Morgunblaðið - 16.11.1944, Side 16

Morgunblaðið - 16.11.1944, Side 16
1G Fimtudag-ur. 16. nóv. 1944 R ímlega 18 þús. krénur söfnuéus! III Á SUNNUÐAGNN safnaðist í bænum kr. 17.521.60 fyrir merkjasölu Blindravinafjelags Islands til ágóða fyrir Blindra- heimilissjóð fjelagsins. Einnig gaf Jóhannes Reykdal, Þórs- bei'gi í Hafnarfirði kr. 5000.00 í efnivið til væntanlegrar bygg ingar. Ennfremur bárust kr. 100 frá Ó. E. Söfnunin nam því alls kr. 18.121.60. Stjórn Blindrávinfjelags Is- lands flytur unnendum sínum hinar innilegustu þakkir fyrir þeirra örlátu gjafir til Blindra- heimilisins og sjerstaklega vill stjórnin þakka hinum duglegu sölubörnum, sem mörg ekki tóku þóknun fyrir starf sitt. Stðasía yinnudeilan leysl SAMNINGAR milli Klæð- skerafjelagsins Skjaldborg og Klæðskerameistarafjel. Reykja víkur voru undirritaðir í gær fyrir millgöngu sáttasemjara. Vinnustöðvun hefir staðið yf ir hjá klæðskerum síðan 13. sept. s.l. 1 Samkvæmt hinum nýju samningum hækkar vikukaup sveina úr kr. 138.00 á viku í kr. 145.00 á viku. Ákvæðis- vinna sveina hækkar um 25%. Mánaðarkaup stúlkna hækk- ar úr kr. 285.00 á mánuði í kr. 315.00 á mánuði. Ákvæðisvinna stúlkna hækkar um 5—10%. Onnur ákvæði samningsins eru að mestu samhljóða fyrra samningi. Vinna á klæðskeravinnustof um hefst því í dag. Þar með er síðasta vinnu- deilan leyst. IMaður á reiðhjéli ekur á slúlku MÁNUDAGINN 13. þ. m. varð stúlka fyrir reiðhjóli og rneiddist svo mikið, að flytja varð hana 1 sjúkrahús. Þetta skeði um kl. 20.30 um kvöldið. Var hún á gangi eftir Vesturgötu, er maður á reið- hjóli ók á hana. Stúlkan fjell í götuna og misti hún meðvit- und. — Maðurinn á reiðhjól- inu skifti sjer ekkert af stúlk- unni og hjelt leiðar sinnar eins ekkert hefði ískorist. Farið var með stúlkuna í sjúkrahús. Við rannsókn kom í Ijós, að hún hafði fengið heila hristing. Liggur stúlkan þar enn. Ekki er upplýst, hver mað- urinn var, er sat reiðhjólið, og biður rannsóknarlögreglan þá, er einhverjar upplýsingar gætu gefið, að tala við sig hið fyrsta. Times vill Burma í * samveldið breska. LÓNDON: — The Times leggur til í ritstjórnargrein í fyrradag, að Burma fái sömu aðstöðu og önnur samveldis- iönd Breta, þegar er landinu hefir verið náð úr greipum Jap ana, sem blaðið telur að verði bráðlega. Sfóri salurinn í S/álfstæbish.úsinu Sjeð inn í stóra salinn. Lauslegur uppdráttur, sem sýnir tilhögun borða og skiftingu salarins. Að sjálfsögðu mun unnið frekar úr einstökum atriöum innrjettingarinnar, klæðningju veggja og lýsingu, sem verður mikið atriði innrjetting- arinnar. — Birtar verða frekari myndir af salnum, þegar þeirri vinnu er lokið. Maður verður fyrir bifreið og fótbrolnar FYRIR NOKKRU síðan, eða sunnudaginn 5. nóv. s.l., varð bifreiðarstjóri fyrir bifreið og fótbrotnaði. — Nánari Aildrög eru þau, að áætlunarbifreið sú, er annast ferðir til Vífilsstaða, var á leið inn Hverfisgötu. Er bifreiðin var komin rjett inn fyrir Smiðjustíg, þurfti bifreið arstjórinn að lagfæra keðju á hægra afturhjóli. Skreið hann undir bifreiðina, til þess að kom ast betúr að biluninni, og stóð fótur hans rjett út undan bif- reiðinni hægra megin. Þá ók bifreið með miklum hraða inn Hverfisgötu. Er bifreið þessi var komin að áætlunarbifreið- inni, fór vinstra afturhjól henn ar yfir fót bifreiðarstjórans og braut hann. Bifreiðarstjórinn á fyrnefndri bifréið ók áfram og númer bif- reiðarinnar náðist ekki. Eru því þeir, er einhverjar upplýs- ingar geta gefið, beðnir að tala við rannsóknarlögregluna hið fyrsta. Framsókn norðan Forli London í gærkveldi. BANDAMENN á Ítalíu hafa unnið nokkuð á norðan Forli og beggja megin borgarinnar, og er eiginlega hvergi barist annarsstaðar að ráði á Italíu- vígstöðvunum sem stendur. — Tókw bandamenn fyrir austan Forli hæð eina allþýðinggr- mikla með áhlaupi og hafa kom ist yfir á norðan borgarinnar. Ekki hefir veður enn skánað að neinum mun. — Reuter. Baldur Möller gefur handrif að skákbók 1 GÆRKVELDI var Ás- mundi Ásgeirssyni afhent verðlaun Skákmeistara Is- lands 1944. Árni Snævarr íorset i Skáksambands íslands afhenti verðlaunin og hjelt hann jafnframt aðalræðuna. Að lokinni ræðu forseti tal- aði Baldur Möller. Afhenti hann Skáksambandinu hand- rit að skákl)ók, en í henni eru rúmar 50 skákir scm Islend- ingar hafa unnið á erlendum skákmótum. Árni Snævarr þakkaði g.jöf ina og gat þess, að hann hefði kvnnt sjer handritið, væri það algjörlega búið undir prent- un og mjög vandvirknislega frá því gengið. Baldur Möller gat þess, að hann hefði ákveðið, að bók þessj skyldi tileinkuð Eggert Gilfer. — Árni Snævarr svar- aði þá, að þessum kvöðum skyldi verða fylgt og vonaðist hann til, að unnt yrði að gefa bókina ilt á þessum vetri. Þjóðverjar missa Skoplje og Elbasan London í gærkveldi. Hersveitir Búlgara hafa náð borginni Skopljc í Júgóslavíu sf Þjóðverjum, og einnig hafa þeir orðið að yfirgefa Elbasan, eitthvert ramgerðasta virkið í Norður-Albaníu. Hörfa Þjóðverjar hægt norð- ur eftir dölum Júgóslavíu, og segja það undanhald mjög erf- itt, sökum vetrarveðurs, sem þegar er byrjað á þeim slóð- um, og einnig vegna árása fjandmannanna. — Reuter. Slórhöfðingleg gjöf til Landgræðslu- sjoðs í GÆR barst Landgræðslu- sjóði stórhöfðingleg gjöf, 10 þús. krónur frá h.f. Shell á Is- landi. — Tilkynti forstjóri fje- lagsins sjóðnum, að á síðasta aðalfundi hefði verið ákveðið, að gefa skyldi til Landgræðslu sjóðs 10 þús. kr. Þetta er önnur þöfðinglega gjöfin, er sjóðnum berst á skömmum tíma; var hin frá Olíuverslun íslands h.f., einnig 10 þús. krónur. Skipum sökkl við Noreg London í gærkveldi. BRESKAR flugvjelar frá flugvjelaskipi rjeðust í gær á tvo þýska vopnaða togara á Þrándheimsfirði og söktu öðr- um, en líklegt er, að hinn hafi sokkið líka. Flugvjelaskipið var með all- stórri flotadeild, sem hefir ver- ið á sveimi við Noregsstrendur að undanförnu. — Mistu Bret- ar enga flugvjel og ekkert tjón varð á herskipum þeirra. — Reuter. Manntjón í York. London: — Nýlega var til- kynt, að manntjón af völdum loftárása á ensku borgina Yorg næmi alls 87 mönnum látnum og 111 alvarlega slösuðum. — Hjerumbil þriðjungur af hús- um borgarinnar er eyðilagður eða laskaður. Frá Færeyjum Nýlega hefir Lögþing Fær- eyinga ákveðið, að þingið skuli koma saman á Ólafsvökunni, en nú um nokkurra ára skeið hefir þingið verið kallað sam- an að vetrinum til. Með þessu er komið á hið gamla skipulag, að Lögþingið og Ólafsvakan eigi saman. Þetta var samþykt í þinginu með 14 samhljóða at- kvæðum. Lögþingið samþykti samhlj. að vinna að því, að eins fljótt og mögulegt væri, yrði komið upp skipasmíðastöð í Færeyj- um, bæði til þess að endur- byggja skip og byggja ný. íþróttaleikvangur í Þórshöfn. Það hefir nú fyrir alvöru verið horfið að því, að koma upp varanlegum íþróttaleik- vangi í Þórshöfn, sem mun hafa það í för með sjer að nýtt líf færist þar í allar íþróttaiðkan- ir. Leikvangi þessum er ætlað- ur staður í fögrum dal, Gunda- dal við Þórshöfn. í ágúst var byrjað að vinna að útisundlaug og handknattleiksvelli. Bæjar- stjórn Þórshafnar hefir heitið árlegri fjárupphæð til styrktar þessu, en íþróttaráð Þórshafn- ar sjer um framkvæmdir og hefir þegar hafið fjársöfnun í því skyni. — Teikningar af svæðinu hafa þeir gert Johan Ziska, bæjarsljóri og Dewald Hansen, bæjarskrifari. Ungmennafjelag Færeyja. Ungmennafjelag Færeyja er nú í örum vexti og eru nú 10 fjelög í því. í þessum mánuði verður haldin ungmennaráð- stefna i Þórshöfn. Aðalhlutverk Ungmennafjelags Færeyja er hvorki meira nje minna en það að kenna færeyskum æskulýð að elska. land sitt, þjóð sína, tungu og fána. — Formaður Ungmennafjelagsins er Páll bóndi Patursson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.