Morgunblaðið - 02.10.1943, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.10.1943, Blaðsíða 6
6 M O R G UiNBLA Ð I Ð Laugardagur 2. okt. 1943, ií! C'tg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj. Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, ‘ Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. •— Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. f lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Friðun Faxaflóa og rýmkun landhelginnar ÍSLENDINGAR HAFA, á tveim síðustu áratugum, unnið að tveim stórmálum, sem bæði hafa stórkostlega þýðingu fyrir efnahagsafkomu og framtíðar atvinnurekst- ur landsmanna, auk þess, sem þau snerta engu síður heill og velferð atvinnureksturs annara þjóða. Mál þessi eru: friðun Faxaflóa og rýmkun landhelginnar. Pjetur Ottesen, alþm., flytur nú á Alþingi tillögu um friðun Faxaflóa, þar sem skorað er á ríkisstjórnina að gera ýtrustu tilraunir til þess að fá viðurkenningu fyrir því, að Faxaflói verði talinn innan landhelgi enda verði hann þá friðaður fyrir botnvörpu- og dragnótaveiðum. Þessari tillögu Pjeturs Ottesen fylgir ýtarleg greinar- gerð, þar sem rakin er saga málsins. íslendingum hefir orðið æ ljósara, að þeim er of þröng- ur stakkur skorinn með þriggja mílna landhelgi. Samdráttur landhelginnar samfara því, að botnvörpu- veiðar byrja af kappi, leiða af sjer tvennskonar vanda- mál. Eyðileggingu nytjafiskaöflunar á tryggum og hand- hægum innfjarðarmiðum, og eyðing viðkomunnar. Um tilraunir íslendinga til þess að sporna við þess- um voða, segir í greinargerð Pjeturs: „Sjávarútvegsnefnd neðri deildar flutti þingsályktunartillögu á þingi 1919 um rýmkun landhelginnar. Á þingunum 1924, 1926, 1929 og 1930 flutti Pjetur Ottesen tillögur um málið, sem gengu í sömu átt, og var auk þess í tillögunni, sem flutt var 1926, skorað á ríkisstjórnina að senda nefnd manna til samninga við bresku stjórnina um rýmkun landhelginn- ar. Loks flutti Ólafur Thors, ásamt Pjetri, á þinginu 1936 till. til þál. um friðun Faxaflóa. Allar þessar tillögur hafa hlotið einróma samþykki Alþingis, og hafa ríkisstjórnir íslands notað hvert tækifæri, sem gefist hefir, til þess að koma málinu á framfæri við stjórnir fiskveiðiþjóða á Norðurlöndum“. A alþjóðafundinum í Haag 1930, tóku 17 af 33 þjóðum, er fundinn sátu vel á því, að landhelgi allra landa yrði víkkuð frá því, sem nú er. Tillagan náði þó ekki fram að ganga. Á ráðstefnu í London 1937 tókst fulltrúum íslands, Sveini Björnssyni, þáverandi sendiherra, og Árna Frið- rikssyni, fiskifræðingi, að koma tillögu um friðun Faxa- flóa inn á fundinn, og málinu vísað til hafrannsóknar- ráðsins, en það kaus nefnd í málið, sem var skipuð átta mönnum, sínum frá hverju landi helstu fiskveiðiþjóð- anna, og er Árni Friðriksson fulltrúi íslands í nefndinni. Fulltrúi Noregs í nefndinni, sem er heimskunnur vís- indamaður, prófessor Johan Hjort, hefir komið hingað og farið rannsóknarferðir, ásamt Árna Friðrikssyni, um Faxaflóa, og mun prófessor Hjort hafa mjög mikinn á- huga fyrir þessu máli og vera því velviljaður. Pjetur Ottesen bendir rjettilega á, að íslendingum sje það ljóst, „að staðreyndir, sem reistar væru á vísinda- legum niðurstöðum, væru það eina, sem þeir gætu bygt á kröfur sínar um aukna friðun á fiskimiðum hjer við land“. En rannsóknir hafa leitt í ljós, „að við Faxaflóa og í sjálfum flóanum eru einhver bestu hrygningarsvæði heimsins fyrir þorsk og ýmsa aðra nytjafiska, auk þess sem Faxaflói er hin ákjósanlegasta hrygningarstöð“. — Hinsvegar sýna rannsóknir, að hættan, sem við blasir, ef friðun ekki fæst, er geigvænleg. Nú er framundan ráðstefna um fiskimálin í London. Jarðvegurinn hefir aldrei verið eins frjór til þess að fá nú friðun Faxaflóa framgengt þar sem undangengnar til- raunir hafa borið árangur að því leyti að opna augu ann- ara fyrir því, að þetta er sameiginlegt nauðsynjamál þeirra þjóða er fiskveiði stunda í norðurhöfúni. Enda standa nú miklar vonir til framgangs málsins. Svipuð rök hníga undir kröfuna um rýmkun landhelg- innar alment upp í fjórar mílur og ber okkur íslendingum að halda fast á því máli. Erlent yfirlit. ENGIR hafa þeir atburðir gerst í styrjöldinni undanfarna viku, að af þeim megi ráða, að hún fari nú að styttast., en það er sú fregn, sem flestir munu bíða með mestri eftirvæntingu. Menn eru yfirleitt orðnir þreyttir á þessum leik, að minsta kosti þeir sem fyrir ut- an standa, að á hina sje ekki minst, sem stríðið hefir svift frelsi og því öðru, sem þeir áð- ur áttu og til menningar mátti snúa. Og menn bollaleggja aö- allega um þetta eitt: llvenær ekur þetta enda, hvenær kemst allt aftur í hið gamla horf. En .hitt mun sannast mála, að í hið gamla góða horf, sem menn kalla, fara hlutirnir ekki aftur, þótt styrjöldinni linni, það verður nýr heimur sem þá rís irpp, hrakinn heimur, heim- ur, sem lengi verður að ná sjer. ★ Napoli er nú á valdi banda- manna, og eru þá rofnar fjall- varnir Þjóðverja á þessuni slóðum á Ítalíu og liggur til- tölulega sljett land fram und- an herjunum, sem norður á bóginn sækja, og herfræðingar velta fyrir sjer, hvar nú muni sveitir Kesselrings stinga við fótum og verjast, en varnar- stöðvar frá náttúrunnar hendi eru ekki margar, uns norður dregur að Appenninafj öllun- um, þar sem þau liggja í boga vestur yfir skagann. Sunnar eru að vísu hæðir og fjöll, þar sem verjast mætti, en svo virð- ist, sem það sje skoðun flestra herfræðinga að Þjóðverjar muni fara undan og reyna að tefja framsókn bandamanna sem mest, meðan þeir búa sig undir að verja Norður-ltalíu. ★ Það er vart margt sem gerist í styrjöldinni nú, sem meira er um rætt, en hin óhemju hraða sókn Rússa að undanförnu. En nú virðist svo, sem Dnieper- fljótið hafi nokkuð dregið úr hraðanum, að minsta kosti eru ekki, er þetta er ritað neinar áreiðanlegar fregnir fyrir hendi um það, að Rússar s.jeu komnir yfir fljótið með svo mikinn liðsstyrk, að um muni. En norðar halda sveitir þeirra áfram hraðri sókn, en yfir mik ilvægum vígstöðvum suður við Krímskaga hefir allengi hvílt dularfull þögn. Það er vitað, að Halder hers- höfðingi, sem æðstur var her- foringja Þjóðverja áður, lagði það til veturinn 1941, að Þjóð- verjar hörfuðu þá langt vestur í Rússland. Þetta var ekki gert, eins og kunnugt er. En hver veit nema Halder-áætlunin s.je nú aftur komin í gildi og sje nii verið að framkvæma hana? — Annars ganga hinar ótrú- legustu sögur í sambandi við sókn Rússa, og má vera að á þá hlið raálsins verði minnst síðar, ef tilefni gefst. lír Enn er barist á Nýju-Guineu og fellur þar hver bækistöð Japana eftir aðra í hendur bandamanna. Varð ekki mikið um varnir við Lae nje Sala- maua, en vörn þeirra við Fins- hafen nú, er»hinsvegar mjög seigluleg, og sýnist þó vera orðið þrengt að sveitum þeirra þar. yjílverji Ári^ar: ijr clag íeg a Íí j^inti Umferðarslysinu eru sjálfskaparvíti. HJER Á DÖGUNUM barst fregn um pað frá Bandaríkjun- um, að fleiri manns hefðu farist eða særst í umferðarslysum síð- an Bandaríkjamenn komu í stríð ið heldur en farist hafa á víg- völlunum, eða á höfunum. Þetta eru vissulega ískyggilegar stað- reyndir. Sömu sögu er að segja frá Bretlandi. Þar hafa fleiri m'enn særst í umferðarslysum heldur en í loftárásum frá því styrjöldin hófst. Hjer á landi eru umferðarslys- in einnig altof mörg. Umferðar- slys eru óþörf og algjört sjálf- skaparvíti. Þau koma aldrei af sjálfu sjer, heldur eiga þau or- sakir í vankunnáttu eða kæru- leysi og hugsanaleysi þeirra, sem um vegina fara. • Meiri slysahætta en nokkru sinni fyr. HJER Á LANDI er þó einkum hjer í bænum er slysahættan af völdum umferðarinnar meiri en hún hefir nokkru sinni verið. Foringjar ameriska setuliðsins segja, að umferðin hjer innan- bæjar sje jafn mikil og í stærstu borgum Ameríku. Það má segja, að það sje furðulegt, hve fá um- ferðarslys verða hjer í bæ, en þegar litið er á, að hægt hefði verið að fyrirbyggja hvert ein- asta slys, ef þeir, sem ökutækjum stjórna, og fótgangandi hefðu hagað sjer rjett, þá er þetta sann- arlega ekki neitt þakkarvert. „Bifreiðin er hættulegt vopn“, sagði lögreglustjóri setuliðsins, Green ofursti, í viðtali við blaða- menn í fyrradag. Vissulega er það rjett. En einmitt þessvegna verður almenningur að fara var- lega þar sem bílár eru. Það er ekki nóg, að bílstjórar fari í öllu eftir settum umferðarreglum, ef fótgangandi fólk brýtur þær regl ur, sem það á að fara eftir. Það dytti engum heilvita manna í hug að ganga fyrir byssuhlaup, ef hann ætti von á því þá og þeg- ar að skot riði af úr byssunni, en samt skeður það að fólk gengur fyrir bíla, hin hættulegu vopn. • Samvinna setuliðsins og Islendinga. SAMVINNA stjórnar setuliðs- ins og íslenskra yfirvalda í því að reyna að koma í veg fyrir umferðarslys er mikilsvirði og þakkarverð. Sú samvinna mun ábyggilega bera árangur. En það er ekki nóg, að settar sjeu regl- ur, ef þær eru svo brotnar af al- menningi. Það verður að samræma um- ferðarreglur íslendinga og Amer- íkumanna að miklu leyti. Það er t. d. gagnslaust að setja upp stöðvunarmerki þegar allir aðil- ar leggja ekki sömu merkingu í orðið. Þegar amerískur bifreið- arstjóri kemur að stöðvunar- merki veit hann að hann á og verður að stöðva farartæki sitt, þar til að hann hefir fullvissað sig um, að ekkert annað fárar- tæki sje á brautinni, sem hann kemur að. íslenskir bifreiðar- stjórar leggja hinsvegar þá merk ingu í Stans-merkið, að þeir geti haldið áfram, ef þeir halda, að ? X f þeir geti komist yfir brautina án þess að rekast á annað farartæki. Á næstunni mun verða geng- ið enn ríkar eftir því en hingað til, að bifreiðastjórar fari eftir settum reglum við umferðar- merki, útbúnað ljósa og annað, sem nauðsynlegt er til að um- ferðin verði sem hættuminst. • Gangandi fólk og umferðin. GANGANDI FÓLK er ekki síður háð umferðarreglum en stjórnendur ökutækja. Þær regl- ur, sem gangandi fólki eru sett- ar, ,eru í rauninni afar einfald- ar. Menn eiga að halda sig á gangstjettunum og gæta allrar varúðar þegar farið er yfir öku- braut. Gangandi fólk á að fara eftir umferðarmerkjum lögregl- unnar, ekki síður en bílstjórar. Ef allir gættu þess, að líta vel til hægri og vinstri, áður en farið er yfir götu, þá myndi umferðar- slysunum fækka. Þá verða menn að gaöta vel að sjer þegar þeir fara út úr bílum og varast að ganga fyrir aftan bíl, sem er í gangi, eða fara út á götu eða þjóðveg fyrir aftan bíl. Þetta eru helstu reglurnar -fyrir fótgang- andi fólk. Öryggi í umferðarmálum er svo sjálfsagt, að ekki þarf að ræða. Við höfum ekki ráð á að setja líf okkar í hættu, eða með- borgara okkar fyrir helberan trassaskap eða kæruleysi. • Útburður Morgunblaðsins. ENN verður ekki sjeð, að neitt verulega ætli að rætast úr skorti á unglingum eða fólki til að bera út Morgunblaðið til kaupenda. Er ekki hægt að svo stöddu að segja neitt um, hvernig það fer. Þeir, sem hafa haft atvinnu við að bera út blaðið, vilja halda henni eins lengi og þeir geta, en skólavist og annað veldur því, að margir verða að hætta starf- inu núna um mánaðamótin, eins og sagt var hjer í blaðinu á dög- unum. Kaupendur Morgunblaðsins eru því beðnir að sýna þolinmæði þó blaðið komi ekki til þeirra á rjettum tíma næstu daga og reyna að setja sig inn í þá erfið- leika, sem afgreiðsla blaðsins á í að koma blaðinu til kaupenda. Hitt er óhætt að fullvissa kaup- endur um, að einskis verður lát- ið ófrestað til að kippa þessum málum í lag eins fljótt og unt er. • Rafmagnsleysið. RAFMAGNSLEYSIÐ um há- degið er hin versta plága hjer í bænum. Menn fá ekki mat sinn á rjettum tíma vegna rafmagns- skorts. Sem betur fer mun fara að styttast, að þetta ástand ríki, en ástæða er til að minna alla rafmagnsnotendur enn einu sinni að spara við sig rafmagn eftir bestu getu á morgnana. Einkum eru það rafmagnsofnarnir, sem éyða miku rafmagni. Ef hver ein- astí borgari tæki þátt í rafmagns sparnaði með því að hita ekki upp með rafmagni kl. 10—12 daglega, myndi rafmagnið senni- lega vera nægjanlegt til eldunar fyrir alla bæjarbúa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.