Morgunblaðið - 28.10.1943, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.10.1943, Blaðsíða 1
30. árgangur 244. tbl. Fimtudagur 28. október 1943. Isafoldarprentsmiðja h.f. STÓRORUSTUR Í VÆNDUM \ ÍTALÍU Kiiisli farkosiurinn Dudley Pound, flotaforingi Breta, var í gær lagður til hinstu hvíldar í hina votu1 gröf hafsins, að sið Breta, er um flotaforingja og miklar sjóhetjur er að ræða. Varj kista flotaforingjans færð um borð í beitiskipið Belfast í flotahöfninni Portsmouth og flutt út á Ermarsund, en þar var kistunni sökt í sæ.—• Mvndin sýnir beitiskipið Belfast. Rússnr brjótast í gegn vestan Melitopol Sami atgangurinn við Krivoi-rog London í gærkveldi. Einkaskeýti til Mbl. frá Reuter. Iiússar tilkynntu í kvöld, að hersveitir þeirra fyrir vestan Melitopol hefðu brðtist í g'egrf um varnir Þjóðverja fyrir vest an og sunnan Melitopol og sótt þar fram um 15 km. Segja Rússar, að bardagar sjeu harð ir á þessum slóðum. Við Krivogi-rog eru enn háð ar grimmar orustur, og virðist sem svo, að Þjóðverjar geri alt, sein í þeirra valdi stendur til þess að verja þá borg'. Beita (þeir þar óspart skriðdreka- herfylkjum og fallbyssum, enn fremur sprengjuflugvjelum svo hundruð skipti. Rússar segjast þó vinna á enn, og sjeu herir þeirra komnir inn í úthverfi borgarinnar. I Dnieperbugnum, þar sém Þjóðverjar hörfa frá Dniepro- petrowsk, eru harðir bardag- ar háðir enn, sjerstaklega á fylkingarörmunum, þar sem Þjóðverjar gera gagnáhlaup með þa-ð fyrir augum, að-megin herinneigi hægara með aö kom as1» undan. Flugvjelar Rússa gera stöðugar árásir á lið Þjóð verja, til þess að torvelda því undanhaldið, og valda sem mestri eyðingu í því. Þjóðverjar segja frá því, að á þessum slóðum hafi þeir eyði Russland N \ 'íSöþsiONiA '—/ ^/mr" jStaiay* ; Sa«v.aJ /v v,..b,V' /-MOSCOV., J lagt 35 skriðdreka Rússa í hörðu gagnáhlaupi, og ennfrem ur að 16. skriðdrekaherfylkið frá Wiirtemberg, hafi gengið þar sjerstaklega vel fram. Fyi'ir vestan Vitebsk segja Rússar frá velheppnuðum á- hlaupum, sem þeir hafa gert, og segjast hafa sótt þar frarn um 12 km. Þjóðverjar greina frá gagnáhlaupum sínum fyrir vestan Smolensk, þar sem þeir kveðast hafa eyt.t skriðdreka- sveit Rússa, sem brotist hafi inn í varnarbelti þeirra. Fvrir vestan Zaporoshe segja Þj óðverjar að Rússar hafi einn ig gert árangurslaus gagná- hlaup, en um þær viðureignir hafá Rússar'ekkert að segja í tilkynningum sínum. Hikið að starfa í Hoskva Eftir Harold King. MIKIÐ er nú að gera á ráðstefnunni í Moskva, og vinna fulltrúarnir oft miklu lengur en venjulegur vinnu- tími er. Og þótt mikið sje að gera, þá er margt enn ó- gert. Sumar umræðurnar hafa verið all hvassyrtar og nokkrum misskilníngi þarf enn að sigrast á, en búist er við að árangur ráðstefnunn- ar verði að óskum. Banalilræði við Eisenhower Þýskar fregnir herma, og bera sænsk blöð fyrir frjett- inni, að Eisenhower yfir- hershöfðingja hafi verið sýnt banatilræði fyrir nokkrum dögum á Sikiley. Þýska fregnin segir, að skömmu áður en flugvjel Eisenhower átti að leggja af stað frá Sikiley, hafi sprungið sprengja í flug- vjelinni. Flugvjelin á að hafa gereyðilagst. Bókband fyrir Þjóðverja Fregn frá norska blaðafull- trúanum hermir, að þvínær öll liókbandsverkstæði í Oslo sjeu nú að vinna að því að binda inn um 800.000 eintök af hermanna almanðkum fyrir Þjóðverja. Búist við gagn- úhlaupum Þjóðverja London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Frjettariturum vorum með herjum bandiamanna á Italíu ber saman um það, að stórkostleg átök sjeu þar í aðsigi. Eru Þjóðverjar á undanhaldi sínu nú að kom- iast í hinar ramgervustu varnarstöðvar, sem til eru frá náttúrunnar hendi milli Róm og Napoli, og segja frjetta- ritarar vorir, að ljandslagi þarna sje svo háttað, að Þjóðverjum veitist tækifæri til hinna hörðustu gpgná- hlaupa ofan úr fjallaskörðunum. Nýlt hernaðar- tæki B r e s k a flugmálablaðið ,,The Aeroplane“ skýrir frá því, að Churchill, forsætis- ráðherra Breta, hafi fyrir skömmu gert það að um- ræðuefni í neðri málstofu breska þingsins, að Þjóð- verjar væru farnir að nota rakettusprengjur, sem stýrt væri þráðlaust, til árása á skip bandamanna. Segir blaðið svo frá þessari upp- fyndningu, að sprengjan muni hafa í sjer móttöku- tæki, og geti flugmennirnir í flugvjelinni, sem henni er slept úr, beint h’enni að skot markinu með senditækjum í flugvjelinni. „Þjóðverjar hafa“, segir blaðið, „verið gjörsamlega þögulir um þetta nýja tæki, svo ekki er hægt að búast við því að vitneskja fáist um fyrirkomulag þess í náinni framtíð. Forsætisráðherr- ann sagði heldur ekki ná- kvæmlega frá því, hversu árangursríkar slíkar sprengj ur eru“. „Þjóðverjar ætla sjer“, „heldur blaðið áfram, „aug- sjáanlega að ná bæði ná- kvæmni og einnig hinu, að geta skotið á löngu færi, með þessu nýja vopni sínu. Vjer vitum, að hjer í landi (Bretlandi) voru gerðar til raunir með mannlausa flug- vjel, sem stýrt var þráð- laust. Vera má, að Þjóðverj- ar hafi nú sprengjuflugvjel- ar, sem þannig er stjórnað, og enn er ekki á daginn kom ið, hvort Þjóðverjar með notkun sinni á þessari hug- mynd, geta sakað Breta um vanrækslu á að notfæra sjer þessa möguleika11. Af viðureignunum er það annars að segja, að þær hafja enn orðið allharðar um miðbik vígstöðvanna, þar sem sveitir úr hægra armi fimta hersins rjeðust fram til áhlaupa. Þjóðverj- ar gerðu þegar ganáhllaup og var barist af ákafa all- an daginn í gær. Vjann, fimti herinn lítilsháttar á, en þ'að er tekið fram af hálfu sjerfræðinga, að ekki sje hægt aði búast við hraðri framsókn, jafnvel ekki þar til er Þjóðverjar eru komnir 1 hinar nýju ,var n a r sfö ð v a r sín|ar. Áttundi herinn. Á svæði áttunda hersins hefir ekki verið mikið um að vera í dag nje í gær, sveitirnar á vinstra armin- um hafa sótt upp torsótt- ar fj(allahlíðar, sem ekki eru skógi vaxnar, og því vont að dyljast þar. Af svæðinu við Trigno ána, þari sem herinn sækir fram, hafa engar fregnir borist í dag. Á Izernia svæðinu verður fimta hernum lítið ágengt, enda er land illt yfirferðar, og baksveitir Þjóðverja verjast hvar sem þær mega.Nær vesturströnd inni, á Volturno-svæðinu eru framvarðarskærur háð ,ar, en ekki hefir komið þar til neinn|a meginátaka. Flugherirnir hafa lítið haft sig í frammi vegna illviðris, og hafa stórar sprengjuflugvjelar1 orðið að halda kyrru fyrir, en smærri sprengjuflug- vjelar og orustuflugvjelfar studdu áhljaup fimta hers- ins á miðvígstöðvunum, og vörpuðu ennfremur sprengj um á flugvelli Þjóðverja Framh. á 2. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.