Morgunblaðið - 30.05.1945, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.05.1945, Blaðsíða 12
m Söfnunin nálgasf 1 niljónina í GÆR bárust skrifstofu Bndssöfnunariimar kr. 82.693.- <Hx frá skrifstofu Gttllbringu- og, ffjósarsýslu og Hafnarfjaxð- arkaupstaðar, og hafði sú upp- 'W&fð borist úr kaupstað og fiý.'Iú. Erú í henni ótaldor marg ar stórgjafir frá sýslunni og ít.jfnarfirði. sem borist hafa á anrran hátt. Frá póst- og símamáLastjóra #*&rst tilkynning þess efnis, að á piístafgreiðslum og brjefhirð-: »Bgam úti um Iand hefðú saín- ast úm 370 000 kr., en þar af böf'ðu um 100 þús. kr. verið til- hyntar áður. Frá skrifstofu Barðastrand- arsýslu var tilkynt að þar hefðu safnast um 50 þús. kr. Auk þess bárust skrifstofunni um 50 þúsund krónur í pen- irtgum. og voru margar upp- fcæðanna frá preslum, oddvit- rrm og hreppstjórum í nærsveit um. og svo frá vinnuflokkum í. bæntfm, sem eigi höfðu fyrr getað skilað af sjer Meðal armara gjafa voru þessar: Safnað á skrifstofu Trjesmiða fjelags Reykjavíkur 6275 kr. fþar af gaf fjelagið sjálft .2000 Kiv), frá Nathan & Olsen og starfsfóiki 5000 kr. og frá I«eik- fjeiagi Reykjavíkur 2000 kr. — Frá h.f. Faxakletti í Hafnar- firði bárust kr. 5000 og hafa þá fjelagar í Fjelagi ísl. botn- vörpuskipaeigenda lagt í söfn- unina samtals kr. 440 000.00. |fHorðMíttMaí>tö * \ : ’ „Myndabók Jónasar Hallgrímssonar" Fforsfjéraskifli \ Brunabólafjelaii HALLDÓR STEFÁNSSON, sern nú er 68 ára, að aldri og hefir gegnt forstjóraslarfi Brunabótafjelags íslands síðast Hðin 17 ár, hefir nú að eigin ó.sk fengið lausn frá embætti sínu frá 1. júní n.k. Fjelagsmálaráðuneytið hefir skipað Stefán Jóh. Stefánsson liæstarjettarlögmann til að gegna forstjórastarfinu við Brunabótafjelag Islands frá sarna tíma. AF IJIKSVIOIXl’ i Trlpolíleik'iúsinu á laugardagskvöldið, þegir „Mvndabók Jónasar Hallgríms sonar” var s.vnd {tar. Hraundran arnir yfir Öxnadal sjást á miðri myndinni og piltur og stúlka ur „Grasai'erð“. Framar á sviðinu e- „sketnu’.a drotningarinnar á lin ; landi“ og „besta bújörðin á Frakklandi‘‘ ásamt hirðfól i á báðum stöðunum úr gamanbrjefi Jónasar tii Konráðs. (Ljósm. Vignir.) Sjómannodagurinn n.fe. sunnndag 0siamanna|)iii| DAGSKRÁ listamannaþings í dag er íslensk kirkjutónlist, sem Páll Isólfsson flytur í Dóm kirkjunni kl. 9 síðd. Verður þar flutt dálítið sýn- ishorn af íslenskri kirkjutón- list síðustu ára, eftir fimm tón- skáld, þá Björgvin GuðmundS- son, Hallgrím Helgason, Jón J,eifs, Sigurð Þórðarson og Pál ísólfsson. — Einsöng syngur Pjetur A. Jónsson. Mun hann syngja lög eftir Jón Lei.fs og Sigurð Þórðarson. Gríkkir taka upp ríkis- eftirlit. AÞENU: Gríska stjornín á- kvað í gær, að setja allan íðn- að landsins undir opinbert eft- irlít, að því er gríska írjetta- stofan hermir. Rikið muri kaupa ínn og selja öll hráefni við vægu verði. Bannað er að framleiða allan óþarfa. — Reuter. SJÓMANNADAGSRÁÐIÐ átti tal við blaðamenn í gær, og gaf Henry Hálfdánarson þar eftirfarandi upplýsingar varð- andi væntanleg hátíðahöld sjó- manna á sunnudaginn kemur: — Sjómannadagurinn verður í þetta sinn n.k. sunnudag 3. júní. Munu sjómenn minnast þessa dags með hátíðahöldum úti og inni eins og að venju. Hefjast hátíðahöldin með kapp róðrum sjómanna á Rauðarár- víkinni laugard. 2. júní og hafa margar skipshafnir gefið sig fram í þá keppni, og verður veðbanki starfræktur í því sambandi; aðalbækistöðvarnar vecða við Fiskifjelagshúsið. Á Sjómannadaginn munu sjómenn safnast saman til hóp- göngu við Tjörnina og ganga síðan með Lúðrasveit Reykja- víkur í fararbroddi um mið- bæinn og meðfram höfninni. Úlisamkoman verður í þetla skifti á Arnarhóli við stand- mynd Ingólfs Arnarsonar. Hefst hún með minningarathöfn, sem biskupinn stjórnar. Þar á eft- ir fara fram ræðuhöld og síð- an reipdráttur milli skipshafna og keppni sjómannadagsins í stakka- og björgunarsundi. Fer reipdrátturinn fram á svæðinu framan við Varðarhúsið, en sundið við höfnina á venjuleg- um stað. Um kvöldið fer fram Sjó- mannahóf að Hótel Borg, og einnig verða dansskemtanir og inniskemtanir í öðrum sam- komuhúsum bæjarins. Hinn góðkunni söngvari Guðmund- ur Jónsson mun syngja við þetta tækifæri, bæði við minn- ingarathöfnina og í sjómanna- hófinu um kvöldið. Þá hefir og Sjómannadags- ráðið hugsað fyrir fjölskrúð- ugu útvarpsefni í sambandi við þessi hátíðahöld. Hefst það út,- varp strax á laugardaginn, en þá hefir rikisútvarpið góðfús- lega boðist til að útvarpa róðr- cða þvi aí iiemii, öSd ráðgerð sem heppilegast kann að verða talið. Útvarpsnotendum mun og ■ gefinn kostur á að fylgjast með öllu, sem fram fer á sjómanna- daginn, bæði á útisamkomunni og eins um kvöldið. En þá verð ur byrjað á sjerstökum barna- tíma, sem Jón Oddgeir Jónsson stjórnar, þá verður og fluttur fyrirlestur um hið fyrirhugaða dvalarheimili aldraðra sjó- manna. Einnig verður útvarp- að frá Hótel Borg, en úr útvarps- sal verður útvarpað leikriti, sem Dagfinnur bóndi hefir samið í þessu tilefni og fjallar það um söguleg atriði úr lífi Jóns Indíafara, hins kunna, ís- lenska sæfara, en Vilhjálmur Þ. Gíslason mun tengja saman efnið með útskýringum Vegleg gjöf. Allur ágóði af þessum hátíða- höldum og merkjasölu í sam- bandi við daginn, mun eins og að undanförnu renna til hins ■ fyrirhugaða Dvalarheimilis aldraðra sjómanna. Hinu fyrir- . hugaða Dvalarheimili barst nú j fyrir skömmu mjög vegleg og kærkomin gjöf, er erfingjar og í nokkrir góðkunningjar Magn- j úsar heitins Stefánssonar | skálds (Arnar Arnarsonar) á- kváðu að stofna sjerstakan sjóð til minningar um hinn látna og afhenda hann Dvalarheimili sjómanna ásamt öllum eftir- látnum eignum skáldsins, þar með talinn höfundarrjettur að öllum verkum hans, prentuðum og óprentyðum. Þessi ákvörðun var fyrst tek in 12. des. 1944 á skrifstofu bæjar/ógetans í Hafnarfirði, er þeir Kjartan Ólafsson bæjar- fulltrúi, Kristinn Ólafsson lög- fræðingur, Þorsteinn Kristjáns son kaupmaður og Sigurður Kristjánsson veitingamaður, komu sjer saman um þessa á- kvörðun, en þann dag hefði skáldið orðið 60 ára, ef það hefði lifað, Var þessi ákvörð- un tekin I framhaldi af sam- þykt skiftafundar í dánarbúi skáldsins 7. des. 1943, en þá vai- ákveðið áð eftirlátnum eig- um skáldsins skyldi varið til hagsbóta fyrir sjómenn. En á framhalds skiftafundi, er hald- inn var fyrir nokkrum dögum, var samþykt skipulagsskrá fyr ir sjóðinni, og ákveðið að verja fjenu til bókakaupa fyrir Dvral arheimili sjómanna og til við- halds á bókasafni heimilisins. Á þessum fundi var mættur formaður sjómannadagsráðsins og var honum þar afhent span- sjóðsbók með 700 krónum, sem voru byrjunargjafir einstakl- inga í sjóðinni, og er ekki að efa, að þessum sjóði eigi eftir að berast margar gjafir frá aðdá- endum skáldsins og ölluni þeim, er vilja styðja að bókakaupum handa hinum öldruðu sjómönn um. Sjómannadagsráðið vottar öllum þeim, sem hjer eiga hlut að málí, alúðarfylstu þakkir. SjómannadagsblaðiiV. Það cr nú komið út í ineira upplagi en nokkru sinni áður, því venjan hefir verið sú að undanförnu, að ekki hefir ver- ið urmull eftir óseldur af því, þegar dagur hefir verið kom- inn að kvöldi. Blaðið er í þetta skifti eins og að undanförnu mjög efnismikið og prýtt mörg um sjerlega fallegum og fágæt- um myndum. Margir forustu- menn sjómannasamtakanna skrifa í blaðið. Þá eru í blað- inu merkilegar sögur úr lífi sjómanna. Fargjöld með S. V. R. hækka FRÁ og með 31. maí hækka fargjöld með strætisvögnum. Fyrir fullorðna koslar 50 aura á öllum leiðum vagnanna og 25 aura fyrir börn 14 og yngiý- í skrifstofu S. V.. R. verða seldar farmiðablokkir, með 15% af- slælli. — Biokkir þessar gilcla í þrjá mánuði Miðvikudagur 30. maí 1045 „Myndabók Jón- I SÍÐASTLIÐIÐ laugardags- kvöld var sýndur leikþáttur i Tnpolileikhúsinu hjer úr skáld ritum Jönasar Hallgrímssonar. Var sýnmgin á vegum Lista- mannaþingsins, sem hjer er háð’ þessa dagana og hefir Halldór Kiljan Laxness tekið þáttimn saman. Uppistaðan í þælti þess- um er Grasaferðin eftir Jónas, en ívafið Gamanbrjef, Stúlkan í turninum o. fl. Var sýningirt hin skemtilegasta og ág'ætlega sviðsett af Lárusi Pálssyni. Það er ástæða til að geta þess, vegna þeirra mörgu, sem hlustuðu á, leikþáttinn í útvarpinu, að hann mun ekki hafa notið sín full- komlega þar af þeirri ástæðu, að hann var miklu fremur fyrir augað en eyrað. Á undan leiksýningunni las Lárus Pálsson upp eftirmæli Konráðs Gíslasonar um skálcl- ið, er birtist á sínum tíma íi Fjölni. Þá las Tómas Guö- mundsson skáld upp forljóð a.1 leiknum, en Páll Isólfsson hafði samið lög við sýninguna. Voiu lögin með þeim ágætum, aðí telja verður þau einn merl:- asla þátt sýningarínnar. PáJil Isólfsson er ágætt tónskáld. A tónsmíðum hans er persónu- legur blær og bera þær men'- un hans augljóst vitni. • Leikijöld og búninga annaó- isl I.árus Ingólfsson og haf.'i tekisl að setja þjóðsöguleg >. æfinlýrasvip á hvortlveggja Hallgrímur Bachmann sá u:n Ijósaúlbúnað þannig, að alt, sem fram fór á leiksviðinu, naut sin í fylsta mæli. Sigurður Grímsson. Firmakeppni G. í: 1. umíerS lokið FYRSTU umferð í Firma- , keppni Golfklúbbsins er nú . lokið, og eru nú þessi firrnu eftir ósigruð: Garðar Gíslason, heildversl- un. Sverrir Bemhöft h.f. Tjarn- arcafé. Eimskipafjelag íslancls. Egill Vilhjálmsson h.f. Leður- iðjan h.f. Ragnar Blöndal h.f, Hljóðfærav. Sigr. HelgadótUu Hellas. Eggert Kristjánsson Co. Ingólfs Apótek. Harpa h.t. óotfred Bernhöft & Co. Heilnv. Ásgeirs plafssonar. H. Ólafsson & Bernhöft h.f. Jón Hjartar- son & Co. ísafoldarprentsmiðj ai h.f. Alm. byggingafjelagið h.f. Hamar eðá Hjeðinn. O. Elling- sen & Co. h.f. Ljómi h.f. Mai - teinn Einarsson & Co. Dagblað- ið Vísir. Almennar tryggingau h.f. Herrabúðin. Ninon. Skermtc búðin Iðjá. Veiðarfæragerð ,ís- lands h.f. L. Storr. Akur h.f, H.f. ShelL Heildversl. Berg, Kveldúlfur h.f. Björnsbakarí, Gamla Bíó. Kol & Salt h.f. Ól, Gíslason & Co. h.f. Leðurv, Jóns Brynjólfssonar. Helgi Magnússon & Co. Bókav. Sigf. Eymundssonar. Raftækjasalan h.f. Önnur umferð fer fram þriðjudag og miðvikudag, og aú henni lokinni verða því aðeins eftir 21 firmu. Áætlað er, aði keppninni ljúki seinni patt næstu viku. asar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.