Morgunblaðið - 18.01.1946, Page 2

Morgunblaðið - 18.01.1946, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 18. jan. 1946 Sigfús bregður sjer enn í skýjaborgina Kommúnistar afhjúpa sjálfir kosninga- blekkingar sínar Heillum horfn ir menn ÞAÐ er nú nokkuð síðan að einum forustumanni Sósíalista- / flokksins varð að orði, eftir lestur Þjóðviljans: „Geðilt blað get- ur ekki unnið kosningar". í fyrradag kom sr. Sigfús, efsti maður á lista ISósíalistaflokks- ins, til Sjálfstæðisflokksins, og bað um að flokki sínum yrði eftirlátinn Sýningarskálinn til fundarhalds næstkomandi mið- vikudag, en Sjálfstæðisflokkurinn haíði beðið um það kvöld til fundarhalds fyrir áramót, er ósýnt var um það, hvort flokks- húsið yrði tilbúið til afnota. Var fúslega orðið við þessari beiðni og sr. Sigfús þakkaði greiðann. Daginn eftir segir Þjóðviljinn, að Sjálfstæðisflokkurinn kaupi upp Sýningarskálann til þess að hindra aðra í fundahöldum. Þessi boðskapur er ekki fluttur í „Kosningarabbi" blaðsins eða minni háttar nöldurdálkum þess. Forystugrein blaðsins er valin til þessa boðskapar, — vettvangur ritstjórnarinnar, — og sjálfur sr. Sigfús ritstjóri. ■ Það er kanske ekki alveg óskylt mál í þessu sambandi, að fá kvöld eru nú liðin síðan ungir Sjálfstæðismenn opnuðu dyr Sjálfstæðishússins fyrir ungum sósíalistum og buðu þeim þar til viðræðna á sameiginlegum fundi;, En sleppum því! Hvernig getur hitt skeð? Svona blaðamenska er ekki aðeins „geðill“. Hún er heillum horfin! Með slíkum vopnaburði er hver maður, hvert blað, hver flokk- ur dæmdur til að tapa. Kjörskrárkærurnar Þegar Sigfús Sigurhjart- arson flutti snemma í haust tiílögu sína um, að bæjar- stjórnin skyldi á þessu ári, sem nú er að hefjast, byggja a. m. k. 500 íbúðir, án þess að þar með yrði dregið úr öðrum byggingarfram- kvæmdum í bænum, sá al- menningur þegar í stað, að þar var um kosningabombu að ræða. fbúðir Sigfúsar voru þegar í stað kallaðar „skýjaborgir“ og hafa geng- ið undir því nafni meðal fólks síðan. í sjálfu sjer er ekkert ó- vanalegt við það eða óeðli- legt, að kommúnistar kasti kosningabombum. — Það er þeirra venja og hefir stund- um gefist þeim vel. Það var því ekki nema að vonum, að Sigfús revndi að smíða bombu í jafn viðkvæmu máli og vandasömu, sem húsnæðismálunum. Bombunni kastað of snemma Skyssan hjá honum var sú, að hann kastaði bomb- unni of snemma. — Menn höfðu of langan tíma til um hugsunar og áttuðu sig allir á, að af óheilindum var mælt. Ætlunin var ekki sú, að byggja yfir þá, sem verst eru staddir, heldur að^fla kommúnistaflokknum fylg- is með einskisverðum lof- orðum meðal þeirra, sem minst skyn bera á málin. Sigfús fekk því ávítur hjá sínum eigin mönnum fyrir að hafa kastað bombunni of snemma. Þess vegna hefir hann unað því, að bæjar- stjórn hefir látið tillögu hans um kyrt liggja allt frá því í septembermánuði þangað til nú. En nú, þegar bæjar- stjórnin í gær hjelt síðasta fund sinn fvrir þessar bæj- arstjórnarkosningar krafðist Sigfús þess, að tillaga sín væri tekin fyrir á ný. Nú ætlaði Sigfús ekki að verða of fljótur á sjer. Ef einhver hefir áður ef- ast um í hvaða tilgangi til- lagan var flutt, kemst.slík- ur efi ekki framar að. Sigfús unir því að eigin sögn, að „íhaldið liggi á málinu“ mánuðum saman, en ætlar nú að passa sig á því að vera ekki of snemma í tíðinni og velur þess vegna allra síðasta fund bæjar- stjórnar fyrir kosningar, til þess að endurnýja skýja- borga-tillöguna Hvort hann1 ætlast til þess að þessum 500 íbúðum verði komið upp á þeim tíu dögum, sem eftir eru tií kosninga, kom ekki í ljós í ræðu hans í gær. En með þessu öllu hefir hann sannað, svo að ekki verður um villst, að hjer er um einskært kosninga- skvaldur af hans hálfu að ræða. Meiri hluti bæjarstjórnar ákvað hinsvegar í haust að vísa þessu máli til annafar umræðu. Var þaó gert að- allega af tveimur ástæðum. Vill Sigfús enn flytja inn erlenda verkamenn? Annarsvegar þurfti að fara fram athugun á því, hvort vinnuafl væri fyrir hendi til að byggja þessar 500 íbúðir til viðbótar á ár- inu 1946. Þegar Sigfús Sig- urhjartarson sjálfur flutti tillögu sína í haust, gat hann ekki bent á annað vinnuafl, en ef hingað væru fluttir inn erlendir verkamenn og þá helst frá Norðurlöndum. Sú rannsókn, sem síðan hef- ir farið fram, hefir sannað þá skoðun Sigfúsar, að erf- itt mundi vera, að óbreytt- um atvikum, að fá innlenda menn til svo mikilla viðbót- arb^gginga á einu ári. Með gögnum, sem aflað hefir verið hjá fagfjelögun- um, liggur það nú óhaggan- lega fyrir, að ekki er nægt vinnuafl fyrir hendi til að vinna að þeim milli 800 og 1000 íbúða, sem nú eru í smíðum eða í undirbúningi hjer í bæ. Bæjarstjórnin get ur borið um þetta vitni af eigin raun, því að hinar miklu byggingarfram- kvæmdir hennar bæði við Skúlagötu og fyrirhuguð bygging við Miklubraut hafa tafist vegna þess að ekki er kostur á nægu vinnuafli. Það er því svo ljóst sem unt er, að Sigfús hafði rjett fyrir sjer í haust, þegar hann sagði, að ekki mundi vera hægt að fá innlendan vinnukraft til að byggja all- ar þessar íbúðir á einu ári. En hinsvegar hefir hann brugðist hið versta við, þeg- ar hann hefir verið mintur á, að hann vildi flytja inn hina erlendu verkamenn. Hverríig hann ætlar þá að leysa það vandamál að fá nægan vinnukraft til að koma upp þessurn íbúðum á þeim tíma, sem hann krefst, hefir hann ekki skýrt ennþá. Bæjarstjórnin vill samvinnu allra aðila. En samhliða þessari at- hugun vildi bæjarstjórnin láta taka upp samvinnu um lausn málsins við ríkisstjórn. Alþingi og Nýbyggingarráð. En allir þessir aðilar höfðu til athugunar og í undirbún- ingi tillögur um úrlausn þessara mála. Nú hefir rík- isstjórnin, eða fjelagsmála- ráðherra, borið fram sínar tillögur og er frumvarpið til meðferðar á Alþingi og mun verða meðal hinna fyrstu mála, sem til af- greiðslu koma, þegar Al- þingi hefur fundi sína á ný 1. febrúar. ■ : 1 ! :! ' í þessu frumvarpi, sem upphaflega er samið sam- kvæmt tillögu, er Bjarni Benediktsson borgarstjóri bar fram, er ráðgerður stór- aukinn stuðningur við bygg ingu verkamannabústaða, aukin hlunnindi til sam- vinnufjelaga, ákvæði um byggingar af hálfu ríkis og bæjar, að vísu ekki fullnægj andi en þó í rjetta átt, og fyrirmæli um ráðstöfun á byggingarefni. Ollum þeim mönnum, sem um þessi mál fjalla af al- vöru' og er það raunveru- legt áhugamál, en ekki kosn ingahrekkur, að koma góðu áleiðis í þeim og stuðla að því, að braggaíbúðir og aðr- ar heilsuspillandi vistarver- ur verði lagðar niður sem fyrst, hlýtur að vera ljóst, að bæjarstjórninni er gagns laust að taka frekari ákvarð anir í málinu fyr en fyrir diggur hverja meðferð Al- þingi vei.tir þessu frum- varpi. Vonir standa til þess, að svo geti orðið fyrstu dag- ana í febrúar, eða a. m. k. einhvern tíma í febrúarmán uði. Kommúnistar „gleymdu“ að byggja. Að öðru leyti er bæjar- stjórnin nú með undirbún- ingi lóða og á annan veg að greiða fyrir auknum bygg- ingum í bænum á allan þann hátt, sem fiún getur orkað. Að svo vöxnu máli er því ekki um að villast, að ger- samlega er þýðingarlaust að samþykkja nú slíka tillögu, sem ,,skýjaborgar“-tillögu Sigfúsar Sigurhjartarsonar. Ákefð hans í því áð fá hana borna 'upp á síðasta fundi bæjarstjórnar fyrir kosn- ingar, sannar, að áhugi hans fyrir málinu er eingöngu tengdur við kosningar. Enda mundi svo reynast, ef Sigfús og fjelagar fengju hjer meirihluta, að sýnu lægra yrði risið á skýjaborg unum eftir kosningarnar en áður. Jafnvel þó að ekki færi eins illa fyrir komm- únistum hjer eins og á Siglu firði, þar sem foringi þeirra Áki Jakobsson var- bæjar- stjóri heilt kjörtímabil, en gleymdi alveg því höfuðatr- iði ^að byggja nokkra nýja íbúð fyrir siglfirska alþýðu. Reykvíkingar skilja, hvað vakir fyrir kommúnistum í sambandi við neyð hinna húsnæðislausu, og munu gjalda þeim rjettmætá ráðn- ingu fyrir skollaleikinn. Kjósið D - listann miuiiiiiiiiiiiiiuiiiiiininiiiiiiiiiiiiiiinniimiiiinniiinij Á FUNDI bæjarstjórnar í gær skýrði borgarstjóri frá því, hVaða reglum bæjarráð hefði- fylgt í úrskurði um framkomnar kjörskrárkærur. Að því er snerti fólk, sem fluttist hingað frá útlöndum, voru teknar til greina kærur þeirra, er hjer áttu lögíheim- ili áður en fóru utan (náms- fólk), en ekki þeirra, sem áttu lögheimili annarsstaðar á landinu. Aftur á móti voru ekki teknar til greina kærur fólks, sem nú flutti til landsins í fyrsta sinn (t. d. konur). Ekki heldur fólks, sem hafði búsetu erlendis (fór ekki ut- an til náms eða stuttrar dval ar). Að því er snerti fólk, er fluttist til bæjarins utan af landi; voru teknar til greina kærur þeirra, sem órækar skýrslur liggja fyrir um, að tekið höfðu hjer búsetu fyr- ir febrúar 1945 (er kiörskrá var samin). Einnig voru teknar til greina kærur þeirra, sem skráðir voru á manntal hjer 1944, enda þótt getið væri í aths., að þeir ættu lögheimili annarsstaðar, ef sýnt var að þeir voru raunverulega heimilisfastir hjer (skattgreiðendur o. fl.). Yfirleitt hefði bæjarráð verið frjálslynt í úrskurðum sínum um kjörskrárkærúr, sagði borgarstjóri. KJÓSIÐ D-LISTANN Hvað fær Sjálfstæð- isflokkurinn mörg atkvæði ? - Verðlaunagetraun - GETIÐ UPP Á ÞVÍ, hvað Sjálfstæðisflokkurinn muni fá mörg atkvæði við bæjarstjórnarkosningarnar. Þrenn verðlaun verða veitt þeim fara næst umatkvæða- magnið: 1. Verðlaun 2000.00 kr. 2. Verðlaun 1000.00 kr. 3. Verðlaun 500.00 kr. Ritið uppástungu ykkar ásamt nafni og heimilisfangi á úrklippu úr blaðinu og sendið Morgunblaðinu fyrir kjördag, merkt: „Getraun“. Sjálfstæðisflokkurinn fær ................ atkvæði. Nafn ..................................... Heimilisfang ................................... * J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.