Morgunblaðið - 29.03.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.03.1944, Blaðsíða 5
; ‘ I j I ; ! J * I ■ JMiðvikudagur 29. mars 1944. MOÍí'G U N RLAÐIÐ 5 HEILSUFRÆÐI HANDA HÚSMÆÐRUM NÝLEGA er komin á bóka- markaðinn bókin „Heilsufræði handa húsmæðrum“ eftir frú Krisínu Ólafsdóttur læknir. í formála bókarinnar segir m. a.: „í riti þessu er tekið saman hið helsta um heilbrigð- isefni, sem ætla má, að varði sjerstaklega konur í húsmæðra stjett, bæði til sjávar og sveita hjer á landi. Er ætlast til, að hafa megi ritsins not bæði sem handbókar á heimilum og við heilbrigðisfræðslu námsmeyja í húsmæðraskólum og öðrum sjerskólum kvenna“. Bókinni er skift í eftix-far- andi kafla: Kynferðislíf kvenna, barns- burður og sængurlega. Meðferð ungbarna. Heilsusamlegir lifnaðarhætt- ír og heilsuvei-nd. Helstu sjúkdómar, er hús- mæður varða. Heimah j úkrun. Hjálp í viðlögum. I hverjum kafla, er efni þvi, sem kaflinn fjallar um, gerð mjög íarleg skil og fylgir fjöldi mynda til skýringar. Nauðsynlegt er hverri hús- móður að eiga slíka handbók, sem þessa, og er því bætt úr brýnni þörf með útgáfu þessari þareð slík bók hefir ekkí verið gefin út um lengri tíma. Einnig hefir vantað kenlsubók handa skólum þeim, er kenná frum- atriði hjúkrunar og meðferðár ungbarna. , Bók þessi er vönduð, bæði frá hendi höfundar og útgef- anda, sem er Isafoldarprentsm. h.f., og getur því orðið þeim, er eignast, góð hjálp og leið- beining. Fer hjer á eftir hluti úr kafl- anum: Heilstisamlegir lifnað- arhættir og heilsuvernd, og heitir sá Geymsla matar, mat- reiðsla, máltíðir. - - * í AKJOSANLEGAST væri, að húsmæður gætu ævinlega átt kost á nýjum matvælum handa heimilum sínum, því að vafa- j laust er nýmeti hollasta fæð- an, næringargildi þess mest óg bætiefni tryggust. En því mið- ur er erfiðleikum bundið að afla nýmetis að staðaldri. Matvæli þola ílla geymslu. Fyrir verkanir gerla, sem í þau komast, hættir þeim við að lildna og rotha og missa auk þess næringargildi sitt og bæti efni við geymsluna. Menn hafa fundið ýmsar að- ferðir til þess að verja mat skemdum, og skulu hjer' taldar hinar .helstu: Kæling og fyrsting matvæla er góð geymsluaðferð, því að gerlar þola kælingu illa, ög frost drepur þá. Suða er örugg aðferð til þess að drepa gerla. Er því niður- suða matvæla í gerilheld ílát, eitt besta ráðið til að geyma mat um langan tíma. Söltun,og reyking eru gömul ráð til að geyma kjöt og fisk. Matarsaltið drepur flesta gerla, og í reyknum er kresól og fleiri efni, sem gerlar þola ekki. — Hvorki söltun nje reyking get- Ur þó talist örugg aðferð til að eyðá öllum gerlum eða sótt-. kveikjum úr mat. Saltið dreg- ur þar að auki næringarefni og vatn úr matnum, svo að hann rýrnar að mun, við að liggja í salti. Við i-ej’kingu rýrnar matur lítið eða ekki. Hersla á fiski er alkunn að- férð hjer á landi til að verja hann skemdum. Gerlar þola þurk illa, og má því með þurki verja fisk rotnun. Færeyingar þurka kjöt sitt á svipaðan hátt, og þykir gefast vel. Ekki má þó skilja þetta tal um gerlaeyðingu í matv. svo, að allir gerlar sjeu hættulegir. Fér því mjög fjarri, óg má telja suma beinlínis holla, svo sem mjólkursýrugerla og ölgerla. Gerlar losa sundur fæðuna í þörmunum og eru þannig til að stoðar við meltinguna. Ýmis kostamaður verður sjerstakt ljúfmeti fyrir gerla þá, sem í honum dafna, svo sem skvr og ostar. Jafnvel ýldugerlar virðast út af fyrir sig ekki hættulegir. Þannig er alsiða að hengja fisk upp og láta úldna (siginn fisk- ur), en síðan er hann sooinn- og etinn. Sömuleiðis þykir kæst ur iiákarl mörgum Ijúímeti og er fjarri þvi að vera Saknæm- ur, þó að etinn sje hrár. Það er gamall íslenskur sið- ur, að geyma slátur í sýru. Það er góð geymsluaðferð. Góður ■súrmatur er yfirleitt hollur matur, en ekki er ósennilegt. að hann sje bætiefnasnauður vegna þess, hve slátur þarf langa suðu. Hinsvægar rnunu flest bætiefni geymast vel í sýru. Besta aðferðin, sem enn er kunn við að geyma mat ó- skemdan, er vafalaust kæling og frysing, einkum hraðfryst- ing, og framtíðaraðíerð við að varðveita mat óskemdan, er sennilega hraðfrysting í írysti- húsura og geymsla hans í kæli- skápum á heimilum eða i sam- frystihúsum. Öll matreiðsla, lýtur að því, að gera matinn ætilegri, auð- meltari og hollari. Suða sprengir sundur frum- urnar í kjöti og fiski og gerir það með því meyrara, auðmelt- ara. og bragðbetna. Á sama hátt springur trjenishýðið í -jurta- fæou vnð suðuna og breytir henni í meltanlegri fæðu. Auk þess drepur suða gerla i kjöti og íiski. Við suðuna íara æv- inlega ýmis efni úr matnum út í soðið, Sem gerir það bragð gott og ágætt í súpur, en lítil næring er í því. Ef kjöt og fisk- ur er látið ofan í sjóðandi V’atn, fer minna af efninu úf kjötinu og fiskinum út í vatnið. Bökun eða brauðgerð bygg- ist á því, að ölger. sem látið er í hveitið og er samsafn aragrúa lifandi ölgerla, breytir sykrin- um í hveitinu í vínanda og kol- sýru, en kolsýran lyftir deig inu og niyndar í því ótal loft- bólúr, ei- gera það gljúpt og NÝTT ÚR HEIMI TÍSKUNNAR Nú eru mjög í tísku ermalangir kvöldkjólar. Hjer að ofan er mynd af tveim slikum kjólum. Myndin til vinstri er áf leikkonunni Irene Manning, sem er í súkkulaði-brúnum kvöldkjól úr crepe-efni. Myndin til hægri er einnig af kvikmyndaleikkonu, Julie Bishop, sem er í mjög fallegum dökkrauðum kvöldkj ól. I miðjunni er mynd áf Janet Blari, sem er í gráum göngu- búningi. ljett. Vínandinn gufar burtu. Lyftiduft, sem notað er í hveitibrauð Og kökur, hefir að geyma kolsúr sölt, sem gefa frá sjer kolsýru við hitann. Steiking breytir kjöti og fiski á líkan hátt og suða. Best verð ur steikin, ef hún er sett í vel heitan ofn eða pönnu. því að þá fer minst af kryddefnum út í sósuna. Rjettast er að sjóða allan mat við hægan eld, og kjöt, fisk og kálmeti á að Sjóða í litlu vatni eða erigu, sem er auðgert við raf magnssuðu og Sjálfsagður sparnaður. Það verður aldrei of brýnt. fyrir húsmæðrum og öðrum, er við matargerð fást, að vúðhafa ýtrasta hreinlæti við matseld- ina. Sjá allir, hvúlikán voða get ur af því leitt, ef hættulegar sóttkveikjur berast í mat, og þá sjerstakiega ef hans er neytt ósoðins, t. d. mjólkur og mjólk -urmatar. Mátreiðslukonur eig'a ævin- lega að Vera hreinlega til fara, helst klæddar ljósum eða hvít- um slopp. með hvíta skýlu yf- ir höfði, og hafa hreinar hend- ur og andlit. Það á að vera ó- frávikjanleg regla að allir, er við mat eða framreiðslu matar fást, þvoi sjer vandlega um hendur, er þeir rísa úr rekkju, svo og er þeir hafa gengið örna sinna eða óhreinkað sig um hendur á einhvern hátt, og raunar þvo þeir sjer aldrei of oft um hendumar. Matarílát öll skulu þvegin eftir hverja máltíð úr heitu sápuvatni. Sjóða á daglega þurkur, sem notaðar eru við uppþvottinn, og ganga yfirleitt eins hreinlega um eldhúsið og framast er upnt. En um frarr> allt eiga eldakonur að festa sjer í minni, að alls staðar eru óhreinindi og sóttkveikjur að flækjast. sem komist geta í matinn og valáið slysi, ef ekki er nægilegt hreinlæti við haft. Matuiinn er í mesta lag'i 5 —6 klst. í maganum. En þeg- ar hann er tómur orðinn, fara menn að finna til sveng'dar. — Flestir haga máltíðum svo, að drekka kaffi eða annan drykk, áður en gengíð er til vinnu að morgninum. Á hádegi er snædd ur miðdegisverður, venjulega tveir heitir rjettir, kl. 3—4 kaffi með brauði og kl. 6—7 kvöldmatur, sem að jafnaði er kaldur matur ásamt hafrag'raut eða skyrhræru með mjólk út á. Þessi tilhögún máltíða tíðk- ast víðast hvar, að minsta kosti í bæjum. Ástæðulaust er að hafa máltíðirnar fleiri en þetta, en vera má. að heppi- legra væri að eta heita matinn eftir vinnuima á kvöldin er fólk er sest um kyrrt eftir erf- iði dagsins. Gætu þá þeir, er lengra ættu í vinnu, haft með sjer bita til- að borða um há- degið og S[>arað sjer á þann hátt hlaupin heim í hádégis- matinn. FYámháld á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.