Morgunblaðið - 16.11.1944, Page 8

Morgunblaðið - 16.11.1944, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 16. nóv. 1944 MttltttMftfrÍfe Utg.: H.Í. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Eitstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Áugiysmgar: Arru öla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstrœti 8. — Sími 1600. Áskriítargjaid: kr. 7.00 á mánuði innanl&nds, kr. 10.00 utanlands f lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbðk. Hverjir eru stjórnar- andstæðingar ? NÚVERANDI ríkisstjórn hefir verið tekið betur af þjóðinni en nokkurri stjórn annari. Alþjóð fagnar því að elsta og merkasta stofnun landsins, Alþingi, er laus úr þeim álagafjötrum, sem á hana voru lagðir með hinni óþingræðislegu utanþingsstjórn. Það má segja, að þjóðin sætti sig ótrúlega vel við ástandið fram að þeim tíma að lýðveldið var stofnað, en eftir það var það alþjóðar 'krafa, að Alþingi myndaði löglega ríkisstjórn. Sómi þingsins var að því kominn að hrapa niður fyrir bakkann. Því varð að forða, og að það var gert með myndun núver- andi stjórnar, veldur gleði fólksins. 'k Nú hefir sumum blöðum og mönnum orðið það á, að brengla sannindum um það, hverjir sjeu raunverulega stjórnarandstæðingar á þingi. Að telja þá alla stjórnar- andstæðinga, sem ekki eru beinir stuðningsmenn stjórn- arinnar, er auðvitað rangt. Þegar einn af elstu og reyndustu stjórnmálamönnum landsins bar fram vantraust sc ríkisstjórnina, þá fjekk sú tillaga eitt atkvæði. Af hverju? Auðvitað vegna þess, að ýmsir'þeir menn, sem ekki eru beinir stuðningsmenn stjórnarinnar, eru heldur ekki andstæðingar. Hlutleysi við stjórn er aiþekt fyrirbrigði, og nú sem oft áður getur það vel staðist, enda þótt líf stjórnarinnar velti ekki á því. Þeir 5 þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem greiddu atkvæði gegn því í flokknum að mynda þessa stjórn, hafa ekkert um það sagt, að þeir ætli sjer að verða í stjórnar- andstöðu. Þeir eru og verða áfram í Sjálfstæðisflokknum. Þeir munu ekki vilja torvelda starf þeirrar stjórnar, sem formaður flokksins hefir myndað, og, það er áreiðanlega ekki að þeirra skapi, að andstæðingar flokksins noti þeirra nöfn gegn stjórn hans. Þegar þjóðstjórnin var mynduð, 1939, greiddu 8 þingmenn Sjálfstæðisflokksins atkvæði gegn því. En þeir tóku ekki upp stjórnarandstöðu. Fyrst voru þeir nánast hlutlausir, en síðan ákveðnir stuðnings- menn. Þó var forsætisráðherra þá úr öðrum flokki. Þeir 5 Sjálfstæðismenn, sem nú eru í svipaðri aðst'ðu, hafa það eitt aðhafst síðan stjórnin kom, að sitja hjá í atkvæða- greiðslu um vantraust. ir En hvers vegna sátu flestir Framsóknarmenn líka hjá? Ljetu þeir hina hlutlausu Sjálfstæðismenn narra sig til þess? Eða var það af því, að sumir þeirra eru líka hlut- lausir? Þegar greindasti maður flokksins flytur vantraust og fær engan með sjer-, þá getur það ekki verið með feldu. Það er líka mjög eðlilegt að fleiri eða færri Framsókn- armönnum þyki viðurhlutamikið að samþykkja vantraust. Þeir hafa barist fyrir því í tvö ár að ganga í stjórnarsam- ’innu við tvo núverandi stjórnarflokka og ýmsir þe’irra munu líka hafa viljað samvinnu við forustuflokkinn. Út um landið hafa þeir víða orðið varir við óánægju meðal flokksmanna sinna út af því, að Framsóknarflokk- urinn er utan við samvinnuna. Því skyldu þá slíkir menn ganga lengra í öfuga átt við kjósendur sína en það, að vera sem hlutlausastir gagnvart stjórninni? Það væri þó fróðlegt mál, að fá það upplýst hvernig Framsóknarflokk- urinn skiftist að þessu leyti. Að það fari dult enn, er að vísu eðlilegt, og má vera að svo verði um sinn. En veikari stjórnarandstaða, hefir sjaldan þekkst en nú. Má ríkisstjórnin og stuðningslið hennar vel við una. Væri og óskandi að þjóðin öll sýndi þann þroska að fylgja þessari stjórn, sem bygð er á sáttmálum milli andstæð- ustu afla þjóðarinnar. Sá samhugur, sem lýsti sjer við stofnun lýðveldisins, ætti að geta enst meðan stríðsástand er í heirninum. Það er framtíð þjóðarinnar meira virði heldur en það, hvort einstakir flokkar, menn eða stefnur græða fleiri eða færri atkvæði á þessum hættutímum. Minning Sveins M. Hjartarsonar bak- l 7/ / / do. Jj arameislara | U/r dacýlecýci lífinu !! {•444444444444444 4*W«4»X»44444444t‘ SVEINN M. HJARTARSON bakarameistari verður borinn til grafar í dag. Hið sviplega fráfall hans kom okkur öllum á óvart, þar sem við vissum ekki annað en hann væri svo vel hraustur. Þá er fráfall hans ekki síður sárt, en þó sárast fyrir eiginkonu hans og nán- ustu ættingja, en það er einnig mjög sárt fyrir okkur samstarfs menn hans og fjelaga í Bakara meistarafjelagi Reykjavíkur. Hann var einn af stofnendum þess og sístarfandi alla tíð. Var í stjórn þess sem gjaldkeri í mörg ár, einnig í stjórn Sam- bands bakarameistara og for- maður dómnefndar við sveins- brjefatöku í bakaraiðn mörg s.l. ár. Síðustu störf hans fyrir fje- lagið voru þau, að hann var í nefnd þeirri, sem vann að stofnun Rúgbrauðsgerðar bak- ara. Hann var mjög góður fje- lagi, samvinnuþýður og brást aldrei því trausti, sem fjelagar hans báru til hans. Fyrir öll störf hans í þágu fjelagsins og bakarastjettarinnar yfirleitt, erum við honum innilega þakk- látir, og munum lengi minnast hans. Sveinn M. Hjartarson var fæddur 16. apríl 1885, í Reykja vík. Foreldrar hans voru hin ágætu merkishjón, Hjörtur Hjartarson og Margrjet Sveins dóttir, sem bjuggu á Reynimel við Bræðraborgarstíg. Áttu þau mörg myndarleg börn, sem öll eru að góðu kunn. Sveinn byrjaði starf sitt rjett eftir aldamótin í bakaríi Björns Símonarsonar, Vallarstræti 4, en árið 1902 fór hann í Frede- riksens-bakaríið í Fischers- sundi og var þar í tvö ár, þang- að til hann rjeðst í bakarí vest- ur á Isaíjörð. Þar var hann, þar til árið 1908, að hann fluttist hingað aftur og stofnsetti sitt eigið bakarí á Bræðraborgar- stíg 1, sem hann rak síðan með miklum dugnaði og myndar- skap í 36 ár samfleytt, eða þar til hann ljest 8. þ. m. Sveinn var sjerstakur vinnu- og afkastamaður í sinni grein, enda ágætur iðnaðarmaður. Við kveðjum þig, vinur og fjelagi, og erum innilega þakk- látir fyrir samverustundirnar. G. Þingfararkaup hækkar. Sidney: — Vegna hækkandi verðlags eiga ástralskir þing- menn á næsta ári að fá 650 sterlingspund í þingfararkaup, í stað 500 punda áður. Góð hugmynd. NÝLEGA ÁTTI jeg erindi inn á skrifstofu, þar sem útlendingar vinna, en þar sem margir íslend ingar koma og eiga erindi. Á ein um vegg skrifstofunnar, sem blasti við þeim er inn komu var spjald og stóð á þvi með greini- legu letri: „Tefjið ekki menn frá vinnu, þó þjer hafið nægan tíma“. Þeir hafa komist fljótt að því, útlendingarnir, sem stjórna þess ari skrifstofu, að það fer mikill og oft dýrmætur tími til ónýtis á vinnustöðvum vegna aðskota- dýra, sem koma eingöngu til að tefja fyrir þeim, sem eiga að vera við vinnu sína. Slíkar aðvaranir, sem þessa þyrfti að setja upp víðar á vinnu stöðum og fylgja eftir að þeim sje hlýtt. Sá ósiður, að tefja fólk frá vinnu með slúðri í síma og heimsóknum, er orðinn svo út- breiddur hjer í bænum, að óþol- andi má kallast víða. Vinnusömu fólki er enginn greiði gerður með tilgangslausum heimsóknum í vinnutíma og vinnutafir, sem af hljótast, eru ekkert annað en vinrfúsvik. 9 En til hvers eru að- varanir. ÞAÐ ER ekki til neins, að setja upp skriflegar aðvaranir um þetta eða hitt, gæti fólk sagt. — Hvaða gagn er t. d. í að setja upp skilti um, að bannað sje að innheimta reikninga hjá starfs- fólki viðkomandi fyrirtækis? — Fæstir innheimtumenn láta sig það nokkru skipta. Víða á vinnu stöðum eru sett upp merki, sem hljóða eitthvað á þessa leið: „Að- gangur bannaður." „Erindislaus- um bannaður aðgangur“ o. s. frv. En þrátt fyrir það er stöð- ugur straumur ókunnugra manna út og inn allan daginn, sem ekki hafa minsta erindi, annað en að eyða tímanum og tefja fyrir fólki. Þeir, sem eiga að stjórna vinnu veigra sjer við að reka menn út, sem koma í heimsókn. Það þyk- ir smámunasemi, eða jafnvel vinnuharka af viðkomandi. Tímamerkið og þulirnir. PJETUR PJETURSSON þulur vjek sjer að mjer á götu í gær. Við erum gamlir kunningjar. „Þið hafið alt á hornum ykkar, karlarnir“, sagði hann“. Jeg var að lesa þetta, sem þú sagðir um tímamerkið og okkur þulina. — Skýringin á því, að við höldum áfram að lesa á meðan tímamerk ið er gefið klukkan 12.30 er sú, að við heyrum ekki merkið. Tíma merkið er gefið frá Loftskeyta- stöðinni og við getum ekki vitað hvenær það kemur“. Jæja, Pjetur minn, þá veit mað ur það. • Mataræði. HEIMILISFAÐIR skrifar mjer athyglisvert brjef um mataræði okkar íslendinga. Hann segir meðal annars: „Fyrir nokkrum árum, meðan jeg átti erfitt með.að veita börn- um mínum nægjanlegt fæði, voru börnin furðanlega hress og heil- brigð. En nú, þegar þau hafa nóg af öllu, eru þau dauf, fjörlitil, kvarta um verki í fótum, mátt- leysi og höfuðverk. Við sömu veiklun verðum við foreldrarnir vör. Hver getur ástæðah verið? Er það vegna fæðunnar. Mjólkin verður fyrir óeðlilegri meðferð í vjelum og efnabreytist ef til vill við það. Kjöt og mjólk er í sívax andi mæli, og nú að mestu, fram leitt með fóðurbæti, en grasfóðr ið með tilbúnum áburði. Getur það verið orsökin? Þá er það eins með kartöflur og annað grænmeti, að það er að mestu ræktað með tilbúnum á- burði. Virðist jafnvel bragð kart aflna hafa breytst, hvernig, sem efnagreiningin er. 0 Verkefni fyrir vís- indamenn. ER EKKI, segir brjefritari, veg ur til þess, að einhver af okkar ágætu vísindamönnum vilji, eða geti athugað þetta og segi okkur sannleikann í því efni. Nú segir einn þetta og annar hitt, en eng inn veit, hvað satt er. Það er til lítils að borða grænmeti og á- vexti, ef því hefir verið spilt með annarlegum áburði. Það er áreið anlega full þörf á því, að almenn ingur fái rjetta fræðslu í þessum efnum. • Hitaveituvatnið í mat. „SÍÐAN heita vatnið kom höf um við notað það mikið í mat og kaffi, til að spara gas og raf- magn. Getur verið, að einhver ó- hollusta stafi af neyslu þess? Það væri afar æskilegt, að mat- vælaeftirlitið eða heilbrigðis- stjórnin gæfu þessu gaum. Við megum hvorki lifa sem skynlausir grasbítir eða blindar kjötætur.“ Mikið verkefni. VISSULEGA er það rjett hjá brjefritara, að hjer er mjög mik ið og merkilegt atriði til umræðu og er mikið undir því komið, að vel sje á haldið. En það verður að treysta því, að matvælaeftir- litið hafi ströngustu gætur á því, að matvörur, sem seldar eru hjer á markaði’sjeu hollar. Hvað snertir heita vatnið, mun það hafa verið rannsakað og jeg held að það sjeu fleiri, sem halda því fram, að það sje holt, en hin ir, sem hræddir eru um, að það geti verið mönnum skaðlegt til neyslu. En það er eins og segir í brjefinu. Það væri gott, ef vís- indamenn okkar- ljetu almenn- ingi í tje upplýsingar um þessi mál yfirleitt. 9 Spádómur, sem ekki rættist. BORGARI hefir skrifað mjer, að því er virðist í reiði, yfir því, að einhver spádómur um lok styrjaldarinnar, hafi ekki komið fram á rjettum tíma. Hann eys úr skálum reiði sinnar yfir „spámanninn". Jeg sje enga á- stæðu til að taka þetta mál svona hátíðlega. Öllum mönnum getur skjátlast segir gamalt máltæki. Við íslendingar ættum, að vera orðnir ’ ví kunnugir, af langri reynslu, að það er enginn Jónas til meðal okkar, sem getur leitt okkur í allan sannleika. Yfir 3 milj. vinnudaga fóru forgörðum. LONDON: — Á fyrstu 9 mánuðum yfirstandandi árs, 1944, fóru 3.291 000 vinnudag- ar forgörðum í Bretlandi, sök- um verkfalla og vinnudeilna. Alls urðu 1298 vinnustöðvanir frá 1. jan. til 1. sept. (Daily Telegraph.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.