar borgir. Fregnir frá Aþenu í gærkvöldi herma, að grísku hersveitirnar nyrst á vígstöðvunum sæki stöðugt lengra inn í landið. Er mikill glundroði sagður kominn á ítalska herinn á þessum vígstöðvum. Herinn sækir nú í áttina til Elbasan. En þaðan eru ekki nema 40 km. til Tirana, höfuðborgar Albaníu. ftalskir stríðsfangar hafa skýrt frá því, að því er fregnir frá Aþenu herma, að Badoglio mar- skálkur, æðsti hershöfðingi ítala, sje kominn til Tirana, til þess að reyna að koma þar skipulagi á ítalska herinn. Á Argyrokastro-vígstöðvunum hafa bardagar harðnað. ítalir hafa sent þangað mikinn liðsauka og Soddu hershöfðingi hefir gefið út fyrirmæli til hersins um að verja verði Argyrokastro, hvað sem það kostar. Fregnir frá Aþenu, sem birtar hafa verið í London, herma hins- vegar, að kjarkur ítölsku her- mannanna hafi bilað við ósigrana undanfarið. ítaiir haída því fram, að gríska herliðið, sem sett var á land að baki ítölsku vígstöðvanna, gegnt Korfu, hafi verið stráfelt. En gríska herstjórnin segir, að herlið I>etta hafi getað framkvæmt það verk, sem því var ætlað að vinna. Enn flúði italski flotinn Italski flotinn hefir enn forðað sjer undan, til þess að komast hjá því að leggja til höfuðorustu við Breta. Breska flotamálaráðu- neytið tilkynnir: „Um hádegi í dag (miðvikudag) sá breskur herskipafloti í Mið- jarðarhafi . ítalslran flota, sem í voru tvö orustuskip og fjöldi beitiskipa og tundurspilla. Strax þegar ítölsku skipin urðu þess vör, að bresk herskip voru í nánd, hjeldu þau burtu, áleiðis til lands, með miklum hraða. Herskip oþk- ar eltu þau og hófu skothríð á þau úr fjarlægð. . Nánari upplýsingar hafa. ekki borist“. Þetta er í fjórða skiftið á nokkrum mánuðum, sem ítalski flotinn forðar sjer, þegar breskur floti hefir nálgast hann. ★ Hemaðaraðferð ítalska flotans (skrifar breskur flotasjerfræðingur) er að reyna að tæla óvinaherskip á stöðv- ar, þar sem ítalir geta beitt kafbátum sínum og flugvjelum. ítölsk herskip eru smíðuð með þetta fyrir augum og er lögð aðaláhersla á að þau sjeu hrað- skreið, þótt það sje gert á kostnað brynvarnanna. Ein af ástæðunum fyrir því, að ít- alir rjeðust á Grikkland, var sú að þeir vildu fá bækistöðvar fyrir flugher og flota á grísku eyjunum, til þess aS geta notað þessar bækistöðvar til árása á herskip Breta. Til Huldu Að loknum lestri síð- ustu bókar hennar, „Skrítnir náungar“ í moldviðri bóka og blaða, jeg blikandi perlu fann, því oft liggur gull það í grómi, Sém gleður og auðgar mann. Sú gleði sem minnið geymir, það gull sem að hjartað sló, getur ei farist nje fölnað, þótt falli í eld og sjó. Öll list þarfnast leikni og snilli, en lengst og dýpst hún nær, ef hugur er hreinn af sora og hjartans sópaður bær. í sögum þínum og söngvum jeg sá aldrei blett eða gróm; en ljúflingar ljóshörpur stiltu, við lindanna þýða róm. Og hversu sem hátt því er hossað, sem við heimslist og raunsæi er kent, þá gengur aldrei til grunna hin goðborna hjartans ment. Að breyta blýsora lífsins í blikandi fagran málm, er göfugra en að gera úr gróðrinum sinu og hálm. 20. okt. 1940. Friðgeir H. Berg. Breskar flugvjelar gerðu í gær árás á hafnarborgina Vallona og söktu þar skipi í höfninni. i—63°/„----------------- trúa á sigur Breta Gallup-stofnunin í Banda- ríkjunum hefir látið rann- saka, hvað almenningur í Bandaríkjunum álítur um sig- urhorfurnar í stríðinu í Ev- rópu. 63% álíta að Bretar muni sigra. 7% álíta að Þjóðverjar muni sigra. En 30% hafa svarað óá- kveðið. Við könnun á almennings- álitinu í Bandaríkjunum í júní í sumar, sem þessi sama stofnun ljet fara fram, kom í ljós, að aðeins 32% álitu að Bretar myndu sigra. Trúin á sigur Breta hefir því tvöfaldast síðan þá. FRAJHH. AF ANNARI SÍÐU starfa, sem aldrei hefðu áður unnið að iðnaðarfram- leiðslu, myndi verða hægt að bæta 75—>100 þús. mönnum í hergagnaframleiðsluna. I umræðum, sem urðu eftir ræður ráðherranna kom fram nokkur gagnrýni á því, að framleiðslan gengi ekki nógu vel og einkum á því, að enn skyldi vera atvinnuleysi í landinu. í sambandi við skipatjón Breta kvaðst Hore-Belisha, fyr- .verandi hermálaráðherra vilja 'útiloka („lock out“) ítali í stríðinu, til þess að breski flót- inn í Miðjarðarhafi lognaði þaðan og gæti tekið að sjer að vernda skipaflota í Atlants- hafi. 50%. Greenwood upplýsti í ræðu sinni að frá því í maí síðastliðn- um hefði framleiðslan á skip- um aukist um 50% í Bretlandi. Mjer dettur ekki í hug að halda því fram (sagði Green- wood) að loftárásir Þjóðverja hafi á engan hátt hindrað eða tafið okkur í framleiðslustörf- um okkar, en jeg get fullviss- að yður um, að þær hafa ekk- ert alvarlegt tjón unnið okkur í hlutfalli við þann flugvjela- fjölda og þá sprengjumergð, sem þeir segjast hafa varpað yfir England. Knaltspyrnuþingið FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. ir næsta vor af verðlaunapeningum fyrir knattspymu. í fyrrakvöld fóru fram þingslit. Mælti þá forseti þingsins Erlendur Pjetursson nokkur orð þar sem hann gat um stprf þingsins og hvatti þing- fulltrúana til dáðríks starfs fyrir knatt spymumálin og knattspyrnuíþróttina. Einnig þakkaði forseti ritara þingsins hr. Haraldi Matthíassyni fyrir ágæta fundarritun. Hinn nýkjömi formaður ráðsins, hr. háskólaritari Pjetur Sigurðsson, þakkaði forseta fyrir ágæta fundar- stjóm og fulltrúum fyrir ágæta fram- komu á þinginu og dáðist að hinum ríka sameiningaranda, sem ríkt hefði á þinginu. AS lokum bað forseti þing- | heim að hylla hinn nýkjöma formann knattspymuráðsins með ferföldu húrra A eftir var svo sameiginleg kaffi- drykkja fyrir fultrúana, vora þar ræður fluttar og rabbað saman til kl. 12 á miðnætti. Endaði samkoman með ræðu forseta í. S. í. Bened. G. Waage, sem Ijet í Ijós ánægju sína yfir störf- um þingsins. gagnaframleiðendur gerði það ekki til að græða, að selja Bret- um hergögn. Hann sagði, að verðið á hergögnum væri tals- vért lægra heldur en í síðasta stríði. 2 býskum skipum sökt. Breska flugmálaráðuneytið til- kyrinir, að í loftbardögum yfir Ermarsundi í gær hafi 11 þýskar flugvjelar verið skotnar niður og 2 brieskar, en báðir bresku flug- mennirnir björguðust. Það var einnig tilkynt í London í gær, að tveim þýskum skipum, öðru 5 þús. smálesta og hinu 7600 smáíesta, hefði verið sökt við Friislandseyjarnar (framundan norðurströnd Hollands). Breskar flugvjelar rjeðust á skipin og vörpuðu yfir þær tundurskeytum á sama hátt og gert var í loft- árásinni á Taranto. Bresku flugvjelarnar komu fyrst auga á, 5 þús. smálesta vöru- flutningaskipið. Hæfði tundur- skeyti stafn skipsins og stakkst það þegar á kaf, svo að skrúfan stóð upp úr á fullri ferð. Breskar flugvjelar gerðu í fyrri nótt loftárás á Köln og beggja megin Rínarfljóts, og einnig á járnbrautarstöðvar í Berlín á inn- rásarborgirnar og kafbátahöfnina BerKIavarnarstuðin i Reykjavik FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. Starfsemi berklavarnarstöðvar- innar í Rvík hefir aukist stór- lega síðustu árin. Árið 1939 var ráðinn til stöðvarinnar sjerstakur la:knir og hefir það bætt aðstöð- una mjög. Er.ætlast til, að þess verði ekki langt að bíða, að hefja. megi heildarrannsókn á öllum íbú- um bæjarins í berklavarnaskyni, á svipaðan hátt og gert hefir ver- ið í nokkrum læknishjeruðum nú á þessu ári. En slík rannsókn er mikið og erfitt starf, og krefst fullkomins skilnings ríkísvalds, bæjar og ekki síst borgarbúa. Á berklavarnarstöðinni hjer í Reykjavík voru á s.l. ári fram- kvæmdar 9642 læknisrannsóknir á 5423 manns. — 8437 skygningar hafa verið gerðar, og annast hef- ir verið um röntgenmyndatöku f 885 skifti. Auk þess hafa verið framkvæmdar 1879 loftbrjóstað- gerðir á 114 sjúklingum. 115 sjúk- lingum hefir verið útveguð sjúkra húss- eða heilsuhælisvist og 15 sjúklingum vísað í Ijóslækninga- meðferð. Sjeð um sótthreinsun á heimilum allra smitandi berkla- sjúklinga, er til stöðvarinnar hafa leitað. Húsnæði stöðvarinnar. Húsnæði stöðvarinnar í Reykja- vík hefir lengi verið þröngt og- óhentugt. Ætlunin var, að koma upp góðri byggingu íyrir heilsu- verndarstöð í bænum, þar sem hægt væri að vinna við allar greinar heilsuverndarstarfsins. En sökum erfiðra tíma undanfarið og „ástandsins“ í landinu varð að fresta þesslim framkvæmdum og sætta sig við áfanga að settu marki. Hefir stöðin því nú flutt í gamla húsið í Kirkjustræti 12 og hefir verið reynt að útbúa alt þar eins haganlega og kostur var á. Þótt ýmislegt sje ábótavant við þetta nýja húsnæði, er það þó stór framför frá því er áður var. Það er rjett að minna almenn- ing á, að í Kirkjustræti 12 er að- eins berklavarnarstöð Líknar; Ung barnaverndin og önnur starfsemi Líknar er áfram á sama stað og áður, Templarasundi 3. Berklavarnarstöðin í Kirkju- stræti 12 er opin sem hjer segir: Mánudaga kl. 10—11 fyrir böm; kl. 5—6 loftbrjóstaðgerðir; þriðju- daga kl. i%—3 fyrir fullorðna; miðvikudaga kl. 1 %—3 fyrir full- orðna; fimtudaga kl. 1—2 fyrir börn, kl. 5—6 loftbrjóstaðgerðir; föstudaga kl. 5-^6 fyrir fullorðna. Þýska lierslfrirraarlilkynnSngln „Loftðráslrnar hafa að eins tafið framlelðslustarf Breta" 600 MILJ. STPD. Purvis, maðurinn, sem sjer um innkaup Breta í Bandaríkj- unum sagði í gær, að ef hann væri nazisti í Þýskalandi, þá myndi sjer ekki hugna öll sú hjá-lp, sem Bandaríkin veittu Bretum. Hann vildi engar tölur nefna, en hann mótmælti því ekki, að Bretar hefðu keypt hergögn í Bandaríkjunum fyrir 600 milj- ón sterlingspund. Hann hjelt því fram, að amerískir her- Vegna slæmra veðurskilyrða fór þýski flugherinn aðeins könnunarflug- ferðir Nokkrir eldar komu upp í nætur- árásum, sem gertSar vora á Edenmouth. I árásum sem gerðar voru á rbeska skipaflota var 7 þús. smál. fylgdar- herskipi sökt framundan Talmouth. Framundan Thamesármynni var varp- að sprengjum á tvö meðalstór kanp- skip og þau löskuð, Við Edenmouth kom upp eldur í litlu kaupfari, eftir að skotið haf’ði verið á það af vjel- byssum. Haldið var áfram að leggja tundurduflum við breskar hafnir. Langdrægar fallbyssur skutu með góð- um árarigri á ,skip í höfninni í Dover. Breskar flugvjelar vörpuðu niður nokkram sprengjum á Þýskaland. Mörg íbúðarhús löýskuðust og nokkrir ó- breyttir borgarra fórust eða særðust. Breskar flugvjelar rjeðust á þýska her- báta í Norðursjó og skutu þeir nið- ur eina breska flugvjel, án þess að verða fyrir nokkru tjóni sjálfir. Önn- nr hresk flugvjel var skotin logandi til jarðar af loftvamabyssum. 1 Tveggja þýskra flugvjela er saknað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.